Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Jean Posocco myndskreytari með námskeið í myndasöguteikningu: Myndi vilja sjá menn gefa út metnaðarfullt myndasögublað Frakkinn Jean Posocco hefur verið búsettur hér á landi í mörg ár. Hann hef- ur haldið námskeið í myndasöguteikningu og segir hana vera vaxandi list- grein hér á landi. Hér situr hann og teiknar á heimili sínu í Hafnarfirði. DV-mynd S „Að teikna myndasögur er geysi- lega erfitt og krefst mikillar fjöl- hæfni af þeim sem það gerir. í mörgum tilvikum er teiknarinn líka að semja söguna, hann þarf að hafa innsýn í huga þess sem á að lesa hana og ekki bara að vera næmur á form og liti héldur líka góður í.let- urgerð," segir Jean Posocco mynd- skreytari. Hann hefur haft áhuga á myndasögum frá því að hann var lítill patti í Frakklandi og hefur ver- ið með námskeið í myndasögugerð í Hafnarfirði. Jean segist í raun ekkert hafa vit- að hvort hann fengi yfírhöfuð ein- hverja nemendur fyrst þegar hann auglýsti, sex hefðu mætt á nám- skeiðið og síðan þá hefðu á milli tuttugu og þrjátíu manns sótt tíma hjá honum. Hann segir aldurshóp- inn vera breiðan, lágmarksaldur sé 13 ár og að hann telji iðkendur hér á landi vera allt að 500 manns. „Stelpurnar eru færri en strák- arnir, líklega ein á móti fimm, en tilfellið er að á námskeiðunum standa þær sig betur. Þær sýna meiri áhuga og eru samviskusamari og vandvirkari. Strákarnir hugsa bara um hasarblöðin og ofbeldið en stelpurnar eru meira á heimilisnót- unum,“ segir Jean. Jean segir of mikið ofbeldi í amerískum hasarblöðum og segist ekki sjá neinn tilgang með því. Hann segist hafa farið af stað með námskeiðin til þess að kynna þessa listgrein fyrir Islendingum. „Þetta er vaxandi listgrein og ég vona að við eigum eftir að sjá að menn geti búið til metnaðarfullt ís- lenskt myndasögublað, blað sem skrifað yrði fyrir lesendur en ekki bara eitthvert einkaflipp þeirra sem teikna," segir Jean. -sv Á yfir fimm þúsund hasarblöð: Ólafur Guðlaugsson við teikniborðið heima hjá sér. Hann segist hlakka til samstarfsins því í hópnum sé mikið af mjög hæfileikarík- um og skemmtilegum teiknurum. DV-mynd GS „Ég sá fyrsta hasar- blaðið þegar ég var sex ára og áhuginn blossaði upp. í beinu framhaldi af lestri blaðanna kviknaði teikniáhuginn og ég hef verið hasarblaðafíkill síð- an,“ segir Ólafur Guðlaugs- son, einn teiknaranna sem ætla í sameiningu að gefa út hasarblað á næstunni. Hann á orðið rúmlega fimm þúsund hasarblöð en segist vera að hugsa um að losa sig við þau að mestu. Ólafur segist vænta mikils af samstarfi þessa hóps því þar sé mik- ið af geysihæfileikaríkum strákum. En hvernig vinnur hann? „Sagan verður að koma fyrst og *J&lveran« * '* # Sex blöð á ári - segir Björn Vilhjálmsson hjá Hinu húsinu „Draumurinn er að gefa út blað sex sinnum á ári. Fjármagnið er vandamál en við erum bjartsýnir og nokkuð vissir um að þegar þetta verður komið af stað munu menn sjá ýmsa möguleika í þessari grein bókmenntanna. Ég lít hiklaust á þessar myndasöguteikningar sem hluta af bókmenntum," ségir Björn Vilhjálmsson hjá Hinu húsinu. Hann er í forsvari fyrir 15 til 20 manna hópi teiknara á aldrinum 14 til 32 ára sem hyggst á næstu vikum eða mánuðum hefja útgáfu á myndasögublaði. Björn segir Hitt húsið vera ein- hvers konar regnhlíf fyrir ýmsa menningarstarfsemi. Hann hafi sem ungur maður haft áhuga á hasar- blöðum og þannig sé þetta í hugum margra, hasarblöðin tilheyri bems- kunni og menn vaxi síðan upp úr þeim. Þannig sé þetta ekki í reynd því þetta sé viðurkennt listform viöa um heim. „Ég hef sjálfur mikinn áhuga á teikniseríum og það varð til þess að ég ákvað að hóa þessum hópi sam- an. Við hugsum okkur að blaðið verði nokkuð fiölbreytt, allt frá því að sögurnar samanstandi af nokkrum römmum, t.d bröndurum, myndskotum af lífínu og tilverunni, og upp í það að vera nokkurra blað- síðna sögur. Blaðið gæti orðið þetta 30-40 síður og við erum þegar komnir með nóg af efni til þess að fara af stað,“ segir Björn. -sv hún verður að vera góð. Góð saga er lykilatriði og án slíkrar sögu verður allt hitt lélegt. Þetta er eins og með kvikmynd. Þú getur haft góða leik- ara, fallega sviðsmynd og allt en með vondri sögu verður myndin lé- leg. Ég reyni að hugsa söguna sem heild og reyni að láta hana flæða áfram. Sumir einbeita sér að hverj- um ramma og spá lítið í hreyfing- una á opnunni t.d. Ég legg kannski minna upp úr hverjum ramma en meira upp úr heildinni." Að sögn Ólafs mun hópurinn ritstýra sér sjálfur og hann segist ekki óttast leiðindi þegar farið verði að velja efnið í blaðið. „Þetta mun reyna á mannskapinn og vissulega verður samkeppnin mikil. Hún mun hins. vegar örugg- lega skila sér í betra blaði því menn eru í þessu ánægjunnar vegna.“ -sv Hér má sjá nokkrar þeirra mynda sem hópurinn hefur verið að vinna og eru hugsaðar í hasarblaðið sem kemur út á næstu vikum eða mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.