Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 17
16 er .2ie FÖSTUDAGUR 24. MAI 1996 4 FOSTUDAGUR 24. MAI1996 25 íþróttir íþróttir Strákarnir eru orðnir stórir - nýliðar Fylkis gjörsigruðu Blika í Kópavoginum, 1-6 Þeir hafa löngum þótt efnilegir, strákarnir úr Árbænum. í mörg ár hafa þeir lofað góðu en biðin eftir því að þeir springi almennilega út hefur verið löng. En í seinni hálf- leiknum á Kópavogsvellinum i gær- kvöld héldu þeim engin bönd. Nýlið- arnir úr Fylki voru 1-0 undir í hálf- leik en tóku siðan völdin svo um munaði og hreinlega léku sér að Kópavogsliðinu. Eftir þrjú mörk á hálfri fjórðu mínútu var mótspyrna Blika brotin á bak aftur og lokatöl- urnar voru ótrúlegar, 1-6 fyrir Fylki, og Árbæingar fá því fljúgandi start í 1. deildinni þar sem þeir gera sína þriðju tilraun til að halda þar velli. Strákarnir úr Árbænum eru loksins orðnir stórir. Sævar Pétursson kom Blikum yfir í fyrri hálfleik en Kristinn Tóm- asson gerði 2 mörk fyrir Fylki, Andri Marteinsson, Enes Cogic, Þórhallur Dan Jóhannsson og Er- lendur Þór Gunnarsson eitt mark hver. Þó Blikar væru yfir í hálfleik var mun meira varið í leik Fylkis- manna frá upphafl. Þeir spila léttan og skemmtilegan fótbolta og öll mörk þeirra komu eftir að þeir tættu Blikavörnina gjörsamlega í sundur í snöggum sóknum. Miðjan hjá Breiðabliki var gjörsamlega úti á þekju og varnarmenn liðsins voru hvað eftir annað fámennari en frísk- ir sóknarmenn Fylkis. „Við slógum þá út af laginu með fyrsta markinu og náðum að ganga yfir þá eftir það. Blikar eru með ágætt lið en við unnum fyrir þessu, enda þótt segja megi að allt hafi gengið upp. Það er frábært að byrja svona, við erum tilbúnir í deildina en þetta er bara fyrsti leikur," sagði Aðalsteinn Víglundsson, fyrirliði Fylkis, við DV. „Við vorum aldrei inni í leiknum eftir þessi þrjú mörk þeirra, það var algjört rothögg. Það vantaði alla baráttu hjá okkur, menn voru að reyna eitthvað hver i sínu horni og við vorum slakir þó við værum yfir 1 hálfleik. Ég veit ekki hvort þetta var eitthvert vanmat hjá okkur eft- ir að hafa verið spáð velgengni í sumar en nú þurfum við heldur bet- ur að taka til hendinni," sagði Arn- ar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks. -VS Bjarni sló í gegn - sonur þjálfarans skoraði tvö mörk í sigri meistaranna DV Akranesi: „Við fórum varlega af stað en þess fullvissir að Stjarnan myndi ekki gefa sinn hlut eftir. Stjarnan lék vörnina sterkt og er einnig með skæða menn i framlínunni. Þannig að IJðið hefur unnið sína vinnu vel og er til alls líklegt í sumar. Að þessu sinni mættu það ofjörlum sínum og sigur okkur var sanngjarn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir leikinn gegn Stjörnunni á Akranesi í gærkvóld. Stjörnumenn mættu grimmir til leiks en þó sóttu Skagamenn meira í fyrri hálfleik ári þess þó að skapa sér dauðafæri. Áður en Skagamenn gerðu fyrsta markið áttu gestirnir besta færi hálfleiksins þegar skot Baldurs Bjarnasonar fór í stöngina. Stjörnumenn kom eins grimmir til síðari hálfleiks og þess fyrrí. Náðu að jafha eftir að Zoran hafði verið vikið af leikvelli. Þá um leið færðist aukinn þungi í aðgerðir Skagamanna og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Bjarni Sigurðsson, markvörður, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Um Skagaliðið er það að segja að það virkaði ekki sannfærandi í leiknum. Það býr mun meira í liðinu. Bestur Skagamanna var Bjarni Guðjónsson sem á örugglega eftir að slá i gegn í framtíðinni. Þeir Alexander Högnason, Ólafur Adolfsson og Þórður Þórðarson áttu einnig góðan leik. Stjórnuliðið var nokkuð frískt í fyrri hálfleik en eitthvað virtist skorta upp á úthaldið í síðari hálfleik. Bestir voru Baldur Bjarnason, Bjarni Sigurðsson og Helgi Björgvinsson. -DÓ Breidablik (1) 1 Fylkir(0)6 1-0 Sævar Pétursson (16.) með skoti af 25 m færi í varnarmann og inn. 1-1 Andri Marteinsson (54.) af 2ja metra færi eftir snögga sókn og send- ingu Þórhalls Dan . 1-2 Enes Cogic (57.) með skalla af markteig eftir fyrirgjöf Aðalsteins Víglundssonar frá hægri. 1-3 Kristinn Tómasson (58.) þrum- aði boltanum upp í þaknetið af mark- teig eftir glæsilega rispu og sendingu Ólafs Stígssonar. 1-4 Þórhallur Dan Jóhannsson (64.) úr markteignum eftir sendingu Finns Kolbeinssonar. 1-5 Kristinn Tómasson (81.) af 2ja metra færi eftir að Cardaklija varði frá honum vítaspyrnu. Theodór Her- varsson felldi þá Þórhall Dan. 1-6 Erlendur Þór Gunnarsson (83.) af markteig eftir sendingu Finns. Lið Breiðabliks: Hajrudin Carda- klija - Pálmi Haraldsson, Guðmundur Örn Guðmundsson (Grétar Sveinsson 61.), Theodór Hervarsson, Hákon Sverrisson - Gnðmundur Þ. Guð- mundsson, Sævar Pétursson, Gunn- laugur Einarsson (ívar Sigurjónsson 61.), Hreiðar Bjarnason - Arnar Grét- arsson, Kjartan Einarsson ®. Lið Fylkis: Kjartan Sturluson - Enes Cosic @, Aðalsteinn Víglunds- son @, Ömar Valdimarsson (Haildór Steinsson 85.), Gunnar Þ. Péturs- son @ - Andri Marteinsson (Þor- steinn Þorsteinsson 66.), Finnur Kol- beinsson @@, Ásgeir Már Ásgeirsson (Erlendur Þór Gunnarsson 82.), Ólafur Stigsson ®@ - Þórhallur D. Jóhanns- son @@, Kristinn Tómasson @. Gul spjöld: Cogic (F), ívar (B). Rautt spjald: Theodór (B). Markskot: Breiðabl. 10, Fylkir 14. Horn: Breiðablik 4, Fylkir 5. Skilyrði: Sól og blíða, völlurinn ágætur. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, góður. Áhorfendur: 922. Maður leiksins: Finnur Kolbeins- son (Fylki), allt í öllu á miðjunni hjá Árbæjarliðinu. IA (1) 3 Stjarnan (0) 1 1-0 Bjarni Guðjónsson (39.) fékk boltann eftir slæm mistök í vörn Stjörnunnar og renndi honum í netið. 1-1 Goran Micic (48.) skoraði af stuttu færi eftir glæsilega stungu- sendingu frá Kristni Lárussyni. 2-1 Bjarni Guðjónsson (68.) Eftir að Skagamenn höfðu fengið auka- spyrnu fyrir utan teig Stjörnunnar barst boltinn til Bjarna sem hamraði viðstöðulaust í netið. 3-1 Haraldur Ingólfsson (84.) skoraði með skalla af stuttu færi eft- ir skalla frá Bibercic. Lið ÍA: Þórður Þórðarson @ - Sturlaugur Haraldsson (Kári S. Reyn- isson 52.), Gunnlaugur Jónsson, Zor- an Miljkovic, Ólafur Adolfsson @ - Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason @, Ólafur Þórðarson @, Haraldur Ingólfsson - Mihaljo Bibercic, Bjarni Guðjónsson @@. Lið Stjörnunnar: Bjarni Sigurös- son @ - Helgi Björgvinsson @, Reyn- ir Björnsson, Hermann Arason - Ómar Sigtryggsson (Ragnar Árnason 30.), Rúnar P. Sigmundsson, Valdi- mar Kristófersson @, Birgir Sigfús- son (Bjarni G. Sigurösson 69.), Baldur Bjarnason @, Kristinn Lárusson - Goran Micic @. Markskot: ÍA 14, Stjarnan 8. Horn: ÍA 7, Stjarnan 4. Gul spjöld: Gunnlaugur (ÍA), Milj- kovic (ÍA), Sturlaugur (ÍA), Bibercic (lA), Hermann (Stjarnan), Rúnar (Stjarnan), Bjarni (Stjarnan). Rauð spjöld: Miljkovic (ÍA). Dómari: Egill Már Markússon, var spjaldaglaður og ekki sannfær- andi. Áhorfendur: Um 800. Skilyrði: Hæg suðvestan gola, þurrt og góð skilyrði til knattspyrnu- iðkunar. Maður leiksins: Bjarni Guðjóns- son (ÍA). Var sívinnandi, skoraði tvö góð mörk og átti nokkur dauðafæri. 1-0 Eysteinn Hauksson (45.) skor- aði með stórglæsilegri aukaspyrnu utan vítateigs. 1-1 Ríkharður Daðason (58.) með sinni fyrstu snertingu náði hann að leggja boltann fram hjá Ólafi mark- verði sem kom út á móti. 1-2 Guðmundur Benediktsson (66.) með glæsilegri aukaspyrnu sem framkvæmd var frá vítateigslínu og hafnaði boltinn efst í markhorninu. 2-2 Jóhann B. Guðmundsson (78.) skoraði af miklu harðfylgi við mark- linuna eftir fyrirgjöf Róberts Sigurðs- sonar. Lið Keflavíkur: Ólafur Gottkálks- son @ - Georg Birgisson, Ragnar Steinarsson @, Jakob Jónharðs- son @, Karl Finnbogason @ - Jón Þ. Stefánsson ®, Eysteinn Hauksson, Jóhann B. Magnússon (Róbert Sig- urðsson 57.), Guðjón Jóhannsson (Óli Þór Magnússon (23.), Sverrir Þ. Sverr- isson (Jóhann B. Guömundsson 75.) - Ragnar Margeirsson. Lið KR: Krisrján Finnbogason - Þormóður Egilsson @, Þorsteinn Guöjónsson @, Brynjar Gunnars- son @, Björn Skúlason (Ríkharöur Daðason 55.) - Hilmar Björnsson, Þorsteinn Jónsson, Heimir Guðjóns- son, Ólafur Kristjánsson - Guömund- ur Benediktsson, Ásmundur Haralds- son (Vilhjálmur Vilhjálmsson 77.) Gul spjöld: Óli Þór (Keflavík), Ragnar M. (Keflavik), Jakob (Kefla- vík), Ragnar S. Keflavík, Þorsteinn J. (KR), Vilhjálmur (KR). Rauð spjöld: Engin. Markskot: Keflavík 7, KR 12. Horn: Keflavík 2, KR 7. Skilyröi: Frábært knattspyrnuveð- ur, völlurínn góður á stórum hluta en nokkrar sandgryfjur á vellinum. Dómari: Sæmundur Víglundsson, var með góð tök á leiknum. Áhorfendur: 1050. Maður leiksins: Ólafur Gott- skálksson (Keflavík). Átti mjög góðan leik og var öruggur mest allan leik- inn. Kristinn Tómasson skoraoi tvö af mörkum Fylkismanna gegn Breiðabliki í gær. Hér er hann á fleygiferö með boltann og á hæla honum kemur Blikinn Gunnlaugur Einarsson. Árbæingar fóru á kostum og sigruöu, 1-6. DV-mynd Brynjar Gauti Óvænt úrslit í Keflavík: Glæsimörk úr aukaspyrnum þegar Keflavík og KR skildu jöfn DV, Keflavik: „Við klikkuðum fyrri partinn í síðari hálfleik og fáum þá á okkur tvö mörk. Þessi mörk hefðum við ekki átt að fá á okkur og þá hefðum við unnið þennan helv... leik. Ég var ánægður með mína menn nema í þennan smátíma. Það var ekki hægt að sjá það hvort væri neðsta liðið og efsta liðið að spila og berjast samkvæmt spánni. Við áttum síðasta hálftímann," sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, við DVeftir jafn- tefli gegn KR í Keflavík. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi komið mönnum á óvart því flestir reikn- uðu með sigri KR-inga. í heildina verður að telja úrslitin sanngjörn. Hvorugt lið var að gera neinar rósir í sínum sóknar- leik og voru mjög fá alvöru marktæki- færi sem litu dagsins Ijós. Keflvíkingar, sem eru þekktir fyrir mikla baráttu og hafa náð langt á henni, náðu að sýna KR- ingum klærnar svo um munaði og með þessari baráttu gætu þeir halað inn mörg stig. Það sem gladdi mest augað voru tvö glæsileg mörk sem skoruð voru úr aukaspyrnum. Ekki tilbúnir í ieikinn KR byrjaði leikinn vel og á fyrstu mín- útunum gerðu þeir nokkrum sinnum harða hríð að vítateig Keflvíkinga. Besta færið fékk Hilmar Björnsson þegar hann komst einn innfyrir en Ólafur bjargaði með góðu úthlaupi. Síðari hálfleikur var mun fjörugri enda komu 3 mörk þá. „Ég var ekki ánægður með úrslitin. Þetta var týpískur fyrsti leikur í deild- inni og við vorum að klúðra góðum fær- um. Þetta voru samt ekki ósanngjörn úr- slit.. Við spiluðum ekki eins og við getum best og við vorum einfaldlega ekki til- búnir," sagði Lúkas Kostic, eftir leikinn. -ÆMK Fyrsta snertingin Erlendur Þór Gunnarsson úr Fylki byrjaði feril sinn í 1. deild- inni vel i gærkvöld. Erlendur kom inn á sem varamaður á 82. mínútu gegn Breiðabliki og 20 sekúndum síðar hafði hann skorað sjötta mark Árbæinga með sinni fyrstu snertingu. Umferö á mánudag Heil umferð er á annan dag hvítasunnu. Klukkan 17 leika ÍA-Keflavík og KR-Leiftur og klukkan 20 leika Grinda- vík-Breiðablik, ÍBV-Valur, Stjaman-Fylkir. Atli stefnir knatt- spyrnudeild Vals - krefur Valsmenn um hálfa milljón króna Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyja- manna, hefur stefnt knattspyrnu- deild Vals fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og krefur hana um hálfa milljðn króna. Fyrrverandi stjórn knattt- spyrnudeildar Vals skuldaði Atla hálfa milljón króna vegna samn- ings við hann árið 1989. Hún var gerð upp með víxli þar sem Atli var sjálfur greiðandi og faðir hans, Eðvald Hinriksson, útgefandi, en ábekingur var Eggert Magnússon, þáverandi formaður deildarinnar og núverandi formaður KSÍ, fyrir hennar hönd. Þremur árum síðar féll víxillinn á Atla, en ný stjórn deildarinnar hafði þá greitt tvisvar inná hann en síðan hætt greiðsl- um. „Þetta átti að vera útkljáð mál og ég vissi ekkert af þessu fyrr en krafan á mig birtist í Lögbirtinga- blaðinu og ég þurfti að greiða hálfa milljón með nokkurra daga fyrir- vara. Vandamál Vals var allt í einu orðið mitt vandamál. Valur er bú- inn að fá mörg tækifæri til að losna við að þessi leið væri farin en nýja stjórnin hefur engan áhuga sýnt á að ganga frá málinu og því var ekki annað fyrir mig að gera en að leita réttar míns. Siðferði- lega var annað ekki hægt og gamla srjórnin styður mig í þessu máli. Ég greiddi þessa kröfu og nú er kominn tími til að Valur greiði mér til baka. Þetta er ástæðan fyr- ir því að síðan ég hætti að leika með Val hef ég ekki komið á Hlíð- arenda nema til að spila leiki," sagði Atli við DV í gærkvöldi.- Knattspyrnudeild Vals krefst sýknu í málinu sem verður vænt- anlega tekið fyrir í næsta mánuði. -ótt/vs Sprækir Leiftursmenn skelltu Eyjamönnum DV, Eyjum: ,Það var allt sem klikkaði í fyrri hálfleik. Við byrjuðum hörmulega, gáfum þeim fyrsta markið og þeir fengu sjálfstraustið og áttu fyrri hálfleikinn. Það var erfitt að vera einum færri í seinni hálfleik og þeir voru einfaldlega betri og verðskuld- uðu sigur. Pressan hér heima er mikil á okkur og við þoldum hana greinilega ekki. En botninum er náð og við verðum að einbeita okkur að Valsleiknum á mánudaginn," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, eftir verðskuldaðan sigur Leifturs á ÍBV i Eyjum, 1-3. Eyjaliðið var gjörsamlega óþekkj- anlegt frá því í fyrra. Leikmenn liðsins voru á rassgatinu allan leik- inn og taldist tO tíðinda ef leikmenn gátu skilað boltanum þokkalega frá sér. Leiftursmenn byrjuðu með lát- um og léku á köflum stórskemmti- legan fótbolta. Leiftur átti tvö stang- arskot í fyrri hálfleik fyrir utan mörkin tvö, fyrst Sverrir og svo Lazorik, en Leifur Geir átti eina færi ÍBV en Þorvaldur varði stórkostlega og sló boltann i stöng. Heimir Hallgrímsson var svo rek- inn út af í lok fyrri hálfleiks og Eyjamenn léku færri allan seinni hálfleikinn. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik og Eyjamenn áttu nokkur hálffæri en sigur Leifturs var aldrei í hættu. Sverrir, Lazorik, Þorvaldur og Pétur átti skínandi leik hjá Leiftri en aðeins Hermann og Nökkvi voru með lífsmarki hjá ÍBV. „Við þekkjum okkar vankanta og erum að reyna að vinna í þeim. Þeir komu í ljós þegar líða fór á leikinn. Við höfum æft á smá grasblettum í nokkrar vikur og svo komum við allt í einu á 100 metra völl. Við kom- um til að verjast með kjafti og klóm. Við fáum alltaf okkar sénsa eins og kom í ljós. Við lögðum það upp að vera þolinmóðir en viö verðum að koma okkur niður á jörðina," sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs. Sævar skoraði fyrstur Sævar Pétursson, miðjuleik- maður Breiðabliks, skoraði fyrsta markið í Sjóvár-Almennra deildinni í ár þegar hann skor- aði eina mark Blika gegn Fylki á 16. mínútu. Gunnar í nýrri stöðu Gunnar Már Másson, Leiftri, lék í nýrri stöðu, sem afturliggj- andi tengiliður en hann hefur hingað til leikið í fremstu víg- línu. „Hann er líkamlega sterkur og vinnur alla skallabolta. Ég var mjög ánægður með hann," sagði Óskar þjálfari. -GH/ÞoGu Þrjú rauö spjöld Heimir Hallgrímsson varnar- maður ÍBV, varð fyrsti leikmað- ur í deildinni til að fá reisupass- ann en honum var vikið af leik- velli i fyrri hálfleik þegar ÍBV tapaði fyrir Leiftri i Eyjum. Heimir var ekki sá eini sem fékk rautt því Zoran Miljkovic hinn eitilharði varnarmaður ÍA, var rekinn út af í síðari hálfleik i leik ÍA og Srjörnunnar og Theo- dór Hervarsson, varnarmaöur Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leik Breiða- bliks og Fylkis í Kópavoginum. -GH Oskar úr leik? Óskar H. Þorvaldsson, varnar- maðurinn sterki úr KR, meiddist á hné í vikunni. Líkur eru á að hann þurfi að fara í uppskurð og þá er óvíst að hann geti leikið mikið með KR-ingum í sumar. Það yrði mikið áfall fyrir Vestur- bæjarliðiö. Arnaldur í Þrótt Arnaldur Loftsson, varnar- maður úr Breiðabliki, er hættur hjá Kópavogsliðinu og er geng- inn til liðs við 2. deildar lið Þróttar úr Reykjavík. -VS IBV(0)0 Leiftur (2) 2 0-1 Sverrir Sverrisson (23.) skor- aöi af stuttu færi eftir að Friðrik varöi glæsilega skot frá Pétri Birni í slána. 0-2 PéturB. Jónsson (39.) með skoti úr teignum eftir glæsilegan undirbúning Lazoriks. 1-2 Hlynur Stefánsson (88.) með viötstöðulausu skoti út teignum eftir að Leifur Geir vann skallaeinvígi. 1-3 Sverrir Sverrisson (90.) fékk boltann einn inn fyrir eftir sendingu Páls, vippaði boltanum snyrtilega yflr Friðrik og renndi boltanum í autt markið. Rangstöðufnykur. Liö ÍBV: Friðrik Friöriksson - Friðrik Sæbjörnsson, Jón B. Arnars- son, Hermann Hreiðarsson @, Heim- ir Hailgrímsson - Ingi Sigurðsson, Hiynur Stefánsson, Bjarnólfur Lárus- son (Nökkvi Sveinsson 46. @), Leifur Geir Hafsteinsson, Tryggvi Guðmundsson - Steingrímur Jó- hannesson (Rútur Snorrason 40.) Lið Leifturs: Þorvaldur Jóns- son @ - Auðun Helgason @, Júlíus Tryggvason ©, Slobodan Milisic, Daöi Dervic - Pétur B. Jónsson @, (Baldur Bragason), Gunnar Oddsson, Páll Guömundsson, Gunnar Már Másson @, Sverrir Sverrirsson @® - Rastislav Lazorik @. Markskot: ÍBV 17, Leiftur 11. Horn: ÍBV 12, Leiftur 5. Gul spjöld: Gunnar O.(Leiftri), Daði (Leiftri), Baldur (Leiftri), Heim- ir (ÍBV). Rauð spjöld: Heimir (ÍBV). Dómari: Kristinn Jakobsson, hef- ur oft gert betur. Áhorfendur: Um 800. Aðstæður: Bestu hugsanlegar að- stæður á islandi, frábær völlur og gott veður. Maður leiksins: Sverrir Sverris- son, Leiftri. Skoraöi tvö lagleg mörk og skapaði hættu hvaö eftir annað á vinstri vængnum. Virðist í fantagóöu formi og hefur aldrei verið betri en nú. . Sonurinn sló á óánægju Skagamanna Bjarni Guðjónsson, sonur Guðjóns þjálfara ÍA, sló. aldeilis á þá sem voru óánægðir með það að Guðjón skyldi velja hann i byrjunarliðið. Guðjón var mjög ósáttur með þessar svartsýnisraddir og sagði að þeir sem væru að tala svona smituðu út frá sér og það væri betra að þeir sætu heima heldur en að vera gagnrýna störf hans. Sonurinn þakkaði heldur betur traust föður síns. Hann skoraði tvö mörk og átti frábæran leik i framlínu Skagamanna. Hann var ekki langt frá því að krækja sér í 100.000 en íslenskar getraunir ætla að verðlauna þá leikmenn í sumar sem skora þrennu í Sjóvár-Almennra deildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.