Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Page 17
UV LAUGARDAGUR 8. JÚN! 1996
menning
Daniel
Barenboim
íslenskir tónlistarunnendur
kannast flestir viö ísraelska piaiiö-
leikarann og hljómsveitarstjórann
Daniel Barenboim, þótt ekki væri
nema vegna tengsla hans við Vla-
dimir Ashkenazy.
Barenboim var
giftur sellóleikar-
anum Jaqueline de
Pré sem dó á sorg-
legan hátt lahgt
fyrir aldur fram en
margir muna enn
eftir íyrir hrífandi
sellóleik. Barenboim hefur notið
mikils álits sem sérlega listrænn pí-
anóleikari og vandaður hljómsveit-
arstjóri. Hann hefur fyrst og fremst
lagt fyrir sig flutning á klassískri
tónlist en fæst nú einnig i verslun-
um diskur þar sem Barenboim
stjórnar tuttugustu aldar tónlist þar
sem eru verk eftir franska tónskáld-
ið Pierre Boulez sem fyrr hefur ver-
ið minnst á í pistlum þessum.
Hljómsveitin sem Barenboim
stjórnar þarna er sjálf Orchestre de
Paris sem Barenboim hefur haft
löng kynni af. Er ljóst að hér hefur
hvergi veriö til sparað að gera út-
komuna sem besta enda er Boulez
eins konar ríkistónskáld Frakka. í
bæklingi, sem fylgir diskinum, er
ritgerð eftir Robert Piencikowski
sem er eins konar óopinber ævi-
skrárritari Boulezs og sérfræðingur
í tónlist hans. Upptakan var gerð
hjá Radio France.
Á diskinum eru þrjú verk: Rituel,
sem samið er í minningu ítalska
tónskáldsins og hljómsveitarstjór-
ans, Bruno Maderna, Notations,
sem er unnið upp úr gömlu píanóv-
erki með sama
nafni, og Messa-
gesquisse fyrir
sex selló. Öll
þessi verk eru
fyrir virtúósa
þótt hljómsveitar-
verk séu. Aðalá-
herslan er á
hljómsveitarútsetningunni, hljóm-
inum sjálfum, og ber þar margt
glæsilegt fyrir eyru. Sérstaklega eru
slagverkshljóðfæri smekklega notuð
og setja þau mikinn svip á heildina.
Hendingar í verkunum minna á
handapat mælsks Frakka, glæsilegt
og hrífandi að sjá, en óljóst að inn-
taki. Rétt er að taka fram að Boulez
sjálfur mundi ekki taka undir þessa
lýsingu að öllu leyti og telja að
áherslan lægi á meðferð hljóma og
forms en svona birtast verk þessi
eyrum undirritaðs.
Spilamennska á diskinum er frá-
bærlega góð og hvergi verður vart
minnsta óöryggis. Fer ekki milli
mála að Barenboim stendur jafnvel
að vígi í þessari krefjandi tónlist
samtímans og í gömlu tónlistinni.
Er áberandi hve samhljómur hljóð-
færanna er hreinn og skilvirkur hjá
honum og hve vel blæbrigði komast
til skila.
Umsjón
Finnur Torfi Stefánsson
Nú er allt að helmingi ódýrara
að hringja innanlands
Keflavíkur og
Póstur og sími hefur einfaldaö gjaldskrá fyrir innanlands- Egilsstaða kostar
símtöl. Nú eru aðeins tveir gjaldflokkar og næturtaxtinn 2 krónur og átta
liefst klukkan 19.00. Það jafngildir 50% lækkun á símtöl- aura á mínútu eftir
um frá kl. 19.00 til 23.00 og 33% lækkun á símtölum frá klukkan 19.00.
klukkan 23.00 til 08.00 á þeim símtölum sem tilheyrðu
gjaldflokki 3.
PÓSTUR OG SÍMI
Simtal á milli
Vörubílar eru hannaðir til að fara frá einum stað til annars.
Renault ákvað að flytja þá frá fortíð til framtíSar.
Sýning í dag
í húsakynnum Hagvagna
aö Melabraut 18, Hafnarfirði. Sími 565-4566.
Opi6 frá kl. 10 til 17.
Markmið Renault var að hanna nýjan vörubíl til að
annast dreifingu á stuttum leiðum og við langflutninga.
Þetta var útgangspunkturinn við hönnun á tveimur línum
af Renault Premium. Gott útsýni ökumanns og lipurð í
akstri gerir Premium Distribution vel fallinn til aksturs á
þröngum götum. Öll umgengni við bílinn er þægileg því
auðvelt er að lækka ökumannssæti og losa um stjllingu
S
| á stýri. Renault Road er ætlaður fyrir langflutninga, hann
| er með rúmgóðu húsi með loftfjöðrun og miklum búnaði
til þæginda, lága hleðsluhæð, öflugri vél o.fl. Fyrirtæki og
einstaklingar sem sinna vörudreifingu eða langflutningum
finna bíl við hæfi í Premium.
RENAULT
RENAVLT
ÁRMÚLA13
SlMI: 568 1200
BEINN SfMI: 553 1236