Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Page 13
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 13 dv Fréttir Aflahrota á Halamiðum: Tonn á togmínút- una Mjög góður þorskafli hefur verið á helstu veiðislóðum íslenska flot- ans að undanfornu. Þannig hafa tog- arar á Vestfjarðamiðum verið að fá í kringum tonn á togmínútuna en það kallast gott að fá 4-5 tonn á tog- tímann. Þannig voru togarar að fá 10-35 tonn eftir að hafa togað í 10-20 mínútur. DV hefur spumir af því að aflatölur í togararallinu nú séu verulega betri en í fyrra en auk þess sé fiskurinn mun betri. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri togar- arallsins, vildi ekki staðfesta mun meiri afla nú en í fyrra og sagðist ekki hafa tekið tölur saman enn. Rallið gengi hins vegar ágætlega og væri nú um það bil hálfnað þannig að of snemmt væri að draga álykt- anir. Nokkurs fisks hefði orðið vart fyrir Norðausturlandi og meira virt- ist vera fyrir Norðurlandi en undan-' farið og í rallinu í fyrra en þá hefði verið dauður sjór þar. „Við höfum svo sem orðið varir hér á Vestfjarðamiðum líka en það er eftir að reikna út magnið. Menn hafa síðan verið að fá heilmikinn fisk hér á Halasvæðinu og við höf- um fengið þar kropp, en ekki þetta mikla magn sem þeir hafa verið að tala um,“ sagði Ólafur Karvel, stjórnandi togararallsins 1996. -SÁ ^ Alþingi: Avíturnar virkuðu Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, ávítaði þingmenn við upphaf þingfundar í gærmorgun fyrir slæma mætingu en aðeins 13 þing- menn af 63 mættu til vinnu. Hann sagðist ætla að banna fastanefndum þingsins að halda fundi á sama tíma og þingfundir fara fram. Daginn áður höfðu tvær þingnefndir farið austur á Hótel Örk í Hveragerði, haldið þar furid, setið veislu og gist á hótelinu um nóttina og voru ekki komnar til fundar í gærmorgun. Þessar ávítur virkuðu, því síðdeg- is var 51 þingmaður mættur til fundar og þar af 9 ráðherrar. Það er afar sjaldgæft að Sjá svo marga ráð- herra í þingsalnum í einu. -S.dór Salmonellan: Sýnin kostuðu 1,5 milljónir Sýnatökur vegna salmonellusýk- ingarinnar á ríkisspítölum á dögun- um hafa kostað nálægt 1,5 milljón- um króna, að mati Jóns Gíslasonar, forstöðumanns Hollustuverndar. Sýnin hafa verið tekin og unnið úr þeim á vegum þriggja aðila, þ.e. Landspítala, Hollustuverndar og embættis yfirdýralæknis. Kostnað- ur Landspítala og Hollustuverndar hvors um sig er um 600 þúsund kr. og yfirdýralæknis um 300 þúsund. -SÁ Lágheiðin fær DV, Fljótum: Lágheiðin milli Fljóta og Ólafs- fjarðar er orðin fær eftir að snjó var rutt af veginum nú i vikunni. Snjór er með minnsta móti á heiðinni miðað við árstíma og var því ekki mikið mál að opna veginn. Það er afar fátítt að Lágheiðin sé opnuð i marsmánuði en þó ekki einsdæmi. Við opnun vegarins er vegalengdin milli Akureyrar og Siglufjarðar 120 km en með því að aka um Öxnadalsheiði milli bæj- anna er vegalengdin rúmlega 200 kni. -ÖÞ Ótrúlegur 10.000 kr. a^láttur! Enn einu sinni slær aiuia í gegn með ævintýralegu tilboði á enn öflugri hljómtækjum í tilefni ferminganna er boðinn sérstakur 10.000 kr. afsláttur af þessum einstöku tækjum. NÚ kr. stgr. aili/a NSX-V8 84 vött Þessi 49.900 kr. stæða er nú boðin á sérstöku tiiboðsverði, Fullkominn geislaspilari, tónjafnari með rokk/popp/djass, karaoke kerfi með radddeyfi, super bassi, útvarp með 32 stöðva minni, tvöfalt segulband, klukka/timer, fjarstýring. NÚ kr. 49■900 stgr. aili/a NSX-V30 90 vött Þessi 59.900 kr. stæða er nú boðin á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, útvarp með 32 stöðva minni, tvöfalt segulband, tónjafnari með rokk/popp/klassík, super T-bassi, hátalarar, fjarstýring. aiura nsx-vso 130 vðtt Þessi 69.900 kr. stæða er nú á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, Front Surround hátalarar, 3S hljómkerfi, 7 banda tónjafnari með rokk/popp/klassík, útvarp með 32 stöðva minni, super T-bassi, karaoke kerfi með radddeyfi, tvöfait segulband, segulvarðir hátalarar, fjarstýring. NÚ kr. 69.9CMS) stgr. aiu/a NSX-V70 250 vött Þessi 79.900 kr. stæða er nú á sérstöku tilboðsverði. 3 diska geislaspilari, Front Surround hátalarar, DSP hljómkerfi, 9 banda tónjafnari með rokk/popp/klassík, útvarp með 32 stöðva minni, super T-bassi, BBE hljómkerfi, karaoke kerfi með radd- deyfi og digital echo, tvöfalt segulband, segulvarðir hátalarar, • fjarstýring. Það er ekki spurning um yfirburði, heldur hversu mikla yfirburði sum hljómtæki hafa framyfir önnur ÉftiIÉfíÉÉgaÍM Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.