Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 T>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfusljóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELfAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skritstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskrittarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Pappírsfrek viðskipti
Þegar tvö fagtímarit eru keypt með greiðslukorti í
bókabúð, eru gefin út þrjú skjöl. Sérstakur innsláttur fer
fram á hverju þessara skjala og tvö þeirra eru heft sam-
an á handvirkan hátt. Þannig kynnist íslenzkur neyt-
andi handvirku pappírsfargani kerfisins á upplýsinga-
öld.
Eitt skjalanna kemur úr posavél og varðar greiðslu-
þátt viðskiptanna. Annað kemur úr kassavél og varðar
staðfestingu þeirra gagnvart skattakerfinu. Hið þriðja
kemur úr samlagningarvél og sundurliðar verð tíma-
ritanna, af því að sundurliðun vantar á hin skjölin.
Til þess að allt fari fram eftir settum reglum, er við-
skiptavinurinn spurður, hvaða kennitölu eigi að setja á
staðgreiðslunótuna. Samt liggur rétt kennitala þegar að
baki kortanótunnar, en þessi handvirka kennitala úr
búðinni er sú eina, sem skattakerfið tekur gilda.
Þessi handafls- og pappírsfreki bjálfaháttur er fram-
kvæmdur þúsundum saman á degi hverjum í þjóðfélagi,
sem á hinn bóginn hamast við að skipa opinberar nefnd-
ir til að gera ályktanir um að koma landinu í pappírs-
laus viðskipti og aðra undraheima upplýsingaaldar.
Nettenging stofnana og pappírslaus viðskipti voru
hornsteinn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í apríl
1995. Allt er það endurtekið og nánar útfært í stefnuyfir-
lýsingu Sármálaráðuneytisins í desember 1995. Þriðja
nefndin og sú fjölmennasta er nú í sama knérunni.
Á sama tíma og nefndasérfræðingar ríkisins endur-
taka sama sannleikann tvisvar á ári og fá hann viður-
kenndan sem stefnu ríkis og þjóðar, gerist ekki nokkur
skapaður hlutur í málinu. Hver opinber stofnun húkir í
sínum ranni og vill sín sérstöku gögn í hendurnar.
Tollurinn og skatturinn eru verstu stofnánirnar. Ef
þær yrðu kvaldar með handafli til að viðurkenna upplýs-
ingabyltinguna, væri þjóðin þegar komin hálfa leið út í
upplýsingaöld. En það gerist ekki nema þar séu settir
inn stjórar, sem afnema gamla ruglið með pennastriki.
Vinnan við pappírsfrek viðskipti dregur úr framleiðni
okkar og stuðlar að lakari lífskjörum, verri samþjónustu
og lengri vinnudegi en í nágrannalöndunum. Við erum
þúsundum saman upptekin við að slá sömu upplýsing-
arnar aftur og aftur inn á vél og prenta þær út.
Samt er þjóðin svo opin fyrir viðskiptum nútimans, að
70% allra viðskipta í smásölu fara fram með greiðslu-
kortum og 95% þessara viðskipta fara fram á stafrænan
hátt. Hér eru bæði krítarkort og bankakort. Myntkort,
sem minna á símakort, verða prófuð á þessu ári.
Myntkortin koma í staðinn fyrir peningaseðla. Þau
henta þeim, sem ekki vilja nota neina tegund greiðslu-
korta. Og þau henta líka, þegar greiðsluupphæðir eru
lágar. Að þeim innleiddum er í rauninni ekki lengur
nein þörf á að gefa út peningaseðla í landinu.
Fulltrúar ríkisins þurfa að setjast niður með fulltrú-
um bankanna, skattsins og tollsins og annarra aðila, sem
málið varðar, og finna á tilgreindum fjölda mánaða ein-
falda leið, sem samræmir hinar ýmsu bókhaldsþarfir
stofnana og fyrirtækja án innsláttar og pappírs.
Ef viðskipti kalla á kennitölu, á undantekningarlaust
að lesa hana stafrænt af korti, en ekki slá hana inn í
samræmi við sjón eða heyrn. Ef upphæð er slegin inn í
einum tilgangi, á ekki að slá hana aftur inn í öðrum til-
gangi og í þriðja sinn í þriðja tilganginum.
Samræming er einfóld og fljótleg. Hana má fram-
kvæma fyrir áramót og hætta skipun nýrra blaður-
nefnda um pappírslaus og stafræn framtíðarviðskipti.
Jónas Kristjánsson
Heittrúarflokkur
bíður færis í Tyrklandi
Með lausnarbeiðni Mesut
Yilmaz, forsætisráðherra Tyrk-
lands, fyrir ríkisstjórn sína hefur
óvissa magnast í tyrkneskum
stjórnmálum. Líkur aukast á'aö
fram undan séu úrslitaátök milli
íslamskra heittrúarmanna og
gömlu flokkanna sem byggja á arf-
leifð Kemals Ataturks varðandi
grundvallaratriði nútíma þjóðfé-
lags í Tyrklandi og afstöðu Tyrkja
til umheimsins.
Ataturk stjórnaði Tyrkjum með
harðri hendi á árunum milli
heimsstyrjaldanna, eftir að hann
varð þjóðhetja fyrir að sigra inn-
rásarher Grikkja og hrekja þá síð-
an frá Litlu- Asíu. Meginmarkmið
hans var að gera Tyrki að gjald-
gengri Evrópuþjóð, færa um að
taka þátt í tækniþróun og heims-
viðskiptum. í því skyni skildi
hann á milli stjórnkerfis og trúar-
bragða, barði niður klerkaveldi,
fyrirskipaði vestrænan klæða-
burð, tók upp latínustafróf og
mætti nýbreytni hans lengi telja.
Jafnt herstjómir sem stýrt hafa
Tyrklandi af og til og stjórnmála-
flokkar sem náð hafa áhrifum
hafa síðan talið sig starfa í anda
Ataturks. En í þingkosningum í
desember gerðist það að Velferð-
arflokkurinn, stjórnmálaflokkur
heittrúarmanna, stórjók fylgi sitt
og varð stærstur á þingi.
Velferðarflokkurinn stefnir að
því að leiða íslamskar trúarregl-
ur, eins og hann túlkar þær, til
öndvegis í tyrknesku þjóðlífi.
Jafnframt hyggst hann snúa baki
við viðleitni til sífellt nánari
tengsla við Evrópusambandið og
sérstöku sambandi við Bandarík-
in á vettvangi NATÓ, en efla i
staðinn samstöðu með arabaríkj-
um og öðrum íslömskum þjóðum.
Tyrkneska herstjórnin og
tyrkneskir áhrifamenn í fjármál-
um og atvinnurekstri lögðust á
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
eitt bak við tjöldin að hindra að
Velferðaflokkurinn fengi fylgt
kosningasigri sínum eftir með því
að 'komast í ríkisstjórn. Fyrir
þeirra atbeina varð úr að tveir
erkifjendur í tyrkneskum stjórn-
málum, fráfarandi forsætisráð-
herra frú Tansu Ciller, foringi
Flokks rétts vegar, og Mesut
Yilmaz, foringi Föðurlandsflokks-
ins, tóku saman um stjórnar-
myndum.
Báðir eru flokkarnir hægrisinn-
aðir, en foringjarnir hafa átt í þrá-
látum, persónulegum illindum.
Deilu um forsætisráðherraemb-
ættið var ráðið til lykta með þeim
hætti að hvort skyldi veita stjórn-
inni forsæti í eitt ár og kom í hlut
Yilmaz að verða fyrri til.
Stjórnin var mynduð í mars, en
ekki var mánuður liðinn þegar
erjur blossuðu upp milli stjómar-
flokkanna. Tilefnið var ásakanir á
hendur Ciller að hafa í forsætis-
ráðherratíð sinni haft ótilhlýðileg
afskipti af ráðstöfun fjármuna.
Ciller er sökuð um að hafa
hyglað vinum og ættingjum við
útboð rafvæðingarverkefna, opn-
að í einrúmi í forsætisráðherra-
skrifstofunni lokuð tilboð í einka-
væðingu ríkishluta í bílasmiðju
og ráðstafað á síðustu dögum sín-
um á forsætisráðherrastóli sem
svarar 400 milljónum króna úr
leynisjóði til ótilgreindra aðila.
Vegna fyrri sakargiftanna
tveggja var samþykkt á þingi að
helja rannsókn á gerðum Ciller.
Báðar samþykktir voru gerðar
með atbeina mikils hluta Föður-
landsflokks Yilmaz forsætisráð-
herra.
COler brást hin versta við og
túlkaði afstöðu samstarfsflokksins
þannig að verið væri að koma
málum svo á rekspöl að hún væri
að réttarreglum útilokuð frá að
taka við forsætisráðherraembætt-
inu, þegar að sér kæmi, sam-
kvæmt samstarfssamningi flokk-
anna. Komst málið á það stig að
Ciller lýsti yfir stjórnarslitum af
hálfu FJokks rétts vegar.
Svo flækti það enn málið að
hæstiréttur Tyrklands úrskuröaði
að traustsyfirlýsing þingheims á
stjórnina hefði ekki að öllu leyti
fullnægt stjórnskipunarreglum.
Varð það Velferðarflokknum til-
efni til að bera fram vantrauststil-
lögu og hefur Yilmaz nú valið
þann kost að biðjast lausnar frek-
ar en bíða eftir að vantraust yrði
samþykkt.
Annan þessa mánaðar bætti
Velferðarflokkur heittrúarmanna
enn við atkvæðahlutfall sitt í
kosningum borgar- og héraðs-
stjórna. Vonast forysta hans eftir
að stjórnarkreppan leiði til nýrra
kosninga sem tryggi flokknum
stjórnarforystu. Aðrir flokkar
ætla hins vegar að gera sitt
ýtrasta til að tjasla saman nýrri
samsteyþustjórn.
Tansu Ciller (t.h.) og Mesut Yilmaz takast í hendur í viðræðum um stjórnarmyndun í mars. Símamynd Reuter
skoðanir annarra_____________________x>v
Nútímalegri herafli
„Rifrildið um sjálfstæði Evrópu í hernaðarmálum
kalda stríðsins er nú úrelt. Á meðan hætta Frakkar
á að dragast aftu> úr í tækndegum hernaðarmálum
með því að framlengja fráhvarf sitt frá NATO og
bandaríska hernum. Chirac hefur tdkynnt um áætl-
anir sínar um breytingar á franska hernum. Hann
j stefnir að því skipta frá stórum stríðsafla meö
herkvaðningu yfir í smærri nútímalegri herafla
j sem byggir ekki á herkvaðningu."
Úr leiðara New York Times 6. júní.
Draga úr aðstoð
„Bandaríkjamenn hyggjast draga úr útgjöldum
sínum til Alþjóðabankans sem aðstoðar fátækustu
ríki heims. Aðstoð Bandaríkjamanna til fátækustu
; landanna hefur stöðugt minnkað á síðustu árum og
eru Bandaríkjamenn orðnir aftarlega á merinni
meöal iðnríkja heims hvað varðar útgjöld tO þess-
ara mála af þjóðarframleiðslu. Um 0,15% þjóð-
arframleiðslunnar í Bandaríkjunum fara til aðstoð-
ar þróunarlandanna, en það er aðeins um helming-
ur meðaltalsútgjalda annarra iönríkja og heilu pró-
senti minna en útgjöld landanna í Skandinavíu."
Úr leiðara Washington Post 6. júní.
Hnignandi fjölskyldugildi
„Amerískir kjósendur hafa orðið ihaldssamari
með árunum og það hefur BOl Clinton einnig gert.
Clinton hefur lagt áherslu á það að aðalvandamál
þjóðfélagsins í Bandaríkjunum eru börn sem alast
upp án fóður. Siðferðisgildum í Bandaríkjunum fer
hningnandi. Hvergi í heiminum eru skilnaðir jafn
algengir. Árið 1994 skildu nærri 1,2 milljónir
Bandaríkjamanna sem er þrisvar sinnum hærri
tala en árið 1960. Nærri helmingur nýrra hjóna-
banda enda með skilnaöi.“
Úr leiðara Los Angeles Times 6. júní.