Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Qupperneq 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996
íþróttir____________________________________________________
íslandsmeistaramótið í júdó yngri en 15 ára 1996:
KA-menn sterkir
- hirtu helming gullverðlaunanna en öll önnur félög voru með tvö
KA-strákamir stóöu fyrir sínu á
meistaramóti unglinga í júdó 4. maí
en mótið fór fram í FB við Austur-
berg.
KA hlaut nefnilega helming gull-
verðlauna á mótinu, eða alls átta, og
verður það að teljast harla gott.
Ljóst er að Jón Óðinn Óðinsson, júd-
óþjálfari hjá KA, heldur áfram slnu
ágæta starfi hjá því ágæta félagi en
hann hefur undanfarin ár staðið
manna best að uppbyggingu íþrótt-
arinnar á Akureyri og hvílíkur ár-
angur sem hann og strákarnir hans
hafa náð á undanfömum ámm!
Öll önnur félög hlutu tvo meistar-
atitla. Hinn stórefnilegi Snævar
Jónsson, JR, 13 ára, keppti ekki að
þessu sinni vegna veikinda en hann
hefur verið mjög sigursæll undan-
farin ár.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Miklar framfarir
Það er ljóst að um miklar fram-
farir er að ræða hjá unga fólkinu
því flestar viðureignirnar voru
mjög vel útfærðar og því þræl-
skemmtilegar á að horfa og settu
KA-krakkamir mjög sterkan svip á
mótið meö sinni góðu frammistöðu.
Slæm aðstaða félaganna
í Reykjavík
Bjarni Friðriksson júdómaður
var ekki hress með frammistöðu
Reykjavíkurfélaganna og kvað að-
stööu þeirra í höfuðborginni mjög
slæma. „Að sjálfsögðu kemur það
niður á árangrinum,“ sagði Bjarni.
Tækniverðlaun fyrir
árið 1995
Drengir, 7-10 ára:
Heimir Kjartansson JR
Drengir, 11-14 ára:
Snævar Jónsson JR
Stúlkur yngri en 15 ára:
Magnea Pálmadóttir Tindastóli
Keppendur voru um 100 frá eftir-
töldum fimm félögum sem mættu til
leiks á íslandsmótinu: Júdófélag
Reykjavíkur, Ármann, KA, Tinda-
stóll og Grindavík.
Gekk bara ágætlega
Sigríður Einarsdóttir, Ármanni,
er aðeins 6 ára og var örugglega
meðal yngstu þátttakenda á íslands-
mótinu en hún varð í 3. sæti í flokki
stúlkna 9-10 ára:
„Þetta er fjórða mótið sem ég tek
þátt í og mér gekk bara ágætlega.
Jú, það er alltaf voða gaman í júdó,“
sagði Sigríður.
Svolítið erfitt
Katrín Vilhjálmsdóttir, KA, sigr-
aði í flokki 9-10 ára:
Efnilegir KA-strákar. Margir þeirra unnu til verðlauna á íslandsmótinu. Frá vinstri: Heimir Jóhannesson, 13 ára, Fann-
ar Ágústsson, 13 ára, Atli Steinn Stefánsson, 14 ára, Hálfdán Pétursson, 14 ára, Daníel Christensen, 13 ára, Jóhann
Helgason, 13 ára og Birgir Ólafur Konráðsson, 12 ára. DV-myndir Hson
„Þetta var svolítið erfltt en ég
vann samt. Ég hef æft júdó síðastlið-
in 4 ár. Stundum hafa strákarnir
keppt á móti mér og mér hefur bara
gengið bærilega á móti þeim,“ sagði
Katrín.
„Katrín var sterkari en ég og í
lokin vann hún mig með fastataki.
Ég er búin að æfa í 6 mánuði og
finnst júdó alveg frábær íþrótt,"
sagði Sandra Jóhannesdóttir, KA,
sem varð í 2. sæti í flokki 9-10 ára
stelpna.
Valgeir var erfiður
Hólmar Sigmundsson, KA, 9 ára,
sigraði Valgeir Þór Sæmundsson, 9
ára, í Tindastóli, eftir mikla baráttu
í undankeppninni:
„Valgeir getur verið erfiður
stundum og þá ekki hvað síst núna.
Það var svolítið leiðinlegt að hann
skyldi meiða sig i fallinu þegar mér
tókst að sigra hann undir lokin,“
sagði Hólmar.
Það er slæmt að fá refsistig
Valgeir Þór Sæmundsson, Tinda-
stóli, varð að láta í minni pokann
fyrir Hólmar Sigmundssyni, KA, í
undankeppninni:
„Ég fékk refsistig í viðureigninni
gegn Hólmari og það er mjög slæmt
því það getur verið svo erfitt að
vinna sig út úr því. í lokin kom ég
mjög illa niður og meiddi mig svo-
lítið, en það var bara smávegis og ég
var fljótur að jafna sig. Mér finnst
mjög gaman I júdó og ætla að halda
áfram að æfa og keppa en ég byrjaði
fyrir ári,“ sagði Valgeir.
Frá vinstri, Hólmar Sigmundsson, KA, 9 ára og Valgeir Þór Sæmundsson, 9
ára, íTindastóli. Viðureign þessara stráka var mjög skemmtileg.
Þessir þrír strákar voru fremstir í flokki 7-8 ára, í -25 kílóa flokki. Frá vinstri:
Kristján Valdimarsson, KA (2. sæti), Óskar Kjartansson, Ármanni (1. sæti) og
Steinar Rúnarsson, KA (3. sæti).
Þrjár góðar, enda bestar í fiokki stelpna 9-10 ára. Frá vinstri: Katrín Vil-
hjálmsdóttir og Sandra K. Jóhannesdóttir. Fyrir framan er Sigríður Einars-
dóttir, Ármanni, sem varð í 3. sæti.
íslandsmótið 1996
Júdóúrslit
íslandsmeistarámótið í júdó,
yngri flokkum, fór fram í FB við
Austurberg 4. maí. Helstu úrslit
urðu sem hér segir:
Drengir, 7-8 ára
-25 kg
1. Óskar Kjartansson.......Á
2. Kristján Valdimarsson. . . KA
3. Steinar Rúnarsson....KA
-30 kg
1. Haraldur Haraldsson....Á
2. Guðm. Hallgrímsson ... . KA
3. Hafsteinn A. Torfason . ... A
+30 kg
1. Konráð Þorleifsson.... Tind.
2. Hákon Stefánsson.....KA
3. Hjálmar Friðriksson....Á
Drengir, 9-10 ára
-26 kg
1. Einar Helgason .. .Grindav.
2. Hergeir Rúnarsson....KA
3. Friðrik Gautason .....Á
3. Aron Kjartansson.....KA
-30 kg
1. Róbert Davíðsson.....KA
2. Svanur Steindórsson . . .KA
3. Guðvin Haraldsson Grindav.
3. Elmar Sveinsson .....KA
-35 kg:
1. Heimir Kjartansson...JR
2. Júlíus Guðjónsson....JR
3. Oddur Brynjólfsson ... .KA
3. Valur Svavarsson.......Á
+35 kg:
1. Ingólfur Gunnarsson .. .KA
2. Helgi Einarsson . .Grindavík
3. Benedikt Gröndal....Grv.
3. Sigurður Ólafsson ...KA
Stúlkur, 9-10 ára
-30 kg
1. Katrín Vilhjálmsdóttir. . . KA
2. Sandra Jóhannesdóttir. . . KA
3. Sigríður Einarsdóttir....Á
Drengir, 11-12 ára
-35 kg
1. Daði S. Jóhannesson . . . Grv.
2. Tómas Hallgrímsson ... . KA
3. Ólafur Sigurgeirsson .... KA
3. Ásgeir Matthíasson .... Grv.
-40 kg
1. Karl Ólafsson...........KA
2. Jósef Þórhallsson.......JR
3. Gísli Rúnarsson.........JR
3. Davíð H. Júlíusson....KA
-45 kg
1. Magnús Gíslason.....Tind.
2. Gunnar Gunnarsson . . . . KA
+45 kg
1. Jóhannes Proppé..........Á
2. ívar Þ. Guðmundsson......Á
Stúlkur, 11-12 ára
-10 kg
1. Ingibjörg Guðmundsd......Á
2. Elísabet Halldórsd.......Á
Drengir, 13-14 ára
-40 kg
1. Ómar Ö. Karlsson......KA
2. Ágúst F. Ágústsson....KA
3. Helgi Bjarnason..........Á
-46 kg
.1. Bjöm Harðarson.........KA
2. Óskar Jónsson...........JR
3. Eyþór Kristjánsson......JR
-53 kg
1. Þormóður Jónsson........JR
2. Daníel Christensen....KA
3. Atli Leósson............JR
3. Jón Helgason............KA
+53 kg
1. Atli S. Stefánsson......KA
2. Hálfdán Pétursson.....KA
3. Birgir Ó. Konráðsson. .. . KA
Tækniverðlaun f/1995
Drengir, 7-10 ára
Heimir Kjartansson.........JR
Drengir, 11-14 ára
Snævar Jónsson.............JR
Stúlkur yngri en 15 ára
Magnea Pálmadóttir.....Tind.