Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Side 11
JDIL'^ LAUGARDAGUR 25. MAI 1996 $káku F Skákþing Islands hafið í Garðabæ Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands hófst í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ á miðvikudag. Mótið er betur' skipað en oft áður en í hópi keppenda eru fimm stór- meistarar og tveir alþjóðlegir meist- arar. Teflt er um sæmdarheitið „skákmeistari íslands 1996“. Núver- andi íslandsmeistari er Jóhann Hjartarson. Jóhann hóf titilvöm sína af krafti með því að leggja Torfa Leósson að velli í fyrstu umferð en Torfi er einn þeirra ungu og efnilegu skák- manna sem fá nú tækifæri til að glíma viö stórmennin. í 2. umferð skildu leikar Jóhanns og Jóns G. Viðarssonar jafnir eftir 43 leiki. Jó- hann hefur þá hlotið 1,5 vinninga ásamt stórmeisturunum Helga Ólafssyni og Helga Áss Grétarssyni, Jóni G. Viðarssyni og Magnúsi Emi Úlfarssyni. Næstir koma Margeir Pétursson og Þröstur Þórhallsson með 1 vinning, Sævar Bjarnason tapaði fyrstu skákinni en gerði jafn- tefli við Helga Ólafsson í 2. umferð en Torfi Leósson, Benedikt Jónas- son og Jón Viktor Gunnarsson hafa tapað báðum sínum skákum. Efstur að loknum tveimur um- ferðum er Hannes Hlífar Stefáns- son, sem vann Þröst Þórhallsson í fyrstu umferð og Torfa Leósson í 2. umferð. Hannes hefur einn „fullt hús“ vinninga. Sigur hans gegn Þresti í 1. umferð var mikilvægur en þegar saxast fór á umhugsunar- tímann missti Þröstur þráðinn. Sú skák sem mesta athygli vakti í fyrstu umferð var þó sigur Helga Ólafssonar gegn Margeir þar sem Helgi nýtti sér mjög smekklega van- hugsaðan hróksleik Margeirs. Teflt er frá kl. 17 í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. í dag, laugardag, tefla saman Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson, Torfl Leósson og Jón G. Viðarsson, Benedikt Jónasson og Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grét- arsson og Sævar Bjamason, Jón Viktor Gunnarsson og Margeir Pét- ursson, Þröstur Þórhallsson og Magnús Örn Úlfarsson. Frídagar á mótinu em hvítasunnudagur og laugardagurinn 1. júní en þá er ekki teflt vegna aðalfundar Skáksam- bands íslands. Mótinu lýkur 3. júní. - fimm stórmeistarár í hópi keppenda Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. c3 Þetta hæglætislega afbrigði valdi tölvan Dimmbláa gegn Kasparov á dögunum og vera má að þar hafi vélin markað tískusporin. 2. - d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 Margeir hefur jafnan haft dálæti á afbrigðinu sem hefst með 5. - Bg4, sem Kasparov beitti einnig gegn tölvunni. Kannski hefur Margeir viljað bregða út af vananum af þeim sökum. 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. Be3 cxd4 9. cxd4 0-0 10. Rc3 Dd6 11. a3 b6 12. De2 Bb7 13. Hadl Hfd8 Taflið hefur þróast eftir rólegum nótum og fram er komin dæmigerð staða, þar sem hvítur á stakt mið- borðspeð en frjálsara spil fyrir menn sína. 14. Bg5 g6 15. Hfel He8 16. Bxf6 Bxf6 17. Re4 De7 18. Rxf6+ Dxf6 19. Be4 He7? Erfitt var að sjá afleiðingar þessa leiks fyrir. Betra er 19. - Hac8 en þá yrði svarið við 20. Re5 Rxd4! o.s.frv. Svartur ætti að geta leyst vandamál- in. 20. Bxc6! Bxc6 21. d5 Bb7 Peðið er friðhelgt vegna leppunar- innar eftir e-línunni. 22. Re5! Ef hins vegar 22. d6 skýtur svart- ur inn 22. - Bxf3. Leikur Helga er snjall; hann ætlar að svara 22. - exd5 með 23. Rg4! De6 24. Dd2 Dd6 25. Dd4 með alvarlegum hótunum eftir homalínunni. 22. - Bxd5 23. Rg4 Dg5 Svartur gæti virst sloppinn. Ef nú 24. Hxd5 exd5 25. Dxe7 Dxg4 o.s.frv. 24. f4! Dxf4 25. g3 Dc4 Eina vonin. Ef 25. - Df3? 26. Hxd5!, eða 25. - Dg5 26. h4 og nú á drottn- ingin ekkert griðland. 26. Rf6+ Kf8 Annars kæmi einfaldlega 27. Rxd5 og vinnur mann. Umsjón Jón L. Árnason 27. De3! Dc5 28. Hd4 Nú er svartur varnarlaus. Hótun- in er 29. Dh6 mát. 28. - Kg7 29. De5! Be4 30. Re8+ Kh6 31. Dg7+ Kg5 32. Df6+ Kh6 33. Hxe4 - og Margeir gafst upp. Eftir mis- tökin í 19. leik átti hann sér ekki viðreisnar von. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Þröstur Þórhallsson Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 Rf6 4. Rgf3 c5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Be7 7. 0- 0 0-0 8. Hel b5 9. e5 Rd7 10. Rfl Dc7 11. Bf4 b4 12. h4 a5 13. Re3 Db6 14. c4 bxc3 fr.hl. 15. bxc3 Ba6 16. h5 Hab8 17. h6 g6 18. c4 dxc4 19. Rxc4 Bxc4 20. dxc4 Rd4 21. He4 Rxf3+ 22. Dxf3 Dc7 23. Dc3 Hb4 24. a3 Hbb8 25. Heel a4 26. Habl 26. - g5?! Frá og með þessum leik leggur Þröstur of mikið á stöðuna í þeirri von að næla sér í peð. Traustara er t.d. 26. - Hfd8. 27. Bd2 Hxbl 28. Hxbl Dxe5?! Enn er ekki of seint að leika 28. - Hb8 og andæfa á línunni. 29. Bc6! Bf6? Besti kosturinn er 29. - Dxc3 30. Bxc3 BfB! 31. BxfB RxfB 32. Bxa4 Rg4 og ef 33. Bb5 Rxh6, eða 33. Bc6 Re5. Þótt biskup hvits og frelsinginn á a- línunni séu svörtum vitaskuld nokkurt áhyggjuefni eru vonir hans um að bjarga taflinu allgóðar. En nú er tímahrakið farið að segja til sín. 30. Df3 Rb8 31. Bxa4 Hd8? 32. Ba5! Hc8? 33. Db7 HfB 34. Bc7! Df5 35. Dxb8! Bd4 36. DxfB+- og Þröstur gafst upp. Ef hann þiggur drottninguna verður hann mát. -JLÁ VERÐLÆKKUIU A BRETTAKOIIITUM íslenskir og amerískir brettakantar á jeppa. Einnig mikið úrval af pallbílahúsum á góðu verði. Dæmi um verð: Brettakantar Toyota D/Cab 31"-33" 13.900.- stgr. Brettakantar Toyota D/Cab 35"-38" 24.500.- stgr. Brettakantar Suzuki 33" 29.665.- stgr. Brettakantar Nissan D/Cab 33" 33.915.- stgr. Brettakantar Dodge Ram 33"-35" 29.900.- stgr. Þar sem allt fæst í jeppann Vagnhöfða 2 - Sfmi 587-0-587 liApple-umboðið Skipholti 21 Simi 511 5111 Heimasiðan http://www. apple 600 tölvur á 45 dögum! Örgjörvi: PowerPC 603 RISC Tiftíðni: 75 megarið Vinnsluminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Skjár: SambyggðurApple 15" MultiScan Diskadrif: Les gögn af Pc disklingum Fylgir með: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Apple Design Keyboard System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.