Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Page 4
4
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
Fréttir
Átök í uppsiglingu um forseta Alþýöusambandsins:
Lagt að Benedikt að
gefa kost á sér áfram
- Verkamannasambandsmenn vilja að forsetinn komi úr þeirra röðum
Svo virðist sem að það stefni i átök,
bæði pólitísk og fagleg, um hver verði
næsti forseti Alþýðusambands íslands,
en þing þess verður haldið eftir tvo
mánuði.
Verkamannasambandsmenn fara
ekkert leynt með það að þeir vilja að
næsti forseti komi úr þeirra röðum.
Þeir leggja að Kára Amóri Kárasyni,
framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs Norð-
urlands og fyrrverandi formanni
verkalýðsfélagsins á Húsavík, að gefa
kost á sér. Iðnaöarmenn vilja að for-
setinn verði áfram úr þeirra röðum og
eru þeir famir að þrýsta á Benedikt
Davíðsson, forseta ÁSÍ, að gefa kost á
sér áfram.
Benedikt sagði í samtali við DV fyr-
ir skömmu að ákvörðun hans um að
sitja bara þetta eina kjörtímabil væri
óhögguð. Þá ákvörðun er auðvitað
hægt að endurskoða ef fast er þrýst á.
„Ég hef ekki ákveðið það hvort ég gef
kost á mér en það líður að því að mað-
ur taki ákvörðun í málinu," sagði Kári
Amór Kárason í samtali við DV i gær.
Nafn Haildórs Grönvold, skrifstofu-
stjóra Alþýðusambandsins, er æ oftar
nefnt þegar rætt er um væntanlegan
forseta sambandsins.
„Ég kannast við að þetta hafi veriö
nefnt við mig. Það eina sem ég vil
segja um þetta er að ég er ekki í fram-
boði,“ sagði Halldór í samtali við DV í
gær.
Fyrir utan deilur milli fagsambanda
innan ASÍ um næsta forseta sam-
bandsins þá mun flokkspólitík einnig
spila inn í málið. Þannig hefur það
alltaf verið. -S.dór
1500 sóknarbörn i Langholtssókn vilja losna við prestinn sinn:
Ætla að leita
ráða hjá
vígslubiskup-
unum
- segir séra Flóki Kristinsson um fyrstu viðbrögð sín
„Ég ætla að leita ráða hjá báðum
vígslubiskupunum um hvernig best
er fyrir mig að bregðast við þessari
niðurstöðu," sagði séra Flóki Krist-
insson, sóknarprestur í Langholts-
sókn, í samtali við DV í gær.
í síðustu viku stóð hópur manna
í sókninni fyrir söfnun undirskrifta
til stuðnings því að séra Flóki láti af
störfum. Um 1500 manns skrifuðu
undir en það eru um 40% sóknar-
barnanna.
Óljóst er enn hvað gert verður við
undirskriftimar þótt líklegast sé að
þær veröi afhentar kirkjumálaráö-
herra.
Guðmundur E. Pálsson, formaður
sóknarnefndar, segir að þessi niður-
staða sé góður stuðningur við meiri-
hluta nefndarinnar.
„Þetta sýnir að við í meirihlutan-
um höfum verið að tala fyrir munn
flestra sóknarbarnanna," sagði Guð-
mundur. Hann tók þó fram að söfn-
un undirskriftanna hefði ekki verið
gerö að undirlagi sóknamefndar-
innar.
Séra Flóki sagði að vel mætti
túlka niðurstöðuna svo að 60%
sóknarbarnanna vildu ekki skrifa
undir þótt „gengið hefði verið fram
með offorsi við söfnunina", eins og
séra Flóki orðaði það.
Séra Bolli Gústavsson vígslubisk-
up hefur nú biskupsvald til að úr-
skurða í Langsholtsdeilunni. Búist
er við úrskurði hans nú í vikunni.
-GK
slarsögumyndir a fö
Listasafn Hallgrímskirkju hefur boðið Magnúsi Kjartanssyni myndlistarmanni að sýna málverk f kirkjunni núna á
föstunni. Verða verkin til sýnis fram yfir páska. Sýnd verða tvö stór verk sem Magnús málaði á árunum 1992-1993
og tengjast píslarsögu Krists. Hér er Magnús að koma upp öðru verkanna ásamt tveimur aðstoðarmönnum í Hall-
grímskirkju fyrir helgi. DV-mynd S
Dagfari
Miskunnsami Samverjinn
Menn kannast við það úr bíó-
myndunum að þar takast yfirleitt á
vondi maðurinn og góði maðurinn.
Hið góða gegn hinu illa. Töffarinn
og miskunnsami Samverjinn.
En þetta er ekki bara í bíómynd-
unum. Þetta er ekki eitthvað sem
kvikmyndaframleiðendur finna
upp til að selja myndirnar. Þessi
aðferð er lögmál úr lífinu. Við höf-
um það daglega fyrir augunum.
Biskupinn á móti illu öndunum.
Kirkjan á móti fjölmiðlunum.
Vondar konur á móti góðum bisk-
upi.
Það sama gerist í Leikfélagi
Reykjavíkur. Vondur leihússtjóri
og góðir leikarar. Vondi leikhús-
stjórinn segir góðu leikurunum
upp.
En eins og í öllum bíómyndum,
þá sigrar hið góða að lokum. Góðu
leikararnir ráku vonda leikhús-
stjórann. Biskupinn og kirkjan
munu hafa sigur að lokum á móti
vondu konunum og illu öndunum.
Þannig er lífið gott við okkur og
þannig trúum við á hið góða í
manninum. Þannig höfðar sagan
um miskunnsama Samverjann til
okkar.
í þeim deilum, sem átt hafa sér
stað að undanfornu um breytingar
á lögum um opinbera starfsmenn
og lífeyrisréttindi þeirra, endur-
speglast þessi átök hins góða og
illa enn einu sinni og þau átök ná
inn í sjálfa ríkisstjórnina. Þar eru
líka vondir menn og góðir menn.
Friðrik fjármálaráðherra er í
hlutverki skattheimtumannsins og
hann hefur lagt fram tillögur um
skerðingar á bágum kjörum opin-
berra starfsmanna og allir opinber-
ir starfsmenn hafa verið miður sín
að undanfornu vegna þeirrar árás-
ar á lífskjörin, sem er ekkert ann-
að en atlaga gegn mannréttindum.
Opinberir starfsmenn hafa þurft
að halda baráttufundi og aðgerða-
fundi og mótmælafundi og ástand-
ið var orðið illþolandi. Grunn-
skólabreytingin var í uppnámi og
opinberir starfsmenn sáu fram á
að þeir hefðu ekki efni á að verða
gamlir og komast á eftirlaun. Fjár-
málaráðherra var að klípa cif þeim
það litla sem eftir var.
En þá kom miskunnsami Sam-
verjinn, sjálfur Davíð forsætisráð-
herra úr fríi, og sagði að lífeyris-
málið yrði sett í salt. Svona gera
menn ekki, sagði Davíð. Reyndar
var Friðrik fjármálaráöherra líka í
fríi, en Davíð kom á undan Frið-
riki úr fríinu og tók að sér að vera
fjármálaráðherra á meðan. Það var
gæfa opinberra starfsmanna og
enn og aftur sigraði hið góða hið
illa. Enn og aftur kom góði maður-
inn og kvað vonda manninn í kút-
inn.
Ef Friðrik hefði komið úr fríinu
á undan Davíð, hefði Davíð ekki
getað bjargað opinberum starfs-
mönnum. Þannig gripu góðu for-
lögin í taumana.
Nú er það að vísu ekki þannig að
Davíð sé að öllu leyti ósammála
Friðriki fjármálaráðherra enda eru
þeir saman í ríkisstjórn og saman í
flokki og sameiginlega lögðu þeir
til að skerða lífeyri opinberra
starfsmanna. En þessi samstaða
þeirra ráðherranna felur það í sér
að Davíð telur sig ekki þurfa að
skýra Friðriki frá þeirri ákvörðun
sinni að breyta ekki lífeyrinum.
Hann veit fyrirfram að Friðrik er
sammála og þegar Friðrik var
spurður hvort hann væri sammála
Davíð, sagði Friðrik að Davíð heföi
að vísu ekki talað viö sig og hann
vissi ekki betur en að þeir væru
fuUkomlega sammála um aö breyta
lífeyrinum. Engu að síður gerir
Friðrik ekki ágreining við Davíö,
þótt Davíð hafi ekki talað við hann,
því Friðrik veit ekki betur en þeir
séu sammála. Og úr því Davíð hef-
ur breytt um skoðun hlýtur Frið-
rik að breyta lika um skoðun af því
þeir eru saman í ríkisstjórn og
saman í flokki og saman um að
leggja til að lífeyririnn sé skertur.
Þannig hefur hið góða sigrað hið
illa, ekki aðeins að Davíð sé mis-
kunnsami Samverjinn heldur er
Friðrik orðinn líka góður af því að
Davíð er góður. Já, aliir eru orðnir
góðir og hið góða hefur sigrað einu
sinni enn. Dagfari