Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 23
23 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 Ingi Þór Magnússon vill að bróðir sinn sjái að sár: Tók á sig sök fyrir annan mann Ingi Þór Magnússon skorar á bróöur sinn, Júlíus Thomassen, aö draga framburö sinn til baka og hætta viö að taka á sig sök fyrir annan mann í fíkniefnaheiminum. DV-mynd ÞÖK „Eiturlyf fundust heima hjá ein- hverjum manni. Júlíus fór niður á lögreglustöð stuttu síðar og sagðist eiga alla vega helminginn af þessu efni. Ég hef enga trú á því að hann hafi átt það. í fyrsta lagi á hann eng- an pening, í öðru lagi hefði hann aldrei farið niður á lögreglustöð og sagst eiga þau ef hann hefði átt þau. Líklegast eru einhverjir að borga honum fyrir að taka á sig sökina eða gefa honum dóp fyrir greiðann," segir Ingi Þór Magnússon sjómaður. Ingi Þór talar þarna um bróður sinn, Júlíus Thomassen, sem bráð- um verður 27 ára gamall, en hann hefur verið í fikniefnaneyslu í um tíu ár. Júlíus hefur fengið dóm og setið inni á Litla Hrauni en verið á skilorði um nokkurt skeið. Fíkni- efnalögreglan réðst til inngöngu í hús í borginni um miðjan febrúar og lagði hald á 50 grömm af am- fetamíni og 200 grömm af hassi. Húsráðandi, sem hlaut fangelsis- dóm í stóra fikniefnamálinu og var á reynslulausn, neitaði að eiga efn- in. Um miðjan apríl gaf Júlíus sig svo fram niðri á lögreglustöð og sagðist eiga þau. Ingi Þór vill ná tU bróður síns, fá hann til að sjá sig um hönd í fíkni- efnaneyslunni og hætta við að taka á sig sökina fyrir annan mann. Hann hefur samþykkt að veita DV viðtal í þeirri von að bróðir hans lesi viðtalið. Þetta er harmsaga ungs manns sem festist í neti fikn- innar. Hálfdauður inni á Litla-Hrauni Þegar DV leitaði staðfestingar lögreglunnar kom fram að efni fundust í húsi í Þingholtunum um miðjan febrúar, að húsráðandi hefði setið í gæsluvarðhaldi í tíu daga og maður hefði gefið sig fram um miðj- an aprU og sagst eiga efnin. Rök- studdur grunur væri fyrir því að maðurinn ætti ekki efnin en málið verður sent tU ríkissaksóknara á næstunni. Það' er nýjung innan fíkniefnaheimsins að kaupa fikil tU að taka á sig sök og óttast menn að ógnunin i fikniefnaheiminum sé svo mikil að þetta fari vaxandi í fram- tíðinni. Ingi Þór telur mjög líklegt að Júl- ius bróðir sinn sé að reyna að taka á sig sök því að hann eigi enga pen- inga tU að fjármagna efnið. „Það er víst voðalega algengt hjá þessum stóru köUum að reyna að kaupa aðra til að taka á sig sökina. Ég vU að bróðir minn sjái að sér, taki ekki á sig þessa sök ef hann á ekkert i þessum efnum og hefur ekki gert þetta því að hann lendir miklu verr í því þegar hann er kom- inn inn,“ útskýrir hann. „Þeir eru ekkert minna dópaðir á Litla-Hrauni en hér úti í þjóðfélag- inu. Þá getur hann eiginlega ekkert unnið í sínum málum, er lokaður inni og hálfdauður þar,“ segir Júlí- us. Dimmur skuggi yfir fjölskyldunni Ingi Þór á fjögur systkini og er hann elstur en Júlíus næstelstur þeirra. Júlíus byrjaði að fikta með áfengi fjórtán eða fimmtán ára gam- all eða jafnvel fyrr, reykti hass og leiddist svo smám saman út í piUur og sterkari efni og segja ættingjar hans að hann sprauti sig með amfet- amíni í dag. Fjölskylda hans, sem býr fyrir vestan, var grandvaralaus þó aö Júlíus yrði fjarlægur og áhugalaus sem unglingur og upp- götvaði fikniefnaneysluna ekki fyrr en aUtof seint. Fikniefnaneysla Júlíusar hefur legið eins og dimmur skuggi yfir fjölskyldu hans, sambandið hefur að miklu leyti rofnað enda hefur hann lítið samband og langtímum saman er ekkert vitað um dvalarstað hans þó að stundum hafi hann komið inn á heimilið og dvalist þar um tíma. Fjölskyldan hefur reynt aUt sem í hennar valdi stendur tU að fá hann til að taka á málum og hætta neysl- unni. Júlíus hefur margoft farið í meðferð en ekkert gengið. Hann hef- ur setið inni en er laus og á skilorði núna. Fákk samböndin á Vogi „Ég veit ekki hvar hann heldur sig núna. Hann er bara einhvers staðar. Ég hef ekkert heyrt og hann hefur ekki hringt og látið vita af sér,“ segir Ingi Þór og bætir við að bróðir sinn hafi setið inni á Litla- Hrauni aðallega fyrir umferðarlaga- brot. Hann hafi aldrei verið tekinn fyrir innflutning á fíkniefnum eða sölu eða þvíumlíkt en þó segist hann vita tU þess að bróðir sinn hafi verið í ferðalagi í Frakklandi nýlega. Hvernig hann hafi haft efni á þvi og í hvaða erindagjörðum veit hann ekki. Ingi Þór lýsir bróður sínum sem góðum strák sem hafi farið Ula á fikniefnaneyslu. Hann segir að Júl- íus hafi fyrst kynnst fikniefnum þegar hann hafi verið sendur inn á Vog í áfengismeðferð. Þá hafi hann kynnst fullt af fólki og fengið þau sambönd sem hafi komið honum í fikniefnaneysluna. Þá fyrst hafi hann sokkið á kaf í neysluna. „Þaðan kom hann útlærður dóp- ari því að þar lærði hann aUt um það hvemig hann ætti að nota pUl- ur. Sennilega hefur honum þótt spennandi að hitta þetta lið og ná sér í sambönd. Og hann hefur verið í fíkniefnaneyslu meira eða minna síðan," segir Ingi Þór. Fullur vilji fyrir hendi „Ég held að það sé mjög algengt í fíkniefnaheiminum að borga öðrum fyrir að taka á sig sakir eða láta vit- leysinga selja fyrir sig þvi að þeir sem eiga efnin eru með tak á neyt- endunum þegar þeir eru komnir í svona mikla neyslu eins og Júlíus. Þegar neytendurnir eru komnir í hönk með einhverja kaUa og skulda þeim stórar upphæðir þá hafa stóru kaUarnir gott tak á þeim,“ segir hann. Ingi Þór segir að Júlíus hafi farið í meðferð á göngudeild Landspítal- ans í vetur en þar sé ekkert og hafi ekkert verið gert tU að halda honum eða öðrum fíkniefnaneytendum inni. Hann hafi vaknað eftir fjóra daga og farið strax út aftur því að hann hafi tU dæmis ekki mátt reykja. Ingi Þór segist vona og telur reyndar lika að fullur vilji sé fyrir hendi hjá bróður sínum að koma sér úr neyslunni. Það sé bara hæg- ara sagt en gert. Kominn í of mikinn skít „Ég hugsa að viljinn sé fyrir hendi. Málið er að hann er kominn í það mikinn skít að hann sér kannski enga leið tU þess að losna. Ég veit að hann skuldar mikla pen- inga út um aUan bæ,“ segir hann en veit ekki hversu mikla peninga Júl- íus skuldar eða hverjum hann skuldar. „Við höfum reynt allt tU þess að fá hann tU að hætta í neyslunni og margbeðið hann um að hætta. Amma hans og afi eru búin að reyna aUt, koma honum á Vog og allt sem þeim hefur dottið í hug. Nú er hann meira að segja lika hættur að meika það að hitta okkur þvi að við erum aUtaf að skammast í hon- um. Boltinn er hjá honum núna,“ segir Ingi Þór. „Fjölskyldan er enn að reyna að standa við bakið á honum og gera allt sem í hennar valdi stendur. Vonandi sér hann að sér og hættir,“ segir Ingi Þór að lokum. -GHS Vferö stgr. '\ 44.500,-j ....■- f Vferðstgr. /" Verdstgr. \ ,52.9QO,-y L59.980,-J índesit GR 1400 • H: 85 B: 51 D: 56 cm • Kælir: 140 I. GR 1860 1 H:117 B: 50 D: 60 cm 1 Kælir: 140 Itr. Frystir: 45 Itr. GR 2260 • H:140 B: 50 D: 60 cm • Kælir:180 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR 2600 • H:152 B: 55 D: 60 cm • Kælir: 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 H:170 B: 60 D: 60 cm Kælir: 225 Itr. Frystir: 75 Itr. .../ elclhúsið og sumarhústaðinn. BRÆÐURNIR CflORMSSON Lágmúla 8 • Sími 553 8820 UmboSsmenn um !cnd csill Vesturlðnd: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúö.Búðardal Vestfirðlr: Geirséyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufirði.Ólafsfirði og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf.Vopnfirðinga.Vopnafiröi. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf.Páskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.