Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Fréttir Frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur: Segja Pál hafa verið plataðan eða neyddan - harðar umræður og þungar ásakanir í umræðum á Alþingi í gær „Ég trúi þvi ekki upp á Pál Pét- ursson aö hann beri þetta frum- varp fram með glöðu geði. Hann hefur annaðhvort veriö plataður eða neyddur til að bera það fram,“ sagði Steingrimur J. Sigfússon í harðri gagnrýni sinni á frumvarp- ið um stéttarfélög og vinnudeilur og félagsmálaráðherra á Alþingi í gær Það féllu mörg þung orð í um- ræðunum á Alþingi í gær. Fyrst og fremst var það Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra sem var skot- spónn stóryrtra stjórnarandstæö- inga. Hann var sagður haga sér eins og fíll í postulíni gagnvart verkalýðshreyfingunni. Hann var sagður orðinn boðberi frjálshyggj- unnar, hann væri að ganga erinda vinnuveitenda, efna tU stríðs við verkalýðshreyfinguna og að hann setti stöðugleikann í þjóðfélaginu í hættu. Lagfæra gömul lög PáU lagði höfuðáherslu á það í framsöguræðu sinni að það væri ekki veriö að skerða rétt verkalýðs- hreyfingarinnar á nokkum hátt. Hér væri verið að lagfæra gömul lög og að frumvarpið væri sann- gjarnt. Hann bað menn skoða frumvarpið vel og með opnum huga fordómalaust. Grið rofin Bryndís Hlöversdóttir, þingmað- ur og fyrrum lögmaður ASÍ, sagði þetta frumvarp vont og að það væri mesta aðför sem gerð hefði verið að verkalýðshreyfingunni „Með því að knýja þetta frum- varp í gegn er ríkisstjórnin að rjúfa grið á verkalýðshreyfing- unni,“ sagði Bryndís. Kristín Ástgeirsdóttir gagnrýndi frumvarpið líka harðlega og sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafði í nógu að snúast á þingi í gær. Hér ræðir Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóð- vaka, við hann. DV-mynd BG Alþingi: Guðmundur Hall- varðsson reiddist Pétri Blöndal - og lýsti andstööu við frumvarp félagsmálaráðherra Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður reiddist mjög málflutningi flokksbróður sfns, Péturs Blöndals, í umræðunum um frumvarp félags- málaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur. Hann mótmælti harð- lega því sem Pétur sagði um verka- lýðshreyfinguna og verkföll sem hún heföi oft misnotað. Nefndi Pét- ur þar meðal annars sjómannaverk- fallið síðasta. Guðmundur sagði skiptar skoðan- ir í Sjálfstæðisflokknum um þetta frumvarp. Hann sagði það óskapnað í sínum augum. „Ef ASÍ og VSÍ ná ekki samkomu- lagi um efni frumvarpsins þýðir ekki fyrir okkur alþingismenn að ætla að setja lög um það,“ sagði Guðmundur Halivarðsson. í ræðu sinni fagnaði Pétur Blön- dal frumvarpinu og sagði það til mikilla bóta. Hann hældi félags- málaráðherra mjög fyrir að koma með þetta frumvarp. Hann sagði að ef eitthvað væri gengi frumvarpið ekki nógu langt. „Það er aðeins verið að klóra verkalýðshreyfingunni með því,“ sagði Pétur. Pétur sagðist vilja að 50 prósent fé- lagsmanna í hverju verkalýðsfélagi þyrftu að vera sammála því að boða til verkfalls. Einnig að meira en 50 prósent félagsmanna þyrfti til að samþykkja eða fella kjarasamninga. Þá sagði hann að ekkert væri að marka það sem kallað væri launa- taxtar i landinu. í raun væru 160 þúsund kjarasamningar í gangi því allir semdu sér við sína vinnuveit- endur. Það sýndi getuleysi verka- lýðshreyflngarinnar. Hann sagði að félagslega væri verkalýðshreyfmgin dauð. Þetta var eina ræðan í þessa veru sem flutt var við umræðurnar í gær. Stjórnarandstæðingar gripu málflutning Péturs á lofti og sögðu þetta vera hina einu sönnu fram- söguræðu fyrir frumvarpinu. Pétur væri að segja það sem hinir stjórn- arþingmennirnir hugsuðu en þyrðu ekki að segja. -S.dór þetta vera óviðunandi vinnubrögð gagnvart verkalýðshreyfingunni. Svanfríður Jónasdóttir tók í svipaðan streng. Hún sagði meðal annars að öruggt mætti telja að verkalýðshreyfingin mundi láta reyna á þanþol laganna mjög snemma yrði frumvarpið sam- þykkt. Löggjöfin yngri en Páll Steingrímur J. Sigfússon sagði að þau rök Páls Péturssonar um að vinnulöggjöfm væri orðin gömul og því þyrti að breyta henni vera léttvæg. „Vinnulöggjöfin er ári yngri en Páll en samt talar enginn um að Páll sé orðinn of gamall til að gegna ráðherraembætti og þess vegna eigi hann að fara frá,“ sagði Steingrímur J. Össur Skarphéðinsson sagði að Páli hefði tekist með þessu frurn- varpi að sameina stjórnarandstöð- una og lífga verkalýðshreyfmguna við. Hitt væri sorglegt að sjá að maðurinn sem áður orti ljóð um illsku ihaidsins og stóð í andófi við það væri nú genginn í björg hjá Sjálfstæðisflokknum. -S.dór Alþingi: Gera varð fund- arhlé til að ná samkomulagi Að frumvarp Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur skyldi tekið fyrir í gær- morgun setti allt í uppnám á Al- þingi. Öllum málum var ýtt út af borðinu til þess að hægt væri að taka 1. umræðu um frumvarpið á dagskrá. Bæði var að samið hafði verið við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu annarra mála í gær, en þingmenn fara í páskafrí í kvöld, og auk þess er frumvarpið mjög umdeilt og við- amikið og aðeins tæpir tveir sólar- hringar síðan það var lagt fram á Alþingi. Ekki má taka frumvarp til umræðu nema það hafi legið frammi tvær nætur á þingi og það hafði þetta frumvarp gert. Það var lagt fram seint á þriðjudagskvöld. Stjórnarandstæðingar sökuðu Pál Pétursson félagsmálaráðherra um gerræði og ofbeldi í því að koma málinu á dagskrá. Sagði Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, að frum- varpið væri skrýtin afmælisgjöf til Alþýðusambandsins 80 ára. Hún sagði ríkisstjórnina beita valdi sfnu og þeim mikla þingstyrk sem hún hefur með þeim hætti að hún sagð- ist í fyrsta sinn finna til ótta við valdið. -S.dór Á meðan félagsmálaráðherra stóð í ströngu og þingmenn sóttu fast að honum fylgdust áhorfendur með af þingpöllum. Umræðan stóð í allan gærdag. Gert er ráð fyrir kvöld- og næturfundum í dag. DV-mynd BG Alþingi: Umræðum frestað - páskafrí í dag Milli klukkan 19 og 20 í gær- kvöldi var umræðum um frumvarp- ið um stéttarfélög og vinnudeilur frestað en þá voru 6 á mælendaskrá. Til stendur að taka frumvarpið aft- ur til umræðu í dag og ljúka um- ræðunni í dag þvi í kvöld hefst páskafrí þingmanna. Nær öruggt má telja að til kvöld- eða jafnvel næturfundar komi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.