Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Síða 44
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 A!>"V
52 sviðsljós
Cameron Diaz rísandi stjarna í Hollywood:
Náttúrulega þokkafull
Cameron, sem er 23 ára, er nýhætt með unnusta sínum og
ekki í föstu sarnbandi þótt slúðurdálkahöfundar hafa viljað
spyrða hana við George Clooney. Hún segist þó vilja stofna
fjölskyldu og lifa venjulegu lífi en það verði þó að bíða um
sinn.
Kvikmyndin Mask markaði fyrstu kynni Cameron af
leiklistinni. Áður hafði hún verið eina önn á leiklist-
arnámskeiði í framhaldsskóla. Breyting verður á
þessu á næstunni því fljótlega verða teknar til sýn-
inga vestanhafs fjórar kvikmyndir sem hún hefur ný-
lega lokið við að leika í.
Cameron Diaz er líklega sú
stjarna sem hæst rís um þessar
mundir í Hollywood. Flestir þekkja
líklega myndinni Mask þar sem hún
lék á móti Jim Carrey og fékk aug-
un til aö skjótast úr honum og tung-
una til aö lafa niður á gólf.
Kvikmyndin Mask markaði
fyrstu kynni Cameron af leiklist-
inni. Áður hafði hún verið eina önn
á leiklistamámskeiði í framhalds-
skóla. Breyting verður á þessu á
næstunni því fljótlega verða teknar
til sýninga vestanhafs fjórar kvik-
myndir sem hún hefur nýlega lokið
við að leika í. Þar á meðal er mynd-
in Feeling Minnesota þar sem hún
leikur á móti Keanu Reeves. Camer-
on fer með hlutverk nektardans-
meyjar sem er þvinguð til að giftast
bókara nektardansstaðar í refsing-
arskyni fyrir að stela peningum frá
yfirmanni sinum. Síðan fellur hún
fyrir bróður bókarans en hann er
leikinn af Keanu.
I kvikmyndir
fyrir tilviljun
Handritshöfundur og leikstjóri
Feeling Minnesota segir Cameron
kjörna í hlutverkið. Hann hafði
ekki séð hana leika þegar honum
var bent á hana en strax við fyrstu
kynni þá sá hann að þarna var rétta
manneskjan í hluverkið. Hún væri
kynæsandi á sérstakan máta - ekki
bara vel vaxin með fallegt andlit.
Hún gæti grett sig og gert sig ljóta -
er reyndar óhrædd við að haga sér
eins og fifl fyrir framan myndavél-
ina - en á sama tíma verið þokka-
fúU.
Eftir að Cameron lék í Mask beið
hún í heilt ár eftir næsta hlutverki.
Hún vildi ekki festast í hlutverkum
þar sem hún léki heimska ljósku
sem aðeins kæmi fram fyrir útlitið.
Ekki skorti á slík tilboð. Hún vildi
sanna sig sem leikkonu og það ætl-
ar hún að gera í Feeling Minnesota.
Reyndar var það ekki ætlun
hennar að leggja fyrir sig leiklist-
ina. Henni gekk vel sem fyrirsæta
og þénaði vel á því að birtast á for-
síðum tímarita beggja vegna Atl-
antsála. Síðan sá hún handritið að
Mask á borði umboðsmanns síns og
gantaðist með að ágætt væri að fá
hlutverk í þessari mynd. Umbi tók
hana á orðinu og kom í kring prufu-
töku og stuttu síðar fékk hún hlut-
verkið. Hún segist eiga Jim Carrey
að þakka hve vel henni gekk í þeirri
mynd. Hjálp hans hafi verið ómet-
anleg.
Önnur mynd sem Cameron hefur
nýlokið við að leika í heitir The
Last Supper. Sú mynd er allt öðru-
visi en hinar myndimar tvær sem
nefndar hafa verið
Lítil dama
Cameron hefur ekki mikið sjálfs-
álit. Hún er há og grönn, 175 sm á
hæð og 54 kíló. Hún segist ekki hafa
þurft að gera mikið til að hljóta
þennan líkama. Hún segist borða
eins og hross og ekki hreyfa sig
neitt. Fæstir myndu segja að hún sé
dama í háttum. Hún blótar, hlær
hrossahlátur og er á flestan máta
skvettuleg.
Tvær aðrar myndir, sem væntan-
legar eru með Cameron í aðalhlut-
verkum, eru siðan Above Water,
þar sem hún leikur á móti Harvey
Keitel, og She’s the One sem leik-
stýrt er af Edward Bums.
Hún ólst upp í Kaliforníu, nánar
tiltekið Long Beach. Faðir hennar
var yfirmaður í olíufyrirtæki og
móðir hennar sérfræðingur í inn- og
útflutningi. Hún á eina eldri systur
og segist dálítið mörkuð af því þar
sem hún þurfti að berjast fyrir því
að verða ekki undir í fjölskyldunni.
Uppáhaldshljómsveitin hennar er
Smashing Pumpkins og í ljósi þess
er hún fyrir harðari rokktónlist en
ljúfar melódíur.
Cameron, sem er 23 ára, er ný
hætt með unnusta sínum og ekki í
fóstu sambandi þótt slúðurdálkahöf-
undar hafa viljað spyrða hana við
George Clooney. Hún segist þó vilja
stofna fjölskyldu og lifa venjulegu
Kynæsandi, dulur og hlédrægur
- segir David Duchovny, leikari í Ráðgátum, um sjálfan sig
David Duchovny þénar 6,5 milljónir
fyrlr hvern þátt sem tramleiddur er
af Ráðgátum.
Hann fær 6,5 milljónir fyrir
hvern þátt af X-files eða Ráðgátum
sem hann leikur í. Framleiðendurn-
ir segja að hann vinni fyrir hverri
krónu. David Duchovny, sem er 35
ára og býr til skiptis í Vancouver og
Los Angeles, hefur fengið drauma-
starfið og samning til fimm ára og
því lítil hætta á að aðdáendur hans
fái ekki að kynnast spennu og hinu
yfimáttúrlega með honum.
David, sem konur hafa valið sem
einn af kynþokkafyllstu karlmönn-
um i heimi, finnst lítið varið í að
vera frægur.
„Ég skildi aldrei hvað það þýddi
að vera stjama en nú, þegar ég er
kominn í þeima hóp og heyri stelp-
umar öskra þegar ég læt sjá mig, þá
átta ég mig á hvað það gengur út á,“
segir David sem alltaf stefndi að því
að veröa enskukennari. Hann var
og er mikill námsmaður og gáfu-
maður og hlaut meðal annars styrk
til að nema enskar bókmenntir við
Yaleháskóla sem hann og gerði í
nokkur ár.
„Mamma var lengi ekki sátt við
að ég legði leiklistina fyrir mig.
Hún er þó orðin stolt af mér og ár-
angri mínum,“ segir David.
Fyrsta hlutverk hans var þegar
hann lék FBI njósnara og kynskipt-
ing í sjónvarpsþáttunum Twin Pe-
aks. Síðan fékk hann smáhlutverk í
Beethoven og myndinni Ekki segja
að bamfóstran sé dauð. Síðan byrj-
aði hann að leiká í Ráðgátum og
framtíðin blasir við honum.
Hann hefur sinn eigin aðdáenda-
klúbb og heimasíðu á Intemetinu.
Þar er hægt að fá þær upplýsingar
um hann að hann sé 183 sm hár,
með fæðingarblett á hægri kinn,
grænmetisæta og stundi jóga. Hund-
urinn hans heitir blár og sjálfúr
syndir David, sem ólst upp í New
York með móður sinni og tveimur
systkinum, einn kílómetra á hverj-
um morgni. Þar kemur líka fram að
hann býr með Perrey Reeves sem
meðal annars hefur leikið blóðsugu
í Ráðgátum. Loks kemur þar fram
að hann þolir ekki að láta kalla sig
Fox nema fyrir framan myndavél-
amar.
„Ég er David en ekki Fox. Fyrst
varð ég fyrir vonbrigðum með að fá
þúsundir aðdáendabréfa eftir að ég
kom fram ber að ofan í einum þátt-
anna. Svo áttaði ég mig á því að ég
má þakka fyrir að fólki líkar við
mig í því hlutverki sem ég er. Það
má vel vera að ég sé kynæsandi en
þá er ég líka dulur og hlédrægur."
Það þarf því ekki að koma nein-
um á óvart að duchovny þýðir
draugur eða heimsóttur af draugum
á úkraínsku.
Olyginn sagði...
. . . að nýjasta mynd Robins
Williams fjallaði á gamansaman
hátt um samkynhneigða félaga.
Myndin, sem heitir Fuglabúrið,
verður tekin tii sýninga í mars
vestanhafs. Williams var stadd-
ur í London nýlega í tilefni
frumsýningar Jumanji þar í
landi.
. . . að Nicole Kidman og Tom
Cruise hefðu nýverið verið í
landi andfætlinga. Þar horfðu
hjónin á kappræður frambjóð-
enda til þingkosninga og sagð-
ist Nicole styðja Keating, sem
reyndar tapaði, því pabbi henn-
ar gerði það. Tom sagðist hins
vegar ekki styðja neinn enda
hefði hann gætt sín á því í
gegnum tíðina að iýsa aldrei
yfir pólitískum skoðunum sín-
um.
... að Sharon Stone hefði verið
svo heilluð af Robert De Niro að
hún gat vart talað þegar hún
hitti hann fyrst. Sfðan hefði hún
tekið sjálfa sig taki og kastað
sér um háls honum og gefið sig
honum á vald. Ólyginn hefur
enn fremur eftir Sharon að De
Niro kyssi einstaklega vel.
. . . að leikkonan Kate Winslet,
sem leikur Marianne Dashwood
í myndinni Sense and Sensi-
bility, þakkaði Jane Austen,
sem uppi var snemma á 19. öld,
fyrir það hve myndin sem hún
lék í væri góð. Austen skrifaði
söguna sem myndin er byggð
á.
... að Wesley Snipes væri nú til
aðgerðar á sjúkrahúsi. Ástæð-
an er flökt á öðru auga hans
sem hann ræður ekki við. Flökt-
ið var farið að há honum veru-
lega þar sem hægt var orðið að