Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1996, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 Neytendur Svava Jónsdóttir. Almannatryggingar: Spurt og svarað 1. Er það rétt að ellilífeyris- þegi, sem fær 30 þúsund krónur úr lífeyrssjóði, míssi tekjutrygginguna hjá al- mannatryggingum? Ef þetta er rétt, hvers vegna er það svo? Ef ellilífeyrisþegi fær 30 þús- und krónur úr lífeyrissjóði og hefur engar aðrar tekjur þá missir hann ekki tekjutrygging- una. Hún lækkar úr 24.605 kr. í 22.944 kr. Ef lifeyrisþeginn hef- ur að auki tekjur annars staðar frá eða er í sambúð og maki hef- ur tekjur þá geta þær skert tekjutrygginguna. ¦ Slysa- trygging 2. Ungur maður hringdi og sagðist ætla með vinnufélög- unum til Benidorm í sumar. Hann spyr hvort hann þurfi að kaupa sér slysatryggingu hjá tryggingafélagi eða hvort hann sé nægilega tryggður hjá Tryggingastofnun. M skalt fá þér vottorð Elll sem fæst hjá sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar, Laugavegi 114. Það veitir þér sama rétt og þeir hafa sem búa á Spáni til læknisþjónustu sem þú þarft að fá án tafar. Þetta þýöir að ef þú fótbrotnar átt þú rétt á læknishjálp á sjúkrahús- um og hjá læknum sem eru með samning við spænska sjúkra- tryggingakerfið. Þar greiðirðu sama gjald og Spánverjar greiða almennt. Flestar lækna- stofur og mörg sjúkrahús á Spáni eru einkarekin og tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði vegna þjónustu þeirra. Hún greiðir heldur ekki kostn- aö vegna heimferðar ef á þarf að halda vegna slyss eða sjúk- dóms. Þess vegna borgar sig fyrir þig að fá þér tryggingu sem veitir meiri réttindi en fást í gegnum almannatrygginga- kerfið. Hvað viltu vita? Ef þið hafið spurningar um eitthvað varöandi komugjöld á sjúkrahús, greiðslu ferðakostn- aðar vegna ferða til lækna inn- anlands, ellilífeyri, öryrkjalíf- eyri, slysabætur eða annað sem varðar greiðslur Trygginga- stofnunar þá sendið þær til Neytendasíöu DV í síma 550- 5000 og 550-5814 eða í bréfasima 550-5020. Svala Jónsdóttir eða Ingibjörg Stefánsdóttir hjá fræðslu- og upplýsingadeild Tryggingastofnunar munu síð- an svara spurningunum hér i blaðinu. -sv ^ DV kannar verö á sumarblómum: Odýrast að kaupa stjúpurnar í bökkum - fást 24 í bakka á 432 kr. í Grænu höndinni í Hveragerði Tími sumarblómanna er genginn í garð og er fólk þessa dagana farið að huga að því að koma þeim fyrir í beðum og svalapottum. DV kannaði verð á algengum sumarblómum á nokkrum stöðum í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag- inn og svo virðist sem hagkvæmast sé að kaupa stjúpur í bökkum, 20 til 30 stk. Þannig getur munurinn ver- ið allt að tvöfaldur á dýrasta og ódýrasta blóminu. Neytendasíðan fór af stað með fimm algengar tegundir í huga: morgunfrúr, stjúpur, hádegisblóm ljónsmunna og nemesíur. Á fiestum stöðunum voru allar tegundirnar til, sums staðar var ein ókomin og annars staðar meira um aðrar teg- undir. Þar sem óll þessi blóm eru á sama verði er farin sú leið að flokka ekki niður eftir tegundum. Staðirnir, sem teknir voru með í verðkönnunina á höfuðborgarsvæð- inu voru Gróðrarstöðin Mörk i Stjörnugróf, Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi í Kópavogi, Gróðrar- stöðin Birkihlíð, Dalvegi 32, Garða- mold, Hörgatúni 25, og Blómaval í Sigtúni. Fréttaritari DV í Hvera- gerði, Sigrún Lovísa, fór meðal ann- ars í Blómaborg, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Grænu höndina og Snæfell. í Mörk kostar stykkið af sumar- blómunum 38 krónur en stjúpurnar eru seldar 24 í kassa á 790 kr„ 32,90 stykkið. Birkiðhlíð er sömuleiðis með stykkið á 38 kr. en ekkert bakkaverð. Garðamold selur stykk- ið á 35 kr. en 20 stjúpur í bakka fást á 600 kr„ 30 kr. stykkið. í Gróðrar- stöðinni Skuld kostar stykkið 40 kr. og þar er ekki bakkaverð. Blómaval selur stykkið af sumarblómunum á 38 kr. en srjúpurnar fást 20 í bakka á 699 kr., 34,95 kr. stk., og 30 í bakka á 999 kr., 33,33 kr. stk. Snæfell og Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hvera- gerði eru með stykkið af sumar- blómunum á 37 kr. en hjá Ingi- björgu fást stjúpurnar 10 og 20 sam- an í bökkum á 35 kr. stykkið. Græna höndin er með ódýrasta bakkann af stjúpunum en þar fást þær 24 í bakka á 432 kr. eða 18 kr. stykkið. í stykkjatali kosta þær 37 kr. Garðyrkjustöðin Borg er með stykkið á 32 kr. en ekkert bakka- verð. -sv Ó. Johnson og Kaaber. Nýjar umbúðir á afmælisári í tilefni af 90 ára afmæli Ó. John- son & Kaaber hefur fyrirtækið feng- ið helstu sérfræðinga í blöndun, smökkun og framleiðslu kaffis til fulltingis við sig til þess að gera við- eigandi úrbætur. Eftir að gæðaátak- inu í framleiðslunni lauk hefur ver- ið unnið að því að bæta markaðs- færsluna. Nokkrar kannanir voru gerðar á framsetningarhæfi gamla pakkans og smekk neytenda og nið- urstaðan varð að hannaður hefur verið nýr pakki. Hann varð að hafa samnefnarafyrir allar tegundirnar, hafa eitthvert einkenni sem var sér- kenni Kaaber og höfðað hefur til viðskiptavina þess, pakkinn varð að sýna að innihaldið væri gæðakaffi, Tími sumarblómanna er hafinn og voru garðyrkjumenn borgarinnar að skreyta fyrir sumarið þegar Ijósmyndari DV var á ferð á Austurvelli í vikunni. Hægt er að fá sumarblómin á mismunandi verði, ódýrast er að kaupa stjúp- ur, 20 til 30 stykki í bakka, og fást þær þannig á allt niöur i 18 krónur stykk- ið. DV skoðaði verð á sumarblómum í Hveragerði og á höfuðborgarsvæð- inu. DV-mynd BG Fimm skammtar af grænmeti og ávöxtum á dag: Dregur úr hættu á hjartasjúkdómum • - og mörgum tegundum af krabbameini fe Nýjar umbúðir voru kynntar á fundi í vikunni. DV-mynd S hann varð að bera af í útstillingu og vera i sýnilegum ytri umbúðum og þannig gerðum að auðvelt væri að pakka þeim. -sv „Rannsóknir síðustu ára hafa meðal annars sýnt að með því að borða ríflega af grænmeti og ávöxt- um megi draga úr hættu á hjarta- sjúkdómum og mörgum tegundum af krabbameini." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjarta- vernd, Krabbameinsfélaginu og Manneldisráði sem samein ast nú í átaki til að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum. íslendingar borða mun minna af þessum vörum en æskilegt getur talist, hvort sem miðað er við ráðleggingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eða inn- lend manneldismarkmið. Hollusta þessara matvara er óumdeild. Meðalstór ávöxtur „Með yfirskrift átaks þ'essa, Borð- um grænmeti og ávexti.- 5 á dag, er átt við að æskilegt sé að að borða að minnsta kosti 5 skammta af græn- meti, ávöxtum og kartöflum á dag. Hver skammtur er skilgreindur sem einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti (1 dl), 2-3 kartöflur eða 1 glas af hreinum ávaxtasafa. Hægt er að uppfylla skilyrðih um fimm skammta á dag á marga mismun- andi vegu, t.d. með því að fá sér glas af ávaxtasafa með morgunverðin- um, grænmetissalat með hádegis- verði, ávöxt síðdegis og soðnar kart- öflur og gulrætur eða annað grænmeti með kvöldverðin- um. Einnig má benda á að ekki sakar að borða meira af þessum matvörum og fá sér t.d. ávexti í eftirrétt. Bætiefni Hollusta grænmetis og ávaxta er meðal annars fólgin í rikulegu magni af einstökum bætiefnum, einkum A-, C- og E- vítamínum og B-vítamíninu fólasíni, auk trefjaefna. Þessi efni eru öll tal- in eiga þátt í verndandi áhrifum þessara matvara gegn langvinnum sjúkdómum. Mikilvægi fólasíns fyr- ir konur á barneignaraldri hefur auk þess komið skýrar í ljós hin síð- ustu ár þar sem rannsóknir hafa sýnt að rífleg fólasínneysla kvenna minnkar verulega líkur á alvarleg- um fósturskaða, hryggrauf eða heilaleysu. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.