Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/wvvw.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centmm.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Frati lýst á flokkakerfið
Nær fimmtimgur kjósenda í nýju sameinuðu sveitarfé-
lagi á norðanverðum VestQörðum lýsti algjöru frati á nú-
verandi flokkakerfi í kosningum á laugardaginn. Funk-
listinn, listi aðallega skipaður framhaldsskólanemum,
fékk tvo menn kjöma í ellefu manna bæjarstjórn hins
nýja sveitarfélags. Listinn fékk um 18 prósenta fylgi og
meira fylgi en gamalgrónir flokkar eins og Alþýðuflokk-
ur og Framsóknarflokkur.
Forystumenn Funklistans höfðu gefið um það yfirlýs-
ingar fyrir kosningarnar að framboðið væri að jöfnu grín
og alvara. Það mátti líka sjá á baráttumálum listans.
Pólitískt blað listans ber nafnið Elgurinn enda var það
eitt af kosningamálum Funklistans að flytja inn elgi! Þá
var markmiðum listans lýst í leiðara fyrrgreinds blaðs.
Þar var stefnan að lyfta sveitarfélaginu á hærra og
skemmtilegra plan með því að setja gömlu góðu stuðgild-
in ofar öllu.
Grínframboð sem þetta hafa áður komið fram í kosn-
ingum en ekki náð árangri. Munurinn nú er sú stað-
reynd að Funklistinn er þriðja stærsta stjómmálaaflið í
nýju sameinuðu sveitarfélagi á Vestflörðum, næst á eftir
Sjálfstæðisflokki og sameiginlegum lista Óháðra, Alþýðu-
bandalags og Kvennalista.
En hafi helmingur stefnu hins nýja framboðs verið
grín þá var hinn hlutinn alvara. Unga fólkið á lista Funk-
listans bauð sig fram gegn þreyttu og stöðnuðu flokka-
kerfl og náði árangri.
Þrátt fyrir léttúð og spaug funklistamanna í kosning-
abaráttunni mátti greina undirtón sem lýsti þreytu, von-
leysi og vantrú ungmennanna á getu gömlu flokkanna.
Þar kom fram að sama gamla og rispaða platan væri sí-
fellt spiluð áfram. Kosningaloforðin væm útjöskuð og
margsvikin. Unga fólkið fann til þess að ekki væri á það
hlustað og það sniðgengið.
Kosningaúrslitin eru því áminning til stjórnmála-
manna gamla flokkakerfisins. í þessu tilviki snýr hún að
flokkunum sem buðu fram á Vestfjörðum. Þar kunna að
ráða sérstök mál að hluta. En aðrir mega einnig taka
skilaboðin til sín, hvort sem það em fulltrúar staðnaðs
flokkakerfis í sveitarstjómum eða landsmálum.
Það að nær fimmtungur kjósenda í þessu sveitarfélagi
gefur gömlu flokkunum langt nef hlýtur að vera þeim
umhugsunarefni og tilefni til innri skoðunar. Gömlu
flokkamir töpuðu allir fylgi til Funklistans miðað við
síðustu sveitarstjórnarkosningar á ísafirði, sem er lang-
stærsta sveitarfélagið í hinu sameinaða.
Funklistamenn gleðjast að vonum yfir góðum árangri.
Listinn er ótvíræður sigurvegari í þessum kosningum.
En vandi fylgir vegsemd hverri. Listinn stendur nú
frammi fyrir þeirri ábyrgð að standa sig í bæjarstjórn-
inni. Þar ber honum að vinna að bættum hag íbúanna.
Sjálfsagt verður einhver bið á því ,að elgir eigri um á
Vestfjörðum enda kemur ekki að mikilli sök þótt það
kosningaloforð verði svikið. Kjósendur gera hins vegar
kröfu til þess að ferskir vindar fylgi hinum ungu mönn-
um í bæjarstjórninni. Einkum hlýtur unga fólkið að líta
til þeirra.
Enginn flokkur fékk meirihluta í þessum kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað meirihluta með
hverjum sem er hinna. Krafa kjósenda er sú að sigurveg-
ari kosninganna, Funklistinn, komi að þeirri meirihluta-
stjórn þótt líklegra sé að gamla flokkakerfið sjái um sig
og myndi meirihluta með gamla laginu.
Jónas Haraldsson
Það eru auðvitað forréttindi RÚV, er felast í nauðungaráskriftinni, sem á að afnema, en ekki frjálsar og eðlileg-
ar viðskiptatekjur fyrirtækisins, segir greinarhöfundur m.a.
Auglýsingabann
og tjáningarfrelsi
Viðbrögð við hugmyndum
nefndar á vegum menntamálaráð-
herra um endurskoðun útvarps-
laganna munu ugglaust verða
nokkuð mismunandi. Þessar hug-
myndir eru kynntar sem fyrsta
skref í undirbúningi að endur-
skoðun útvarpslaga, sem er tíma-
bært verkefni. Sem slíkar eru þær
athygli verðar og það er lofsvert
framtak menntamálaráðherra að
láta hefja þetta endurskoðunar-
verk.
Afnám forréttinda, ekki
eðlilegra viðskipta
í hugmyndum þeim, sem nefnd
menntamálaráðherra hefur nú
kynnt, er mjög margt, sem til bóta
horfir. Settar eru fram ákveðnar
hugmyndir um hagræðingu og
endurbætur í rekstri RÚV, svo
sem að færa verkefni í auknum
mæli út fyrir veggi stofnunarinn-
ar.
Eitt atriði er þó í hugmyndum
nefndarinnar, sem engan veginn
fær staðist. Ef það á að reka ríkis-
útvarp áfram á annað borð, nær
engri átt, að stofnuninni verði í
meginatriðum bannað að birta
auglýsingar, hún þar með svipt
auglýsingatekjum sínum og sett að
öllu leyti á ríkisframfæri. 1 þessari
hugmynd felst einfaldlega þetta:
Auglýsingatekjur RÚV verði af-
hentar öðrum fyrirtækjum, og al-
Kjallarinn
Hörður Einarsson
hæstaréttarlögmaður
menningur verði látinn borga brú-
sann í hækkuðum sköttum!
Auglýsingatekjur RÚV eru einu
fjármunirnir, sem viðskiptalífíð
og almenningur i landinu greiðir
til stofnunarinnar af fúsum og
frjálsum vilja, og þá fjármuni láta
menn sér helst tii hugar koma að
taka af henni. En gjaldið fyrir
nauðungaráskriftina á að hækka.
Það eru auðvitað forréttindi
RÚV, er felast í nauðungaráskrift-
inni, sem á að afnema, en ekki
frjálsar og eðlilegar viðskiptatekj-
ur fyrirtækisins.
Stjórnarskrárbrot
Til viðbótar því, hversu óheil-
brigð þessi hugmynd er, verður að
draga það mjög í efa, að fram-
kvæmd hennar stæðist lög. Leiða
má sterk rök að þvi, að bann við
auglýsingum í ríkisútvarpinu
væri brot gegn hinum nýsettu
ákvæðum stjórnarskrárinnar um
tjáningarfrelsi og ákvæðum Mann-
réttindasáttmála Evrópu um sama
efni, sem nú hafa verið lögfest hér
á landi.
Með hinum nýju lagaákvæðum
hefur tjáningarfrelsið fengið stór-
aukna vernd hér á landi. Það er
ekki einungis, að bætt hafi verið
réttarstaða þeirra, sem vilja láta
stjórnmálamenn og embættis-
menn fá orð í eyra, heldur njóta
t.d. einnig auglýsendur góðs af
þessari réttarbót.
Lokun eins helsta ijölmiðils
þjóðarinnar, sem hefur tO umráða
verulegan hluta ljósvakans, fyrir
auglýsingum viðskiptalífsins, fær
naumast staðist vegna þeirrar
skerðingar á tjáningarfrelsi, sem
af þeirri ákvörðun leiddi.
Sú hugmynd útvarpslaganefnd-
arinnar, sem hér hefur verið gerð
sérstaklega að umtalsefni, á örugg-
lega rætur að rekja til góðs vOja til
þess að bæta aðstöðu einkarek-
inna útvarpsstöðva og góðs hugar
til ríkisútvarpsins. Eins og alltaf,
þegar reynt er að þjóna tveimur
herrum, er útkoman Vcmdræða-
gangur.
Vona verður, að í því starfi, sem
framundan er við endurskoðun út-
varpslaganna, beri þeir, sem
ábyrgðina axla, gæfu tO þess að
rata þá leið, sem farsælust og út-
látaminnst er fyrir almenning í
landinu. Það er meira virði heldur
en einhver málamiðlun milli
einkaútvarps og rikisútvarps á
kostnað skattborgaranna.
Hörður Einarsson
„Auglýsingatekjur RÚV eru einu fjármun-
irnir sem viðskiptalífið og almenningur í
landinu greiðir til stofnunarinnar af fús-
um og frjálsum vilja, og þá fjármuni láta
menn sér helst til hugar koma að taka af
henni.“
Skoðanir annarra
Opinberir starfsmenn
„Svonefndir opinberir starfsmenn eru hluti þess
fjölmenna hóps sem sinnir ákveðnum störfum, inn-
an samfélagsins . . . Sú ranga skoðun hefur komið
fram meðal hluta þessara opinberu starfskrafta, að
þeir geti ráöskast með þær stofnanir sem þeir vinna
við, jafnvel að þeir eigi viðkomandi stofnanir . .. Þá
gleyma þessir forustumenn þeirri starðreynd, að
þeir eru ekki löggjafinn, og þeim ber aö hlýöa kjörn-
um löggjöfum þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þeir
eiga ekki rikisfyrirtæki sem þeir vinna við.“
Siglaugur Brynleifsson í Mbl. 10. maí.
Kallið er komið
„Samtökin Sjávamytjar hafa í auglýsingum í blöð-
um og víðar skorað á Aiþingi að hefja hvalveiðar
strax i sumar . . . Spurningin er þá i raun hvort ís-
lendingar geti verið tilbúnir í þennan slag nú i sum-
ar. Svariö er bæði jákvætt og neikvætt . . . Slíkar
veiðar gætu í það minnsta hafist í tilraunaskyni,
jafnvel þó í litlum mæli væri. Veiðarnar myndu
vissulega framkalla sterk viðbrögð, en á meðan
menn hafa rökin um skynsamlega nýtingu í höndum
ætti vörnin að halda. Kallið getur komið í sumar,
því íslendingar eru nægjanlega tilbúnir."
Úr forystugrein Tímans 10. maí.
Hvalfjarðargöngin
„Þegar litið er til þeirra sem munu njóta góðs af
þessum framkvæmdum hefir fyrst og fremst verið
horft á núverandi vegfarendur. Hreinn ábati þeirra
er metinn sem sá sparnaður sem verður vegna
minni eldsneytiseyðslu og lækkun á öðrum rekstrar-
kostnaði, að meðtöldu viðhaldi, viðgerðum, afskrift-
um ökutækis, kostnaði vegna slysa og síðast en ekki
síst tíma ökumanns og farþega . . . Göngin eru því
einhver arðbærasta framkvæmd sem völ er á um
þessar mundir svo framarlega að verkfræðilegar for-
sendur um kostnað og leka standast.“
Kristjón Kolbeins í 16. tbl. Vísbendingar.