Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Page 32
44 MÁNUDAGUR 20. MAÍ 1996 Sitt sýnist hverjum um þá sem vilja hefja búsetu á Bessastöð- um. Jólasveinar sem tala um sjálfa sig „Þegar líður að forsetakosn- ingum gefa alls kyns jólasveinar sig fram og flykkjast i fjölmiðla til að tala um sjálfa sig sem sam- einingartákn þjóðarinnar. Andrés Magnússon, í Alþýðublaöinu. Of mikil mýkt „Það er ámælisvert hversu mjúkum höndum fréttamenn fara um forsetaframbjóðendur. Þórunn Svelnbjarnardóttir, í Alþýðu- blaðinu. Ummæli Tilkynnir um ekkiframboð „Alls konar fólk, sem ekki hef- ur tilkynnt um það að það ætli fram, er að tilkynna að það ætli ekki fram.“ Bragi Kristjónsson, í Alþýðublaðinu. Ætlum að vinna allt „Við höfum allar sett stefnuna að samam marki, að sigra í öll- um mótum sumarsins.“ Kristrún Daðadóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, í DV. Að sitja í útvarpsráði „Að fá að setjast í útvarpsráð virðist hér á landi sams konar umbun og sendiherraembætti eru í Bamdaríkjunum." Guðmundur Andri Thorsson, í Alþýðu- blaðinu. Reiðhjól fyrr og nú Nú er reiðhjólatíminn skoll- inn á, ef svo má að orði komast, og allir sem reiðhjól eiga búnir að taka þau fram. Reiðhjól er gamalt ökutæki og strax á síðari hluta átjándu aldar var farið að búa til ökutæki sem voru með tveimur hjólum. Það er samt ekki fyrr en 1861 sem fyrsta fóts- tigna hjólið lítur dagsins ljós. Það voru Frakkarnir og feðgarn- ir Pierre og Ernest Michaux sem Blessuð veröldin kynntu þetta hjól. Átta árum síð- ar kemur fyrsta keðjudrifna hjól- ið fram. Það var einnig Fransmaður, Guilmet að nafni, sem smíðaði fyrsta keðjudrifna hjólið en hug- mynd hans endaði uppi á háa- lofti. Það var síðan Englending- urinn Harry Lawson sem fékk sömu hugmynd 1879 og hann var framtakssamari en Guilmet og gerði hugmyndina að veruleika. Nú færðist reiðhjólið í þá mynd sem nútímamenn kannast við. Hjólin tvö urðu jafnstór og reið- hjólið varð því stöðugra og í betra jafnvægi. Hjólið hefur síðan að mestu haldið útliti sínu en miklar framfarir hafa orðið í gerð þess og málmamir, sem notaðir eru í reiðhjól, eru alltaf að verða létt- ari og léttari. Norðaustlæg átt Veðurstofan spáir norðaustlægri átt, stinningskalda um landið suð- austanvert en kalda annars staðar. Suðvestanlands verður skýjað með köflurn en hætt við smáskúrum síð- degis. Um landið norðvestanvert Veðrið í dag verður léttskýjað víðast hvar. Aust- an til á landinu verður skýjað að mestu og skúrir eða slydduél norð- an til en skúrir sunnan til. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, hlýjast í innsveitum suðvestanlands en kald- ast við norðausturströndina. Sólarlag í Reykjavík: 22.55 Sólarupprás á morgun: 3.53 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.23 Stórstreymi Árdegisflóð á morgun: 8.46 Veórid kl. 12 Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Paris Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington á hádegi í gœr: alskýjað skýjaó hálfskýjað léttskýjað úrk. í grennd léttskýjaö skýjað alskýjaö léttskýjað léttskýjaó skýjað alskýjaó rigning skýjað léttskýjaö alskýjaö 14 hálfskýjað 21 heiðskírt 22 skúr 17 rign. á síö klst. 7 skúr á síð. klst. 19 skúr 11 léttskýjað 16 skýjaó 10 skýjað 13 skýjað 14 alskýjað 21 léttskýjað 21 alskýjað 13 rigning 2 skýjað 23 mistur 22 Hafdís Sturiaugsdóttir bóndi: Allir ættu í nám sem búskap ætla að stunda Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: „Ég hafði sjaldan í sveit komið og aidrei dvalið þar í lengri tíma þegar ég kom hingað norður um páskana 1982. Ég hafði kynnst stúlku héðan á námskeiði sem við sóttum úti í Englandi stuttu áður og ákvað að fara með henni og eyða þessum fáu frídögum hér norður á Ströndum. Ég var að ljúka námi við Verslunarskóla ís- lands og tók stúdentspróf þá um vorið. Frá því ári hef ég átt hér heima. Þetta var það umhverfi sem ég ung þráði, með frjáisræði sveit- anna, dýra- og jurtalífí. Ég upplifði Maður dagsins þetta eins og ég, Reykjavíkurbarn- ið, hefði fæðst á skökkum stað, mér fannst þetta í einu orði sagt dásamlegt," segir Hafdís Stur- laugsdóttir, bóndi í Húsavík, sem nýlega var kosin í stjórn Búnaðar- sambands Strandamanna, ein af fáum konum á landinu sem slíkri stöðu gegna. Hún segir einu við- brigðin frá Reykjavík hafa verið þau hvað myrkrið var mikið og Hafdís Sturlaugsdóttir. dimmt á veturna, það hafl svo breyst og lagast þegar útiljós hafi verið sett við nær hvert sveita- heimili næstu árin á eftir. Veturna 1983-’84 og 1984-’85 stundaði hún nám við bændaskól- ann á Hvanneyri ásamt eigin- manni sínum, Matthíasi S. Lýðs- syni. Hún segir dvölina þar hafa verið bæði ánægjulega og gagn- lega. „Ég væri ekki sá bóndi í dag sem ég er ef ekki hefði veriö fariö í nám að Hvanneyri. Það tel ég að allir ættu að gera sem búskap ætla að stunda." Hafdís hefur tekið virkan þátt í ungmennafélagshreyfingunni og verið keppandi á landsmótum í jurtagreiningu með góðum ár- angri. „í svona litlu samfélagi eins og okkar er afar mikilvægt að ná til unga fólksins. Þar skiptir hver einstaklingur mjög miklu máli fyr- ir utan hvað þetta starf er gefandi og skemmtilegt." Hún hefur unnið með kvenna- hópi innan bændastéttarinnar sem barist hefur fyrir auknum áhrifum kvenna í félagsstofnunum bænda og þá ekki síst fyrir auk- inni þátttöku þeirra á fundum um málefni stéttarinnar og ákvarð- anatöku. „Þær eru nær helmingur hóps- ins og alveg ófært að þær séu ekki virkari í sínu stéttarfélagi en raun ber vitni. Hún segir áberandi hve konur vilji litlu breyta séu þær komnar um eða yfir miðjan aldur. Hafdís hefur sótt endurmenntun- arnámskeið á Hvanneyri eftir að hún lauk þar námi, þar á meðal tvö námskeið í tóvinnu en handa- vinna er eitt af áhugamálum henn- ar. Þá nýtur hún þess að fara í gönguferðir um tún og engi, gæta þar að blómum og jurtum og lífi fuglanna eins og æðarfuglsins en í Húsavík er nokkurt æðarvarp. Hún segir þetta allt hollt og gott andlegu heilsunni. -GF Myndgátan Lausn á gátu nr. 1515: Áburðardýr Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Fram í leik gegn KR í fyrra. Þróttur og Fram hefja leikinn í 2. deild Keppni í íslandsmótinu í knattspyrnu hófst um helgina og verður nánast leikið í einhverj- um deildum og flokkum á hverj- um degi í sumar. Framliðið, sem íþróttir hefrn- verið eitt allra besta knatt- spyrnulið landsins i mörg ár, þurfti að bíta í það súra epli að falla í 2. deild á síðasta keppnis- tímabili. Og það kemur í hlut Fram að hefja keppnina í 2. deild en fyrsti leikur sumarsins í deildinni er einmitt í kvöld og eru það Reykjavíkurfélögin Þróttur og Fram sem hefja leik- inn og hefst leikurinn ki. 20.00. Á morgun verða síðan fjórir leikir í 2. deild og þar með lýkur 1. um- ferðinni. Bridge Ragnheiður Nielsen og Sigtrygg- ( ur Sigurðsson voru næsta öruggir sigurvegarar á íslandsmótinu í parakeppni þó að þau kæmust ekki , í toppsætið fyrr en langt var liðið á mótið. Ragnheiður og Sigtryggur spila eðlilegt kerfi (standard) en tígulopnun lofar a.m.k. fjórum spil- um í litnum (opnunin eitt lauf lofar aðeins tveimur spilum). í þessu spili úr mótinu fengu þau mjög góða skor í NS. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: * D8764 * DG54 * 7 * 743 Austur Suður Vestur Norður pass 1+ 2* Dobl pass 3* pass 4g pass p/h 5f Dobl Redobl Vegna þess að opnun suðurs einum tígli lofaði a.m.k. 4 spilum var Ragnheiður tilbúin að spila 5 tígla redoblaða. Vestur spilaði út einspili sínu í hjarta og Sigtryggur drap drottningu austurs á kóng. Hann spilaði næst tígulgosa sem fékk að. eiga slaginn. Þá kom ( tíguldrottning sem einnig fékk að eiga slaginn. Nú spilaði Sigtryggur lágu hjarta, vestur henti laufi og ás- .: inn í blindum átti slaginn. Sigtrygg- ur tók nú afla laufslagina og henti tveimur hjörtum og einum spaða heima. Þar á eftir lagði Sigtryggur niður tígulásinn, spilaði spaða á ás og síðan tigli frá hendinni. Vestur gat tekið sína tvo slagi á tigul en spaðakóngurinn varð ellefti slagur- inn. ísak Örn Sigurðsson 4 102 * 3 ■f K10542 4 109865 * 93 V Á876 ♦ Á93 4 ÁKDG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.