Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Sauðaþjófnaður: Fóru í bíltúr með lembda á Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í hádeginu í gær fjóra menn í bíl en þeir höfðu um morguninn brotist inn í fjárhús í Kópavogi og stolið þaðan 6 vetra lembdri á. Ökumaður- inn reyndist allsgáður en sömu sögu var ekki að segja af samferðamönn- um hans sem höfðu troðið kindinni í aftursæti bílsins á milli sín og far- ið með hana í bíltúr um bæinn. Mennirnir, sem allir eru tæplega tvítugir, voru fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir en vildu ekki gefa skýringu á athæfi sínu. Þeir voru því vistaðir I fangageymslu í þeirri von að þeir myndu sjá að sér. Kindin komst aftur í hendur eig- anda síns en grunur leikur á að átt hafi verið við kynfæri hennar. Ráðist inn á heimili í Kópavogi og húsráðandi og vinir hans barðir til óbóta: Saiimuð 40 spor í höfuð - annar nefbrotnaði og fékk skurði í andlitið Ráðist var á þrjá menn á heim- ili eins þeirra í Kópavogi á fóstu- dagsmorgun og tveir þeirra slasað- ir alvarlega. Sauma þurfti 40 spor í höfuð eins þeirra sem ráðist var á. Annar nefbrotnaði en sá þriðji slapp minna meiddur. í samtali við DV sagði einn þeirra sem ráðist var á að hann og félagar hans hefðu nýlega verið komnir heim af dansleik og einn þeirra verið sofnaður þegar bank- að var upp á. Viðmælandi blaðsins fór til dyra og sá þar hóp fólks og fékk högg í andlitið og féll í gólfið. Stuttu síðar var ráðist á félaga hans og hann sleginn í gólfið og haldið áfram að berja á honum og sparka í hann þar sem hann lá á gólfinu. Annar félagi hans var bar- inn í höfuðið og líkamann með fatahengi, sem viðmælandi blaðs- ins sagði hafa verið notað eins og kylfa. Pilturinn, sem var sleginn í gólf- ið í anddyrinu, sá strax að ekki þýddi að reyna að koma félögum sínum til hjálpar og hljóp í næsta hús og hringdi í lögregluna. Þegar hún kom á staðinn voru árásar- mennimir á bak og burt. Hinir slösuðu voru fluttir á slysadeild en fengu að fara heim stuttu eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Fórnarlömbin þrjú eru á aldrin- um 23 ára til 31 árs og kærðu at- burðinn strax. Tveir þeirra eru sjómenn og fóru tO sjós á laugar- deginum en eru nú aftur komnir í land. Málið hefur verið sent RLR til rannsóknar en ekki fengust upplýsingar um gang þess þar í gærkvöld. Einhver piltanna þriggja gat tekið niður bUnúmer á bO árásarmannanna, auk þess sem kennsl voru borin á einn þeirra, en þeir höfðu ekki enn verið hand- teknir i gærkvöld. Aðspurðir kunna tveir þeirra pUta sem urðu fyrir árásinni enga skýringu á henni. Hún hafi verið gjörsamlega tUefnislaus enda hafi þeir ekki þekkt til árásarmann- anna. PP Fegurðardrottning Suðurnesja 1996, Sólveig Liija Guðmundsdóttir. Fyrir aft- an hana er Brynja Björk Harðardóttir, fegurðardrottning Suðurnesja 1995, að krýna hina nýju fegurðardrottningu. DV-mynd ÆMK Fegurðardrottning Suðurnesja: Líður alveg ótrúlega vel DV, Suðurnesjum: „Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég áttaði mig ekki á þessu alveg strax. Þetta er alveg æðislegt og mjög góð tilfinning. Ég átti alls ekki von á þessu og þetta kom mér rosalega á óvart,“ sagði Sólveg Lilja Guð- mundsdóttir, 19 ára Njarðvíkingur, sem valin var fegurðardrottning Suðurnesja 1996 í félagsheimilinu og skemmtistaðnum Stapanum á laugardagskvöldið. í verðlaun fékk hún meðal annars 100 þúsund krónur frá Spárisjóði Keflavíkur og demantshring frá Ge- org V. Hannah úrsmið. AUs tóku 13 guUfallegar stúlkur þátt í keppn- inni. „Ég er búin að fá helling af blóm- um og gjöfum heim til mín og sím- inn hefur ekki stoppað," segir Sól- veig sem mun síðar taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðar- drottning íslands. -ÆMK Ráðist á pitsusendil - önnur árásin á einni viku Ráðist var á pitsusendU í húsi í Árbæ um helgina, hann sleginn og sparkað í andlitið á honum. Málsat- vik voru þau að sögn starfsmanns á Pizza 67, þar sem sendiUinn vann, að pitsusendillinn kom í hús í Ár- bænum með pitsu. Kaupendur pit- sunnar ætluðu sér að greiða fyrir hana með beiðni, sem var skrifuð á blað úr stUabók, og þegar sendillinn neitaði að taka við beiðninni réðust kaupendurnir á hann með fyrr- greindum afleiðingum. Sendillinn fór á slysadeild og fékk áverkavottorð en að sögn starfs- manns á Pizza 67 fékkst lögreglan ekki til að fara á staðinn. Árásin verður kærð í dag. Þetta er í annað skiptið á einni viku sem ráðist er á umræddan sendil og honum veittir áverkar. -PP Sprengjuhótun á Vellinum Sprengjuhótun barst í Top of the Rocks klúbbinn á Keflavíkurflug- velli í fyrrinótt. Klúbburinn var rýmdur og leitaði sprengjudeild af Vellinum á staðnum en án árang- urs. Um gabb mun hafa verið að ræða sem varð þess valdandi að gleðskapurinn í klúbbnum stóð mun skemur en menn ætluðu sér í fyrstu. -pp PEIR ERU HALF- KINDARLEGIR ÞESSIR! Veöriö á morgun: Hvöss norðaust- læg átt Búist er við nokkuð hvassri norðaustlægri átt á landinu á morgun. Éljagangur eða snjó- koma verður austan til en skýj- að með köflum um landið vest- anvert. Frostið verður á bilinu 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Flexello Vagn- og húsgagnahjól Powlsen Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 Lokað íkvöld vegna árshátíðar starfsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.