Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 41
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996
49
á árshátíð Háskólans.
„Hún var þar aðalræðumaður og
ég hreifst af leiftrandi greind henn-
ar og fyndni en hún er afburða
ræðumaður. Síðan þá hafa leiðir
okkar legið saman í Háskólanum
þar sem hún er mjög þekkt fyrir at-
orku sína og dugnað. Hún er merki-
leg manneskja á margan annan
hátt. Hún er mjög hlý en er hörð ef
á þarf að halda og hefur það sem
kallað er „civil courage" eða hug-
rekki til að fylgja eftir sannfæringu
sinni.“
- Nú segja sumir að hún fari of-
fari, sé stór upp á sig og jafnvel yfir-
gangssöm.
„Já, þetta er nú sagt um alla þá
sem skara fram úr,“ segir Margrét
sem var ein af þeim fyrstu sem
hvöttu Guðrúnu til að fara í forseta-
framboð.
„Mér finnst mikilvægt að forseti
íslands hafi til að bera mannkosti
sem þjóðin er sammála um að séu
eftirsóknarverðir, kosti eins og
visku, mannúð og reisn, og þetta
finnst mér hún sameina vel.“
Fædd í París
Guðrún dvaldist erlendis fyrstu
æviár sín með foreldrum sínum.
Eftir stúdentspróf fór hún til Vínar-
borgar þar sem hún nam við
Konservatorium fúr Musik und
Dramatische Kunst. Hún lauk BA-
prófi í sálarfræði 1974 frá Háskóla
Islands og MA-prófi í lífeðlisfræði
1977 frá Oxford-háskóla. Loks er
hún með doktorspróf frá læknadeild
Óslóar- háskóla þar sem viðfangs-
efni hennar var þroskun taugakerf-
isins á fósturstigi.
Guðrún er gift Ólafi Hannibals-
syni, blaðamanni og varaþingmanni
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi. Saman eiga þau tvær
dætur: Ásdísi, sjö ára, og Mörtu,
fjögurra ára. Ólafur er sonur Sól-
veigar Ólafsdóttur og Hannibals
Valdimarssonar, ráðherra og for-
seta ASÍ.
Guðrún bjó um tíma í Noregi og
segir vinkona hennar að eitt sinn
hafi hún fengið aðkenningu af því
sem hún kallar „húsmóður- komp-
lex“. Guðrúnu fannst þá ómögulegt
að eiga ekkert matarkyns í frystin-
um eins og oft tíðkast hjá hinum
hagsýnu húsmæðrum. í stað þess að
kaupa lambaskrokk keypti Guðrún
þvi hálfan elg. Þótt stærðin hafi
komið henni á óvart gerði hún að
elgnum og eldaði hann í nokkuð
mörg mál. „Það er ekkert sem vefst
fyrir þessari manneskju."
Guðrún kynntist eiginmanni sín-
um ekki fyrr en hún tók að berjast
gegn byggingu ráðhússins. Á náms-
árunum, eða á „smökkunarárun-
um“, eins og einn viðmælenda
blaðsins orðaði það, kynntist hún
eins og vera vill nokkrum karl-
mönnum náið. Einn þeirra var son-
arsonur Haile Selassie, kéisara í
Eþíópíu. Vinkona hennar segir að
þarna hafi verið á ferðinni stór-
glæsilegur maður sem var fágaður
og fallegur í senn. Kynni þeirra
urðu þó stutt en Guðrún var lengst-
um með bandarískum manni í Ox-
ford sem nam heimspeki.
Jónmn Erla Eyfjörð erfðafræð-
ingur starfaði með Guðrúnu á Líf-
fræðistofnun Háskólans um árabil.
„Hún var frábær samstarfskona.
Hún er manneskja sem myndi
standa sig vel i hverju sem er, enda
er hún mjög klár og fjölhæf. Hún er
líka mjög lifandi og fljót að átta sig.“
Yfirgangssamur
forseti?
Skólabróðir Guðrúnar frá því í
menntaskóla, sem ekki vill láta
nafns síns getið, segist ekki skilja
hvaða erindi Guðrún telji sig eiga í
forsetaframboð.
„Hún segir með réttu að hún
skyldi ekki gjalda þess að hafa ekki
alið manninn í fjölmiðlum. Ekki sé
þar með sagt að hún hafi ekki verið
að vinna eitthvert heilmikið og
merkilegt starf. Ég efast ekkert um
það en það er sjálfsagt hægt að
finna uppi í Háskóla svona um 200
manns sem líka hafa verið að vinna
að sínum vísindum á heiðarlegan og
dugmikinn hátt, fjarri fiölmið-
laglaumi, án þess að nokkru af því
fólki hafi dottið í hug að fara í for-
setaframboð. Það sem ýtir mest á
hana og verður henni hvað mest til
kynningar er ættfærslan. Ef hún
væri alþýðukona þá myndi þetta
ekki hvarfla að henni,“ segir þessi
skólabróðir Guðrúnar.
Hann segir að Guðrún sé mjög
stór upp á sig og viss í sinni sök.
„Ég er mjög hræddur við að hún
yrði mjög yfirgangssamur forseti
sem færi að gera gloríur. Hún hefur
sjálf sagt um sjálfa sig að hún hafi
ekki verið neins staðar nærri þegar
hógværðinni var úthlutað og það
held ég að sé alveg rétt hjá henni.
Sjálft framboðið bendir nú til þess.“
Þessi maður segir að Guðrún eigi
sjálfsagt eftir að njóta góðs af ætt-
erni sínu meðal gamaUa reykvískra
fjölskyldna; „fólks sem hefur sjald-
an farið yfir Elliðaárnar og fer
meira til Keflavíkur og útlanda og
lítur á sig sem aðal. Úti á landi ger-
ir ætternið hins vegar ekkert fyrir
hana. Manneskja sem kemur á alla
enda og kanta úr umhverfi borgara-
stéttarinnar og hefur búið við
allsnægtir allt sitt líf nær ekki að
verða sameiningartákn þjóðarinn-
ar. Hún þekkir bara ekki nægilega
þær aðstæður sem meirihluti lands-
manna býr við. En það er óneitan-
lega komin upp dálítið skrýtin staða
þegar sá forsetaframbjóðandi sem
íslenskir vinstri menn telja sig geta
sameinast um er samsettur af
Thors- og Engeyjarættinni."
„Hvar
get ág migið?"
„Fræg er sagan af afa hennar,
Ólafi Thors, þegar hann fór á Suður-
nesin til að stilla þar einhverja
menn sem voru með verkfallslæti.
Karlarnir bíða vígreifir eftir honum
og ætla að taka duglega á móti hel-
vítis auðvaldsleppnum. Svo rennur
ráðherrabíllinn í hlað og Ólafur
stekkur út, hleypur til þeirra og seg-
ir: „Hvar get ég migið, strákar?“ Þar
með féllu allar þeirra varnir og
hann fékk öllu sínu framgengt. Guð-
rún þyrfti sennilega að geta gert
eitthvað svona."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
segir að Guðrún sé fjörug og hress,
vel gefin og komi ágætlega fyrir í
fjölmiðlum. „Hún hefur að vísu ekki
getiö sér orð fyrir nein afrek. Menn
geta talið henni til tekna að hún var
á móti tveimur húsum og einni
smásögu. Bæði húsin risu og smá-
sagan var lesin og endurlesin
þannig að þessi barátta hennar bar
ekki mikinn árangur. Með því að
skoða hvernig hún gekk fram í þess-
um baráttumálum sínum þá virtist
mér að hún hefði ákveðna tilhneig-
ingu til að fara offari. Svo er hún
vafalaust mikill vísindamaður. Hún
sendi bréf tU Náttúruvemdarráðs
og bygginganefndar Reykjavíkur
þann 29. mars 1988 sem birt var í
öllum fjölmiðlum þar sem hún
ásamt tveimur öðrum vísindamönn-
um segir að sennUegast myndi
Reykjavíkurtjöm hverfa innan 20
daga ef þar yrði byrjað að grafa fyr-
ir grunni ráðhúss. Það er fróðlegt
fyrir Reykvíkinga að fara að Tjörn-
inni og skoða hvernig hún hefur
þomað upp,“ segir Hannes.
Hannes segir að Guðrún sé án efa
vel ættuð. Afi hennar, Ólafur Thors,
hafi verið framúrskarandi stjórn-
málaleiðtogi og faðir hennar, Pétur
Benediktsson, skemmtilegur og hríf-
andi stjómmálamaður.
„En ég er ekki viss um að menn
eigi að veifa fæðingarvottorðinu
þegar þeir sækjast eftir vegtyUum.
íslendingar kunna nú mest að meta
það ef menn hefjast upp af sjálfum
sér. Hún telur greinUega að ættar-
tengslin verði sér tU framdráttar og
heldur þeim mjög á lofti en ég
myndi ekki kjósa hana. Hún hefur
aldrei svo ég viti tU .starfað í Sjálf-
stæðisflokknum og hún hefur sjálf
sagt í viðtölum að hún sé heima-
gangur á heimUum helstu vinstri
manna landsins,“ segir Hannes.
pp/ból
Kristján Albertsson,
rithöfundur
í Reykjavík
Margrét Þorbjörg
Kristjánsdóttir,
húsm. í Reykjavík
Kristján Sigurðsson,
b. í Hraunhöfn
ólafur p. Thors,
Hilmar Thors,
lögmaður
í Reykjavík
framkvæmdastjóri
Sjóvár-Almennra
Pétur Hafstein
hæstaréttardómari
Ragnheiður Hafstein
forsætisráðherrafrú
Haukur Thorsson Thors,
forstjóri í Reylqavík
Kristín Thors,
húsm. í Reykjavík
Andrea Louise
Jensen, f. Martens,
húsm. í Kaupmannah.
Thor Jensen,
kaupmaður og
útgerðarm. í Rvík
Jens Christian Jensen,
húsasmiður og múrara-
meistari í Kaupmannah.
Guðmundur Andri
Thorsson,
rithöfundur í Rvík
Thor Vilhjálmsson,
rithöfundur
í Reykjavík
ólafur Thors
forsætisráðherra
Guðrún Sigríður
Knudsen,
húsm. í Reykjavík
Christiana Apolline
Guðjohnsen,
húsmóðir í Reykjavík
Ömólfur Thorsson,
bókmenntafræóingur
og kennari við KHÍ
Thor Thors,
forstjóri íslenskra
Aðalverktaka
Martha María
Guðjohnsen,
húsm. í Reykjavík
Pétur Halldórsson,
borgarstjóri og alþm.
í Reykjavík
Pétur Guðjohnsen,
dómorganisti
í Reylqavík
Marta Thors,
tónlistarfulltrúi
í Reykjavík
Guðrún Pétursdóttir
forstöðum. Sjávarútvd.
Ingibjörg Thors
Indriðadóttir
forsætisráðherrafrú
Eufemía
Gísladóttir,
húsfr. í Krossanesi
Indriði Einarsson,
rithöfundur og
skrifstofustj. í Rvík.
Einar Magnússon,
b. í Krossanesi
Pétur Benediktsson,
sendiherra, alþm.
og bankastjóri
Ragnhildur
Ólafsdóttir,
húsfr. í Engey
Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra
Guðrún Pétursdóttir,
form. Kvenfélaga-
sambands íslands
Guðrún Pétursdóttir
yngri, húsfr. í Engey
Pétur Kristinsson,
útvegsb. í Engey
Bjarai Benediktsson
forsætisráðherra
Kristinn Magnússon,
útvegsb. í Engey
Einar Sveinsson,
framkvæmdastjóri
Sjóvár-Almennra
Jón Trausti,
skáld og rithöfundur
í Reykjavík
Guðmundur
Gottskálksson,
b. á Sigurðarstöðum
Sveinn Benediktsson,
framkvæmdastjóri
í Reykjavík
Guðbjörg
Guðmundsdóttir,
húsfr. á Hrauntanga
Benedikt Sveinsson,
stj ómarformaður
Sj óvár-Almennra
Magnús Gottskálksson,
snikkari á
Víkingavatni
Kristjana
Benediktsdóttir,
húsm. í Reykjavík
Sveinn Víkingur
Magnússon,
gestgjafi á Húsavík
Benedikt Sveinsson
alþingisforseti
Benedikt Bjömsson,
skólastjóri á Húsavík
Halldór Blöndal
samgönguráðherra
Björn Magnusson,
b. á Bangastöðum
Ólöf Bjömsdóttir,
húsfr. á Víkingavatni
Guðmundur
Úr frændgarði
Guðrúnar
Pétursdóttur
Sólveig Lára
Guðmundsdóttir,
pr. á Seltjarnarnesi
Þórarinn
Björnsson,
skólameistari MA
Sólveig Benediktsdóttir,
fyrrv. skólastjóri
Kvennask. á Blönduósi
Bjami Jónsson,
dómkirkjuprestur og
heiðursborgari Rvíkur
Guðrún Ágústsdóttir,
forseti borgarstjómar
íst Bjamason,
rifstofustjóri í
Reykjavík
Ólöf Hafliðadóttir,
húsm. í Reykjavík
Guðfínna Pétursdóttir,
húsm. f Reykjavík
Björn Þóarinsson, b. á Víkingavatni Þórarinn Björnsson, b. á Víkingavatni
Steinunn húsfr. í Hraunhöfn
Kristjánsdóttir, í Staðarsveit
húsm. í Rvík
Kristjana Guðný Sigurður
Sigurðardóttir, húsm. á Húsavík Kristjánsson, b. á Hálsi í Kinn
ov
KGK