Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Síða 15
JjV ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Mlveran ■- Fatnaður og mataræði skipta mestu í lengri gönguferðum: - segir Helgi Gíslason, myndhöggvari og „Eftir að ég áttaði mig á því að biðin eftir ijallajeppanum yrði ef til vill í lengra lagi ákvað ég að fara að ganga. í lengri gönguferðum er það vitaskuld mataræðið sem skiptir mestu máli og síðan er auðvitað mikilvægt að hafa með sér nægilega mikið af fötum. Passa verður þó að vera ekki að bera eitthvað með sér sem menn þurfa ekki að nota,“ seg- ir Helgi Gíslason, myndhöggvari og göngugarpur," þegar Tilveran hringdi í hann og bað um holl ráð fyrir þá sem vilja fara í lengri og skemmri gönguferðir. Gamli gúmmígallinn Helgi segir að geysimikið sé til af alls konar græjum, fatnaði og mat- vælum sem sérstaklega sé hugsað fyrir göngumenn en segist þó ekki leggja neitt sérstaklega mikið upp úr slíku. „Það er svo mismunandi hvað hentar, bæði hverjum og einum og eins eru aðstæður mismunandi. Þú getur lent í öllum veðrum. Stundum eru t.d. þessir goritexgallar mjög góðir en svo lendir maður í slíkri rigningu að þeir halda engu. Þá dug- ar ekkert minna en gamli, góði gúmmígallinn. Síðan er það reynsla mín að best sé að hafa ullarbrókina og lopapeysuna i farteskinu. Þegar menn stoppa að kvöldi, tjalda og slaka á þá er ekkert betra en ullin. Síðan kemur upp sú staða þar sem stuttbuxurnar eru bráðnauðsynleg- ar.“ Hlær að kókistunum Aðspurður um mataræði segir Helgi að hann drekki mikið vatn á göngunni en borði annars frekar lít- ið fyrr en á kvöldin. „Mér finnst gott að hafa eitthvert þurrmeti til þess að maula, rúsínur og ýmislegt slikt, og síðan hita ég mér vatn í te. Maður lætur ekki hjá líða að fá sér vatn úr lækjarspræn- um og ég hlæ alltaf með sjálfum mér þegar fólk dregur upp kókflöskuna á gönguferðum í stað þess að leggj- ast á bakkann og súpa á tæru lind- arvatninu. Þetta er svona dæmi um það sem maður á ekki að vera burð- ast með. Maður hefur t.d. horft upp á fjölmarga ganga með pylsupakk- ann allan Laugaveginn og átta sig á því þegar göngunni lýkur að þeir höfðu aldrei lyst á þeim. Þar hefði mátt spara eitt kíló í bakpokanum. Ég er nú kominn niður á það að mér finnst best að taka með mér kótel- etturnar að heiman,“ segir Helgi. Prjónabrókin alltaf með Helgi segir að gönguskór, ekki strigaskór, skipti miklu máli og að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera búið að venjast þeim áður en það fari af stað í lengri gönguferðir. Hann segir að þrátt fyrir að talað sé um að skór séu vatnsheldir þá haldi ekkert vatni nema gúmmístígvél þegar verið sé að ösla í mýri t.d. Til þess að vatnsverja skóna enn frekar segist Helgi hita þá örlítið í bakara- ofninum og láti þá síðan drekka í sig hnakkafeiti. Hann segir það kannski ekki gera skóna sérlega fal- lega en árangursríkt er meðalið. Varðandi búnaðinn segir Helgi að það sé mjög góð regla að hafa prjónabrókina og húfuna með í farteskinu, jafnvel þótt farið sé í styttri ferðir. Hann seg- ist sjálfu" aðeins taka með sér heitt vatn á brúsa og te, brauð- sneið og hugsan- lega ávöxt í styttri ferðir og segisf' og það er að vera búinn að lesa eitt- Helgi Gíslason á gangi við Tröllkróka í Lónsöræfum, einum stórbrotnasta stað landsins. Á efri myndinni eru hjónin að koma tjaldinu upp. Hún sinir útiverkunum en hann vinnur inni. DV-myndir GVA svo bara borða vel þegar hann komi heim. í lengri ferðir segir hann kon- íakið koma sér vel, bara rétt meðan verið sé að tjalda og síðan ekki meira. „Eitt er það sem ég legg mikið upp úr hvað um þá staði sem ég geng um, ekki síst ef það eru einhverjir merk- ir sögustaðir. Þá ljósrita ég gjarna og hef með mér upplýsingar. Manni liggur ekki alltaf á að komast sem lengst og mér er mikilvægara að njóta örlítið lengur þeirra staða sem ég stoppa á.“ -sv Einar Sigurðsson er himinlifandi þessa dagana enda spanna áhugamál hans allt milli himins og jarðar, þar á meðal tónlist og flug. Það besta er þó að hann er með loforð uppi í erminni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.