Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Síða 33
32
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996
„Ég fór markvisst í gegnum albúmin, tók all-
ar myndir og reif þær. Ég er alltaf kölluð
Habba en ég hætti að segja fólki það því þegar
ég setti varirnar samcm til að segja béin bar svo
mikið á lömuninni. Því sagði ég alltaf bara
Hrafnhildur. Ég var búin að finna alls konar
svona leiðir til þess að það bæri sem minnst á
þessu og var aldrei eðlileg nema í þröngum
vinahópi þar sem enginn gat hugsanlega fengið
viðbjóð á mér.
Svo var ég líka alveg sannfærð um að enginn
karlmaður myndi vilja mig. „Hver heldurðu að
vilji svona?“ hugsaði ég með mér. Mér fannst
ég bara vera eins og skemmdur hlutur og ekki
fá sömu viðbrögð hjá fólki og áður vegna þess
að umbúðirnar voru laskaðar. Það er alltaf ver-
ið að tala um að innihaldið skipti mestu máli
en þegar umbúðirnar eru laskaðar þá fær inni-
haldið ekki sama tækifæri til að að koma í
ljós.“
Hrafnhildur var í sambúð í tvö ár þegar hún
var í eiturlyfjaneyslunni en hún segist hafa
verið mest ástfangin af því að maðurinn skyldi
hafa viljað með hana hafa.
„Ég var bara þakklát að hann skyldi vilja
mig og finnast ég falleg. Eftir að ég varð edrú
hef ég ekki komið nálægt karlmanni. Ég trúði
ekki að nokkrum litist á mig og ef það gerðist
þá hugsaði ég að það hlyti að vera eitthvað að
þeim manni. Ég finn það fyrst núna, þegar ég
er að verða venjuleg og er ekkert afskræmd
lengur, að ástarsamband væri kannski ekki al-
veg út úr myndinni ef mér litist vel á einhvern.
Ég er þó ekkert að leita eitthvað eftir þvi,“ seg-
ir Hrafnhildur og hlær.
Gat ekki sætt mig við þetta
Hrafnhildur fluttist til Reykjavíkur árið 1989
og komst upp úr því í samband við Jens Kjart-
ansson lýtalækni sem kveikti hjá henni von.
Fram að því hafði henni alltaf verið sagt að það
væri ekkert hægt að gera við andlitslýti henn-
ar, taugin sem stjórnaði hreyfingunum í andlit-
inu væri alveg lömuð.
„Mér var sagt að ég yrði bara að sætta mig
við þetta. Ég var alltaf að reyna að gera það en
bara gat það ekki,“ segir Hrafnhildur.
Hún fór fyrst tii Jens fyrir íjórum árum.
„Síðan þá er hann búinn að fylgjast náið með
þróuninni í þessum málum erlendis og svo þeg-
ar ég var andlega tilbúin þá létum við slag
standa. Eftir allan þennan tíma þorði ég ekki
að vona neitt. Ég rokkaði þó á milli ofboðslegr-
ar væntingar og þess að hafa enga trú á þessu.
Ég reyndi að vera nægjusöm og sannfæra sjálfa
mig um að það væri allt í lagi þó að ég yrði ekk-
ert sætari en ég fann hvað ég var gráðug inni í
mér. Mig langaði svo að verða ég aftur.“
Hrafnhildur segir að það séu miklar og erfið-
ar tilfinningar sem tengist því að fara í svona
aðgerð.
„Ég kveið fyrir því að hitta allt fólkið sem
vissi að ég var að fara í aðgerðina. Ég gat ekki
hugsað mér að neinn fengi að sjá mig ef ég
væri svo ekki einu sinni sæt eftir þetta allt
saman. Fólk myndi bara segja, „æi, aumingja
hún, svo er hún ekkert betri eftir þessa miklu
aðgerð". Ég og allir mínir aðstandendur vorum
óttaslegin að þetta myndi koma illa við mig og
Vefjastrimili úr læri Hrafnhildar var fluttur upp í
andlitið til að framkalla hreyfingu í vinstri helm-
ingi þess.
maður sjálfur, svona allt í lagi, ekkert ljótur en
heldur engin fegurðardís. Allt í einu fór fegurð-
in að skipta mig öllu máli.
Ég reyndi allan tímann að byggja mig upp,
líta í spegil og segja „mikið rosalega líturðu vel
út“ þó að það væri önnur rödd sem segði „ha,
ha, öllu má nú nafn gefa“. Svo ef ég náði upp
einhverjum dampi og var orðin ánægð með
mig og allir í kringum mig orðnir vanir mér og
hættir að taka eftir þessu þá fór ég kannski í
strætó þar sem litlir krakkar spurðu af hverju
ég væri svona, hvað hefði eiginlega komið fyr-
ir mig. Þá pompaði ég niður og fannst allir bíl-
Margir
„Ég held að það sé mjög mikið af fólki sem
lendir í svipuðum málum og lamast og veit
hreinlega ekki af því að hægt er að fá bót á
þessu. Að vísu er ekki hægt að hjálpa öllum
með nákvæmlega sömu aðgerð og var gerð á
Hrafnhildi en oftast eru einhver ráð í stöð-
unni,“ segir Jens Kjartansson, lýtalæknir og
yfírlæknir á handlæknisdeild Sankti Jósefs-
spítala, en hann gerði lýtaaðgerðina á Hrafn-
hildi.
Hrafnhildur höfuðkúpubrotnaði við vinstra
eyrað í slysinu og við það myndaðist þrýsting-
ur á vinstri andlitstaugina sem leiddi til þess
að hún lamaðist nánast alveg í andlitinu.
Skömmu eftir slysið fór hún í aðgerð til að
losa um taugina en það bar mjög lítinn árang-
ur og neðra munnvik hennar, augnalokið og
andlitsvöðvarnir sem tjá svipinn voru alveg
lamaðir.
Varð að halda sjóninni
„Vandamálið hjá henni var líka að hún er
blind á hægra auga þannig að hún átti bara
þetta eina auga eftir og þar var augnalokið
lamað. Megináherslan var því lögð á að hún
héldi því auga og að sjónin skertist ekki, sama
hvað yrði gert.“
Jens kynntist svipuðum tilfellum á Karol-
inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem
Aðgerðin á Hrafnhildi var gerð á Sánkti Jósefsspítala í Hafnarfirði sem státar af einni fullkomnustu
skurðstofu landsins.
ég myndi fara í ójafnvægi. Það voru allir
hræddir því það var svo rosalega hröð keyrsla
á mér niður í helvíti eftir slysið.“
Ekki frýnileg fyrst í stað
„Þegar aðgerðin var búin var ég alveg rosa-
leg, með umbúðir, öll bólgin og alls ekki frýni-
leg. Jens var hins vegar strax mjög ánægður og
ég hengdi mig í hans viðbrögð. Fyrir aðgerðina
var engin fylling í vinstri kinninni. Kinnin og
munnurinn höfðu sigiö niður og hreyfðust ekk-
ert og heldur ekki augað. En núna hefur augað
lyfst upp og þegar ég brosi er komin hreyfing í
vinstra munnvikið."
Hrafnhildur á eftir að fara í fleiri aðgerðir
því ætlunin er að laga betur bæði vinstra augn-
lok og munnvik.
„Þetta tekur langan tíma en þegar þetta verð-
ur allt búið þá finnst mér ég geta byrjað aftur,
tekið upp þráðinn frá því fyrir tíu árum, horft
framan í fólk, talað við það, verið eðlileg,
gleymt mér, sagt brandara og verið ég án þess
að vera með einhverja uppstillingu. Ég er mjög
ánægð núna og er sátt þegar ég lít i spegil. Ég
er engin fegurðardís en í fyrsta skipti í 10 ár er
ég sátt. Þegar ég geng úti á götu og einhver er
að horfa á mig þá er ég meira að segja farin að
geta sagt við mig að kannski horfi þessi eða
hinn bara á mig vegna þess að honum finnist
gaman að sjá mig en ekki endilega vegna þess
að munnurinn sé skakkur og lamaður. Og ef
strætó’hægir á sér þá finnst mér núna fyrst að
það sé ekki endilega til þess að allir geti horft
á mig,“ segir Hrafnhildur. -ból
„Ég hlusta ekki lengur á þessa klisju að útlitið skipti ekki máli. Þegar útlitið er farið þá fer svo margt
með, allur kjarkur og allt þor,“ segir Hrafnhildur Borgþórsdóttir. DV-myndir GS
Þetta er ein af örfáum Ijósmyndum sem til eru
af Hrafnhildi frá frá því hún lenti í slysinu og
þangað til hún fór í lýtaaðgerðina. Þessi mynd
er tekin árið 1990, fjórum árum eftir slysið.
Nú, tíu árum eftir þetta hörmulega slys, hef-
ur annar atburður markað spor í líf Hrafnhild-
ar. Skömmu fyrir jól fór hún í lýtaaðgerð á
Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. Aðgerðin
tókst vonum framar og nú fyrst finnst Hrafn-
hildi hún vera reiðubúin til að taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið fyrir tíu árum.
„Þetta er í fyrsta skiptiö í 10 ár sem ég get lit-
ið sátt í spegilinn. Þegar ég leit í spegil eftir að-
gerðina þá ætlaði ég varla að trúa því að þetta
væri ég. Ég var svo fín og flott að ég vildi helst
ekki leggja spegilinn frá mér aftur,“ segir hún.
Fólk hélt ég væri vanviti
Eftir atburðinn örlagaríka á seglskútunni
var Hrafnhildur flutt á sjúkrahús í Reykjavík
og nokkru seinna aftur til Seyðisfjarðar á
sjúkrahúsið þar.
„Fyrst eftir slysið átti ég erfitt með að tala og
erfitt með að borða því ég missti alltaf allt út úr
mér. Sumt fólk kom fram við mig eins og ég
væri vanviti bara af því að andlitið var ekki í
lagi. Það talaði hægt og skýrt og hélt að ég
þekkti það ekki. Ég varð þó ekki fyrir aðkasti
enda var ég heppin að búa á Seyðisfirði. Allur
bærinn stóð með mér og gladdist yfir hverju
framfaraskrefi. Samt var erfitt þegar fólk var
að koma í heimsókn og segja mér hvað það
væri hræðilegt að sjá mig. Sumir fóru hrein-
lega að gráta þegar þeir sáu mig fyrst. Það end-
aði með því að ég hafði dyrnar inn á stofu til
mín lokaðar svo að fólk sæi mig ekki,“ segir
Hrafnhildur.
Hún segist hafa orðið mjög óttaslegin eftir
slysið. Hún gat ekki gengið og ekki gert neitt
nema með aðstoð og óttaðist að hún yrði aldrei
söm aftur.
„Ég varð fyrir alveg gífurlegu áfalli og var
vita ekki aí lausn er til
„Ég hef alltaf stillt mér upp þannig að andlit-
ið kæmi sem best út, aldrei þorað að vera ég
sjálf og alltaf öfundað fólk sem bara geiflar sig,
talar og er eðlilegt. Ég hef kannski verið á ein-
hverju kaffihúsi, skemmt mér vel og verið að
hlæja þegar ég sé mér allt í einu bregða fyrir í
spegli. Þá hrekk ég í kút, fer inn í mig og hrein-
lega fyrirverð mig fyrir að vera að ónáða fólk
með andlitinu á mér. Ég hlusta ekki lengur á
þessa klisju að útlitið skipti ekki máli. Þegar
útlitið er farið þá fer svo margt með, allur
kjarkur og allt þor,“ segir Hrafnhildur Borg-
þórsdóttir.
Þann 31. ágúst 1986 gerðist atburður sem
gjörbreytti lífi Hrafnhildar sem þá var 33 ára
gömul. Hún fór í siglingu á seglskútu um Seyð-
isljörð þar sem hún bjó. Mikill vindur var
þennan dag og Hrafnhildi var sagt að vera und-
ir þiljum þangað til búið væri að gera klárt og
festa alla spotta. Einhverra hluta vegna fór hún
of snemma upp, spotti losnaði og slóst í hana
þannig að höfuðið þríbrotnaði. Hrafnhildur
lamaðist vinstra megin í andliti, missti heym á
báöum eyrum, hreyfigetuna timabundið og
sjón á vinstra auga skertist en fyrir var hún
blind á því hægra.
mjög lengi að ná mér andlega. Það var eins og
það væri kippt undan mér fótunum. Ég var svo
óttaslegin að ég þorði ekki einu sinni að ræða
þetta og enginn hvatti mig til að gera það. Bein-
in voru bara sett saman en ekkert útskýrt eða
rætt. Það vantaði alveg einhverja aðstoð og
hjálp frá fagfólki. Það er fullt af fólki sem lend-
ir í svona og situr eftir með alveg heljar sár
inni í sér sem það þorir ekki einu sinni að
ræða um. Ég vildi ekki að fólk kæmi fram við
mig eins og vanvita þannig að það kom eitt-
hvert ofurkapp í mig. Ég ætlaði bara að sýna
öllum að ég væri ekkert verri en hinir og
þjösnaðist áfram og reyndi að láta ekki á neinu
bera.“
Vildi verða fegurst
Hrafnhildur var dugleg að ná sér líkamlega.
Hún fór allra sinna ferða aðeins ári eftir slysið
og hjólar og fer á skíði í dag. Hins vegar var
stórt sár á sálinni sem erfitt var að græða.
„Mig langaði ekki bara til að vera venjuleg
eða sæt heldur til að vera falleg, fegurst allra.
Ég vildi að allir horfðu á mig, ekki bara vegna
þess að ég væri eitthvað skrýtin í útliti heldur
vegna þess að ég væri falleg. Ég hafði aldrei
spáð í þessa hluti áður. Þá var maður bara
ar hægja á sér og allir vera að skoða mig. Það
er hræðilegt að líða svona.“
Fór að neyta amfetamíns
Hrafnhildur brotnaði niður ári eftir slysið og
reyndi að fremja sjálfsmorð. Hún segir að álag-
ið og óttinn við að horfa framan í lífið hafi orð-
ið sér um megn. Upp úr því fór hún út í mikla
amfetamínneyslu til að flýja raunveruleikann.
„Aðrir hefðu kannski farið einhverja aðra
flóttaleið en ég fór á kaf í harða neyslu og fór
mjög illa. Þegar ég fékk mér í nefíð fannst mér
ég vera flott en ég var ömurleg. Þetta voru einu
skiptin sem ég gat verið sátt við sjálfa mig og
það sýnir hversu mikill falsveruleiki það nú er.
Mér varð alveg skítsama um allt og kom mér
upp hörðum skráp. Svo fór þetta auðvitað bara
út í öfgar og ekkert skipti mig orðið máli, ekk-
ert kom við mig,“ segir Hrafnhildur
Hún var í mikilli neyslu í fjögur ár en fór í
meðferð fyrir fimm árum og hefur ekki komið
nálægt eiturlyfjum síðan.
Eyðilagði allar myndir
En þrátt fyrir að Hrafnhildur næði sér upp
úr eiturlyfjaneyslunni þá var sárið á sálinni
enn til staðar. Hún gat ekki sætt sig við útlitið
og eyðilagði allar gamlar myndir af sér.
arvöðvinn var tengdur í gat sem borað var í
bein í kinninni sem losað hafði verið frá neðri
kjálkanum. Síðan voru strimlar úr vefja-
himnu, sem tekin var úr lærinu, fluttir upp í
andlitið og þræddir í gegnum gatið á beininu
og festir í vörina.
Fyrsta brosið
„Eftir aðgerðina getur Hrafnhildur brosað
með því að bíta saman og það er fyrsta brosið
frá því að hún lendir í slysinu. Áður var
vinstri helmingur andlitsins alveg slappur og
sýndi engin svipbrigði en núna er hún komin
með hreyfigetuna. Eftir slysið var hún líka
með mikil óþægindi frá vinstra auganu vegna
þess að hún gat ekki blikkað til að væta það.
Hættan var sú að hún myndi hreinlega missa
sjónina með tímanum. Ég tók því hluta af
vöðvanum og leiddi að augnalokinu þannig að
í hvert skipti sem hún bítur saman bæði bros-
ir hún og blikkar auganu og þarf því ekki að
nota augndropa. Hún þarf auðvitað að læra á
þetta en þetta er mikil bylting fyrir hana frá
því sem áður var,“ segir Jens.
Hrafnhildur er núna að jafna sig eftir þessa
aðgerð en strax i vor er fyrirhugað að lyfta
augnalokinu vinstra megin betur upp og laga
vinstri vörina sem enn þá er örlítið skökk.
-ból
- segir Jens Kjartansson lýtalæknir
„Það standa nokkrir möguleikar opnir til
að laga svona lömun. í fyrsta lagi má flytja
vöðva frá öðrum stað í líkamanum og upp í
andlitið og græða jafnframt taug frá frísku
hliðinni yfir á sjúku hliðina þannig sú fríska
stjórni þeirri sjúku. Þessar aðgerðir hafa ver-
ið í þróun undanfarin ár en því miður er ár-
angurinn svolítið óöruggur. Það er svo margt
sem getur gerst í þessu ferli að árangurinn
getur algjörlega farið í vaskinn. Hinn mögu-
leikinn sem er til i stöðunni er þegar ástatt er
eins og var hjá Hrafnhildi, það er að sjöunda
heilataugin sem sér um hreyfingu í öllum
vöðvum sem tjá tilfinningu i andlitinu er löm-
uð 'en tyggingarvöðvarnir eru í lagi, að nota
þá þessa tyggingarvöðva til að fá fram hreyf-
ingu í andlitið. Hjá Hrafnhildi virkar tygging-
arvöðvinn vel þó að andlitstaugin sé lömuð,“
segir Jens.
Hann segir að þessir tveir möguleikar hafi
staðið til boða í tilfelli Hrafnhildar.
„En fyrst það var smávirkni á lömuðu hlið-
inni vildi ég ekki taka þá áhættu að taka þá
þræði i sundur og kannski fóma þessari litlu
virkni sem hún þó hafði upp á frekar óöruggt
framhald. Því valdi ég að nota þennan tygg-
ingarvöðva."
Guðmundur Björnsson kjálkaskurðlæknir
og Vésteinn Jónsson augnlæknir aðstoðuðu
Jens við aðgerðina sem fólst í því að tygging-
„Það standa nokkrir möguleikar opnir til að
laga svona lömun," segir Jens Kjartansson
lýtalæknir. DV-mynd GS
hann vann og framkvæmdi svipaðar aðgerðir
og hann hefur nú gert á Hrafnhildi.
Tíu ára sálarkreppu lýkur með lýtaaðgerð:
Fannst ég ónáða fólk
með andlitinu á mér
- segir Hrafnhildur Borgþórsdóttir sem lamaðist í andliti eftir slys