Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 55 iikhús Forsetaframbjóðendur: Sýna sig og sjá aðra um hvíta- sunnuna Leigan á salt- verksmiðjunni enn í skoðun DV, Suðurnesjum: „Það er búið að ganga þannig frá málum að ef þeim líst á verksmiðj- una hefur verið samið um allt - leigu og eða kauprétt á saltverk- smiðjunni. Þeir leigja hana til að byrja með og hafa síðan rétt til að kaupa hana eftir að hún hefur verið starfrækt í 2 ár með lágmarksfram- leiðslu,“ sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, í sam- tali við DV í gær. Eins og komið hefur fram í DV var undirrituð viljayfirlýsing 12. aprU sl. með kaupréttarákvæðum milli Hitaveitu Suðurnesja og bandaríska félagsins ITTG - banda- rískir fjárfestar - um að ITTG leigi með kauprétti Saltverksmiðjuna á Reykjanesi. Bandaríkjamennirnir fengu þrjá mánuði tU að kynna sér og skoða verksmiðjuna. Eiga þeir að ljúka rannsóknum á henni í lok júní. „Þeir hafa ákveðna möguleika á að fá þann tíma framlengdan. Það mundi ekki koma okkur á óvart,“ sagði Júlíus. -ÆMK Hvítasunnuhelgin: Lok, lok og lœs Afgreiðslutími vínveitingahúsa verður skertur um hvítasunnuhelg- ina. Aðfaranótt hvítasunnudags, laugardagskvöld, verður aUt skemmtanahald þó bannað. Einung- is er heimUt að veita vín á matsölu- stöðum á matmálstíma, frá klukkan 12 tU 12.30 og aftur frá klukkan 19 tU 21. Á miðnætti hvítasunnudags opn- ast hins vegar aftur gleðinnar dyr og standa þyrstum og fótliprum opnar tU fjögur á mánudagsmorgun. Mánudagurinn, annar í hvítasunnu, er svo líka frábrugðinn hefðbundn- um mánudögum því þá er skemmti- stöðum heimUt að hafa opið til klukkan 3 aðfaranótt þriðjudags. -PP Hvítasunnuhelgin verður nýtt til hins ýtrasta hjá forsetaframbjóð- endunum tU að sýna sig og sjá aðra, nú þegar skilað hefur verið inn framboði í dómsmálaráðuneytið. TU að byrja með verða þeir allir saman í viðræðuþætti í beinni útsendingu á rás 1 kl. 13 í dag. Að honum lokn- um fara þeir í sitt hvora áttina. Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson verða viðstödd af- mælishátíð í Hveragerði síðdegis í dag og fara síðan á ráðstefnu um stjórnun fiskveiða sem haldin verð- ur í Vestmannaeyjum um helgina. Á 2. í hvítasunnu taka þau á móti ■ gestum í kosningamiðstöðinni Póst- hússtræti 9 þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur. Eins og Guðrún P. og Ólafur fara Guðrún Agnarsdóttir og Helgi Valdimarsson til Hveragerðis í dag til að vera viðstödd afmælishátíð bæjarins. Þau verða við messu á morgun og fara á tónleika á 2. í hvítasunnu. Þann dag verður Guð- rún fyrst frambjóðenda gestur í klukkutíma þætti á rás 1. Pétur Kr. Hafstein verður með fyrsta opna framboðsfund sinn í Reykjavík í íslensku óperunni í dag kl. 17. Þar flytur hann ávarp og fjöl- margir listamenn koma fram. Eftir helgi fer Pétur til Vestfjarða ásamt Ingu Hafstein, konu sinni. Ólafur Ragnar Grimsson verður á rólegu nótunum um helgina, ef frá er skilinn þátturinn í dag á rás 1. Hann er nýkominn úr ströngu ferðalagi um Norður- og Austurland og á 2. í hvítasunnu fara þau Guð- rún Þorbergsdóttir af stað í aðra ferð, nú um Vesturland, Vestfirði og Norðurland vestra. Ástþór Magnússon bættist í hóp frambjóðenda í gær en hann sagðist ætla að nota helgina til að skipu- leggja baráttuna framundan. -bjb LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVASARVALSINN eftir Jónas Árnason Föd. 31/5, síðasta sýning. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 1/6, síðasta sýning. Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur Fd. 30/5, föd. 31/5, laud. 1/6, laus sæti. Einungis þessar fimm sýningar eftir! Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 31/5. Síðustu sýningar! HÖFUNDASMIÐJA L.R. laud. 1/6 kl. 14.00. ÆVINTYRIÐ leikrit fyrir börn eftir Guðlaugu Eriu Gunnarsdóttur. Kl. 16.00 HINN DÆMIGERÐI TUKTUHÚSLIMUR - sjónarspil í einum þætti eftir Anton Helga Jónsson. Miðasalan er opin alia daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tilkynningar Afmælishátíð í Hveragerði 24.-27. maí 1996 25. maí, laugard. Bjórkynning kl. 19.00-21.00. 26. maí, hvítasunnud. Dansleikur kl. 24.00- 4.00. Hljóm- sveitin Hálft í hvoru. 27. maí, mánu- dagur, annar í hvítasunnu. Stórsýn- ing Fornbílaklúbbsins kl. 14.00-18.00. Barnadagur - hestar og ís fyrir börnin. Daði Guðbjörnsson í Gallerí Borg Síðasta sýningarhelgi á verkum Daða Guðbjörnssonar í Galleri Borg við Ingólfstorg. Báhá’íar eru með opið hús aö Álfabakka 12 I Mjódd kl. 20.30. Allir velkomnir. Afgreiðslutími þjónustu- stöðva Olís um hvítasunnuhátíðina WÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: „Athygiisverðasta áhugaleiksýning leikársins" Leikfélag Sauðárkróks sýnir: SUMARIÐ FYRIR STRÍÐ eftir Jón Ormar Ormsson Leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir Sýnt mánud. 27/5 kl. 20.00. Nokkur sæti laus. Aðeins þessi eina sýning. ÞREK OG TAR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 30/5, nokkur sæti laus, Id. 1/6, nokkur sæti laus, Id. 8/6, Id. 15/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SEM YÐUR ÞOKNAST eftir William Shakespeare 8. sýn. föd. 31/5, 9. sýn. sud. 2/6, föd. 7/6, föd. 14/6. Síðustu sýningar. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 1/6, sud. 2/6, Id. 8/6, sud. 9/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Föd. 31/5., nokkur sæti laus, sud. 2/6, föd. 7/6, sud. 9/6, föd. 14/6, sud. 16/6. Síðustu sýningar á þessu leikári. Ath. frjálst sætaval. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. I HVITU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Forsýningar á Listahátíð: Fid. 6/6 og föd. 7/6. Cjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SIMI MIÐASOLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! 500 þúsund króna framlag íslensk stjórnvöld tilkynntu í Genf á framlagafundi með mann- réttindafullrúa Sameinuðu þjóð- anna, formanni nefndar um réttindi barnsins og aðstoðarframkvæmda- stjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um 500 þús. króna framlag til sérstakrar fram- kvæmdaáætlunar til eflingar samn- ingnum um réttindi þarnsins. Tombóla Hvítasunnudagur - lokað. Annar í hvítasunnu. Álfheimar, Gullinbrú, Mjódd, Sæbraut, Garðabær, Langitangi - opið ki. 10.00-16.00. Ánanaust, Klöpp, Háaleiti, Hamra- borg, Hafnarfjörður - opið kl. 10.00- 15.00. Korta- og seðlasjálfsalar eru á eftirtöldum stööum: Klöpp, Gullin- brú, Mjódd, Sæbraut, Garðabæ, Hafnarfiröi, Hamraborg. Seðlasjáif- salar eru á eftirtöldum stöðum: Ánanaustum, Álfheimum, Háaleiti. A gangi með skátum A hvítasunnudag, 26. maí, standa hafnfirskir skátar fyrir gönguferð fyrir almenning um miðbæ Hafnar- fjarðar. „Á gangi með skátum" hef- ur verið yfirskrift gönguferða sem skátarnir standa fyrir. Gengið verð- ur frá Byggðasafninu kl. 14. Tombóla Amór Hauksson afhenti Rauða krossi íslands 2.444 kr. sem hann safnaði með tombólu. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur auglýsingar 5505000 HEILSUGÆSLUSTOÐIN SELTJARNARNESI Sjúkraliði óskast til sumarafleysinga við heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 50-70% stöðu, mánuðina júlí og ágúst. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu við heimahjúkrun og hafi bíl til umráða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 561 2070 milli 11 og 12 fyrir hádegi. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smá- auglýsingar 5505000 Silkiútsala Hættum með metravöru í versluninni jlllt að 70% afsláttur Framvegis bjóðum viS sérpöntun á silki-meiravöru. id úr Þú getur valiö úr 1000 prufum. Rýmum fyrir nýjum vörum. Afslóttur m.a. á eftirtöldum vörum. ’ 00 * ELF Armor (Álfaskjöldurinn) * Gegn rafsegulgeislun í Compact Macintosh tölvur. Minnkar rafsegulgeislun um 80%. VérS flU 2.995. * UVOS nóttúrulea mólning og viSarvarnarefni. 50-70% afsláttur, af einstökum atriÖum. * LOGONA náttúrusnyrtivörur - sápur - sjampó o.fl. 50-80% afsláttur. Vitastíg 10 • S. 562 8484 lAll IMSIMI 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. ♦ Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó * v LQTTÓsmt/ 9 0 4 - 5 0 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.