Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
^ Skoðanakönnun Stöðvar 2 og DV á fylgi forsetaframbjóðenda:
Olafur Ragnar og Pétur
dala en aðrir bæta við sig
Ólafur Ragnar Grímsson er enn
með stuðning um meirihluta kjós-
enda sem næsti forseti islands.
Hann er með nær tvöfalt meira fylgi
en Pétur Kr. Hafstein. Þó hefur fylgi
þeirra dalað lítillega á meðan Guð-
rún Agnarsdóttir, Guðrún Péturs-
dóttir og Ástþór Magnússon hafa
bætt við sig, Ástþór hlutfallslega
mestu. Þetta eru helstu niðurstöður
nýrrar skoðanakönnunar Stöðvar 2
og DV sem gerð var á fylgi forseta-
frambjóðenda af markaðsdeild
Frjálsrar fjölmiðlunar hf. í fyrra-
kvöld.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt á milii kynja
sem og höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar. Spurt V£ur: „Hvern af þess-
um forsetaframbjóöendum kýst þú:
Ástþór Magnússon, Guðrúnu Agn-
arsdóttur, Guðrúnu Pétursdóttur
Ólaf Ragnar Grímsson eða Pétur Kr.
Hafstein?"
Af þeim sem tóku afstöðu nefndu
49,4 prósent Ólaf Ragnar, 25,1 pró-
sent Pétur, 12,3 prósent Guðrúnu
Agnars, 10,1 prósent Guðrúnu Pét-
urs og 3,2 prósent Ástþór.
Alls tóku tæplega 68 prósent úr-
taksins afstöðu í könnuninni sem
þýðir að um 32 prósent eru óákveð-
in eða gefa ekki upp afstöðu sína.
- breytingar þó óverulegar frá síðustu DV-könnun
Ólafur Ragnar Grímsson
- niðurstaða skoðanakönnunar DV og Stöðvar 2 -
60%
26,6 254
10,3
■■■"£ Skoöanakönnun DV, apríl '96
H Skoðanakönnun DV, maí '96
09 Nú
Pétur Kr. Hafstein
Guðrún Agnarsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
0 24 3,2
. .Mfli
Ástþór Magnússon
4
DV
Fylgi frambjóðenda eftir kynjum
Cf
&
O
Karlar
Olafur Ragnar
Grímsson
Pétur Kr. ^
Hafstein
Guörún
Agnarsdóttir
Guörún
Pétursdóttir
cf
Astþór
Magnússon
Konur
“28%
72%
69% 31%^
DVl
Þetta er aðeins meira hlutfall óá-
kveðinna en í síðustu könnun í lok
maí sl. þegar 29 prósent voru óá-
kveðin eöa neituðu aö svara.
Sé tekið mið af úrtakinu öllu þá
sögðust 33,5 prósent ætia að kjósa
Ólaf Ragnar, 17 prósent Pétur Kr.
Hafstein, 8,3 prósent Guðrúnu Agn-
arsdóttur, 6,8 prósent Guðrúnu Pét-
ursdóttm\og 2,2 prósent ætluðu að
styðja Ástþór Magnússon.
Enn dalar Ólafur
Miðað við síðustu könnun sem
DV birti í lok maí hefur fylgi Ólafs
Ragnars minnkað úr 52,3 prósentum
í 49,4 prósent. Frá könnun DV í apr-
íl hefur fylgi Ólafs minnkað um 11,6
prósentustig.
Fylgi Péturs hefur sömuieiðis
minnkað eða úr 26,6 í 25,1 prósent.
Þá er aö sjálfsögðu miðað við þá
sem tóku afstöðu í könnun DV og
Stöðvar 2.
Guðrún Agnarsdóttir bætir við
sig tveimur prósentustigum frá maí-
könnuninni, er úr 10,3 í 12,3 pró-
sent, og hefur verið í stöðugri sókn
í könnunum DV frá því í mars. í síð-
ustu könnun fór Guðrún í fyrsta
sinn upp fyrir nöfnu sína Péturs-
dóttur og heldur því sæti.
Guðrún Pétursdóttir fer úr 8,7
prósentum í lok maí í 10,1 prósent
núna en þess má geta að hún féll í
síðustu könnun um 5,3 prósentstig-
um frá aprílkönnun DV.
Ástþór Magnússon bætir enn við
sig, fer úr 2,1 í 3,2 prósenta fylgi.
Hlutfallslega er fylgisaukning hans
mest eða um 52%.
Meirihlutastu&ningur
kynsystkina frambjóðenda
Sé litið á niðurstöðurnar eftir
kynjum kemur strax í ljós að fram-
bjóðendurnir njóta ailir meirihluta-
stuðnings kynsystkina sinna. Mesta
jafnvægið er þó hjá Ólafi Ragnari
sem er með 56 prósenta hlutfall
karla í sínu liði. Af fylgismönnum
Guðrúnar Agnars eru 72 prósent
konur en sama hlutfall er rúm 63
prósent hjá nöfnu hennar Péturs-
dóttur. Nálægt 70% af stuðnings-
mönnum Ástþórs eru karlar og hjá
Pétri er hlutfallið 60 prósent. Miðað
við síðustu könnun hefur stuðning-
ur eftir kynjum breyst mest hjá
Guörúnu Agnarsdóttur en körlum
hefur hríðfækkað í hennar hópi.
Konum hefur fækkað í liði Péturs
um leið og þeim hefur fjölgað hjá
Ástþóri.
Munur á fylgi frambjóðenda eftir
búsetu kjósenda er ekki marktækur
nema í liði Ólafs Ragnars sem er
ívið fjölmennara á landsbyggðinni.
Óákveðnir kjósendur eru mun fleiri
á höfuðborgarsvæðinu.
Ólafur stóð sig best í
þættinum á Stöö 2
Um leið og könnunin fór fram
voru þeir þáttakendur, sem horfðu
á umræðuþátt Stöövar 2 á miðviku-
dagskvöldið með frambjóðendun-
um, spurðir hver þeirra hefði staðið
sig best. Niðurstaðan er í nokkru
samræmi við fylgið. Flestir töldu að
Ólafur Rágnar hefði staðið sig best.
Pétur kom þar næstur og hvað þátt-
inn varðar fór Guðrún Pétursdóttir
upp fyrir nöfnu sína Agnarsdóttur.
Ástþór rak lestina. -bjb
Stórmerk myndlistarsýning í Hafnarborg:
íslensk portrett frá upphafi aldarinnar
Aöalsteinn Ingólfsson, Pétrún Pétursdóttir og Sigurður Ör-
lygsson fyrir framan verk á sýningunni. DV-mynd GS
Þann 8.júní nk. verður
opnuð sýning á íslensk-
um portrettmyndum í
Hafnarborg. Þar verða
sýnd u.þ.b. 80 verk eftir
um 50 listamenn. Sýning-
in er haldin á vegum
Hafnarborgar en það var
Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur sem hafði
veg og vanda af því að
finna og velja verkin sem
sýnd eru. Myndirnar
koma víða að, sumar eru
fengnar að láni frá söfn-
um, aðrar eru í einka-
eign, enn aðrar eru í eigu hinna
ýmsu stofnana og að lokum eru sum
verkin fengin að láni hjá listamönn-
unum sjálfum. Aðalsteinn sagði að
viðbrögð hefðu verið mjög góð þeg-
ar falast var eftir að fá verk að láni
á sýninguna. Pétrún Pétursdóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar, sagði
það hafa verið gamlan draum þeirra
Aðalsteins að koma á þessu sam-
vinnuverkefni og eftir langt og
strangt ferli væri búið að koma sýn-
íngunni saman.
Myndimar á sýningunni eru all-
ar frá þessari öld, sú elsta er frá
1907 og þær yngstu voru málaðar
sérstaklega fyrir sýningunna. Aðal-
steinn sagði að allar myndirnar
væru málaðar af þekktum lista-
mönnum, hér væri ekki um að ræða
nýuppgötvaðar myndir óþekktra
listamanna. Hann sagði að tilgang-
ur sýningarinnar væri m.a. tilraun
til að finna hvort við íslendingar
ættum okkur hefð í por-
trettmyndum. Aðspurð-
ur hvort hann hefði
fundið slíka hefð við
söfhun verkanna sagði
hann að líklega væri ein-
staklingseðli íslendinga
of mikið til að slík hefð
hefði náð að festa rætur.
íslenskir listamenn
hefðu oft frekar leitað
sér að fyrirmyndum er-
lendis í stað þess að líta
til innlendra samverka-
manna. Aðalsteinn sagði
að á heildina litið væri
útkoman sú að hér væri um frá-
bæra listamenn að ræða en þeir
væru allir mjög ólíkir. Sýningunni
er skipt niður í kafla, t.d. er eitt
svæði eingöngu helgað portrett-
myndum af Halldóri Laxness, annað
svæði er helgað myndum af persón-
um úr opinberu lífi og enn annað
svæði býður upp á portrettmyndir
Kjarvals.
Sýningin í Hafnarborg stendur til
8.júlí. -ggá
Bílabúö Benna fær nýtt bílaumboö:
Frumsýnir Musso frá
SsangYong um helgina
Nýr fjórhjóladrifsbíli, Musso,
verður frumsýndur nú um helg-
ina hjá nýju bílaumboði, en Bíla-
búð Benna hefur fengiö einkaum-
boð fyrir SsangYong i Suður-
Kóreu en þaö er sjötta stærsta fyr-
irtækjasamsteypa Kóreu.
Musso er mjög vel búinn jeppi,
búinn vélum frá Mercedes Benz
og drifbúnaöi frá bandarísku fyr-
irtækjunum Borg-Wamer og
Dana Spicer. Bíllinn er hannaður
fyrir Evrópumarkað og er rými
fyrir ökumann og- farþega jafn
mikið eða meira en í sambærileg-
um bílum.
Bíllinn er hannaður af breska
bifreiðahönnuðinum Ken
Greenley en hann hannaði meðal
annars glæsivagna á borð við
Aston Martin Virage og Bentley
Continetal.
Musso verður til sýnis í nýjum
sýningarsal hjá Bílabúð Benna
Musso frá SsangYoþg i Suöur-
Kóreu veröur frumsýndur hjá
Bílabúö Benna nú um helgina.
við Vagnhöfða laugardag og
sunnudag frá kl. 10 til 18 báða
dagana. -JR