Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Page 53
I>V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 Zorbahópurinn hefur slegið í gegn á grísku kvöldi í Kaffileik- húsinu. Vegurinn er von- argrænn Zorbahópurinn hefur nú flutt grisku ljóðadagskrána Vegurinn er vonargrænn fyrir fullu húsi frá því frumsýnt var 20. janúar. Nú fara síðustu sýningar í hönd og er næstsíðasta sýningin í Leikhús Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld. Dagskráin er helguð hinu heimsfræga gríska ljóð- og tónskáldi Mikis Þeodorakis og er hún flutt á íslensku, grísku og ís- lensku táknmáli. Þau sem skipa Zorbahópinn eru: Sif Ragnhildardóttir söng- kona, sem syngur söngva Mikis Þeodorakis, Sigurður A. Magnús- son rithöfundur, sem kynnir tón- skáldið og litríkan æviferil þess, Eyrún Ólafsdóttir, kórstjóri Táknmálskórsins, sem túlkar og „syngur“ bæði söng og texta á táknmáli, Þórður Ámason gítar- leikari, sem leikur á gítar og bouzouki, og Jóhann Kristinsson pianóleikciri. Leikstjóri er Þór- unn Sigurðardóttir. Þess má geta að i sumar mun leikhópurinn fara með dagskrána út á lands- byggðina. Afmælissamkomur í Fíladelfíu Hvítasunnukirkjan heldur um þessar mundir upp á 60 ára af- mæli safnaðarins og 75 ára af- mæli starfs hvítasunnumanna. í tilefni þessa verða haldnar rað- samkomur alla helgina og var sú fyrsta í gærkvöldi og í kvöld er sérstök afmælissamkoma í Fíla- delfiukirkjunni. Sérstakur gestur er Thomas E. Trask, yfirmaður stærstu hvítasunnuhreyfingar í heiminu. Samkomur Ráðstefna um Stephan G. Stephansson verður haldin í Norræna hús- inu í dag og hefst hún kl. 13.00. Fjölmörg erindi verða flutt. Kammertónlist á kaffihúsum Þrír kammerhópar koma fram á kammertónleikum á Sóloni ís- landusi í dag kl. 16. Þetta eru klarínetttríóið Seffes, Júra strengjakvartettinn og Míó tríó. Hóparnir koma einnig fram á tónleikum á Kaffi París á mánu- dag. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 103 24. maí 1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 67,440 67,780 66,630 Pund 102,020 102,540 101,060 Kan. dollar 49,000 49,310 48,890 Dönsk kr. 11,3290 11,3890 11,6250 Norsk kr. 10,2180 10,2740 10,3260 Sænsk kr. 9,8530 9,9070 9,9790 Fi. mark 14,2070 14,2910 14,3190 Fra. franki 12,9230 12,9970 13,1530 Belg. franki 2,1274 2,1402 2,1854 Sviss. franki 53,3600 53,6600 55,5700 Holl. gyllini 39,0900 39,3200 40,1300 Þýskt mark 43,7400 43,9700 44,8700 ít. líra 0,04321 0,04347 0,04226 Aust. sch. 6,2180 6,2570 6,3850 Port. escudo 0,4259 0,4285 0,4346 Spá. peseti 0,5246 0,5278 0,5340 Jap. yen 0,63310 0,63390 0,62540 Irskt pund 105,210 105,870 104,310 SDR/t 97,02000 97,60000 97,15000 ECU/t 82,6400 83,1400 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Skýjað með köflum víðast hvar í dag verður Norðaustlæg eða breytileg átt, víðast fremur hæg. Með norðaustur- og austurströnd- inni verður þokuloft, jafnvel súld og fjögurra til sex stiga hiti. Að öðru Veðrið í dag leyti verður skýjað með köflum víð- ast hvar á landinu, síðdegisskúrir sunnan og suðvestanlands og ef til vill víðar. Þó verður úrkomulaust við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Hiti 7 til 12 stig að deginum. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustlæg eða breytileg átt, lengst af gola. Skýjað með köflum, en hætt við síðdegisskúrum. Hiti 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.11 Sólarupprás á morgun: 3.38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.20 Árdegisflóð á morgun: 00.20 Veörid kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 9 Akurnes rigning 8 Bergsstaöir þoka í grennd 7 Bolungarvík léttskýjaö 7 Egilsstaöir skýjað 7 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 7 Kirkjubkl. skýjað 10 Raufarhöfn skýjaö 6 Reykjavík skýjaö 11 Stórhöföi rigning 8 Helsinki léttskýjaö 16 Kaupmannah. rign. síö.kls. 11 Ósló skýjaö 11 Stokkhólmur léttskýjaö 16 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam rigning 15 Barcelona heiðskírt 22 Chicago alsýjaó 10 Frankfurt skýjaö 21 Glasgow úrkoma í grennd 13 Hamborg skýjaö 18 London rign. síö.kls. 13 Los Angeles heiöskírt 14 Lúxemborg skýjaö 20 Madríd heiöskírt 24 París skýjað 20 Róm léttskýjaö 23 Valencia heióskirt 24 New York skýjaö 19 Nuuk skýjaö 7 Vín léttskýjaö 21 Washington hálfskýjaö 22 Winnipeg léttskýjaö 3 Ann Farhoit í Leikhúskjallaranum: Klassískar söng- perlur og spuni Annan í hvítasunnu skemmtir í Leikhúskjallaranum Ann Farholt sem er í hópi bestu djassöng- kvenna Dana. Síðasta áratug og rúmlega það hefur hún heillað hlustendur með heitri sveiflu og snjöllum spuna. Hún er jafnvíg á klassískar söngperlur og bí- bobbópusa, svinglög og bossa nova. Hún hefur lært mikið af Ellu Fitzgerald í „skattsöng" og er ein fremsta söngkona Evrópu í þeirri listgrein. Ann Farholt hefur Skemmtanir sungið með fjölmörgum hljóm- sveitum og hljóðritað bæði með eigin kvartett og kvartett Jespers Thilos, saxófónsnillingsins fræga. Með Ann Farholt koma til landsins gítarleikarinn Henrik Bay, sem hefur hijóðritað dúett- plötu með Farholt, bassaleikarinn Guffi Pallesen, sem er einn þessar- ar stórkostlegu bassaleikara Dana Ann Farholt er meðal fremstu djasssöngkvenna á Norðurlöndum. og hefur meðal annars leikið meö hljómsveit Duke Ellington á konsertum um gervöll Bandarík- in, og trommarinn Andy Eberhart sem er bandarískur og hefur leik- ið bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. mmmmm Myndgátan Er á hælum innbrotsþjófs Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. 7*-' -*«■»' I. dagsonn « Bráður bani Laugarásbíó sýnir um þessar Ímundir spennumyndina Bráður bani (Sudden Death). Þar leikur Jean-Claude Van Damme slökkvi- liðsmanninn Darren McCord sem fer meö böm sín tvö á úrslitaleik í Ishokkí. í salnum hefur hryðju- verkahópur hreiðrað um sig og er ætlun hans að taka varaforseta s Bandaríkjanna sem gisl en hann áer staddur á leiknum. í leiðinni Ítaka þeir einnig dóttur McCord sem gerir það að verkum að McCord verður að taka til sinna r ráða til aö frelsa dóttur sína. Með- ■ al annarra leikara í myndinni má nefna Powers Boothe, Dorian I Harewood og Ross Malinger. Kvikmyndir ILeikstjórinn Peter Hyams er reyndur í gerð spennumynda og hefur hann sérstööu meöal leik- stjóra að því leytinu til að hann stjómar alltaf kvikmyndatökum í myndum sínum. Meðal kvik- mynda sem hann hefur gert er 2010, Outland, The Presido og Capricom One. i Nýjar myndir Háskólabíó: Lán í óláni Laugarásbíó: Tölvurefir Saga-bíó: Stolen Hearts IBíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Barist í Bronx Stjörnubíó: Spilling 1 Fyrsta stórmótið í golfi Það verður mikið um að vera í íþróttum um hvítasunnuhelgina og keppt í mörgum íþróttagrein- um. Golfíþróttin hefur farið óvenju snemma af stað og er þeg- ar búið að halda nokkur mót. Um hvítasunnuhelgina verður fyrsta stigamót sumarsins sem íþróttir er röð móta þar sem keppendur geta unnið sér stig sem gilda síð- an til vals á landsliði. Þetta er Opna Flugleiðamótið og er það haldið í Vestmannaeyjum. Þarna verða allir bestu kylfingar lands- ins að fjórum undanskildum sem eru -í Skotlandi í keppnisferð. Fleiri opin golfmót verða um helgina, í dag og á mánudag eru Golfklúbburinn Keilir, Hafn- arfirði, og Golfklúbbur Grinda- víkur með opin mót og Keilir er einnig með mót á mánudaginn. Á mánudag, annan í hvíta- sunnu, verður leikin önnur um- ferðin í 1. deild karla I fótboltan- um, Islandsmeistarar ÍA leika gegn Keflavík á heimavelli, KR leikur á heimavelli gegn Leiftri, Grindvíkingar taka á móti Breiðabliki, í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Valur og í Garðabæ leika Stjaman og Fylkir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.