Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1996, Síða 56
Alla laugardaga j{, Verta viðbúinfn) mmm vinningi! 24.5. KIN 5 O. I S FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 Ammoníaksleki: Nágranni kvart- aði undan lykt Nágranni við frystihúsið á Eyrar- bakka fann megna lykt á ellefta tím- anum í gærmorgun og við eftir- grennslan kom í ljós að ammoníak lak úr „lasinni" leiðslu í frystihús- inu. Allt fólk yfirgaf frystihúsið á skömmum tíma og var ekki í hættu. Hins vegar var svæði umhverfis húsið rýmt og því lokað meðan reynt var að komast fyrir upptök lekans. Slökkviliðsmenn frá Selfossi komu á staðinn auk slökkviliðs- manna á Eyrarbakka. Á þessum stöðum er þó enginn búnaður til að hægt sé að kafa í ammoníak og varð að senda liðsstyrk úr Reykjavík. Var búið að komast fyrir lekann skömmu eftir hádegið og búið að lofta út um klukkan tvö. -GK Þrjú systkini fermast í einu: Elst er 28 ára fjögurra barna móðir „Krakkarnir eru að fermast og þar sem ég fermdist ekki á sínum tima langaði mig að gera það núna,“ "■''■'"Sagði Sigríður Gylfadóttir, kúa- bóndi að Steinholti í Gnúpverja- hreppi. Sá einstæði atburður mun eiga sér stað í Stóra-Núpskirkju á hvíta- sunnudag að þrjú systkini verða fermd í einu. Athygli vekur að ald- ur þeirra er mjög mismunandi. Sig- ríður er elst þeirra, 28 ára og fjög- urra barna móðir. Systkini hennar, Sigrún Bergþóra og Björn Gísli, eru 12 og 13 ára. „Ég er á þeirri skoðun að það sé aldrei of seint að fermast svo að ég ákvað að slá til,“ sagði fermingar- „barnið". -SF Móttaka á brotajárni í alfaraleið við Sundahöfn sími 581-4757 HRINGRAS ENDURVINNSLA Tilvalin til að merkja Ijósmyndirnar í fj ölskyldualbúminu bfOtheT300 Takmarkað magn Verð 6.995 kr. L O K I Ákært fyrir að skalla mann, berja tennur úr öðrum og að snúa konu niður: Sami maður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir - tvær teljast stórfelldar - skaðabóta upp á á aðra milljón króna krafist Karlmaður í Reykvík, sem er hefur verið eftirlýstur hjá lögregl- unni að undanfornu, er ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir gegn tveimur ungum karlmönnum og þá þriðju sem hann er talinn hafa orðið uppvís að gegn rúmlega fimmtugri konu. Skaðabætur liggja fyrir í málinu upp á á aðra milljón króna. Dómstóll í samráði við ríkissak- sóknara hefur gefið út sjö fyrirköll á hendur manninum til að koma fyrir dómara. Hann hefúr því ver- ið eftirlýstur hjá lögreglunni vegna líkamsárásarmálanna þriggja. í fyrstu árásinni, sem telst stór- felld, er manninum gefið að sök að hafa í desember 1993 ráðist á rúm- lega tvítugan mann á mótum Þórs- götu og Baldursgötu og skallað hann í höfuð þannig að hann hálf- rotaðist. Fórnarlamb þeirrar árás- ar hefur lagt fram skaðabótakröfu á hendur sakborningi upp á 668 þúsund krónur. í annarri árásinni, sem einnig telst stórfelld likamsárás, er ákærða gefið að sök að hafa þann 9. april 1994 ráðist á ungan mann sem sat í sófa á Hótel íslandi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit. Afleiðingarnar urðu þær að önnur framtönn í efri gómi brotn- aði úr í heilu lagi en hin fram- tönnin skekktist og kvamaðist upp úr henni. Sá sem fyrir árásinni varð hefur lagt fram skaðabótakröfu upp á 396 þúsund krónur. í þriðju árásinni, sem sam- kvæmt ákæru átti sér stað í heimahúsi við Nethyl í október 1995 er manninum gefið að sök að hafa rifíð í hár rúmlega fimmtugr- ar konu og snúið hana niður á hárinu með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í hársverði aftur á hnakka, stórt mar á herðablöðum og mar á handlegg og fæti. Krakkarnir úr Myllubakkaskóla í Keflavík brugðu sér til Þingvalla í biíðunni í gær. Þeir voru að busla í Oxará þegar Ijósmyndara DV bar að. Heldur var þó svalt í ánni enda sumarið ekki endanlega komiö. DV-mynd GS ASÍ-ágreiningurinn: Þetta er vanda- mál formanns VR - segir Björn Grétar „Ég skil ekki hvers vegna Magn- ús L. Sveinsson er að ásaka fulltrúa Verkamannasambandsins fyrir það eitt að kjósa lýðræðislega. Málið snýst um að kona frá Siglufirði, for- maður Vöku, felldi fulltrúa úr hópi verslunarmanna við kosningu í sambandsstjórn. Að tala um þetta sem samsæri er fáránlegt," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, í samtali við DV i gær. „Ástæðan fyrir þessu upphlaupi formanns VR er að hann er sár og reiður yfir því að fá fæst atkvæði og komast síðastur inn í kjörnefnd . Það er hans vandamá.,“ Sjá bls. 4 -S.dór DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 28.maí Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag. Opið verður á mánudag, annan í hvítasunnu, frá kl. 16-22. Síminn er 550 5000. Veðrið á morgun, hvítasunnudag og mánudag: Hlýjast á Suðurlandi Hæg breytileg átt og skúrir um allt land. Á mánudag verður austanstrekkingur og rigning sunnan til á landinu en heldur hægari austlæg átt og skýjað norðan til. Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig, hlýjast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 61.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.