Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 37
LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996
'M
Giovanni Brusca. einn hættulegasti mafíuforingi Ítalíu, kominn á bak við lás og slá:
lönd
45
Kyrkti 11 ára dreng með eigin
hendi og leysti líkið upp í sýru
- þrýsti á hnapp sprengjunnar sem varð Falcone rannsóknardómara að bana
Grímuklæddir lögregluþjónar leiða mafíuforingjann Giovanni Brusca út úr höfuöstöðvum lögreglunnar í Palermo á
Sikiley til að færa hann í rammgert öryggisfangelsi einhvers staðar á Ítaiíu. Brusca var talinn einhver hættulégasti
foringi mafíunnar. Símamyndir Reuter
Hann er kallaður svínið. Viður-
nefnið fékk hann vegna þess hve
mikla unun hann hefur af því að
drepa og vegna augnanna. Þau eru
eins og litlar svartar perlur. Gio-
vanni Brusca var eftirlýstasti
mafíuforingi Ítalíu en núna situr
hann, 36 ára gamall og farinn að
hlaupa aðeins í spik, í rammgerðu
fangelsi einhvers staðar í landinu
langa og mjóa, undir árvökulu auga
yfirvaldsins.
Síðastliðið mánudagskvöld sat
Giovanni sem oftar að snæðingi,
sumir segja að hann hafi verið að
úða í sig mjólk og kökum, i húsi
sínu í Cannitello, skammt frá borg-
inni Agrigento á Sikiley suðvestan-
verðri og var að horfa á sjónvarpið.
Með honum voru Rosaria lagskona
hans, Vincenzo, 27 ára gamall bróð-
ir hans, og mágkona. Þriggja ára
sonur hans og Rosariu lék sér við
fætur fóður sins. Þau voru öll að
horfa á sjónvarpsmynd um
Giovanni heitinn Falcone rannsókn-
ardómara, helsta óvin mafíunnar.
Og sagði ekki eitt ein-
asta orð
Það er aðeins hægt að ímynda sér
hvað þeim bræðrum hefur farið á
milli undir sýningu myndarinnar
og ekki fer heldur neinum sögum af
þvi hvernig þeim var innanbrjósts
þegar á annan tug vígalegra lög-
regluþjóna ruddist inn í húsið og
handtók þá. Eitt er þó víst að
Giovanni Brusca sagði ekki eitt ein-
asta orð. Utandyra voru fjögur
hundruð laganna verðir búnir að
slá hring um húsið til að gulltryggja
að enginn gæti komist undan.
En þótt bræðumir hafi ekki horft
á myndina um rannsóknardómar-
ann til enda þetta kvöldið þá vita
þeir manna best, þó einkum Gio-
vanni, hver örlög erkifjandi þeirra
hlaut. Það var jú Giovanni sjáifur
sem ýtti á hnappinn á fjarstýringu
sprengjunnar sem varð nafna hans,
Falcone, að bana. Falcone var þá í
bíl úti á hraðbrautinni nálægt Pal-
ermo, höfuðborg Sikileyjar, og með
honum fórust eiginkona hans og
þrir lífverðir. Það gerðist fyrir ná-
kvæmlega fjórum árum, eða 23. maí
1992.
Meistari dulargervisins
Handtaka Brusca þykir mikill
sigur fyrir ítölsku lögregluna og
baráttu hennar við mafiuna, af-
rakstur margra mánaða vinnu og
undirbúnings. Brusca hafði upp á
síðkastið gengið lögreglunni úr
greipum að minnsta kosti þrisvar
sinnum, jafnvel fjórum sinnum, nú
síðast í janúar, maðurinn enda
sagður snillingur í að dulbúast. Þá
komst hann óséður burt úr húsi
einu utan við Palermo sem lögregl-
an var að búa sig undir árás á og
þar sem hún fann svo mikið vopna-
safn.
Allt frá því í janúar hafði lögregl-
an skipulagt umfangsmikla leit að
Brusca og hún var ávallt fast á hæla
honum, m.a. fyrir tilstilli hlerunar á
farsima einum og með aðstoð frá
uppljóstrurum. Það var þó ekki fyrr
en viku fyrir handtökuna að ná-
kvæmur dvalarstaður hans upp-
götvaðist.
Eins og nærri má geta ríkti mikil
kátína meðal ráðamanna Ítalíu, allt
frá Oscari Luigi Scalfaro forseta og
Erlent
fréttaljós
niður metorðastigann þegar hand-
takan spurðist út.
„Þetta er mesti heiðurinn sem við
gátum auðsýnt Giovanni Falcone,"
sagði Giorgio Napolitano, innanrík-
isráðherra Ítalíu, við fréttamenn
daginn eftir að Brusca og bróðir
hans voru handteknir.
Sjaldan fellur eplið
langt frá eikinm
Giovanni Brusca á ekki langt að
sækja glæpaeðlið því hann hóf feril
sinn í glæpahópi sem faðir hans,
hinn þjóðsagnakenndi Bernardo
Brusca, stjórnaði í bænum San
Giuseppe Iato í fjöilunum utan við
Palermo. Sonurinn náði að rísa til
æðstu metorða innan samtakanna
og almennt er talið að hann hafí tek-
ið við hlutverki guðföður hinnar ill-
ræmdu Corleone-ljölskyldu sem
gerð var ódauðleg í Guðföður-kvik-
myndum Coppola, af Salvatore
„Toto“ Riina, sem einnig gengur
undir nafninu skepnan. Riina, il
Capo di tutti, eða foringi foringj-
anna, var handtekihn árið 1993 en
hann hafði þá verið á flótta undan
réttvísinni í 23 ár.
„Hann var ef til vill einhver
hættulegasti mafíuforinginn í Evr-
ópu,“ sagði Rino Monaco, yfirmaður
víkingasveitar lögreglunnar sem
handtók Brusca, á mánudag um
nýja fangann. „Við komum honum í
opna skjpldu. Ekki var hleypt af
einu einasta skoti í aðgerðunum,“
sagði Monaco enn fremur.
Samviskulaus þorpari
Giovanni Brusca hefur líf öllu
fleiri en Falcones dómara, eigin-
konu hans og lífvarða á samvisk-
unni. Af mörgu er að taka þegar
þessi, að margra áliti, samvisku-
lausasti nýliðinn í leiðtogahópi
Cosa Nostra mafíunnar er annars
vegar. Hann skipar sérstakan sess í
þjóðsögum mafíunnar fyrir sakir
grimmdar sinnar og blóðþorsta.
Brusca hefur verið sakaður um að
bera ábyrgð á sprengjutilræöum í
Róm, Flórens og Mílanó árið'1993
eftir að Toto Riina var handsamað-
ur. Sprengjurnar urðu ellefu manns
að bana og særðu tugi til viðbótar.
Það var þó morðið á hinum ellefu
ára gamla Giuseppe di Matteo, syni
mafíuforingja sem gerðist uppljóstr-
ari lögreglunnar, sem staðfesti það
sem margir vissu, nefnilega að
Brusca væri miskunnarlausasti
morðingi mafíunnar. Tveir menn úr
liði Bruscas rændu Giuseppe litla
og héldu honum föngnum í marga
mánuði á meðan árangurslausar til-
raunir voru gerðar til að fá föður
hans til að hætta við að bera vitni.
Að sögn annars uppljóstrara kyrkti
Brusca drenginn með eigin höndum
og lét síðan leysa lík hans upp í
sýru.
í janúar síðastliðnum var Brusca,
að honum fjarverandi, dæmdur í
lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ign-
azio Salvo, skattaeftirlitsmanni á
Sikiley, árið 1992. Salvo mun hafa
verið nátengdur mafíunni.
Stríðið er ekki
enn unnið
Þótt merkur áfangi hafi nú náðst
í baráttu ítalskra stjórnvalda við
mafíuna gera menn þar á bæ sér
fulla grein fyrir því að stríðinu er
langt því frá lokið.
„Næsta takmark okkar er að
brjóta Cosa Nostra á bak aftur sem
samtök, sem efnahagslegt veldi. Það
er heilmikið verk enn óunniö," seg-
ir Giancarlo Caselli, yfirmaður
dómsmála í Palermo. Og svona til
að koma mönnum aftur niður á
jörðina, segir hann: „Ein grundvall-
arstaðreynd má ekki gleymast þeg-
ar maður talar um mafíuna. Hún er
umfram allt samtök sem geta komið
með nýja menn í stað handtekinna
leiðtoga sinna sem geta læknað eig-
in sár og endurskipulagt sig,“ segir
Caselli.
Fyrir morðið á Falcone, einskorð-
uðust ofbeldisverk mafíunnar alla
jafna við dráp á keppinautum úr
öðrum glæpaflokkum, sem slegist
var við um yfirráðasvæði, eða þá
dráp á kaupsýslumönnum sem neit-
uðu að láta fé af hendi rakna til
samtakanna.
Lögreglan telur breytingu hafa
orðið þar á þegar hefðbundnir póli-
tískir verndarar mafíunnar gátu
ekki lengur tryggt öryggi glæpafor-
ingjanna gagnvart löngum armi lag-
anna.
Mafían hefur alla jafna lagt fyrir
sig fjárkúgun og eiturlyfjasmygl,
auk þess sem hún hefur dregið sér
fé af samningum sem hið opinbera .
hefur gert, m.a við byggingarverk-
taka, með tengslum sínum við
stjórnmálamenn og kverkatökunum
sem hún hefur á byggingariðnaðin-
um. Dómarar staðhæfa að áhrifa
sikileysku mafíunnar hafi gætt upp
í efstu lög valdakerfisins og að
Giulio Andreotti, fyrrum forsætis-
ráðherra sem nú er fyrir rétti vegna
meintra mafíutengsla, hafi verið
helsti verndari glæpasamtakanna
innan stjórnkerfisins í Róm.
Byggt á Reuter, Daily Mirror,
Independent, FT o.fl.
skellinöðrurnar fást nú hjá
VfLJUÖLUI OC SLÖUOl
Stórhöfða 16 sími: 587 1135
Verð aðeins kr: 96.900.-
fyrir 15 ára og eldri.