Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 37 Leikritið Frieriet hefur vakiö mikla athygli þar sem verkið hefur verið sýnt. Sænsk leiksýning í kvöld kl. 20.00 sýnir sænsk- ur áhugaleikhópur frá Kiruna 1 Norður-Svíþjóð leiksýninguna Frieriet. Þetta er önnur sýning hópsins i húsnæði Hermóðar og Háðvarar í gömlu bæjarútgerð- inn í Hafnarfirði. Leikhópurinn hefur hlotið alþjóðlega athygli fyrir þessa sýningu og verið boðið með hana á leiklistarhá- tiðir víða um lönd. Þau eru einmitt að koma af einni slíkri í Nova Scotia í Kanada. Leikritið er byggt á sönnum Leikhús atburðum frá þriðja áratugnum. Stokkhólmsbúi verður ástfang- inn af stúlku frá héraði nálægt finnsku landamærunum. Hann fer tO heimabæjar stúlkunnar til að biðja hennar. Ýmislegt í bæjarlífinu kemur þessum unga Stokkhólmsbúa sérkennilega fyrir sjðnir, tilvonandi tengdapabbi er þekktur brugg- ari, konur bæjarins hafa óseðj- andi kynhvöt og mennirnir nota hnifa til að úfkha depumál. í sýningunni er mikil tónlist og áherslur og aðferðir frásagn- armátans sterkar, kraftmiklar og auðskildar. Bíótónleikar Bubba Morthens Bubbi Morthens heldur áfram að halda tónleika í bíóhúsum. í kvöld verður hann með tónleika i Bæjarbíói í Hafnarfirði og ann- að kvöld í Bíóhöllinni á Akra- nesi. Tðnleikarnir hefjast kl. 21. Stjórnun fiskveiða í dag flytur James Wilson pró- fessor fyrirlestur í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er á ensku og hefst kl. 12. Ber hann yfir- skriftina The Maine Man- agement Initiative. Samkomur Félag ekkjufólks og fráskilinna Fundur verður í Templara- höllinni, Eiríksgötu 5, í kvöld, kl. 20.30. Nýir félagar velkomn- Félagsvist Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld, kl. 20.30. Styrktarfélag perthessjúkra heldur félagsfund á morgun, 'kl. 13, í samkomusal á 1. hæð að Sléttuvegi 7. Gestur verður Sig- urður Sveinsson handbolta- kappi. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Furðufjölskyldan, brunabíll og róðrarbátar Furöuf jölskyldan er aftur mætt í Fjölskyldugarðinn. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn alla hvítasunnuhelg- ina og þar verður margt um að vera fyrir smáfólkið, foreldra og aðra sem munu eiga leið um þetta fjöl- breytta svæði í Laugardalnum. Á sunnudaginn, kl. 15, koma gamlir vinir í heimsókn, en það er hin skemmtilega Furðufjölskylda. Þá má geta þess að á mánudaginn verða tekin í notkun ný leiktæki. Fyrir yngstu gestina er það blöðru- hús en fyrir þau eldri er það geimsnerill. Útivist Fleiri ný tæki er verið að taka í notkun og í sumar geta yngstu börn- in leikið sér í nýja brunabílnum sem komið er fyrir í sandkassa og á tjörnina eru komnir róðrarbátar. í Húsdýragarðinum er skipulögð dagskrá alla dagana og má benda fólki á að sérlega gaman er að fylgj- ast með þegar selunum er gefið. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn í allt sumar frá kl. 10 til 18 og er kaffihús garðsins einnig opið á sama tíma. SólÐögg í Logalandi: Hvítasunnuball SólDögg leikur fyrir dansþyrst fólk í Logalandi í kvöld. Hljómsveitin SólDögg leikur á hvítasunnuballi í Logalandi í kvöld en það er árviss viðburður að halda dansleik í Logalandi um hvítasunnuna. SólDögg, sem er lífleg hljómsveit og leikur fjöruga danstónlist, verður á þeytingi um landið í sumar. Þess má geta að strákarnir í hljómsveitinni voru að senda frá sér annað lag á stutt- um tíma á útvarpsstöðvarnar og nefnist það Kox og er af væntan- legri plötu SólDaggar sem kemur út I júní. Kox er dálitið frábrugð- ið fýrra lagi þeirra, sem heitir Loft, en það hefur heyrst á öldum ljósvakans undanfarnar vikur. Rútuferðir i Logaland verða frá BSÍ, Akranesi og Borgarnesi. Skemmtanir Á hvítasunnukvöld, þann 26. maí, leikur SólDögg á skemmti- staðnum Bíókaffi á Siglufirði frá miðnætti til kl. fjögur um nóttina. í SólDögg eru: Bergsveinn Arelí- usson, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Eiður Alfreðsson, bassi, Baldwin A.B. Aalen, trommur, og Stefán H. Henrýsson, hljómborð. Hálendisvegir enn ófærir Greiðfært er nú um alla helstu þjóðvegi landsins. Vegavinnuflokk- ar eru víða að gera við vegi eftir veturinn og setja nýja klæðingu þar sem þarf. Hálendisvegir eru enn Færð á vegum ófærir vegna snjóa og er ólíklegt að þeir opni í bráð, þó gætu einstaka leiðir opnast í næstu viku. Sums staðar er mikil aurbleyta á vegum, einkanlega þeim sem liggja hátt og þar er öxulþungi bifreiða takmark- aður. Þar sem vegavinnuflokkar eru að störfum ber að sýna aðgát og einníg er vissarar að aka hægt þar sem ný klæðing er vegna steinkasts. Astand vega 02 Hálka og snjór S Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir QD LokacirStÖÖU LDÞungfært (g) Fært fjallabílum Nýr íslendingur í Kaupmannahöfn Myndarlega stúlkan á myndinni fæddist 13. aprfl á Kihisspítalanum í Kaupmannahöfn. Hún var 16 Barn dagsins merkur að þyngd þegar hún var vigtuð og 53 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Helga Jóhannes- dóttir og Örn Jónasson. Þau eiga fyrir soninn Franz Jónas. Alec Baldwin leikur vafasaman mann sem gengur undir nafninu Kennarinn. Kviðdómandinn Stjörnubíó hefur sýnt að und- anförnu spennumyndina Kvið- dómandann (The Juror). Myndin fjallar um Annie Laird, móður og listamann sem er skipaður kviðdómandi í stóru réttarhaldi yfir mafiuforingjanum Boffano. Annie telur að með þessu geri hún samfélaginu gagn. Það sem hún veit ekki er að hún hefur verið valin úr tólf manna hópi kviðdómenda af sérstökum liðs- manni mafíunnar, sem gengur undir nafhinu Kennarinn, og er ætlun hans að beita sér fyrir því að Annie dæmi Boffano saklaus- an. Til þess beitir hann sálfræði- hernaði, þykist vera listaverka- kaupandi sem kaupir af henni Kvikmyndir fjöldann allan af listaverkum og heillar Annie um leið upp úr skónum. Hún telur sig hafa fund- ið draumaprinsinn en draumur- inn verður fljótt að martröð þeg- ar hún kemst að sannleikanum. Demi Moore og Alec Baldwin leika aðalhlutverkin en aðrir leikarar eru Tony Lo Bianco, James Gandolfini og Lindsay Grouse. Leikstjóri er Brian Gib- son. Nýjar myndir Háskólabíó:Lán í óláni Laugarásbíó: Tölvurefir Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Apaspil Stjörnubíó: Mary Reilly Gengið Almennt gengi LÍ nr. 103 24. maí 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,550 67,890 66,630 Pund 101,850 102,370 101,060 Kan. dollar 49,300 49,610 48,890 Dönsk kr. 11,3180 11,3780 11,6250 Norsk kr. 10,2180 10,2690 10,3260 Sænsk kr. 9,8590 9,9130 9,9790 Fi. mark 14,1820 14,2660 14,3190 Fra. franki 12,9070 12,9810 13,1530 Belg. franki 2,1250 2,1378 2,1854 Sviss. franki 53,1800 53,4700 55,5700 Hull. gyllini 39,0500 39,2800 40,1300 Þýskt mark 43,6900 43,9100 44,8700 It. líra 0,04322 0,04348 0,04226 Aust. sch. 6,2070 6,2460 6,3850 Port. escudo 0,4258 0,4284 0,4346 Spá. peseti 0,5247 0,5279 0,5340 Jap. yen 0,63170 0,63550 0,62540 Irskt pund 104,980 105,630 104,310 SDR/t 97,08000 97,67000 97,15000 ECU/t 82,4500 82,9400 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan i [ ^ $ (p p $ h \o r /5. i r IÝ // /* i? /3 H io r Lárétt: 1 blikk, 8 kall, 9 góðar, 10 ellegar, 11 makaði, 12 vont, 13 vafa, 14 kraumi, 16 gangflötur, 18 plöntunni, 20 ill, 21 lærði. Lóðrétt: 2 syngja, 3 alltaf, 4 hreint, 5 eira, 6 glufuna, 7 heiðursmerki, 8 veröld, 13 stakur, 15 aðstoð, 17 trjákróna, 19 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hnekkja, 8 vit, 9 alúð, 10 aðal, 11 asa, 12 lands, 14 sæ, 16 áreita, 17 meyr, 19 ull, 21 iður, 22 óa Lóðrétt: 1 hval, 2 niðar, 3 eta, 4 kaldir, 5 klastur, 6 jússa, 7 aða, 13 neyð, 15 ætla, 16 áma, 18 ei, 20 ló

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.