Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 59

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Qupperneq 59
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 Magnús Sædal Svavarsson Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi, Máshólum 10 í Reykjavík, verður fimmtugur 11. mars. Starfsferill Magnús Sædal er fæddur að Laufási í Ytri-Njarðvík og ólst þar upp. Hann tók sveinspróf í húsa- smíði árið 1965 og úskrifaðist sem byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla íslands árið 1973. Magnús vann með námi við húsa- smíðar og fékk meistararéttindi 1974. Hann var starfsmaður Örygg- iseftirlits ríkisins 1973 tO ársloka þess árs. Magnús starfaði sem deildartæknifræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur árin 1974-84, var deOdarstjóri á bygg- ingardeild borgarverkfræðings 1984-93, þar af tæknideOdarstjóri 1986-93. Hann hefur verið hygging- arfuOtrúi í Reykjavík frá 1993. Magnús Sædal hefur haft um- sjón með fjölda bygginga, m.a. Borgarleikhúss og endurbyggingu á Viðeyjarstofu og kirkju. Hann hefur átt sæti i stjóm Tæknifræð- ingafélags íslands. Magnús á sæti i stjóm Samtaka tæknimanna sveit- arfélaganna og í varastjórn Félags byggingafulltrúa. Magnús hefur starfað í Bandalagi háskólamanna og ýmsum félögum og ráðum. Fjölskylda Magnús Sædal kvæntist 18.08. 1972, VOborgu Sígrúnu Gestsdótt- ur, f. 29.09. 1942, ritara á lögfræði- stofu. Hún er dóttir Gests Óskars Friðbergsson f. 1902, d. 1982, yfír- vélstjóra hjá Eimskip, og Önnu Maríu Friðbergsson, f. 1908, hús- móður í Reykjavík. Börn Magnúsar og Vilborgar eru Gestur Óskar, f. 12.02. 1977, menntaskólanemi í Rvk; Sigur- björg, f. 17.02. 1980, grunnskóla- nemi. Systkini Magnúsar Sædals sem upp komust eru Erla, f. 16.06. 1931, hjúkrunarfræðingur í Rvk, gift Jóni Ágústssyni rafvirkjameistara, fyrrverandi maki, Haukur Hansen, flugvélstjóri, d. 1971; Einar Sædal, f. 10.10. 1935, framkvæmdastjóri, kvæntur Guðrúnu Á. Bachmann kaupmanni; Herbert Sædal, f. 21.04. 1937, húsasmiðameistari, kvæntur Margréti Karlsdóttur, ljósmóður; Unnur, f. 31.07. 1938, kaupmaður, gift Hermanni Þorsteinssyni bif- reiðarstjóra; Guðbjörg, f. 03.01. 1940, verkakona, gift Karli Ólafs- syni verkamanni; Róbert Sædal, f. 19.09. 1947, kaupmaður, kvæntur Hafdísi Gunnlaugsdóttur kaup- manni. Hálfsystkini samfeðra frá fyrra hjónabandi foður eru Regína Fjóla, f. 29.05. 1929, starfsmaður við öld- runarþjónustu, gift Hans Berndsen rafvirkjameistara; Garðar, f. 29.10. 1930, ’tæknifræðingm-, kvæntur Að- alheiði Sigurðardóttur gjaldkera. Foreldrar Magnúsar Sædals eru Svavar Sigfinnsson, f. 29.11.1906, d. 29.09. 1992, múrarameistari og bif- reiðarstjóri í Ytri-Njarðvík, og k.h. Sigurborg Magnúsdóttir f. 05.04. 1907, d. 02.08. 1985, húsmóðir. Ætt Svavar var sonur Sigfmns Jóns- sonar, verkamanns á Seyðisfirði og í Hafnarfirði, Jónssonar frá Bræðraborg, Seyðisfirði. Móðir Svavars var Jóhanna Guðlaugs- dóttir frá Lækjum í Holtum. Móðir Sigfinns var Rósa Guðmundsdóttir frá Krossi í Mjóafirði. Sigurbjörg var dóttir Magnúsar Árnasonar b. á Hnjóti i Örlygshöfn, Pálssonar b. í Hænuvík. Móðir Sigurbjargar var Sigríður Sigurðardóttir b. og bók- Magnús Sædal Svavarsson. bindari í Vestur-Botni í Patreks- firði, Gíslasonar prests Ólafssonar í Sauðlauksdal. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Sigurðardóttir frá BUdu- dal. í tilefni afmælisins tekur Magn- ús ásamt eiginkonu sinni, Vil- borgu, á móti gestum í Oddfellow- húsinu í Reykjavík sunnudaginn 10. mars kl. 16-18. Þóra Þ. Björnsdóttir Þóra Þ. Björnsdóttir húsmóðir, Eiðsvallagötu 32, Akureyri, verður sextug á morgun. Starfsferill Þóra fæddist í Geirhlíðargörðum í Öxnadal og ólst upp í Öxnadaln- um og Eyjafjarðarsveit. Hún var í fóstri frá átta ára aldri og tU fjórt- án ára aldurs hjá Guðrúnu Jóns- dóttur, ömmusystur sinni, og Stef- áni Benjamínssyni á Hrísum í Saurbæjarhreppi, stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum 1950-52 og við Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði 1953-54. Þóra starfaði á saumastofunni Heklu 1958-60, á prjónastofu Heklu 1969-77 og starfaði á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1979-90. Fjölskylda Þóra giftist 20.6. 1956 Aðalsteini HaUdórssyni, f. 16.11. 1931, d. 22.1. 1995, verkstjóra. Aðalstejnn var sonur HaUdórs Guðlaugssonar, oddvita í Hvammi í Hrafnagils- hreppi, og k.h., Guðnýjar Pálsdótt- ur húsfreyju. Börn Þóru og Aðalsteins eru Jón Ágúst, f. 24.11. 1956, húsasmiður á Akureyri, kvæntur Höllu Sveins- dóttur og eiga þau þrjú börn; Guð- ný, f. 20.2.1958, húsmóðir og verká- kona á Akureyri, gift Sigurði Áka- syni og eiga þau fimm börn; Sig- rún, f. 13.6. 1960, húsmóðir og sjúkraliði á Akureyri, gift Stefáni Geir Pálssyni og eiga þau þrjár dætur; Stefán, f. 26.11. 1961, bif- reiðastjóri á Akureyri, kvæntur Þuríði Þorláksdóttur og eiga þau þrjú börn; Halldór, f. 25.11. 1962, húsasmiður á Akureyri, kvæntur Helgu Steingrímsdóttur og eiga þau tvo syni; Hlynur, f. 17.7. 1964, verkamaður á Akureyri, var í sam- búð með Önnu Björgu Jónsdóttur en þau slitu samvistiun og eiga þau tvö börn. Systkini Þóru; Sigfús Sóphanías, f. 14.11. 126; Monika Margrét, f. Brynjólfur Garðar Lárentsíusson Brynjólfur Garðar Lárentsíus- son, flokkstjóri í Straumsvík, Strandaseli 6, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Brynjólfur fæddist á Hellissandi og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólann á Laugarvatni 1963. Brynjólfur hefur stundað sjó- mennsku í átján ár, fyrst á hefð- bundnum vertíðarhátum frá Hellis- sandi en síðan á nótaveiðiskipum. Brynjólfur hefur m.a. verið trún- aðarmaður starfsmanna á vinnu- stað. Hann sat í stjóm körfuknatt- leiksdeildar Vals í sex ár, var for- maður unglingaráðs knattspymu- deildar félagsins og sat í stjórn knattspyrnudeildarinnar í nokkur Fjölskylda Brynjólfur Garðar kvæntist 12.11. 1976 Jóhönnu Gunnþórsdótt- ur, f. 19.11. 1951, bókara. Hún er dóttir Gunnþórs Kristjánssonar, bónda og verkamanns á Akureyri, og k.h., Sigríðar Þóroddsdóttur húsmóður. Jóhanna var að mestu alin upp hjá Hólmfríði Þóroddsdótt- ur, móðursystur sinni. Börn Brynjólfs frá því áöur eru Berglind, f. 12.2. 1967, nemi í Dan- mörku, en sambýlismaður hennar er Guðmundur Jónsson og eiga þau tvö börn; Jens, f. 20.2. 1967, stýrim- aður í Ólafsvík, kvæntur Olgu Guð- rúnu Gunnarsdóttur og eiga þau einn son; Amdís Björk, f. 15.3.1973, búsett í Reykjavík. Börn Jóhönnu frá því áður em Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir, f. 27.3. 1969, búsett í Svíþjóð, gift Þcr- steini Sigurðssyni og eiga þau tvö börn; Kristín Björg Ásmundsdóttir, f. 30.11. 1970, búsett í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Svanur Pálsson og á Kristín einn son. Saman eiga Brynjólfur og Jó- hanna börnin Ólaf Tryggva, f. 11.8. Jón Valgeir lllugason. Jón Valgeir Illuga§on, bóndi að Reykjahlíð 1 í Mosfellssveit, verður áttræður mánudaginn 11. mars. Fjölskylda Jón Valgeir fæddist í Reykjahlíð við Mývatn og ólst þar upp. Jón kvæntist 19.03.1955 Guðrúnu Jakobsdóttur, f. 02.01. 1924, hús- móður. Foreldrar hennar voru Finnbogi Jakob Hermannsson, b. í Reykjarfirði, Grunnavíkurhreppi í N-ísafjarðarsýslu, og k.h., Matthild- ur Herborg Benediktsdóttir, b. á Þóra Þ. Björnsdóttir. 31.12. 1939. Foreldrar Þóru voru Stefán Nikódemusson, f. 14.9. 1899, d. 13.2. 1988, bóndi lengst af á Gloppu í Öxnadal og á Efri-Rauðalæk á Þela- mörk, bróðursonur Jóns Jónssonar Skagflrðings, og Sigurlína Guðný Jónsdóttir, f. 13.5.1900, d. 28.6.1983, vinnukona og ráðskona. Sigurlína var dóttir Jóns Sigurbjörnssonar, b. í Fagranesi i Öxnadal, af Flöguselsætt, og k.h., Þorbjargar HaUgrímsdóttur frá Þverá í Öxna- dal. Þóra er að heiman. Brynjólfur Garðar Lárentsíusson. 1975, en unnusta hans er Ólafla Björg Másdóttir; Guðmundur Garð- ar, f. 11.8. 1975; Jóhanna Lára, f. 1.11. 1985. Foreldrar Brynjólfs: Lárentsius Dagóbertsson, f. 22.9. 1907, d. 18.4. 1987, sjómaður og verkamaður á Hellissandi og í Reykjavík, og Jó- hanna Guðmundsdóttir, f. 3.7.1913, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 10. mars 80 ára Helga Sveinsdóttir, Austurvegi 17, Vík í Mýrdal. Helga er að heiman. 75 ára Brynja Þórðardóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Hulda Jónsdóttir, Sauðanesi, Siglufirði. Ingigerður Sigmundsdóttir, Birkiteigi 4 D, Keflavík. Lilja Jónsdóttir, Fornhaga 15, Reykjavík. 70 ára Lilja Guðmundsdóttir, Garðabraut 24, Akranesi. Lilja og böm hennar taka á móti gestum í Miðgarði, Innri-Akranes- hreppi, frá kl. 16. Friðbjörg Guðmundsdóttir, Ásgarði 26, Reykjavík. Rögnvaldur Gíslason innheimtustjóri, Höfðahlíð 1, Akureyri. Hann er að heiman. Laufey Guðmundsdóttir, Barðavogi 14, Reykjavík. 60 ára Gísli Albertsson, Engihjalla 17, Kópavogi. Ottó Þorgilsson, Sólvallagötu 2, Hrísey. Ásgerður Emma Kristjánsdótt- ir, Efri-Tungu, Vesturbyggð. 50 ára Valur Harðarson, Svarfarðarbraut 9, Dalvík. Jónína Hlíðar, Sigmundarstöðum, Hálsahreppi. Guðmundur Rúnar Brynjólfs- son, Hverafold 36, Reykjavík. Sigrún Siggeirsdóttir, Eikjuvogi 22, Reykjavík. HaÚdóra Jóhannsdóttir, Móholti 12, ísafirði. Elva Finnbogadóttir, Giljaseli 7, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í sal SEM- hússins, Sléttuvegi 1-3, Reykjavík, milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Jón Ö. Jóhannsson, Minni-Hlíð, Bolungarvík. Steinunn Karlsdóttir, Selbrekku 17, Kópavogi. Ólafur Gíslason, Holtsgötu 46, Sandgerði. Guðrún R. Ingibergsdóttir, Grasarima 32, Reykjavík. 40 ára Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir, Lindarhvammi 6, Hafnarfirði. Fjóla Björgvinsdóttir, Amarsíðu 6 D, Akureyri. Kristín Guðmundsdóttir, Efstahrauni 17, Grindavík. Hafdís Hrafnhildiu- Sverrisdótt- ir, Hjarðarslóö 6 A, Dalvík. Sigurður Þ. Sigurðsson, Gnoðarvogi 60, Reykjavík. Davíð Eysteinn Sölvason, Grænumýri 11, Seltjarnamesi. Gunnar Páll Guðbjörnsson, Bústaðavegi 95, Reykjavík. Ingólfur Narfason, Ásbraut 15, Kópavogi. Þórarinn Már Þorbjörnsson, Hraunbæ 132, Reykjavík. Auður Traustadóttir, Hlíöarvegi 40, Ólafsfiröi. Jón Valgeir lllugason sama stað. Börn Jóns Valgeirs og Guðrúnar eru Kristjana Ólöf, f. 05.07.1955, bú- sett í Reykjavík, fyrrv. maki Skúli Sigurðarson, f. 18.10.1952, þau slitu samvistum, maki Mark Kr. Brink, f. 25.05. 1954, sönur Kristjönu og Skúla er Pálmi Steinar, f. 03.04. 1973; Matthildur Herborg, f. 26.04. 1950, búsett í Reykjavík, gift Sölva Sölvasyni; Jóna Valgerður, f. 20.08. 1959, búsett á Hvammstanga, gift Guðmundi St. Sigurðssyni, f. 26.12. 1953, og eiga þau dóttur, Fanneyju Dögg, og son, Andra Pál, en Guð- mundur á tvær dætur úr fyrri sam- búð; Guðrún Maria, f. 10.04. 1964, búsett í Mývatnssveit. Bróðir Jóns Valgeirs var Óskar, f. 08.08. 1913, d. 24.02. 1990, b. í Reykjahlíð. Foreldrar Jóns Valgeirs voru 111- ugi Arinbjörn Einarsson, f. 07.08. 1873, d. 20.04. 1935, b. í Reykjahlíð, og k.h., Kristjana Friðrika Hall- grímsdóttir, f. 02.05. 1876, d. 26.05. 1960, húsmóðir. Ætt Illugi var sonur Einars Friðriks- sonar frá Svartárkoti í Bárðardcd, seinna bónda í Reykjahlíö, og k.h., Guörúnar Jónsdóttur frá Baldurs- heimi. Kristjana var dóttir Hall- gríms Péturssonar frá Reykjahlíð, seinna b. á Grænavatni og í Vog- um, og k.h., Ólafar V. Jónasdóttur. Jón Valgeir tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 18 á afmælis- daginn, 11. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.