Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Side 36
Fjöldl
vinnlnga
Vinnlngar
Vinningstötur
fflrmmimy/stiiflliiiiir ImiQnrrfrifjinn 11.5/96
2 9 30 f$$T
VinningsuppliæB
3.788.606
189.180
1Q.69Q
Heildarvinningsupphseo
6.330.306
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óhað dagblað
MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996
Skaut úr hagla-
byssu í hönd sér
Tvítugur maður liggur á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur eftir að hann
skaut úr haglabyssu í höndina á sér
á laugardagskvöld. Atvikið átti sér
„ ^stað innanbæjar á Höfn í Hornafirði
og er engar skýringar að finna á at-
hæfi mannsins sem var ölvaður.
Hann mun hafa verið með hagla-
byssu bróður síns og hleypti fyrst af
einu skoti upp í loftiö og því næsta
í höndina á sér.
Maðurinn mun hafa misst tvo
fingur en hann var fluttur á heilsu-
gæslustöðina um leið og ljóst var
hvað gerðist. Þaðan var hann flutt-
ur í Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann
gekkst undir aðgerð í gær og eru
áverkarnir mjög alvarlegir eins og
gefur að skilja. Of snemmt er að
segja til um hvernig aðgerðin
heppnaðist. -pp
Félag leiðsögumanna hugsar sér til hreyfings úr ASÍ:
Stjórn félagsins
samþykkir að
kanna vilja félags-
manna til úrsagnar
- eigum samleið með fæstum ASÍ-félögum segir formaðurinn
Áhugi er meðal félagsmanna í
Félagi leiðsögumanna að segja sig
úr Alþýðusambandinu og hefur
stjóm félagsins þegar ákveðið að
kanna vilja félagsmanna tO máls-
ins.
„Án þess að ég vOji kasta rýrð
á aðra starfshópa innan ASÍ þá er
menntunarstaða leiðsögumanna
langt ofan þess sem krafist er af
þeim sem eru í öðrum félögum
innan ASÍ. Stór hluti félagsmanna
okkar er meö háskólamenntun
þannig að á þeim grunni eigum
við ekki samleið. Þetta teijum við
meðal annars hafa valdið því að
laun okkar em ekki betri en þau
eru í dag,“ segir Þórarna Jónas-
dóttir, formaður Félags leiðsögu-
manna.
Þórarna segir að ekki hafi ver-
ið tekin ákvörðun um hvort félag-
ið muni æskja inngöngu í önnur
samtök, t.d. háskólamanna, eftir
hugsanlega útgöngu úr ASÍ, enda
málið ekki komið á það stig að
hægt sé að ákveða slíkt. Eftir sé
að leggja úrsögnina fyrir almenn-
an félagsfund sem tekur ákvörðun
um allsherjaratkvæðagreiðslu i
félaginu þar sem niðurstaða fæst
en samkvæmt lögum ASÍ þarf
málið að ganga á þann hátt fram.
Virkir félagsmenn í Félagi leið-
sögumanna eru nálægt 200 á
hverjum tíma en annatími leið-
sögumanna er yfir ferðamanna-
tímann um sumarmánuðina. Yfir
vetrartímann eru verkefni fá og
aðeins einn ferðaþjónustuaðili í
landinu er með leiðsögumenn í
starfi allt árið.
-SÁ
Anna Mjöll Ólafsdóttir var að æfa danssporin við Sjúbídú ásamt bakraddasöngvurum þegar DV kíkti inn á æfingu í
gær. Við hlið hennar er Jóhann Örn Ólafsson danshöfundur en fyrir aftan þau, frá vinstri, eru Ross Bolton, Rick Pal-
ombi, Daniel O’Briem og Michael Maher, allt atvinnusöngvarar í Bandaríkjunum. Rick syngur m.a. með Ami Grant.
DV-mynd GS
Leitin að Angelu:
Málið hið
undarlegasta
- segir aðalvarðstjóri
Leitin að Angelu Cseho, tvítugri
ungverskri stúlku sem saknað hefur
verið frá því á fostudagskvöld, hafði
engan árangur borið í gærkvöld.
Um 200 manns á 80 bílum leituðu
Angelu á laugardag og óku alla að-
alvegi frá Gilsfirði í vestri tO
Hornafjarðar í austri. í gær leitaði
síðan þyrla Angelu án árangurs.
Að sögn Geirs Jóns Þórissonar,
aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í
Reykjavík, er málið hið undarleg-
asta þegar haft er í huga að engar
haldbærar vísbendingar hafa borist
um ferðir hennar né bOs sem hún
ók, rauðs Nissan Sunny, árgerð
1985, 4 hurða, með skrásetningar-
númerið Y-15733. Hann sagði í gær-
kvöld að fundað yrði um málið í dag
og ákvörðun tekin um framhald leit-
arinnar.
Síðast heyrðist í Angelu, sem
kom hingað tO lands sem nektar-
dansmær, í síma fostudagskvöldið 3.
maí en þá var hún stödd á Selfossi.
Rætt hefur verið við fjölda manna
vegna hvarfsins en með litlum ár-
angri til þessa. -pp
Hestamaður slasast
Hestamaður slasaðist iOa í fyrra-
kvöld I Hvolhreppi þegar hestur
sem hann var á tók á stökk. Maður-
inn mjaðmargrindarbrotnaði og
einnig skaddaðist ristOlinn í hon-
um. Hann var fluttur í sjúkrahúsið
á Selfossi og þaðan í Sjúkrahús
Reykjavikur. -pp
Anna Mjöll til Óslóar:
Verð í einu af
sætunum 23
„Þetta leggst vel í mig. Hópurinn
er skemmtOegur og samhentur. Við
lofum íslendingum að lenda í einu
af sætunum 23. Ég svík ekki loforð
og þetta get ég staðið við,“ sagði
Anna MjöU Ólafsdóttir söngkona
við DV í gærkvöldi, skömmu áður
en hún lagði af stað til Óslóar til að
taka þátt í Eurovision-söngvakeppn-
inni 18. maí fyrir hönd íslands með
lagið Sjúbídú.
Með Önnu fer fríður hópur; fjórir
bandarískir bakraddasöngvarar, Ól-
afur Gaukur, sem mun stjórna
hljómsveitinni, Rut Danelíusdóttir,
hárgreiðslu- og fóðrunardama, Jó-
hann Örn Ólafsson danshöfundur
og Þorgeir Gunnarsson frá Ríkis-
sjónvarpinu. Jakob Frímann Magn-
ússon mun slást í hópinn í Ósló og
sjá um blaðamannafund á fimmtu-
daginn. Cosmo hefur stutt Önnu til
fararinnar og fyrirtækin íslensk
matvæli og Viking Brugg bjóða ís-
lenskt hnossgæti á blaðamanna-
fundinum. -bjb
ÞEIR ÆTTU AÐ RATA
HJÁLPARLAUST ÚT!
Veöriö á morgun:
Allvíða
létt-
skýjað
Á morgun verður hæg breyti-
leg eða norðlæg átt, þurrt um allt
land og allvíða léttskýjað, eink-
um sunnanlands.
Hiti verður 6 til 13 stig yfir
daginn.
Veðrið í dag er á bls. 44
10°
10°
!||
11°
0 ■; 13°
12° 0 0
11°
(3
9°
10°
V''j »
góðmálma
sími: 581-4757
Nhringrashf.
ENDURVINNSLA
brother.
Litla
merkivélin
loksins
með Þ og Ð
Nýbýlavegi 28, sími 554 4443