Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Síða 15
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 15 Þaö eru aðeins þrjár vikur til forsetakosninga. Aukin harka er því að færast í kosningabarátt- una sem lengi framan af var á rólegu nótunum. Forsetakosn- ingar eru um margt sérstakar. Þar takast persónur á en ekki fylkingar manna. Menn verða því að treysta á mátt sinn og megin, frammistöðu í kosninga- baráttu, imynd og orðstír. Skoðanakönnun sem DV birti 29. maí skýrði línur í kosninga- baráttunni og kannanir sem fylgt hafa í kjölfarið hafa i meg- indráttum sýnt svipaða niður- stöðu. Nú síðast birtist könnun sem unnin var sameiginlega fyr- ir Stöð 2 og DV. Hún sýnir, líkt og verið hefur, að Ólafur Ragnar Grímsson heldur umtalsverðu forskoti en Pétur Hafstein er með afgerandi stöðu í öðru sæti. í þessari nýju könnun tapa þeir báðir lítillega og aðrir auka við sig. Röð frambjóðenda helst þó óbreytt. Á eftir Pétri er Guðrún Agnarsdóttir, þá Guðrún Péturs- dóttir og loks Ástþór Magnús- son. Sjónvarpsþáttar beðið Nýja könnunin er tekin eftir umræðuþátt á Stöð 2 fyrr í vik- uxmi. Þess þáttar var beðið með eftirvæntingu. Þar hittust fram- bjóðendumir fimm fýrst í sjón- varpskappræðu. Frambjóðendur höfðu kvartað undan því að kynning í sjónvarpi væri seint á ferðinni. Umræðuþátturinn var því kærkominn fyrir frambjóð- endur og ekki síður kjósendur embætti með sóma, hver sem hann verður. Embætti þjóðhöfðingjans er um margt sérstakt. Forseti íslands er hafinn yfir flokkadrætti og dægurþras. Engu að síður er hann og á að vera virkur þátt- takandi í þjóðlífmu, jafnt á há- tíðarstundum sem erfiðleikatím- um. Forsetinn þarf að vera mannblendinn og hafa gaman af því að hitta aðra. Um leið setur embættið honum nokkrar skorð- ur. Það hlýtur því að vera vandi hverjum forseta að koma í veg fyrir einangrun í embætti. Hann má ekki fjarlægjast þjóð sína. Vigdísi hefur tekist vel að rækja skyldur sínar í forseta- embætti. Hún er virðuleg, svo sem hæfir embættinu, en um leið alþýðleg. Henni er annt um uppvöxt hinna ungu, mannrækt og menningu. Þá hefur henni tekist öðrum betur að hug- hreysta og styrkja. Sá mikilvægi þáttur kom berlega í ljós þegar hún vottaði syrgjendum á Flat- eyri og í Súðavík samúö sína og hughreysti þá í mikilli sorg. í litlu samfélagi eru slíkir eigin- leikar afar þýðingarmiklir. Völd forseta Tvennt ber hæst þegar rædd eru völd eða valdaleysi forseta. Þau mál eru því eðliiega til um- fjöllunar fyrir kosningar. Hið fyrra er málskotsréttur forseta. Hann getur skotið samþykkt Al- þingis til þjóðaratkvæða- greiðslu. Allir núverandi for- setaframbjóðendur hafa lýst því yfir aö til greina komi að nota þennan rétt við afar sérstakar sem þurfa að gera upp hug sinn. Dæmin sanna, bæði erlendis og hérlendis, að sjónvarpskappræður geta skipt talsverðu um fylgi frambjóðenda. Þessi fyrsti þáttur varð tæpast til þess. Hann fór til- tölulega rólega fram. Segja má að frambjóðendur hafi leikið vamar- taktík. Þeim var í mun að leika ekki af sér og pökkuðu því í vörn. Það tókst þeim. Allir komu heilir hildi frá. Á sama hátt má segja að enginn hafi verið verulega sókn- djarfúr og þar með skorað glæsi- lega. Þessi aðferð er skiljanleg frá sjónarhóli frambjóðenda þótt áhorfendur hefðu gjarnan viljað meiri átök. Formið býður heldur ekki upp á miklar sviptingar. Hringurinn er farinn milli fimm frambjóðenda. Það skapast því ekki sú spenna sem er til dæmis í hörðum kappræðum tveggja keppinauta. Enda varð niðurstað- an sú að stuðningsmenn stóðu í stórum dráttum með sínum manni og þótti hann koma best út þegar könnuð var frammistaða einstakra frambjóðenda. Meiri spenna síðast Kosningabaráttan nú þróast með öðrum hætti en var árið 1980. Þá þótti fljótlega ljóst að baráttan milli Vigdísar Finnbogadóttur og Guðlaugs Þorvaldssonar yrði hnífjöfn. Skoðanakannanir sýndu að þessir tveir frambjóðendur höfðu talsverða forystu á Albert Guðmundsson og Pétur Thor- steinsson. Vigdís og Guðlaugur skiptust á að hafa forystu í skoð- anakönnunum en fylgismunur var vart marktækur. Fyrir áhuga- menn um kosningar er slík kosn- ingabarátta miklu skemmtilegri heldur en sú sem nú stendur. Kannanir um nokkra hríð hafa sýnt það mikla yfirburði Ólafs Ragnars Grímssonar. Fyrir pistil- skrifara, sem lengi hefur verið í blaðamennsku og horfir á kosn- ingar frá sjónarhóli 'fréttagildis, er óskin sú að kosningabarátta Sé jöfn og spennandi. Súr fróma ósk er algerlega óháð þvLfiýerjir eru í framboði. Skoðanakannanir sýna stöðuna á hverjum tíma. Þar hefur bilið verið svo mikið að ekki er hægt að tala um spennandi baráttu. Könnun DV, þegar réttur mánuð- ur var til kosninga, sýndi þó að Pétur Hafstein hafði saxað veru- lega á forskot Ólafs Ragnars. Þrjár skoðanakannanir í þessari viku hafa ekki sýnt stórar breytingar frá þeirri könnun þótt fylgi ein- stakra frambjóðenda hafi færst um fá prósentustig til eða frá. ■ Lokaspretturinn er fram und- an. Þrjár vikur eru tii stefnu. Ekki er að efa að frambjóðendur leggi sig ailir fram um að nota þann tíma til hins ýtrasta til þess að kynna sig persónulega og stefnumálin um leið. Allir hafa verið á ferð um landið og aliir Jónas Haraldsson hafa þeir auglýst sig í fjölmiðlum, misjafnlega mikið þó. Mikilvægi forsetaembættisins Embætti þjóðhöfðingjans er mikilvægt þótt deilt sé um völd forseta íslands. Það skiptir því miklu hver fer með húsbóndavald á Bessastöðum. Forsetinn er sam- einingartákn þjóðarinnar og kem- ur fram fyrir hennar hönd. Það hvílir því mikil ábyrgð á þeim manni, karli eða konu, sem emb- ættinu gegnir. Hver sá sem býður sig fram til þessa starfs verður að vera viðbúinn því að hans lífsbók sé opnuð og ferill allur og fram- ganga skoðuð. Þar má ekkert vera sem skyggir á hið virðulega emb- ætti. Óhætt er að segja að íslending- ar séu sáttir við þá fjóra einstak- linga sem gegnt hafa embættinu frá stofnun lýðveldisins. Hver og einn þeirra setur auðvitað sitt mark á embættið. Það hefur verið að þróast jxessa rúmlega hálfu öld. Núverandi forseti, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur notið óskoraðs trausts þjóðar sinnar þau fjögur kjörtímabil sém hún hefur gegnt embætti. Á sínum tíma var Vigdís þó aðeins kosin með um þriðjungi atkvæða. Kjör Vigdísar vakti mikla at- hygli, enda brotið blað er kona var kosin þjóðhöfðingi. Hún hefur hvarvetna hlotið athygli og notið aðdáun^f. Gildir það jafnt innan- lands sem utan. Það er því eftirsjá að Vigdísi úr forsetaembætti þótt menn virði ákvörðun hennar um að hætta nú. Maður kemur enda i manns stað og enginn efi er um það að fimmti forseti lýðveldisins leggur sig fram um að gegna því aðstæður. í rúmlega hálfrar aldar sögu forsetaembættisins hefur aldrei reynt á þetta. Miðað við okkar þjóðskipulag er ólíklegt að á þetta reyni. Þótt heimildih sé fyrir hendi má mikið ganga á áður en forseti nýtir sér hana. Hins vegar má líta á þessa heim- ild sem öryggisatriði eða trygg- ingu fyrir því að fá fram þjóðar- vilja. Hið síðara eru afskipti forseta af stjórnarmyndun. Þar getur reynt á forseta íslands gangi stjórnmálamönnum illa að koma á laggirnar starfhæfri ríkisstjóm. Ábyrgðin er hins vegar alþingis- manna að sjá þjóðinni fyrir ríkis- stjórn sem styðst við meirihluta Alþingis. Á sama hátt má líta þá það sem öryggisatriði eða trygg- ingu að forseti geti myndað ríkis- sljórn utan þings bregðist það. Hið sama gildir hér og í hinu fyrra að ólíklegt er að á þetta reyni. Það kennir sagan okkur þótt dæmi sé um utanþingsstjóm frá ríkisstjóratíð Sveins Björns- sonar. Nýr þjóðhöfðingi verður kosinn eftir þrjá vikur. Það er því eðlilegt að spenna magnist þegar kosn- ingabaráttan fer að nálgast há- mark. Á lokasprettinum reynir bæði á snerpu og úthald frambjóð- endanna. Það verður aðeins einn sigurvegari en aðrir halda fullri sæmd verði baráttan drengileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.