Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 30
30 LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 „Það er ekkert í þessu myndbandi sem ekki hefur sést áður í Sorbitsauglýsingu, Flugleiðaauglýsingunni nýju, Baywatch-þáttunum eða hverju öðru gagnkynhneigðu sjónvarpsefni," segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hver á að fara með þér til A, í tilefni af afmæli MfiSÆSbjóða l og í skemmtilegan leik með góðum verðlaunum. Svaraðu þremur léttum spurningum og sendu til DV og þú ræður hverjum þú býður með þér til Kaupmannahafnar. Glæsileg verðlaun eru í boði; Tveir þátttakendur fá flugferð fyrir tvo með SAS til Kaupmannahafnar. Verðmæti hvors virmínfifs er 72*200 •ö* ^ MVerktu v/ð rétt syðt- Hvar er Kaupmannahöfn höfuðborg: QDanmörku Þýskalandi □svíþjóð Merktu við þekktan skemmtigarð í Kaupmannahöfn djEuro-Disney □seaworld Tívolí Hvaða afmæli heldur SAS upp á í ár? □ 50 ára [ j25 ára ÍTTl 75 ára 2. Sendandi: Heimilisfang:_ Sveitarfélag:_ Sími: Sendu svörin til DV, Pverholti II, 105 Revkjavík, merkt FERÐAGETRAUN, fyrir föstudaginn 15. mars. Tllkynnt verður um vinningsnafa í blaðauka um ferðir laugardaginn 23. mars Þú getur sparað þér sporin og tekið þátt í leiknum með því að hringja í síma 904 1750 og svara spurningunum hér að ofan. Þú hringir, svarar spurningunum með tökkunum á símanum, lest inn nafn, heimilisfang og síma og ert þar með komin(n) í vinningspottinn. Einfalt og þægilegt. Verð 39 og 90 mínútan. 904 1750 m/StS Páll Óskar hristir upp í landanum með djörfu myndbandi: - segir söngvari ársins sem hár svarar fyrir sig fullum hálsi „Það að myndbandi mínu er hafn- að er ekkert annað en misréttismál vegna kynhneigðar minnar. Ef þetta myndband fær ekki sömu með- höndlun og öll önnur myndbönd sem berast inn á borð sjónvarps- stöðvanna mun ég skilyrðislaust fara í mál og ég mun vinna það mál, það er alveg deginum ljósara," segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er víg- reifur þessa dagana. Myndband Páls Óskars við lagið „Making Love“ á síðustu plötunni hans hefur valdið miklum taugatitr- ingi vegna þess að þar sjást tveir karlmenn í innilegum ástarsenum. Allar sjónvarpsstöðvar landsins hafa neitað að sýna myndbandið í sinni upprunalegu útgáfu en þó er útlit fyrir að „mýkri“ útgáfu þess verði varpað inn í stofur almenn- ings fljótlega. Nuddar kremi á rassinn Myndbandið sýnir Pál Óskar og annan karlmann láta vel hvor að öðrum. Þeir eru á gangi saman um götur Parísarborgar, vaska upp saman, liggja í kuðli uppi í rúmi að horfa á sjónvarpið og kyssast djúpt og innilega. Það sem hefur hins veg- ar farið fyrir brjóstið á mörgum er atriði þar sem Páil Óskar dregur niður nærbuxur hins mannsins, set- ur krem á rassinn á honum og nuddar og strýkur. „Eina tilfelliö sem ég veit um að fyrsta útgáfa myndbandsins hafi verið sýnt var á Sýn. Strax daginn eftir hringdu forráðamenn Stöðvar 2 og Sýnar með miklu drama upp í Japis sem er dreifíngaraðili plöt- unnar minnar. Þar vissi fólk ekki hvaðan á sig stóð veðriö því enginn vissi einu sinni að ég var að gera vídeó. Þá hafði fullt af fólki hringt alveg brjálað á Stöð 2 og hótað að segja upp áskrift ef myndbandið yrði sýnt áfrarn," segir Páfl Óskar. Hann segist hafa viljað forðast að gera eitthvert hneykslismál úr þessu og ákveðið að fara málamiðl- unarleiðina í staðinn. Skrapaði þjóhnappasenurnar burt „Ég fór því aftur inn í klippistúd- íóið og skrapaði burt þessar ákveðnu þjóhnappasenur sem sáust í upprunalegu útgáfunni og lét myndbandið aftur í dreifingu. Eftir stendur myndband þar sem ekki sést neitt sem ekki hefur sést áður í Sorbitsauglýsingu, Flugleiðaauglýs- ingunni nýju, Diet-kók auglýsingun- um, Baywatch-þáttunum sem eru sýndir klukkan 18.30 á hverjum laugardegi fyrir börn og unglinga eða hverju öðru gagnkynhneigðu sjónvarpsefni sem flæðir yfir mig á hverjum degi. Stöð 2 og Sýn eru búnar að gefa jákvætt svar og ætla að sýna nýju útgáfuna af mynd- bandinu. Stöð 3 vill ekki sýna hana fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjár vikur vegna þess að hún er að fylgja ein- hverju fjölskylduþema og RÚV er ennþá að hugsa sinn gang,“ segir Páfl Óskar sem er harðákveðinn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.