Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Side 58
66
afmæli
Jón ísaksson framkvæmdastjóri,
Akraseli 29, Reykjavík, verður
fimmtugur þann 11. mars.
Starfsferill
Jón gekk í Réttarholtsskóla,
Gagnfræðaskólann við Vonar-
stræti og nam tvö ár við Mennta-
skólann í Reykjavík. Hann lauk
einkaflugmannsprófi við Flugskól-
ann Þyt en sneri sér þá að verslun-
arstörfum og hóf störf hjá heild-
sölufyrirtækinu Matkaup hf., fyrst
sem sölumaður en síðan sem deild-
arstjóri innréttingadeildar félags-
ins sem hann byggði upp og þróaði
þar til það hætti starfsemi á árinu
1990. Við þau tímamót keypti hann
þann þátt starfseminnar og stofn-
aði firmað Verslunartæki ehf. sem
hann hefur síðan starfað við. Firm-
að veitir ráðgjöf varðandi skipu-
lagningu verslana og flytur inn
tæki og innréttingar því viðkom-
andi.
Jón hefur setiö í stjóm nokkurra
félaga, s.s. Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, Sölumannadeildar
VR, Knattspymufélagsins Víkings
og Krummaklúbbsins. Árið 1985
stofnaði Jón fyrirtækið Flutninga-
tækni ehf. ásamt Benóný ólafssyni,
forstjóra Gámaþjónustunnar hf., og
er í stjórn þess svo og stjórn Gáma-
þjónustunnar.
Fjölskylda
Jón kvæntist 19.06.65 Friðgerði
Sigríði Benediktsdóttur, sölumanni
í söludeild Flugleiða, dóttur Gyðu
Guðmundsdóttur frá Skjaldvarar-
fossi á Barðaströnd og Benedikts
Kristjánssonar frá Bolungarvík.
Böm Jóns og Friðgerðar eru
Bryndís, f. 14.12.1966, kennari, sem
er gift Pétri Valdimarssyni við-
skiptafræðingi og eiga þau eina
dóttur, Maríu Gyðu; Gyða Björk
Jónsdóttir, f. 15.07. 1967, kennari,
sem er gift Eggerti Marinóssyni
trésmið og eiga þau eina dóttur,
Rakel Maríu; ísak Jónsson, f. 13.07.
1972, stúdent úr MR.
Systkini Jóns eru Ámi, veiði-
málastjóri, kvæntur Ástu Guðrúnu
Sigurðardóttur hárgreiðslumeist-
ara; Bryndís, bókasafnsfræðingur,
gift dr. Jóni Torfa Jónassyni há-
skólakennara; Ragnheiður, gift Ro-
bert A. Carling tónlistarkennara.
Foreldrar Jóns eru Ragnheiður
Árnadóttir, fyrrverandi deildar-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
og ísak Sigurgeirsson, fymverandi
framkvæmdastjóri.
Ætt
Ragnheiður er dóttir Áma Sig-
urðssonar, fríkirkjuprests í
Reykjavík, sonar Sigurðar Þor-
steinssonar, fasteignasala frá
Flóagaíli við Eyrarbakka, og konu
hans, Ingibjargar Þorkelsdóttur,
Þorkelssonar, útvegsbónda í Óseyr-
arnesi (Bergsætt). Móðir Ragnheið-
ar var Bryndís Þórarinsdóttir, dótt-
ir Þórarins Þórarinssonar, prests á
Valþjófsstað, Þórarinssonar, b. að
Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, Stef-
ánssonar, prests að Skinnastað,
bróður Þorbjargar, ömmu Krist-
jáns Eldjárns forseta (Vefaraætt).
Móðir séra Þórarins á Valþjófs-
stað var Þórey, systir Hjörleifs
prests að Undirfelli, föður Einars
Kvarans skálds. Hjörleifur var son-
ur Einars prests í Vallanesi, Hjör-
leifssonar, prests á Krossi í Land-
eyjum.
Kona séra Þórarins og móðir
Bryndísar var Rafnheiður Jóns-
dóttir, prófasts að Hofi í Vopna-
firði, Jónssonar, prests í Klaustur-
hólum, Jónssonar, prests í Hmna,
Finnssonar, bróður Hannesar
Finnssonar biskups, Jónssonar,
biskups í Skálholti, Halldórssonar,
prófasts og fræðimanns í Hítardal
(Finsenætt). Móðir Ragnheiðar,
konu séra Þórarins, var Þuríður
Kjartansdóttir, prests í Skógum,
Jónssonar, komin út af séra Jóni
Steingrímssyni, eldklerki á Prest-
bakka á Siðu.
Jón er i móðurætt 7. ættliður frá
Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi,
16.01. 1704-23.07. 1789 og 8. ættliður
frá Jóni Steingrímssyni, 10.09.
1728- 11.08. 1791 í beinan kvenlegg.
ísak er sonur Sigurgeirs á ísa-
firði, Kristjánssonar í Gervidal
Gíslasonar, hálfbróðir Þórðar í
Strandseljum, afa Friðfmns Ólafs-
Jón ísakssop.
sonar og þeirra systkina. Móðir ís-
aks var Bjarney Einarsdóttir en
móðir hennar var Guðrún Jóna ís-
leifsdóttir, systir Guðbjargar Rann-
veigar, fyrri konu Auðuns Her-
mannssonar, bónda og útgerðar-
manns við ísafjarðardjúp, langafa
Haraldar Blöndal hæstaréttarlög-
manns, Styrmis Gunnarssonar rit-
stjóra og Þorsteins Blöndals yfir-
læknis.
Jón tekur á móti gestum í Há-
teigi, Grand Hotel, Reykjavík, milli
klukkan 17 og 19 á afmælisdaginn.
Tryggvi M. Sigtryggsson
Til hamingju með
Tryggvi M. Sigtryggsson, málm-
iðnakennari við Framhaldsskóla
Vestfjarða, til heimilis að Urðar-
vegi 21, ísafirði, er fimmtugur í
dag.
Starfsferill
Tryggvi fæddist á ísafirði. Hann
lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni
Þór á ísafirði, stundaði nám við
Iðnskóla ísaijarðar, lauk sveins-
próíl 1970, hóf nám í kennslufræð-
um við KHÍ 1989 og lauk þeim próf-
um 1991 og lauk námi sem svæðis-
bundinn leiðsögumaður á Vest-
fjörðum vorið 1994.
Tryggvi var vélvirki hjá Vél-
smiðjunni Þór í eitt ár en flutti þá
til Danmerkur og bjó þar um tíma.
Hann réðst aftur í Vélsmiðjuna Þór
og var þar vélvirki og verkstjóri en
frá 1986 var hann yfírverkstjóri
þar. Hann hefur verið iðnfulltrúi
og málmiðnakennari við Fram-
haldsskóla Vestfjarða frá 1991.
Tryggvi hefur sinnt ýmsum fé-
lagsstörfum, lék knattspyrnu með
fsfirðingum og starfaði lengi að
íþróttamálum, var formaður Knatt-
spymufélagsins Vestra og Knatt-
spyrnuráðs ísafjarðar og sat í
stjóm ÍBÍ. Um árabil var hann for-
maður Félags járiðnaðarmanna á
ísaflrði.
Fjölskylda
Tryggvi kvæntist 12.11.1966 Guð-
rúnu Á. Stefánsdóttur, f. 20.1. 1948,
áfangastjóra og námsráðgjafa við
Framhaldsskóla Vestfjarða og bæj-
arfulltrúa Kvennalistans á Ísafírði.
Hún er dóttir Stefáns Hauks Ólafs-
sonar, f. 4.1. 1927, bankastarfs-
manns, og Ástu Þórgerðar Jakobs-
dóttur, f. 20.9. 1930, handverks-
konu.
Börn Tryggva og Guðrúnar eru
Stefán Haukur Tryggvason, f. 3.2.
1965, vélvirki og starfsmaður í
Mjólkursamlagi Ísfírðinga, kvænt-
ur Guðbjörgu Gísladóttur og eru
börn þeirra Guðrún Ásbjörg, Aldís
Dröfn og Anna María; Jakob Ólaf-
ur Tryggvason, f. 27.8. 1967, stál-
virkjasmiður og starfsmaður hjá
Vélsmiðjunni Þristi á ísafirði,
kvæntur Hönnu Mjöll Ólafsdóttur
og em böm þeirra Ólafur Njáll og
Hafrún; Heiðrún Tryggvadóttir, f.
19.12. 1973, íslenskunemi við HÍ en
sambýlismaður hennar er Kári
Samúelsson; Ásta Tryggvadóttir, f.
1.5. 1976, sjúkraliði á ísafirði en
sambýlismaður hennar er Bjami
Freyr Guðmundsson og eru sonur
þeirra Guðfinnur Tryggvi.
Systkini Tryggva eru Guðjón
Gísli Ebbi, f. 22.9. 1935, skipstjóri í
Reykjavík; Guðmundur Annas, f.
24.12. 1937, dmkknaði 10.3. 1960,
sjómaður; Alda Erla, f. 24.6. 1939,
hjúkrunarfræðingur á ísafirði; Jör-
undur, f. 29.6. 1942, sjómaður á ísa-
firði; Anna Guðrún, f. 5.9. 1944,
Tryggvi M. Sigtryggsson.
skrifstofumaður í Reykjavík; Hólm-
fríður, f. 29.10. 1947, starfskona á
hjúkrunarheimili í Reykjavík;
Árni, f. 9.12. 1949, húsasmiður,
Hafnarfirði; Jón Björn, f. 15.11.
1954, tannlæknir í Keflavík; Hreið-
ar, f. 6.7.1956, kennari í Reykjavík;
Katrín, f. 11.8. 1959, húsmóðir og
fiskvinnslukona á ísafirði.
Foreldrar Tryggva: Sigtryggur K.
Jörundsson, f. 5.8. 1909 á Flateyri,
og Hjálmfríður S. Guðmundsdóttir,
f. 19.8. 1914 í Staðardal í Súganda-
firði.
afmælið 9. mars
75 ára 50 ára
Aase J. Kaldal, Eskihlíð 16B, Reykjavík. Fjóla Bjarnadóttir, Grundarvegi 17, Njarðvík. Jensína Jónsdóttir, Unufelli 31, Reykjavík. Jón Gústafsson, Rauðafelli, Bárðdælahreppi. Þorlákur Magnússon,
70 ára hreppi.
Ingimar H. Guðmundsson, Skaftahlíð 40, Reykjavík. Kristinn Erlendsson, Vesturási 62, Reykjavík. Jakob H. Þórðarson, Stórasvæði III, Grýtubakka-
60 ára hreppi.
Elsa Stefánsdóttir, 40 ára
Skarðshíð 13G, Akureyri. Kristjana Bjarnadóttir, Breiðanesi, Gnúpverjahreppi. Steinunn Ingvadóttir, Borgarhrauni 12, Grindavík. Magnús Þ. Einarsson, Breiðvangi 43, Hafnarfirði. Tryggvi Gunnarsson, Austurholti I, Borgarbyggð. Ingibjörg Ingimundardóttir, Austurbraut 11, Höfn í Hornafirði. Helga Þóra Þórsdóttir, Flúðaseli 14, Reykjavík. Elín Þorbjömsdóttir, Hátröð 5, Kópavogi.
Eiríkur Siguijónsson
W RAKA- OG#
JONATÆKIN FRÁ BIONAIRE
GETA KOMIÐ í VEG FYRIR
* HÖFUÐVERK
* ÞURRK í HÚÐ
* ÞURRK íAUGUM
* ÞURRK í HÁLSI
* STÖÐURAFMAGN
RYKMYNDUN
lIOWALKli - L-VÚLll L’lL^/á LxLeLLLíU
KRINGLUNNI
9. MARS FRÁ KL. 12
újsöm/m.
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni, Húsasmiðjan
Skútuvogi 3, Glóey, Armúla 19, Bílanaust, Borgartúni
26. Rafsól Skipholti 33. Kópavogur: Festa,
Hamraborg 14. Hafnarfjörður: Rafbúðin, Álfaskeiði
31. Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Selfoss: Árvirkinn, Eyrarvegi 29. Akureyri: Hljómver,
Glerárgötu 32, Raflagnadeild KEA, Óseyri 2.
ísafjörður: Straumur, Silfurgötu 5. Húsavík: Smiðjan
Valholtsvegi. Keflavík: Ljósboginn Hafnargötu 25.
8 K4 LJT\~P LA-ST 1117
Vöhitcigi 3, Most'cllshrc. Stmi 566-8300
Eiríkur Sigurjónsson, bóndi og
iðnverkamaður, Hafnarfirði, verð-
ur áttræður mánudaginn 11. mars.
Starfsferill
Eíríkur fæddist að Sogni í Kjós-
arhreppi í Kjósarsýslu og ólst upp
í Sogni í Kjós. Hann sinnti bústörf-
um og vinnumennsku í sveit, var
vinnumaður á Sogni og á Reyni-
völlum. Eiríkur stundaði verka-
mannavinnu við vegagerð, í bygg-
ingariðnaði og í sláturhúsi. Aðal-
starfsvettvangur voru bústörf í
Sogni, fyrst við hlið föður síns, en
hann tók við búi í Sogni um 1960.
Eiríkur fluttist til Hafnarfjarðar
1979 og hefur búið þar síðan. Hann
starfaði í Rafha á árunum 1979-90.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 17.06. 1960
Guðnýju Gisladóttur, f. 17.08. 1918,
húsmóður og iðnverkakonu. Hún
er dóttir Gísla Jónssonar, f. 05.01.
1885, d. 02.10. 1963, b. á Hnappa-
völlum í Öræfum, og k.h., Guðnýj-
ar Pálsdóttur, f. 04.02. 1889, d.
29.06. 1973, húsmóður.
Eiríkur og Guðný eiga engin
böm, en jafnan var mikið af börn-
um í sumarvist að Sogni.
Systkini Eiríks em Ragnhildur,
f. 29.06. 1917, húsmóðir í Reykja-
Eiríkur Sigurjónsson.
vík, gift Ögmundi Hannessyni, f.
16.03. 1911; Hulda, f. 01.11. 1927,
húsmóðir og símavörður í Eyrar-
koti í Kjós, gift Karli Andréssyni, f.
19.06. 1914, d. 19.09. 1991.
Foreldrar Eiríks voru Sigurjón
Ingvarsson, f. 29.10. 1889, d. 22.07.
1970, b. að Sogni í Kjós, og k.h.,
Gróa Guðlaugsdóttir, f. 28.10. 1892,
d. 01.07. 1961, húsmóðir að Sogni.
Eiríkur og Guðný kona hans
taka á móti gestum í veitingasal
Skútunnar, Hólshrauni 3 í Hafnar-
firði, sunnudaginn 10. mars kl.
15-18.