Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Síða 7
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
7
Fréttir
20 metra langur reyðarhvalur:
Lónar í hringi
í Seyðisfirði
DV, Seyðisfirði:
Stórhveli hefur sést í utanverðum
Seyðisfirði undanfarna daga. Sjó-
menn sem átt hafa leið um fjörðinn
hafa séð til hans og eins hefur fólk
á bæjunum við norðanverðan fjörð-
inn fylgst með ferðum hans. Hvals-
ins varð fyrst vart fyrir rúmri viku
og hefur hann haldið sig skammt
frá landi fram undan bæjunum
Dvergasteini og Selstöðum. Veður
hefur verið mjög leiðinlegt þarna
tvo síðustu sólarhringana, hvass-
viðri og úrkoma.
Á miðvikudag fóru menn að
skoða hvaiinn og er talið að um
reyðarhval sé að ræða - ekki minna
en 20 metra langan. Hann var róleg-
ur og hreyfði sig litið en lónaði í
hringi í sjólokunum. í bókinni Seyð-
firskir hernámshættir segir frá
steypireyði sem flæktist í leifum
kafbátaneta og víraflækjum vorið
1948 og var sá hvalur lagður að velli
eftir harðan atgang, dreginn að
bryggju á Seyðisfirði og nýttur.
Annað stórhveli sást í firðinum
skömmu síðar og héldu menn að
þar væri á ferð maki hvalsins sem
svo ill endalok hlaut. -JJ
TOKUM VIRKAIM ÞATT
í reyklausa deginum!
Á reyklausa daginn verdur
tekid á móti öskubökkum
í öllum apótekum...
...einnig hjá
Krabbameinsféiaginu
í Reykjauík og á Akureyri
og hjá íslenska útvarps-
félaginu ad Lynghálsi 11.
Spennandi verdlaun í bodi.
Allir geta verid med!
Gangi ykkur veU
TÓBAKSVARNANEFND
Hvolsvöllur:
Stálu bíl
kaupfélagsstjórans
Þrjú ungmenni af höfuðborgar-
svæðinu urðu strandaglópar um 4
km austan við Hvolsvöll í gær-
morgun þegar dekk sprakk á bíl
þeirra. Þau gengu inn í bæinn og
reyndu að verða sér úti um far til
Reykjavíkur en þegar það gekk
ekki ákváðu tvö þeirra, strákur og
stelpa, að stela bíl til fararinnar.
Stúlka sem með þeim var vildi
ekki taka þátt í gjömingnum og
varð því eftir.
Fyrir valinu varð bíll kaupfé-
lagsstjórans á staðnum, nýleg
Mazda 323, og það varð síðan hlut-
verk Reykjavíkurlögreglunnar að
stöðva fólkið í Lögbergs-
brekkunni, rétt utan við bæinn,
um klukkan hálftólf í gærmorgun.
Fólkið veitti enga mótspyrnu og er
rannsókn málsins lokið. -sv
ecco - Skór
RÝMIN6ARSALA
• Barnaskór
kvenskór • herraskór
xSkóverslun
ÞÓRÐAR
GÆÐI & ÞJÓNUSTA
Laugavegi 40 • S. 551 3570
l>
I
I
I
I
Láltu fraistast
Sóluaðili: Freyia HF