Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 2
fréttir
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
^ Sjómenn í Norður-Noregi sætta sig ekki við að íslendingar veiði í landhelgi:
Utilokað að verðlauna
veiðiþjófa með gjöfum
segir Einar Jóhannesson, formaður sjómannasamtaka Finnmerkurfylkis
„Satt aö segja líta nýjustu fréttir
ekki glæsilega út. Við getum aldrei
sætt okkur við að norsk stjómvöld
opni fiskveiðilögsögu okkar fyrir
veiðum skipa sem hafa þar engan
rétt. Þá væri verið að verðlauna
veiðiþjófana með gjöfúm,“ segir
Einar Jóhannesson, formaður sjó-
mannasamtaka Finnmerkurfylkis, í
samtali við DV.
„Fyrst veiða íslendingar eins og
þeim sýnist í Smugunni. Svo segja
þeir að það geti verið hagkvæmara
að veiða í norskri landhelgi og eru
þá tilbúnir að veiða aðeins minna
þar. Aðalatriöið er samt að íslend-
ingar hafa aldrei haft rétt til að
veiða úr þorskstofninum í Barents-
hafi og geta ekki áunnið sér rétt
með veiðiþjófnaði," sagði Einar.
í dag hefjast í Ósló viðræður
utanríkisráðherra íslands, Noregs
og Rússlands um veiðamar í Smug-
unni. Upplýst er að þar verður m.a.
rætt um að íslendingar fái að veiða
í lögsögu Noregs og Rússlands gegn
því að kvótamir verði miklu minni
en þau 3^ þúsund tonn sem síöustu
ár hafa fengist í Smugunni og gegn
því að nota ekki flottroll.
Jóhann A. Jónsson, formaður
Samtaka úthafsveiðiútgeröa, sagði
við DV í gær að útgerðarmenn gætu
sætt sig við helmingi minni afla í
Barentshafi en síðustu tvö árin
gegn því að fá að fara.í landhelgi
Noregs og Rússlands og gegn því aö
friður ríki um veiðamar.
Meðal norskra sjómanna og út-
gerðarmanna er mikil andstaða við
slíkar hugmyndir og höfðu menn á
orði í gær að það yrði þrautin
þyngri hjá Jan Henry T. Olsen, sjáv-
arútvegsráöherra Noregs, að „selja“
sjómönnum slíkan samning.
Einar Jóhannesson sagði að það
væri að vísu til að bóta ef íslending-
ar hættu að nota flottroll en fyrir
það ættu þeir engin verðlaun skiliö.
Aðrar þjóöir notuðu ekki flottroll og
þau ætti að banna með öllu.
„Það er auðvitað nauðsyn að
koma á friði milli íslendinga og
Norðmanna. Það hefur vissulega
rofað heldur til á þessu ári og sjó-
menn hér eru mjög ánægðir með
kaup íslendinga á fiski. Það hefur
bjargað mörgum smáútgerðum nú
þegar frystihúsin hér eru lokuð og
enginn vill kaupa fiskinn. Við get-
um hins vegar ekki gefið endalaust
eftir fyrir mönnum sem hafa tekið
okkar fisk með yfirgangi" sagði Ein-
ar.
-GK
Hafnarfjörður:
Sex ár fyrir að
skera á háls
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjaness
yfir Baldri Gunnarssyni sem á
nýársmorgni sl. réðst inn til sof-
andi manns í Hafnarfirði og
skar á háls.
Baldur er dæmdur í sex ára
fangelsi skilorðsbundið. Af
hálfu ákæruvalds var krafist
þyngingar á refsingu og skaða-
bóta til fómarlambsins að upp-
hæð kr. 1.500.000 en bótakrafan
þótti ekki nægilega vel rök-
studd. Þau gögn sem fyrir lágu
um áverka og afleiðingar þeirra
fyrir fómarlamb ofbeldismanns-
ins þóttu ekki rökstuðningur
fyrir hærri bótum en 400.000 kr.
sem ákærði hefur samkvæmt
dómsoröi Hæstaréttar samþykkt
að greiða. -SÁ
Silfurlax:
Ekkert sam-
komulag
„Það hefúr ekkert samkomulag
tekist við veiðiréttarhafa um að starf-
rækja hafbeitarstööina í Hrauns-
firði,“ segir Trausti Bjamason, for-
maður veiðifélags Krossár í Dölum.
Trausti er í samninganefnd veiði-
réttarhafa sem átt hefur í viðræðum
við landbúnaöarráðuneytið, veiði-
málastjóra og þrotabú Siifurlax.
Hann segir að landeigendum hafi al-
veg nýlega borist drög að samkomu-
lagi frá veiðimálastjóra sem landbún-
aðarráðuneytið hafi samþykkt fyrir
sitt leyti, en landeigendur muni
aldrei samþykkja þau. -SÁ
Sumar í Mjódd:
Eins og útlönd
„Það tala margir vegfarendur
um að þetta sé eins og í útlönd-
um.,“ sagði Pétur Christiansen
í Gleraugnaversluninni í Mjódd
en þar hafa verslanir og fyrir-
tæki staðið fyrir hátíðinni Sum-
ar í Mjódd. Um er að ræða úti-
markað í Mjódd með mörgum
skemmtilegum uppákomum,
t.d. dansi, lifandi tónlist og leik-
tækjum. Hátíðinni lýkur í dag.
-RR
Málþing Kynfræðifélagsins og Landlæknisembættisins um kynskipti:
Anna er flutt heim í
fordómaleysið á íslandi
- tíu Islendingar eftir að komast í kynskiptaaðgerð og fyrsta aðgerð innan skamms
þekktu
Önnu
viðtal-
inu í
DV og tóku henni fagnandi.
„Þetta var eins og ég væri
Björk Guðmundsdóttir.
Það bjargaði al-
veg deginum
hjá mér,“ seg-
„Ég er komin heim, búin að finna
húsnæði en vantar enn vinnu," seg-
ir Anna Kristjánsdóttir, konan sem
áður hét Kristján Kristjánsson og
var vélstjóri að atvinnu.
Anna sagði DV sögu sína síðasta
haust og lét þá í ljós ósk um að
flytja heim frá Sviþjóð þar sem
kynskiptin fóru fram. Nú hefur sá
draumur ræst og einnig sá að
landsmenn virðast taka henni
án fordóma.
„Hér á landi hefur lítið
verið rætt um kynskipti.
Við þurfum því ekki að
leiðrétta svo mikið af for-
dómum. Við byrjum á
núlli en ekki í mín-
us,“ segir Anna.
Hún nefnir
sem dæmi um
fordómaleysið
að á dögunumj
var hún
ferð í bíl í
systur sinni.j
í Kópavog
hittu
tvær
stelpur
sem
Hún
segir að
íslendingar
séu miklu
fremur óöruggir en
fordómafullir
þegar fjallað er
um kynskipti.
Víða erlendis
verði kynskipt-
ingar hins vegar
að fást við inikla
og neikvæða um-
ræðu. Hér sé
engu slíku til að
dreifa.
Anna var einn
fyrirlesara á mál-
þingi Kynfræðifé-
lagsins og Landlækn-
isembættisins í Nor-
ræna húsinu í dag.
Þar var fjallað um kyn-
skipti og sagði Anna frá
_______________________________________ reynslu sinni.
Anna Kristjánsdóttir er komin heim frá Svíþjóð. Hún hefur fengið húsnæði í Reykjavík en á eftir að finna vinnu.
DV-mynd JAK
Þú getur svaraö þessari
spurningu með því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nel 2]
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Á að leyfa áfengisauglýsingar í
íslenskum fjölmiðlum?
Aflakvótinn:
Þorsteinn staöfestir
tillögu Hafró
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur staðfest tillögu Haf-
rannsóknastofnunar um þorskkvóta
næsta fiskveiðiárs, sem hefst 1. sept-
ember næstkomandi. Samkvæmt
því verður heimilt að veiða 186 þús-
und lestir af þorski.
Ráðherra eykur aðeins við ýsuk-
vótann. Hafrannsóknastofnun lagði
til 40 þúsund lestir en ráðherra leyf-
ir 45 þúsund lestir. Hafrannsókna-
stofnun lagði til 50 þúsund lestir af
ufsa, 65 þúsund lestir af karfa og 15
þúsund lestir af grálúðu. Það stend-
ur allt óbreytt. Úthafsrækjan hækk-
ar úr 55 í 60 þúsund lestir, skarkoli
úr 10 í 12 þúsund lestir, og síldin fer
úr 100 í 110 þúsund tonn. -S.dór
Nú bíða um tíu íslendingar eftir
að komast í kynskipti og verður
fyrsta aðgerðin gerð hér á landi inn-
an skamms. Áður hafa íslendingar
einkum leitað til Svíþjóðar eftir að-
gerðum.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði
við DV aö ekki væri réttlætanlegt
að horfa um of í kostnað vegna að-
gerðanna. Það væri lagaskylda að
veita íbúum landsins læknisþjón-
ustu, þar á meðal kynskipti. Þar að
auki væru kynskipti ekki sérlega
dýr.
„Það er lögleysa að neita fólki um
aðgerðir af þesu tagi,“ sagði Ólafur.
Hann sagði erfitt að átta sig á hve
þörfm væri mikil. Þegar til lengri
tíma væri litið mætti vart búast við
nema einu tilfelli á þriggja ára
fresti.
Þá er upplýst að í Svíþjóð fær að-
eins þriðjungur þeirra sem sækja
um kynskipti að fara í aðgerð. Anna
þekkir þar til og segir að oft ráði
annarlegar ástæður því að fólk vilji
skipta um kyn. Hún segir að ekki sé
hægt aö hleypa þeim I aðgerð sem
síðar geti séð eftir henni.
„Ef ég sæi eftir að hafa farið í
þessa aðgerð þá væri ég fyrir löngu
búin að hengja mig,“ segir Anna.
-GK
stuttar fréttir
Spáö meiri hagvexti
I Þjóðhagsstofnun spáir að hag-
vöxtur verði meiri á þessu ári
: en áður var taliö, eöa 4,5% í stað
j 3%. Spáð er að hagvöxtur veröi
1 3,3% á næsta ári.
* -
Akært fyrir tryggingasvik
Þrir .verða ákærðir fyrir
tryggingasvik því grunur RLR
reyndist á rökum reistur.
Sjónvarpið greindi frá.
Helmingur með bílbelti
Rúmur helmingur ökumanna
og farþega spennir belti í bilum.
Á Selfossi og Akureyri var 72%
ökumanna með beltin spennt en
aðeins 21% á Djúpavogi, skv
RÚV.
100 milljóna vanskil
ísafiarðarbær er með 100
milljónir í vanskilum, að sögn
Bylgjunnar. Fyrir sameiningu
sveitarfélaganna var bærinn
með góða skuldastöðu. -GHS