Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1996, Blaðsíða 13
MIDVIKUDAGUR 29. MAI1996 13 Rándýrar ritvélar Um það leyti sem almenn einka- tölvuvæðing hófst á fyrrihluta ní- unda ártugarins heyrðust raddir í þá veru að öll þessi tölvukaup fyr- irtækja, stofnana og heimila væru óþörf því aðeins væri verið að eyða fjármagni í rándýrar ritvélar án þess að um framfarir væri að ræða er nokkru máli skiptu. Gagnrýni ekki á rökum reist Á þeim árum er skiljanlegt að gagnrýnisraddir hafi heyrst því í fljótu bragði virtust umskiptin ekki eins augljós þegar DOS stýri- kerfið var allsráðandi. Brátt fór þó að sjást verulegur munur á frá- gangi þess efnis sem unnið var í tölvum og því sem unnið var eftir gamla laginu. Breytt prenttækni réði þar úrslitum vegna yfirburða bleksprautuprentara fram yfir línuprentara. Gömlu ritvinnsluforritin voru frekar þung í vöfum og ólipur. Oft þurfti að semja skrár á einn hátt með innbyggðum skipunum sem síðan var umbreytt í endanlega út- gáfu með vissum tilfæringum. For- ritin gáfu þó kost á ýmsum letur- gerðum, auk feitletrunar, skáletr- unar og stafastærðar. Allur frá- gangur varð þægilegri, auðvelt varð að klippa og skeyta, leiðrétta eftir vild, bæta og breyta án þess að vinna heilu verkin að nýju. Annað atriði gleymdist alveg og vó einna þyngst. Það var að í mörgum tilvikum var hægt að spara einn verkþáttanna, ritun handrits. Öll myndræn framsetn- ing varð einnig aðgengilegri og öll störf, sama hvort um ritvinnslu eða reikniverk var að ræða, urðu margfalt léttari, einkum hvað snerti endurteknar aðgerðir. Þrátt fyrir ýmsa annmarka er fylgdu fyrstu einkatölvunum voru þó kostir þeirra ótvíræðir. Hægt var að vinna verk sem hefðu ann- ars verið ógerningur eða kostað óheyrilegan mannafla. Sú gagn- rýni sem kom upphaflega fram á umfangsmikil tölvukaup var því i flestum tilvikum ekki á rökum reist. Pappírslaus viðskipti Með nýjum kynslóðum tækja hafa orðið miklar framfarir, ný tækni rutt sér til rúms, t.d glugga- umhverfið sem er ólíkt aðgengi- legra og þægilegra fyrir heimili, Kjallarinn milli, s.s. faxtæki og nettengingar, sem hefðu verið óhugsandi með venjulegum ritvélum. Ritvinnslu- púkar hafa létt prófarkalestur þó alls ekki megi ofmeta kosti þeirra því þeir eru vægt til orða tekið lé- skjá á annan til útgáfu án þess að til nýs innsláttar komi. Á sama hátt er hægt að afgreiða ýmisleg pappírslaus viðskipti, s.s. greiða skuldir og millifæra á milli reikn- inga. „Þrátt fyrir ýmsa annmarka er fylgdu fyrstu einkatölvunum voru þó kostir þeirra ótvíræðir. Hægt var að vinna verk sem hefðu annars verið ógerningur eða kostað óheyrilegan mannafla." Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur skóla og vinnustaði en DOS stýri- kerfið. Auk þess hafa sem vél- og hugbúnaður hríðfallið í verði. Á markað hafa komið alls kyns fylgihlutir t.d. er varða samskipti í gegnum tölvur heimshorna á legir málfræðingar. Fjarvinnsla hefir aukist hröðum skrefum, hægt er að sækja og senda gögn hvert sem er. Búseta skiptir því ekki eins miklu máli og áður. Þar sem land- búnaður verður ekki stundaður vegna harðbýlis er mögulegt að sinna hugbúnaði, fást við verslun og viðskipti um net landa á milli eða ritstórf og senda efni beint af Hagsögulegi þátturinn er sá að markaðskerfið og afsprengi þess, hinn illi ári að sumra mati, frjáls- hyggjan, hafa gert framangreint mögulegt því ekki er vitað um neina meiri háttar byltingar- kennda uppfinningu sem fyrst hef- ir komið fram í tilskipunarkerfi og orðið almenn markaðsvara fyr- ir neytendur. Kristjón Kolbeins „Fjarvinnsla hefir aukist hröðum skrefum, hægt er að sækja og senda gögn hvert sem er." Það skal vanda sem lengi á að standa Um þessi mánaðamót munu sex sveitarfélóg á Vestfjörðum samein- ast í eitt. Mikill áróður var rekinn fyrir því að slík sameining gengi eftir, enda fjóldaframleiddir lög- fræðingar og viðskiptafræðingar búnir að reikna það út að allt þurfi að stækka og þenjast út til þess að borga sig. Á kynningarfundum sem haldn- ir voru af sameiningarnefnd sveitafélaganna var sagt að allir íbúar sveitarfélagsins ættu að njóta sömu þjónustu og við sam- eininguna myndi þjónusta aukast og eflast, jafnframt því að veruleg- ir peningar myndu sparast. Það á nú eftir að koma í ljós hvernig það fer saman. Millileið í málinu Nú, eftir að búið er kjósa nýja bæjarstjórn og samhliða þvi að gera skoðanakönnun um nafn nýja sveitarfélagsins, liggur fyrir að ísfirðingar neyttu aflsmunar strax við fyrsta tækifæri og í krafti atkvæðamagns síns völdti þeir nafnið ísafjarðarbær. Þetta nafnaval gefur glöggt til kynna á hvern hátt ísfirðingar hyggjast umgangast litlu sveitarfélögin fimm sem þeir voru að sameinast. Það væru hýggindi af nýrri bæj- arstjórn að fara millileið í málinu Kjallarinn embættismenn Isafjarðarkaup- staðar áfram í sínum embættum á meðan embættismenn litlu sveit- arfélaganna mega óttast um fram- tíð sína. Ef sátt og samlyndi eiga að ríkja i þessu nýja sveitarfélagi verður bæjarstjórnin að leggja sig í fram- króka um að vanda sem best vinnubrögð sín. Það dylst engum að litlu þorpin verða hálfsálarlaus eftir sameininguna þegar búið er skipurit sameiningarnefndar gef- ur til kynna, en ekki hafa aðgang að honum beint. Slíkt verður ekk- ert annað en óþarfa bákn. Það dugir heldur ekki að ein- hver embættismaður bæjarstjórn- arinnar sé til viðtals á stöðunum tvo tíma í viku eða jafnvel sendi einhvern fyrir sig sé hann upptek- inn. Það eina sem dugir er að bæj- arstjórnin verði vakandi fyrir vilja og þörfum byggðanna. Guðmundur Sigurðsson bifreiðarstjóri og velja til dæmis nafnið ísafjarð- arbyggð í stað ,,-bæjar" og mýkja málið upp, jafnframt því að sýna í verki vilja til að sættir megi vera með hinum dreifðu byggðum sveitarfélagsins. Þá virðist það liggja fyrir að stjórnsýslan á ísafirði lítur ekki á þetta sem nýtt sveitarfélag þar sem ekki virðist eiga að auglýsa störf embættismanna bæjarins laus til umsóknar heldur verða „Ef sátt og samlyndi eiga að rikja í þessu nýja sveitarfélagi verður bæjarstjórnin að leggja sig i framkróka um að vanda sem best vinnubrögð sín." að færa alla ákvarðanatöku burt úr þorpunum. Þá má reikna með að slík tilfærsla leiði til enn frek- ari atgervisflótta frá litlu stöðun- um. Þjónustufulltrúar á hafnarvog- inni eða í áhaldahúsi þorpanna vega lítið á móti því sem burt var tekið. Ekki verður það heldur til að bæta um að umræddir þjón- ustufulltrúar skulu eiga að reka mál litlu byggðanna í gegnum undirmenn bæjarstjóra, eins og Niðurstaðan af því sem þegar er sýnilegt af sameiningarmálum er sú að ísafjörður ætlar virðingar- laust að innlima litlu byggðirnar. Þá væri að lokum tilhlýðilegt að bæjarstjórnin léti það verða sitt fyrsta verk að kynna íbúunum hina raunverulegu skuldastöðu bæjarins. - Það gæti orðið for- vitnilegt að bera hana saman við það sem flaggað hefur verið fyrir kosningar. Guðmundur Sigurðs- Snorri Finnlaugs- son, framkvæmda- stjóri Knattspyrnu- sambands íslands. Meðog á móti Verð aðgöngumiða á knattspyrnuleiki í sumar Óbreytt í nokkur ár „Aðalástæðan fyrir því að menn hafa ekki viljað lækka verð aðgöngu- miða á leikina í 1. deildinni er að þeir hreinlega telja sig verða fyrir tekjutapi. Við hérna hjá Knatt- spymusam- bandinu • höf- um verið með í gangi mark- aðsnefnd sem hefur síðastliðið ár verið að vinna að þvi að reyna að auka áhorfendafjölda í deildunum og á knattspyrnu al- mennt. Ein þeirra hugmynda sem settar voru fram af þeirri nefnd var hvort lækka ætti miðaverð en félögin voru ekki tilbúin til þess. Þau telja sig tapa tekjum á því. Hins vegar höfum við líka hvatt menn til þess, ef þeir eru ekki tilbúnir að lækka, aö vera með einhverja sérstaka pakka, t.d. fjölskyldupakka eða eitthvað slíkt. Og ég veit að það hefur ver- ið gert og þá er líka verið að veita töluverðan afslátt. Miðaverðið (700 kr.) er búið að vera óbreytt undanfarin ár. Þannig að ekki er hægt að saka félögin um að hafa hækkað verð- ið." Fáránlega hátt „Mér finnst verðið alveg fárán- lega hátt og á sama tíma er verið að hvetja fólk tO að fara á völl- inn. Verðinu þarf að breyta. T.d. með því að bjóða „tvo fyrir einn" eins og Víkingarnir gerðu í handboltanum til að fylla húsið. Það þarf líka að vera með ein- hverja fjöl- skyldupakka eða bjóða ársmiða á lægra verði. Það hlýtur alltaf að skila sér. En það er ekki spuming að miðaverðið eralltofhátt. Á sama tíma kost- ar t.d. 550 krón- ur í bíó. Knattspyrnuforystan verður lika að hugleiða að það er mjög mikið framboð af ýmsu öðru. Og svo er farið að sýna enn þá meira af knattspyrnuleikjum í sjón- varpi með tilkomu fleiri stöðva, Þá má nefna að í sumar verður Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu á skjánum og því til við- bótar eru ólympíuleikarnir. Þótt það komi fótboltanum kannski ekki beint við að þá hlýtur þetta að hafa töluverð áhrif. Það er jákvætt sem verið er að gera í 2. og 3. deildinni (500 krón- ur fyrir fullorðna og frítt fyrir 16 ára og yngri) en ég hefði viljað sjá þetta í l. deildinni. Fólkið finnur líka sérstaklega fyrir þessu þegar spilað er þétt eins og í fyrstu tveimur umferð- unum. Þá eru sjálfsagt margir sem vejja að sjá bara einn leik í staðinn fyrir tvo. Ég færi a.m.k. örugglega oftar á völlinn ef verð- ið væri lægra en mér þætti eðli- legra að það væri ekki hærra en 400 til 500 krónur í stað 700, eins og nú er." Magnús Svein- björnsson knatt- spyrnuáhugamað- ur. Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritsrjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.