Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Side 15
DV LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996
15
I ■ V' „r,‘w 1 \
Kíkt eftir koti
Ferðafiðringur fer um menn nú
um hvítasunnuna, þessa fyrstu
raunverulegu ferðahelgi sumars-
ins. Enda hefur veðrið verið svo
gott að engu líkara er en nokkuð
sé liðið á júnímánuð. Það má því
búast við að fólk verði á ferð og
flugi og nýti sér vel viðbótarfríið
annan hvítasunnudag.
Raunsætt mat
Pistilskrifari er þeirrar gerðar,
sem gamall sveitadrengur og
smali, að þýkja vænt um vorið. Þá
gerist sveitin freistandi óg skiptir
þá ekki öllu hvort horft er í aust-
ur-, vestur-, eða norðurátt. Konan
horfir hins vegar frekar í suður-
átt, þ.e. út fyrir poflinn. Þar er
hennar vor og-.ferðafiöringur. Á
árum áður nefnai ég það stundum
við betri helmin'ginn að rétt væri
að koma sér uþp Jcoti, sumarhúsi-
eins og þúsundir manna eiga. Kon-
an tók þetta ekki í mál.
Hún ságði, með réttu, að hún
hefði tvisvar byggt með mér og
það væri nóg. Maður með þumal-
putta á öllum ætti ekki að koma
nálægt sumarbústað. Hún lýsti því
fyrir mér hvernig sumarbústaða-
menn væru. Þeir byrjuðu á að
kaupa sér land, græfu fyrir bú-
staðnum með skóflu í sveita sins
andlitis og reistu síðan bústaðinn
sjálfir. Auk þess gengju þeir frá
öllum lögnum, hvort sem það
væru pípulagnir eða raflagnir. Ég
féllst á þessi rök konunnar. Þótt í :
mig sæki sveitafiðringur þegar
vorar kann ég ekki að smíða sum-
arbústað.
Með öfugum
formerkjum
Siðan hef ég látið kyrrt liggja.
En eitthvað hefur frúin þroskast
og skrýtnir filutir eru farnir að
gerast. í fyrravor talaði hún að
fyrra bragði um sumarhús og í vor
hefur það endurtekið sig. Ekki af
neinu offorsi eða asa. Það er frek-
ar eins og hún sé að kanna við-
brögð bóndans. Þar sem hún hefur
haft frumkvæðið í þetta sinn
skiptir ekki lengur máli að bónd-
inn er jafnt með tíu þumalputta og
áður. Hún bendir á að hægt sé að
fá þessi hife .fullfrágengin og í
raun þurfi ekkért annað að gera
en taka við lyklunum og láta
renna í heita pottinn.
En nú hafa þessi sumarbústaða-
mál snúist við. Bóndinn er orðinn
svo meðvitaður um þjóðarhag,
langtímaskuldir og þunga byrði
heimilanna að hann benti frúnni á
kostnaðarhliðina. Tilbúið sumar-
hús og land undir það kosti millj-
ónir. Konan, bjartsýn að vanda,
sér ekki stóra vankanta á þessu.
Nú sé auðvelt að fá lán og því sé
rétt að skoða málið. Þetta hefur
orðið til þess að nú tekur sami
húsbóndi eftir sumarhúsaauglýs-
ingum og byggingum sem áður
skiptu ekki máli. Þar þarf ekki að
örvænta. Húsin eru til af öllum
stærðum og gerðum óg á ýmsum
byggingarstigum.
Konan leikur hvern leik í þessu
máli snilldarlega, Hún veit að
hægt er að freista eigimhannsins.
Hann er veikur fyrir þegar kemur
að svéítavistinni, hvað sem líður
áhyggjum af skuldum heimila og
þjóðarhag. Sú sama kona er fram-
takssöm og kemur því svo fyrir að
hún lætur bónda sinn hringja, sjái
hún bústað auglýstan í blaði. Þar
með er hann gerður meðsekur í
öllu saman. Þá hefur hún gott lag
á því að láta bíltúr enda á bygging-
arstað sumarbústaða. Þetta hefur
leitt til nokkurar sérþekkingar á
sumarhúsum, lagi þeirra og stærð
oþ búnaði öllum.
Ognvænleg
framtíðarsýn
Innrameð mér vakna þó nokkr-
ar grunsemdir. Víst væri ég til í
að kaupa fullbúinn bústað. Konan
lætur sem það sé gerlegt enda
hentar það hertækni hennar. Hún
veit það samt, alveg jafn vel og ég,
að við eigum ekki í handraðanum
milljónirnar sem þetta kostar. Þvi
óttast ég að þar komi að konan
leggi til að við skellum okkur á
hús, kannski ekki alveg tilbúið en
Jónas Haraldsson
svona næstum því. Þegar á hólm-
inn kæmi væri það þó aðeins
grindin ein og mín biði margra
ára höfuöverkur í trésmíðum,
pípu- og raflögnum. Þá er hætt við
að verulega reyndi á hjónabandið
í þeim sælureit sem sumarbústað-
ur á að vera.
Gefum okkur að bústaðurinn
komi óeinangraður og óþiljaður og
gólfefni vanti. Setja þarf niður kló-
sett og heita pottinn. Eldhúsinn-
réttingu þarf að smíða og fúaverja
allt í hólf og gólf. Smíða þarf pall
og skjólveggi. Vera kann að til séu
aðilar í ætt konu minnar sem
gangi í slík verk sem ekkert sé. En
það á ekki við um mig. Mér hrýs
hugur við slíku. I sjálfu sér gæti
ég hugsað mér að aðstoða fagmann
við þetta sem handlangari en ekki
einn. Þá er hætt við að spýtur
reyndust of stuttar, veggir hölluð-
ust eða féllu hreinlega niður þegar
verst á stæði. Ég sé og fyrir mér að
vatnið kæmi upp úr klósettinu í
stað þess að fara niður, ætti ég að
hafa yfirumsjón með pípulögn-
unum.
Fórnir afþakkaðar
Þrátt fyrir alla þessa annmarka
er ég veikur fyrir koti í sveitinni,
vilji einhver annar smíða það. Þá
þarf að borga og það sagði ég
frúnni. Komi þetta til kostar það
fórnir af okkar hálfu. Ég gaukaði
því að henni að hún yrði að hugsa
í austur eða vestur í stað þess að
hugsa suður til heitu landanna.
Næstu árin, meðan við værum að
koma upp kotinu, væru ferðir okk-
ar því bundnar við landið bláa.
Mín kona var nú ekki alveg á
því. „Ég get látið þig vita það,“
sagði hún og var ekki mjög sumar-
bústaðarleg í framan, „að ég þrífst
ekki nema komast út. Þetta er
ágætt land nema hvað það er ein-
angrað og allt of norðarlega á
hnettinum. í venjulegu árferði er
of kalt hérna og það rignir á sumr-
in.“ Ég benti henni á að veðrið
undanfarna mánuði hefði verið al-
veg einstakt og nú í mai væri heit-
ara hér en í nálægum Evrópulönd-
um. „Útlönd og sumarhús með
góðum heitum potti fara vel sam-
an,“ sagði konan. „Þá fyrst verður
þetta bærilegt. Þetta er ekkert
annaðhvort eða. Það er ekkert fjör
í þessu nema maður sé að gera
eitthvað."
Nauðsynleg tilefni
í stöðunni eru málefni kotsins í
sveitinni í óvissu. Líkt og hjá
stjómvöldum er unnið að stefnu-
mörkun í málinu. Markmiðið virð-
ist vera orðið sameiginlegt eftir að
frúin tók í sig bakteríuna um
heita pottinn. Hætt er þó við að
fjárlagahalli verði á dæminu.
Meiri ágreiningur er um stefnuna
í samgöngumálum heimilisins.
Duga þar lítt rök bóndans um
ódýrar innanlandsferðir. Konan
hefur merkilegt lag á því að finna
sér tilefni til nauðsynlegrar utan-
farar.
Snemma vors stóð pistilskrifari
í þeirri meiningu að sumarfrísdag-
ar yrðu nýttir í dalverpum milli
íslenskra fjalla og við fógur vötn
og læki. Sýnir þessi draumsýn
hans enn og aftur sakleysi hans og
einfeldni. Konan hefur bent á að
ekki verði hjá því komist að
skreppa í brýnum erindagerðum
yfir hafið. í fyrsta lagi beri að
halda upp á- stórafmæli vinar í
miðevrópskri borg. Annað sé ekki
við hæfi. I öðru lagi fari eldri
dóttirin á heimilinu í sumarskóla
á Englandi. Því sé vart annað fært
en að sækja hana.
Móðir táningsins áttaði sig á því
að þar fannst föðurnum of langt
gengið. Ferðatilhögun var því
snarlega breytt og skal því vera sú
að hún fer ein og sækir stúlkuna.
Af einhverjum ástæðum hittist að
visu svo á að systir hennar og
móðir verða á sama stað á sama
tíma. Því þótti heppilegt að taka
eins og tíu daga í að sækja
stelpuna. Minna gat það varla ver-
ið. Þarna syðst á Englandi ku vera
afar þægilegt loftslag og því ein-
stök heppni að þrír ættliðir í kven-
legg hittist þar. Hvaða áhrif þessi
kvenlega sameining hefur á plast-
kort heimilanna skal ósagt látið.
Þó hefur heyrst hvíslað að í nálæg-
um borgum séu sömu stórverslan-
ir og í sjálfri Lundúnaborg, bara
svolítið ódýrari.
Imprað á þeirri þriðju
Til þess að reyna eiginmann
sinn enn frekar hefur frúin nefnt
að gott fólk, systir og mágur, sé
með stórt hús í Hollandi í júlí, á
réttum tima milli ofangreindra
tveggja ferða. Þar sé nóg pláss.
Hún lætur það fylgja að Hollend-
ingar séu einstaklega þægilegir
heim að sækja.
Ég bendi konunni á að einmitt í
því góða landi skildum við eftir
sparnað okkar okkar í gjaldeyri í
fyrra. „Já, það var svo gaman,“
segir konan með blik í auga. Við
slíkum yfirlýsingum er auövitað
ekkert svar.
Þetta eru því í stórum dráttum
horfurnar á innlendu ferðasumri
okkar. Það er von að hún þurfi
sumarbústað, þessi elska.