Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 24. MAI1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. Ferðaþjónusta úr öskustó Feröaþjónusta verður sífellt mikilvægari í þjóöarbú- skapnum. Þessi atvinnugrein hefur hins vegar verið van- metin af stjórnvöldum og stefnumótun hefur skort. Það var þv| löngu tímabært að bregðast við í þeim efnum. Samgönguráðherra skipaði í haust stýrihóp til þess að gera tillögur um stefnumörkun stjórnvalda í ferðaþjón- ustu. Hópurinn hefur nú skilað skýrslu með tillögum sín- um. Um leið eru einstök fyrirtæki, sveitarfélög og hags- munasamtök hvött til þess að leggja til grundvallar í stefnumótun sinni þá meginstefnu sem mörkuð er með skýrslunni. í skýrslu stýrihópsins er ferðaþjónustan loks skil- greind sem ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinn- ar. Það verðskuldar greinin fyllilega enda má segja að ferðamálin hafi í raun verið ein skúffa í samgönguráðu- neytinu. Til samanburðar skal nefna dýr atvinnuráðu- neyti eins og landbúnaðarráðuneyti. Það sinnir atvinnu- grein sem er til muna minni en ferðaþjónustan. Ónefnd eru þá þing og stofnanir landbúnaðarins sem kosta skatt- borgara stórfé en skila engu í líkingu við ferðaþjónust- una. Hér er ekki lagt til að búið verði til skrifræðisbákn eða dýrar stofnanir ferðamála líkt og gerist til dæmis í land- búnaðarmálunum. Aðeins skal undirstrikað mikilvægi þessarar atvinnugreinar og þess að þeir sem innan grein- arinnar starfa geti notið verka sinna. Hlutverk stjórn- valda er að sjá til þess að einstaklingum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu sé skapað það umhverfi að þeir geti sinnt hlutverki sínu. Þýðing ferðaþjónustunnar sést best á því að gjaldeyris- tekjur af ferðaþjónustu námu 10-11 prósentum af heild- argjaldeyristekjum okkar árið 1994. Ársverk í greininni eru um 4 þúsund. Næstu tíu árin er stefnt að því að hlut- deild í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu verði um 16 prósent og að um þrjú þúsund ný störf bætist við. Stefnt skal að því að gæði ferðaþjónustu verði meiri hér á landi en í samkeppnislöndum okkar. Þetta er okk- ur nauðsynlegt vegna þess að íslandsferðir verða óhjá- kvæmilega nokkuð dýrar, einfaldlega vegna legu lands- ins. Rétt er þó að taka það fram að aukin samkeppni í samgöngum hefur lækkað fargjöld til muna. Það kemur neytendum til góða og ætti að leiða til þess að ferða- mönnum fjölgi áfram. í stefnumörkun hópsins er að sjálfsögðu lögð áhersla á sérstöðu landsins og þess sem ferðamenn sækjast eftir, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Þar má nefna ferðaþjónustu í tengslum við heilsubót og heilbrigði. Sér- kenni náttúru íslands verði nýtt og ferðaþjónustan verði í sátt við land og þjóð og í anda sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ísland gegni forystuhlutverki á sviði um- hverfisverndar og þess sé gætt að umgengni ferðamanna spilli ekki náttúru landsins. Leggja verður sérstaka rækt við þennan þátt. Það er fyrst og fremst sérstæð og fögur náttúra landsins sem ferðamenn sækjast eftir. Sú auð- lind er undirstaða þess að atvinnugreinin nái að blómstra áfram. Vel menntað fólk er atvinnugreininni nauðsyn. Ferða- þjónusta hefur staðið höllum fæti þar miðað við aðrar mikilvægar atvinnugreinar. Því ber að fagna tillögu skýrsluhöfunda um styrkingu ferðanáms á framhalds- skólastigi og ekki síður að boðið verði upp á menntun í ferðaþjónustu á háskólastigi. Jónas Haraldsson Arið 1995 sættu krókabátar - markanir, eða hvað? sem eingöngu mega veiða með öngulveiðarfærum -158 banndögum. - Engar tak- Hinir „ábyrgu" í svokölluðu smábátafrumvarpi er gert ráð fyrir að krókabátar njóti, sem önnur skip, aukningar þorskveiðiheimilda. Andstæðing- ar frumvarpsins segja: „Við sem höfum sýnt ábyrgð og fært miklar fórnir við uppbyggingu þorsk- stofnsins erum sviknir. Þeir (trillukarlar) sem aldrei hafa vilj- að taka þátt í neinum takmörkun- um eru verðlaunaðir, loks þegar árangur er að nást." Ósvífinn málflutningur Þessi málflutningur er í meira lagi ósvífinn. Ég spyr: Hvers vegna hefur þurft að standa í allri þessari uppbyggingu á þorskstofn- inum? Hvers vegna voru skrap- dagakerfi og kvótakerfi lögleidd? Eru þessar uppákomur vegna þess að trillukarlar voru allt lifandi að drepa? - Vitaskuld ekki. Ástæður alls þessa er umgengni hinna „ábyrgu" um þorskstofninn. Á árabilinu 1977-1991 veiddu þeir 1,1 milljón tonna af þorski fram yfir tillögur fiskifræðinga. Þetta eru sömu aðilarnir og segja: „Við tökum fullt mark á vísindamönn- um". Það sérkennilegasta við ábyrgðartilfinningu stórútgerðar- manna er að hægt er að leggja á hana efniskennda mælistiku: Ábyrgðin er 200 mílna löng, miðað við grunnlínupunkta, og þegar út fyrir þá línu er komið tekur önnur ónefhd tilfinning við. „Engar takmarkanir" Hrikalegar myndir og lýsingar af umgengni þessara aðila, t.d. í Smugunni, segja allt um hana. Þá er fullyrt að smábátaeigendur hafi aldrei viljað taka þátt í veiðitak- mörkunum. Staðreyndin er sú að enginn bátaflokkur hefur þolað jafn miklar skerðingar á heildar- veiðiheimildum sínum og smábát- ar í kvótakerfi. Kjallarinn Arthúr Bogason formaður Landssambands smá- bátaeigenda frumvarpinu finnst óþolandi að við þau var ekki haft samráð um málið. Þau 11 ár sem smábátaeig- endur hafa barist fyrir rétti sínum hafa þeir orðið að þola það sí og æ að nefndir og starfshópar um sjáv- arútvegsmál hafa verið skipuð án þess að þeim væri boðin þátttaka. Nýjasta dæmið er skipun starfs- hóps um umgengni um auðlindir sjávar. Starfshópinn skipa fulltrú- ar allra þeirra aðila sem nú kvarta undan samráðsleysi - en enginn frá smábátaeigendum. Hópurinn fjallaði m.a. um veigamikil hags- munamál smábátaútgerðarinnar. En ótrúlegt nokk: þessir boðberar „samráðs og samvinnu" sáu enga ástæðu til-að kalla eftir samráði þeirra aðila er fjallað var um. Um hvað.snýst málið? Verði þorskveiðiheimildir auknar um 20% 1. september nk. „Staðreyndin er sú að enginn bátaflokkur hefur þolað jafnmiklar skerðingar á heild- arveiðiheimildum sínum og smábátar í kvótakerfi." A tímabilinu 1. 1. 1991 til 1. 9. 1995 voru fjölmargir þeirra skertir um 73% í heildarveiðiheimildum. Áriö 1995 sættu krókabátar - sem eingöngu mega veiða með öngul- veiðarfærum - 158 banndögum - þ.e. bannaðar veiðar 43% af árinu. Á fyrstu átta mánuðum yfirstand- andi árs mega þeir róa heila 47 daga. Eru þetta engar takmarkan- ir? Samráð og samvinna Þeim samtökum í sjávarútvegi sem fara hamförum gegn smábáta- og frumvarpið orðið að lögum þýð- ir það eftirfarandi: 1080 krókabát- ar fá 4.300 tonn í sinn hlut sem er svo til nákvæmlega það sama og tveir aflahæstu togararnir sóttu í Smuguna á þremur mánuðum á síðasta ári. 20% aukning þorsk- veiðiheimilda færir öðrum en smábátum 24.800 tonn. Það er náttúrlega eftir smásmuguhættin- um í trillukörlum að nefna það í þessu sambandi. Arthúr Bogason Skoðanir annarra Lyfsölufrelsi „Apótekarar hafa flestir kosið að líta þessa þróun hornauga og telja auknu frelsi flest til foráttu . . . Einnig hefur heyrst gagnrýni á að nýjar lyfjaversl- anir skuli leyfa sér að hafa opið á þeim tímum sem fólk vill helst eiga við þær viðskipti og draga þannig úr viðskiptum við þau apótek sem sinna næturþjón- ustu . . . Þetta er ómerkileg gagnrýni og vart svara verð. Sú þróun sem hér á sér stað er löngu tímabær og ættu apótekarar að fagna því tækifæri sem hér gefst til að færa atvinnustarfsemi sína til nútímalegs horfs." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 22. maí. Jöfn kjarastefna „Samvinna launþegahreyfingarinnar og fyrirtækj- anna um aukningu framleiðni, hagvöxt og varð- veizlu stöðugleika er forsenda þess, að hægt sé að auka kaupmáttinn til jafns við það sem gerist í ná- grannalöndunum ... Innistæðulausar kauphækkan- ir leiða aðeins til verðbólgu. Ef kjarastefna Alþýðu- bandalagsins miðast við hagsmuni fyrirtækja, jafnt og launþega, er það raunsæ og skynsamleg kjara- stefna." Úr forystugrein Mbl. 23. mai. Forsetaembætti í ógöngum? „Það er kjarni málsins að embætti forseta íslands er valdalaust. Við stöndum frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort við viljum viðhalda embætt- inu í óbreyttri mynd, breyta embættinu eða leggja það niður. Mín skoðun er sú að það sé tilgangslaust að halda í embættið í óbreyttri mynd. Það þjónar engum tilgangi. Það er verið að kjósa um huglægt mat á meintum mannkostum einstaklinga í forseta- kjöri fyrst og fremst." Lúðvík Bergvinsson í Tímanum 23. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.