Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
9
e»v Stuttar fréttir
Utlönd
Samningaþóf í Bosníu
Samningamenn í Bosníu unnu
að því langt fram á nótt að reyna
að fmna lausn á deilu um hvar
draga eigi landamæri milli
Serba annars vegar og múslíma
og Króata hins vegar i einu út-
hverfi Sarajevo.
Hróp að Albright
Serbneskir uppreisnarmenn
hrópuðu ókvæðisorðum að
Madeline Albright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, og köst-
uðu steinum að bílalest hennar í
Vukovar í Króatíu sem Serbar
hafa ráðið en Króatíustjóm fær
aftur.
Buchanan samur við sig
Pat
Buchanan,
stjórnmála-
skýrandinn
íhaldssamí,
var aldeOis
ekki á þeim
buxunum i
gær að slást í
lið með Bob Dole, forsetaefhi
Repúblikanaflokksins og keppi-
nauti sínum, heldur hæddist að
honum og gaf til kynna að hann
mundi fara í forsetaframboð sem
óháður frambjóðandi.
Barist í vestri
Rússneskir hermenn berjast
við uppreisnarmenn Tsjetsjena í
vesturhluta Tsjetsjeníu en geng-
ur illa.
Konsúll í barnasölu
Heiðursræðismaður Sri Lanka
í Jórdaníu hefur verið handtek-
inn vegna gruns um að selja
óskilgetin börn stofustúlkna frá
Sri Lanka og fyrir nauðgun.
Samið hjá GM
GM bílaverksmiðjurnar I Am-
eríku og samtök verkamanna í
bílaiðnaði hafa náð samkomu-
lagi eftir 17 daga verkfall.
Hvetur til samstöðu
Helmut
Kohl Þýska-
landskanslari
hvatti atvinnu-
rekendur og
verkalýðsfélög
til að láta af
öllu þrasi og
sameinast
heldur um að bjarga áætlun
stjórnvalda mn fjölgun atvinnu-
tækifæra ffá því að veslast upp.
Hert innflytjendalög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti ffumvarp sem herðir
allt eftirlit með ólöglegum inn-
flytjendum.
Gengið gegn glæpum
Þúsundir háskólanema og
kennara gengu þögulir undir
svörtum borðum um götur Var-
sjár í Póllandi til að mótmæla
morði á félaga sínum og vaxandi
ofbeldi.
Kosningar ákveðnar
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hefur ákveðið að
kosningar fari fram á Norður-ír-
landi þann 30. maí næstkomandi
en þær eru undanfari ffiðarvið-
ræðna allra flokka.
Jeitsín segir nei
Borís
Jeltsín Rúss-
landsforseti
hittir Warren
Christopher,
utanríkisráð-
herra Banda-
ríkjanna, að
máli í dag og
er fastlega búist við því að hann
lýsi yfir andstööu sinni við
áform NATO um aö taka inn ríki
Austur-Evrópu.
Persson i forsæti
Sænska þingið samþykkti
Göran Persson, nýkjörinn for-
mann Jafhaðarmannaflokksins,
sem næsta forsætisráðherra
landsins. Reuter
Breskir vísindamenn tengja kúariðu við sjúkdóm sem banar mönnum:
Veldur andlegri hrörn-
un? lömun og dauða
- fimm Evrópulönd bönnuðu strax innflutning bresks nautakjöts
Gífurlegur ótti greip um si^með-
al breskra og evrópskra neytenda í
gær þegar upplýst var að 10 ungir
Bretar hefðu látist úr nýju afbrigði
Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins. og
hefðu mögulega sýkst við að neyta
kjöts af nautgripum með kúariðu.
Staðhæfingar vísindamanna um
tengsl kúariðu við hinn banvæna
sjúkdóm urðu til þess að fimm Evr-
ópulönd, Frakkland, Belgía, Hol-
land, Svíþjóð og Portúgal, bönnuðu
strax innflutning á bresku nauta-
kjöti og Þjóðverjar lögðu til víðtækt
bann á sölu þess.
Viðbrögð við uppgötvunum vís-
indamannanna geta riðið nautakjöts-
framleiðslu Breta að fullu. Til að
stöðva framgang sjúkdómsins getur
þurft að slátra öllum nautgripum á
Bretlandseyjum eða 11 milljónum
nautgripa. Douglas Hogg landbúnað-
arráðherra taldi líkurnar á slíkum
aðgerðum þó ekki miklar en þær
gætu kostað breska ríkið 2 þúsund
milljarða króna í bótagreiðslur.
Fréttirnar um kúariðuna urðu til
þess að verð á nautakjöti hrapaði
um 15 prósent á mörkuðum í gær.
Talsmenn breskra matvörubúða og
matsölustaða reyndu árangurslítið
að róa æsta og hrædda neytendur
og var nautakjöt bannað í mötu-
neytum margra breskra skóla.
Breskir vísindamenn segja að allt
að ein milljón Breta geti verið sýkt
riðuveirunni sem éyðileggur heila-
frumur, veldur andlegri hrörnun,
hreyfihömlun og loks dauða. Stjórn-
völd gera reyndar lítið úr hættunni
og fullyrða að þeir 10 sem látist hafa
úr Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum
hafi sýkst fyrir 1989, þegar strangar
reglur voru settar sem hindra eiga
að riðuveirur berist í fæðukeðju
manna.
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópubandalags-
ins, sagði að ákvörðun fimm landa
um að banna innflutning á bresku
nautakjöti væri eðlileg viðbrögð en
Bretar sögðu að innflutningsbannið
bryti líklega í bága við lög sam-
bandsins.
Bresk nautakjötsframleiðsla velt-
ir árlega um 2 þúsund milljörðum
króna. Um 350 þúsund manns hafa
beina og óbeina atvinnu af nauta-
kjötsframleiðslunni. Bretar fluttu út
240 þúsund tonn af nautakjöti i
fyrra, þar af 100 þúsund tonn til
Frakklands. Kúariða hefur drepið
110 þúsund nautgripi í Bretlandi
slðastliðin 10 ár en sjúkdómstilfeil-
um hefur fækkaö mjög síðan 1992.
Hefur einungis veriö tilkynnt um
örfá riðutilfelli meðal nautgripa i
öðrum Evrópulöndum.
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi full-
vissað almenning um að neysla nau-
takjöts væri hættulaus hefur breska
ríkisstjórnin beðið hóp vísinda-
manna um að rannsaka málið og
koma með tillögur í næstu vjku um
hvort böm eigi að halda neyslu
nautakjöts áfram. Reuter
íbyggnir breskir bændur virða fyrir sér nautgrip á markaði í Banbury daginn eftir að stjórnvöld viðurkenndu að
kúariða gæti borist með nautakjöti í menn og valdið hinum banvæna Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi.
Símamynd Reuter
Bresk stjórnvöld veita sakar-
uppgjöf fyrir ólöglegar byssur
Bresk stjómvöld tilkynntu í gær
um sakaruppgjöf vegna óiöglegra
skotvopna sem eigendurnir vilja
losa sig við, átta dögum eftir að
sextán ung skólabörn og kennari
þeirra voru skotin til bana í skoska
bænum Dunblane.
„Sakaruppgjöf hefur verið sam-
þykkt. Verið er að ganga frá út-
færslu hennar og verður þingheimi
kynnt niðurstaðan svo fljótt sem
auðið er,“ sagði John Major, forsæt-
isráðherra Bretlands, á þingi í gær.
Embættismaður á skrifstofu for-
sætisráðherrans sagði að hugmynd-
in að sakaruppgjöfinni hefði komið
fram fyrir íjöldamorðin í Dunblane
í síðustu viku. Hann sagði að ekki
þyrfti að setja ný lög vegna þessa.
Einfarinn Thomas Hamilton var
með fjórar byssur, sem hann hafði
leyfi fyrir, þegar hann réðst inn í
leikfimisalinn í Dunblane og hóf
skothríð á börnin. Hann skaut sjálf-
an sig til bana á eftir. Bömin voru
jarðsett í vikunni og skólinn verður
opnaður aftur í dag.
Sakaruppgjöf vegna ólöglegra
skotvopna var síðast veitt árið 1988
í kjölfar þess að 27 ára gamall mað-
ur, Michael Ryan, drap eða særði
lífshættulega 16 manns áður en
hann tók eigið líf.
Vestur í Bandaríkjunum glímir
Bill Clinton forseti við annars kon-
ar byssuvanda. Hann hefur harð-
lega gagnrýnt tilraunir repúblikana
á þingi til að afnema lög um bann
við árásarvopnum og segist mundu
beita neitunarvaldi sínu til að
vernda bæði lögreglu og almenning.
Reuter
nSKIiUJGlJ
L
Verðáður 17.500
Tilboð:
14.875.-stgr.
AT&T3245
NetturGSM-
simi-en
ótrúlega
öflugur!
Aðdáandi
Kermits frosks
tekur gísl
Tuttugu og eins árs gamall maður
á Nýja-Sjálandi tók útvarpsstjóra í
gíslingu í morgun af því að hann
vildi heyra lagið Rainbow Connect-
ion með froskinum Kermit úr
Prúðu leikurunum. Maðurinn vildi
einnig fá aðgang að hljóðnema til að
ávarpa hlustendur. Lögregla hand-
tók manninn eftir nokkurt þóf og
verður hann ákærður fyrir mann-
rán. Sprengja sem hann sagðist vera
með reyndist plat. Reuter
Viðskipta- og tölvuskólinn býður kvöld-
námskeið (12 klst) fyrir aðeins kr. 9.000
•UJ
| J Word
1 Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640
Vertuskrefiáundan
meðokkur!
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
<Q> A
JÝHERJI mST’
Ánanaustum 15
101 Reykjavlk
sími 569 7640
Símbréf 552 8583
skoli@nyherji.is