Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 18
26 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 íþróttir i>v NBA - staðan Þegar flest liðin í NBA-deild- inni eiga eftir að spila 14-17 leiki eru línur byrjaðar að skýrast um hver þeirra komast í úrslita- keppnina. Átta komast áfram úr Austurdeild (Atlantshafsriðli og miðriðli) og átta úr Vesturdeild (miðvesturriðli og Kyrrahafs- riðli). Staðan þegar riðlarnir í við- komandi deildum hafa verið lagðir saman er þannig: Austurdeild Sigrar-töp-hlutfall Chicago 60 7 89,6% Orlando 51 17 75,0% Indiana 40 26 60,6% New York 38 27 58,5% Cleveland 38 28 57,6% Detroit 37 29 56,1% Atlanta 36 29 55,4% Charlotte 33 32 50,8% Miami 33 33 50,0% Washington 30 36 45,5% New Jersey 27 39 40,9% Boston 25 41 37,9% Miiwaukee 21 44 32,3% Toronto 17 48 26,2% Philadelphia 13 53 19,7% Vesturdeild Seattle 51 15 77,3% San Antonio 47 18 72,3% Utah 46 20 69,7% LA Lakers 41 24 63,1% Houston 42 25 62,7% Phoenix 33 33 50,0% Portland 32 34 48,5% Sacramento 29 36 44,6% Golden State 30 38 44,1% Denver 28 37 43,1% LA Clippers 24 42 36,4% Minnesota 21 45 31,8% Dallas 21 45 31,8% Vancouver 11 53 17,2% Fjögur lið, Chicago, Orlando, Seattle og San Antonio, eru kom- in í úrslit og ljóst er að Utah, Lakers og Houston fara þangað líka. Indiana, New York, Cleve- land, Detroit og Atlanta eru með mjög góða stöðu og Phoenix og Portland ættu að sleppa. Baráttan virðist fyrst og fremst standa á milli Charlotte og Miami um áttunda sætið í Austurdeildinni og á milli Gold- en State, Sacramento og Denver um áttunda sætið í Vesturdeild- inni. Það er þó enn nóg eftir af leikjum til aö breyta þessari mynd eitthvað. -VS NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Chicago hefndi versta tapsins - og vann auöveldan sigur á New York Weah í aðgerð George Weah, líberíski knatt- spyrnusnillurinn hjá AC Milan, þarf að gangast undir aðgerð vegna handarbrots sem hann varð fyrir í leiknum gegn Bor- deaux á þriðjudaginn og er talið að hann verði frá knattspyrnu- iðkun næstu þijár vikurnar. Þá gekkst varnarmaðurinn Costacurta undir aðgerð á nefi en hann nefbrotnaði í sama leik. Costacurta verður fjarrri góðu gamni vegna þessa í nokkrar vikur. -GH Chicago hefndi í nótt fyrir versta tap sitt á tímabilinu með því að taka New York í nefíð, 107-86. Það er ekki langt síðan New York vann Chicago með 32 stigum og leikmenn Chicago voru minnugir þess, sér- staklega Michael Jordan. „Það var greinilegt að Michael ætlaði sér að hefna fyrir tapið og senda leikmönnum New York skila- boð um að slíkt myndi ekki gerast aftur,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago. „Það kom ekkert annað til greina en sigur og ég var tilbúinn að fórna öllu til þess,“ sagði Jordan sem skoraði 36 stig og tók 11 fráköst. Scottie Pippen lék á ný með Chicago eftir að hafa misst úr 5 leiki vegna meiðsla. Þetta var 41. heimasigur Chicago í röð og liðið komst með því einum leik fram úr Orlando en liðin ná NBA-metinu til skiptis þessa dagana. Líkurnar á meti í sigurleikjum aukast líka stöðugt hjá Chicago. Liðið stefnir á 70 sigra og þarf til þess að vinna 10 af síðustu 15 leikjum sínum. Það ætti ekki að reynast erfitt úr þessu. Úrslitin í nótt: New Jersey-Denver............97-89 Gilliam 25, Childs 21 - McDyess 20, Ellis 15. Chicago-New York............107-86 Jordan 36 - Ewing 20. Houston-Cleveland ...........85-98 Moore 17, Mack 13 - Brandon 27, Hill 17, Mills 17. Phoenix-Golden State .......104-96 Barkley 22, Manning 21, Johnson 17 - Armstrong 25, Willis 21. Seattle-LA Lakers ..........104-93 Perkins 20, Hawkins 20, Payton 20, Kemp 18 - Van Exel 26, Divac 21, Magic 17. Vængbrotið lið Houston tapaði þriðja leiknum í röð, nú fyrir Cleveland sem styrkti enn stöðu sína í Austurdeildinni. Charles Barkley leiddi lið Phoen- ix til mikilvægs sigur á Golden State, sem þar með missti Sacra- mento uppfyrir sig í baráttunni um 8. sætið í Vesturdeildinni. Phoenix átti frábæran fyrri hálfleik og breytti þá stöðunni úr 10-21 í 61-36. Magic Johnson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Lakers en það dugði ekki gegn sterku liði Seattle sem vann sitt 22. sigur í 25 leikjum. Cedric Ceballos missti af flugvél Lakers og var settur í bann hjá fé- laginu fyrir vikið. -VS Michael Jordan var í miklum ham í nótt þegar Chicago vann stórsigur á New York. Svíi setti met í Portúgal Sænski kylfingurinn, Klas Erikson setti í gær nýtt vallarmet á fyrsta hring á opna portúgalska meistaramótinu í golfl. Erikson, sem ekki hefur unnið sér inn eins einustu krónu á tímabilinu á Evróputúrnum, lék völlinn á aðeins 63 höggum eða 8 höggum undir pari. -SK Leiðrétting í DV í gær var ranglega greint frá því að eiginkona Tómasar Holton í Borgarnesi hefði verið ráðin framkvæmdastjóri lands- mótsins sem haldið verður í Borgarnesi á næsta ári. Hið rétta er að umsóknarfrest- ur um stöðuna er enn ekki lið- inn og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir velvirðingar á mistökun- um. -DÓ Óvenjuleg ástæða fyrir sekt þjálfarans Doug Collins, þjálfari NBA-liðsins Detroit Pi- stons, hefur verið dæmd- ur til að greiða um 330 þúsund krónur í sekt eft- ir leik Detroit gegn Or- lando Magic á dögunum. Ástæðan fyrir sektinni er óvenjuleg. Þegar 2,7 sekúndur voru til leiksloka og Orlando 20 stigum yflr, sagði Collins leikmönnum sínum að sleppa vörninni og yfir- gáfu leikmenn Detroit leikvanginn áður en leiknum lauk. Forráða- menn NBA-deildarinnar líða ekki slíkt og sektuðu þjálfarann. -SK NBA - skotnýting Gheorghe Murasan, Wash. . . 59,1% Shaquille O’Neal, Orlando . . 57,6% Shawn Kemp, Seattle ...........56,7% Matt Geiger, Charlotte.......55,5% Dale Davis, Indiana ...........55,4% NBA - stigaskor Leikir-stig-meðalskor Michael Jordan, Chicago . . . . . . 66 2.038 31,0 Hakeem Olajuwon, Houston . . . . 65 1.728 26,6 Karl Malone, Utah . . 65 1.702 26,2 David Robinson, San Antonio . . 64 1.617 25,3 Charles Barkley, Phoenix . . 58 1.395 24,1 NBA - fráköst Leikir-fráköst-meðaltal Dennis Rodman, Chicago . . . . . . 52 783 15,1 David Robinson, San Antonio . . 64 786 12,3 Shawn Kemp, Seattle . . 62 739 11,9 Charles Barkley, Phoenix , . 58 691 11,9 Dikembe Mutombo, Denver . . . . 63 719 11,4 NBA - stoðsendingar Leikir-sendingar-meðaltal John Stockton, Utah . . 65 735 11,3 Jason Kidd, Dallas . . 65 627 9,6 Rod Strickland, Portland .... . . 56 534 9,5 Avery Johnson, San Antonio . . . 64 608 9,5 Damon Stoudamire, Toronto . . . 63 575 9,1 Knattspyrnumótið á Kýpur: Eyjamenn í úrslitaleikinn - Skagamenn óhressir með dómarann eftir 3-0 tap gegn Sirius Eyjamenn leika til úrslita á al- þjóða knattspymumótinu á Kýpur. I gær unnu þeir sigur á Flora Tallin, 6-5, í vítaspyrnukeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu var jöfn, 1-1. Leifur Geir Hafsteinsson skoraði mark ÍBV. Eyjamenn voru betri aðilinn í leikn- um og komust verðskuldað í úrslita- leikinn. Eyjamenn mæta sænska liðinu Sirius i úrslitaleiknum á laugardag- inn en liðið sigraði Skagamenn, 3-0 í hinum undanúrslitaleiknum. „Það var alger óþarfi að tapa þessum leik, því við erum miklu betri en þetta lið. Við fengum á okk- ur sjálfsmark i upphafl leiks og síð- an fékk Sirius tvö mörk á silfurfati frá hrikalegum slökum dómara. Hann dæmdi víti á okkur sem var út í hött og síðan skoruðu þeir púra rangstöðumark. Viö fengum fullt af góðum færum en fórum illa með þau, menn voru pirraðir út í dómar- ann sem lauk með þvi að Óli Þórðar fauk út af í seinni hálfleik," sagði varnarjaxlinn Ólafur Adolfsson, við DV í gær. -GH Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: Evrópudraumur Parma úti Rapid Vín frá Austurríki, París SG, Frakklandi, Feyenoord, Hollandi og Depertivo La Coruna frá Spánu unnu sér í gær sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. í París unnu heimamenn í París SG, 3-1, á Parma frá Ítalíu og sam- anlagt, 3-2. Brasilíumaðurinn Rai skoraði tvívegis fyrir París úr víta- spyrnum og Partice Loko skoraði þriðja markið. Eina mark Parma skoraði Alessandro Melli. Þar með lauk Evrópudraumi Parma en liðið hefur farið mikinn á Evrópumót- unum undanfarin 3 ár, og leikið til úrslita í þrígang. Frönsk knatt- spyrna er greinilega á uppleið og eiga Frakkar lið í undanúrslitum í öllum þremur keppnunum. Rapid Vín vann öruggan sigur á Dynamo Moskva, 3-0, og saman- lagt, 4-0. Carsten Jancker gerði tvö marka Rapid og Peter Stöger eitt. Varamaðurinn Orlando Trust- full tryggði Feyenoord sigur á þýska liðinu Borussia Mönchengladbach með því að skora eina mark leiksins 6 mínút- um fyrir leikslok en 2-2 jafntefli varð í fyrri leiknum. I einvígi spænsku liðanna komst Deportivo áfram með því að gera 1-1 jafntefli gegn Real Zaragoza og vinna samanlagt, 2-1. Fernando Morientes kom Zaragoza yfir en Brasilíumaðurinn Bebeto jafnaði metin. -GH DV heiðrað fyrir skrif um íþróttir unglinga Knattspyrnuráð Reykjavíkur veitti í fyrrakvöld DV sérstaka viðurkenn- ingu fyrir góða umfjöllun um íþróttir unglinga undanfarin ár. Það var gert á aðalfundi ráðsins og fyrir hönd DV tók Halldór Halldórsson við veglegri styttu sem nefnist „KRR-unglingurinn“. Halldór, sem á sínum tíma var landskunnur knattspyrnu- og handknattleikskappi og skoraði meðal ann- ars fyrsta mark íslands í knattspyrnulandsleik á eriendri grundu, hefur um langt árabil skrifað um íþróttir unglinga í DV. Á myndinni tekur Hall- dór, til vinstri, við styttunni úr hendi Baldurs Marfussonar, formanns KRR. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.