Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Blaðsíða 20
20 ýtlönd LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 33 "V Fullur áræði sem ungur drengur og harður af sár við byltur: Zjúganov af góðhjörtuðu, fábrotnu úrvalsfólki kominn Zjúganov, sem býöur sig fram undir merki þjóðernis- og foður- landsvina fremur en kommúnista, gerir mikið úr fábrotnum uppruna sínum og stríðsþrengingum þorps- ins síns í kosningaræðunum. En þegar hann var að komast til æðstu metorða innan flokksins árið 1990 voru endalok kommúnismans skammt undan. Árið 1993 var hann gerður að leiðtoga nýs kommúnista- flokks sem er lítið fyrir að rifja upp söguna eða útmála framtíðina. Margir óttast að það þýði að flokk- urinn hafi ekki glatað alræðistil- hneigingum sínum. Gennadí Zjúganov veifar til velunnara sinna í fjöldagöngu í Moskvu í síöasta mánuöi þegar sigursins yfir nasistum í heimsstyrjöldinni siöari var minnst. Símamynd Reuter koman í Mímrinó enn á garðskikan- um sem fólk hefur að húsabaki og örfáum húsdýrum. íbúamir binda hins vegar miklar vonir við kosn- ingamar eftir viku og hlaða lofi á Zjúganov og foreldra hans sem bjuggu í snyrtilegu húsi og kenndu öll þrjú í gamla þorpsskólanum áður en þau fluttust til næsta bæjar. „Þau voru góðhjörtuð og fábrotin; úrvalsfólk,“ segir Galíja Saladúk- hína, sem stendur á þrepum gamla hússins hans Zjúganovs með sjö ára gamalii dóttur sinni, henni Lúdu. „í næsta þorpi er sagt að ef hann komist til valda muni allt hverfa úr búöunum en við höfðum það hundr- „Hann var mjög áræðinn lítill drengur. Einu sinni sem oftar var hann úti að leika sér og kom til mín og sagði hranalega: „Gefðu mér brauð, frænka. Ég er svangur!“ Slíkt áræði er sjaldséð hjá börnum á þess- um aldri,“ segir Olga Ívanína þar sem hún haUar sér upp að vatns- brunni i þorpinu Mímrínó sem er 350 kílómetra frá Moskvu. Olga er að tala um frægasta son þorpsins, sjálfan Gennadí Zjúganov, hinn 51 árs gamla leiðtoga kommúnista í Rússlandi og helsta keppinaut Borís- ar -Jeltsíns um embætti Rússlands- forseta í kosningunum sunnudaginn 16. júní. Synir Olgu ólust upp með kennarasyninum Zjúganov. Á veturna var Gennadí litli vanur að æða um götur þorpsins á sleðan- um sínum með hinum bömunum en Olga Ívanína segir aö ólíkt leikfélög- um sínum hafi hann ekki farið að grenja þótt hann fengi smábyltu. „Hann varð kannski eldrauður í framan en hann grét ekki,“ segir hún. „En hann var góður strákur. Ég veit ekki af hverju verið er að gagnrýna hann.“ Hár ætla allir að kjósa Zjúganov Þótt Mímrínó sé ekki í alfaraleið, langferðabíllinn kemur þangað að- eins þrisvar sinnum í viku, hafa þorpsbúar ekki farið varhluta af því andkommúníska æði sem flestir fjölmiðlar hafa verið að breiða út á undanförnum vikum. Ekki verður þó annað séð en aö þorpsbúar séu ónæmir fyrir tilraun- um hinnar kraftmiklu kosningama- skínu Jeltsíns til að gera þá afhuga gamla stærðfræðikennaranum sín- um sem á góða möguleika á því að verða riæsti Kremlarbóndi, ef marka má skoðanakannanir. „Hér ætla allir að kjósa hann,“ segir Júrí Lavrúkhín, bóndi á Rauð- um október, býli sem he'itir í höfúð- ið á byltingu bolsévíka árið 1917. Lífsskilyrði þorpsbúa bötnuðu lít- ið á rúmlega sjötíu ára valdaskeiði kommúnista en þau hafa heldur ekkert skánað á þeim fimm árum sem liðin eru frá því lýðræðissinn- aðir umbótamenn settust á valda- stólana í Moskvu. Hesturinn traustasta farartækið Moldartroðningarnir sem koma hér í staö gatna eru alþaktir biluð- um landbúnaðartækjum og allt um kring eru yfirgefin hús og hlöður. Kýr, endur og hænsni ráfa um kaf- grasið og hestar og vagnar eru eina samgöngutækið sem hægt er að treysta á vegna þess að fé skortir oft og tíðum til að kaupa bensín. Þrátt fyrir áratugatal um framfar- ir og bætt lífsskilyrði veltur lífsaf- buar í Mimrmo, fæöingarþorpi Gennadís Zjúganovs, frambjóöanda kommúnista t forsetakosningunum í Rússlandi, sitja fyrir utan fábrotin hús sín. Þaö er engu líkara en tíminn hafi staöiö í staö í Mímrfnó, eins og i svo mörgum öör- um rússneskum þorpum, og skiptir þá ekki máli hvort kommúnistar eöa umbótasinnar fara meö völdin. Símamynd Reuter Fréttaljós á laugardegi að sinnum betra í gamla daga,“ seg- ir bókavörðurinn, Valentína Antípóva, sem var að setja upp kjör- klefa í skólanum. „Allt þetta tal um kúgun undir stjórn kommúnista er til að reyna hýru auga til fortíðarinnar, eins og svo margir Rússar af eldri kynslóð- inni sem lifðu hrylling heimsstyrj- aldarinnar síðari og eru nú stór hluti rússneskra kjósenda. „Auðvitað var það erfitt. Víglínan var hér og svo kom hungursneyð að stríðinu loknu,“ segir hann glað- hlakkalega. „Við bjuggum við þröngan kost en þá var aginn meiri,“ segir hann og stendur upp til að elta önd sem hefur villst frá hópnum. I rússneska þorpinu Mímrínó eru ekki heldur. til miklir peningar og í hillum verslunarinnar er sosum ekki mikiö vöruúrval Símamynd Reuter Glæpur að aka dráttarvél drukkinn Aþreifanleg ummerki kommún- ismans eru fáséð í nágrenni Mím- rínó, þó svo að á einni öhrjálegri hlöðu megi finna ryðgað skilti með áletrun í þeim upphafna tón sem gamlir kommúnistaleiðtogar höfðu svo mikið dálæti á: „Það er glæpur aö aka bifreiðum eða dráttarvélum drukkinn." En sálfræðilegu ummerkin eru alls staðar. Valentína Afónína, skörp, snyrti- lega klædd og glaðlynd kona sem af- greiðir í hálftómri þorpsbúðinni og er afskaplega ánægö með sinn hlut, styður Zjúganov ekki heils hugar. Hún vill þó ekki gefa upp hverjum hún ætlar að greiða atkvæði sitt en þegar tengdamóðir hennar fer að segja hvað henni býr í brjósti þagg- ar hún niður í henni. „Það er ekki okkar að tjá okkur um það, við fæddumst ekki hér,“ segir Valent- ína. -í hrörlegu timburhúsi Veru Lilj- akóvu er helgimynd í einu horninu en yfir dyrunum hangir mynd af Lenín og veggirnir eru þaktir blöð- um frá stjórnartíma kommúnista. Vera segist kjósa eins og henni sé sagt og hún vill ekki taka þátt i met- ingnum um það hvort ástandið sé betra nú eri áður. „Ástandið hefur alltaf verið gott,“ segir hún hikandi. „Það skiptir mig sosum heldur engu máli. Ég er búin að missa heilsuna og bíð bara eftir að deyja." Reuter að klína skítnum á hann (Zjúganov) en óbreyttir kommúriistar stóðu ekki í slíku,“ segir hún. Þorpsdrengur sem skilur okkur „Hann er þorpsdrengur, hann skilur okkur,“ segir Aleksei Aldók- hín sem er að bjástra við að koma hliðgrindinni, sem kýr hans hafði hlaupið niður af kátínu yfír að vera komin aftur heim, á réttan kjöl - mikið þolinmæðisverk. ívan Borónjenkó situr á trjá- drumbi í vegkantinum og rennir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.