Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 8. JUNI1996 Reikningsskilin Síödegis þann 10. júlí 1958 hringdi dyrabjallan á húsi Crowells- íjöl- skyldunnar í Birkenshaw í Lancas- hire á Englandi. Mary Crowell varð dálítið undrandi þegar komumaður kynnti sig sem föður Georg Smith, prest við Barlinnie-fangelsið í Skotlandi, en þar beið einn versti fjöldamorðingi landsins aftöku. Lífl- átsdómar höfðu þá enn ekki verið lagðir af. Erindi prestsins kom Mary þó enn meira á óvart en sjálf koma hans. „Klukkan átta í fyrramálið verður Peter Manuel tekinn af lífi,“ sagði presturinn, „og hann á bara tvær óskir. Hann vill fá að sjá móð- ur sína til að biðja hana að fyrirgefa sér þá sorg sem hann hefur valdið henni, og hann biður um að fá að hitta þig, frú Crowell, til að fá fyrir- gefningu þína og til að biðja þig að biðja fyrir honum.“ Á heimleið af dansleik Orð föður Smiths fengu Mary til að leiða hugann þrjú ár aftur í 'tím- ann, til laugardagsins 30. júli 1955, þegar hún „hitti“ Peter Manuel. Mary, sem var þá tuttugu og níu ára, hafði ætlað á dansleik í smá- bænum Blantyre með vinkonu sinni, en vinkonan hafði kvefast illa og Mary því ákveðið að fara ein. Dansleikurinn varð ekki það sem Mary hafpi vænst, ef til/vil af því hún fór ein síns liðs, og' um tíuleytið ákvað hún að < fara heim. Hún tók strætisvagn, en fór úr honum við mjóan stíg, um fimm mínútna gang frá heimili sínu. Hún tók ekki eftir manni sem leyndist í skugga við dyr og varð hans ekki vör fyrr en hún heyrði að hlaupið var á eftir henni. En í þann mund sem hún leit við var þrifið í hana og henni kastað á jörðina. Maðurinn sem hafði ráðist á hana brá hanska- klæddri hönd fyrir munn hennar. Með hinni hendinni hélt hann hnífi að hálsinum. „Ef þú gefur frá þér minnsta hljóð sker ég þig á háls,“ sagði hann. Árásarmaðurinn neyddi hana því næst til að fara í gegnum gaddavírs- girðingu, en við það stakk hún sig á fingri og fékk gadd í annað lærið. Þegar komið var á engið fyrir innan sleppti maðurinn hálstakinu og þá rak hún upp óp. Þá þrýsti hann hnífnum aftur að hálsi hennar, svo að hún þagnaði. Undarlegt samtal hefst Mary var ekki í minnsta vafa um að maðurinn ætlaði sér að nauðga henni, og hún átti sér aðeins eina ósk. Að hann yrði fljótur og leyfði henni síðan að fara sina leið. En hún var að sjálfsögðu hrædd og sagði: „Ég á tvö lítil börn. Ekki ætlarðu að gera þau móðurlaus, er það?“ . Maðurinn virtist slaka á. Um stund var hann þögull. Svo settist hann við runna á mörkum tveggja engja. Mary gerði slíkt hið sama, rétt eins og þau væru gamlir vinir. Hann setti fingur undir höku hennar, lyfti höfðinu og kyssti hana. Síðan hneppti hann frá hnöppum á blússu hennar og fór að þukla hana. Mary var næstum stíf af ótta, en hreyfði engum andmælum. Til að reyna að milda hann tók hún að strjúka hár hans, rétt eins og henni líkaði það sem hann var að gera. í mánaskininu sá hún andlit hans vel og það jók enn á hræðslu hennar því henni fannst hann með brjálæðisglampa í augum. En hún reyndi að hafa stjórn á sér og þegar þau höfðu setið þarna um hríð sagði hún: „Má ég ekki fara núna? Ég er dálítið þreytt og þarf að hugsa um börnin." „Nei, þú verður hér með mér í allá nótt,“ var svar- ið „Ég á enga vini" Mary herti nú upp hug- ann og sagði: „Ertu í ein- hverjum vanda? Ef ég get gert eitthvað til að hjálpa þér þá skal ég gjarnan gera það.“ „Er ég nú búinn að hitta miskunnsama Samverj- ann?“ sagði maðurinn þá Peter Manuei. komi ekkert fyrir þig á leið- inni.“ Beðið til morguns Maðurinn hjálpaði Mary yfir gaddavírsgirðinguna og gekk síðan með henni að húsinu sem hún bjó í. Þar sagði hann: „Ég hef ekki gert þér neitt. Ég veit að ég er ekki góður maður, en bið þig samt að hugsa ekki þannig um mig. Ég hefði getað drepið þig, en gerði það ekki.“ Svo hvarf hann út í myrkrið. Móðir Mary og systir biðu hennar. Mary sagði þeim hvað gerst hafði og þær lögðu að henni að hafa þeg- ar í stað samband við lög- regluna, en hún sagðist myndu standa við loforð sitt. Og það gerði hún. Þegar Mary kom á lögreglu- stöðina morguninn eftir var hlustað með athygli á frá- sögn henar. Lýsingin sem hún gaf á manninum kom heim og saman við mest eft- irlýsta mann í Skotlandi um þessar mundir. Myndastaíli var nú lagður fyrir Mary og- ekki leið á löngu þar til hún valdi úr eina Mynd frá 1980. Mary Crowell, fyrir miöju, maöur hennar og dóttir. hæðnislega. En engu að síður var eins og hún hefði vakið með hon- um einhverjar tilfinningar, því hann fór nú að segja henni frá æsku sinni og unglingsárum. Hann sagðist margoft hafa far- ið í fangelsi og vera búinn að fremja þrjú morð. Og vafa- laust ættu þau eftir að verða fleiri. Sér fyndist stundum að hann yrcji að drepa ein- hvern. „En ekki ætlarðu að drepa mig, er það?“ spurði Mary. „Ég vildi gjarnan vera vinur þinn.“ „Ég á enga vini,“ svaraði maður- inn. „Allir hata mig.“ Svo var hann hugsi um stund, en kastaði síðan hnífnum út á engið. Þá leit hann á Mary og sagði: „Ef ég leyfi þér að Nokkrum dögum áöur en Peter réöst á Mary Crowell réöst hann á Isabelle Cooke, sem hann réö af dögum. myndina. Hún var af Peter Thomas Anthony Manuel, þrjátiu og eins árs, en hann var þá tal- inn hafa framið þrjú morð og kom það heim og saman við það sem maðurinn hafði sagt Mary. Hinn dauða- dæmdi heimsóttur Móöir Peters Manuels (í köflóttu kápunni) og faöir hans, lengst til hægri, meö dóttur og tengdasyni áriö 1955. I nóvember 1957 framdi Peter Manu- el síðustu morðin, þegar hann myrti Smarts-fjölskylduna, Peter Smart, Doris konu hans og son þeirra, Michael. fara viltu þá lofa mér því að gera lögreglunni ekki aðvart fyrr en klukkan níu í fyrramálið?" Mary féllst ánægð á það og þegar þau voru að fara sagði maðurinn: „Ég skal fylgja þér heim svo það Peter Manuel framdi enn fimm morð áður en hann náðist. Hann var leiddur , fyrir rétt og dæmdur til hengingar. Meðan Mary hafði leitt hugann að atburðinum þrem árum áður hafði faðir Smith setið þögull og beðið eftir svari hennar við bón hans. „Ef þú kemur með mér,“ sagði hún loks, „skal ég heimsækja hann í fangelsinu." Og klukkan sjö sama kvöld var hún komin í Barlinnie- fangelsið í Glasgow. Henni og föður Smith var vísað til sætis við borð og skömmu síðar var Peter Manuel leiddur að stól andspænis þeim. Mary stóð á fætur, rétti fram höndina og sagði: „Komdu sæll, Pet- er.“ Það var greinilegt að þetta kom honum á óvart, en hún gat ekki greint þann ótta í augum hans sem hún hafði búist við að sjá, því hann átti aðeins nokkra tíma ólifaða. „Ég er glaður yfir að þú komst,“ sagði hann. „Ég átti ekki von á því eftir það sem gerðist eftir að við hittumst. En mig langar til að spyrja þig hvort þú getur fyrirgefið mér það sem ég gerði þér? Ég veit að ég fer fram á mikið, en þá nótt bauðstu til að hjálpa mér ef ég þyrfti á hjálp að halda.“ „Ég man vel eftir því,“ svaraði Mary. „En þú gerðir mér ekkert illt, og fyrir það er ég þakklát. Þú hefðir getað drepið mig, en þú gerðir það ekki.“ Önnur óvænt heimsókn „Þú varst vinsamleg við mig,“ sagði Peter. „Þú horfðir ekki á mig með hatur í augum, og það gerirðu heldur ekki núna. Þú horfir ekki á mig eins og morð- ingja, heldur eins og ég sé venjuleg- ur maður. Ég þakka þér fyrir það.“ Svo hikaði hann um stund, en sagði svo: „Viltu biðja fyrir mér á morgun þegar þeir færa mig að gálgan- um? Það yrði mér mikil huggun." Mary lofaði hon- um því, og þegar hún hafði kvatt Peter Manuel var hann leiddur út. Skömmu fyrir klukkan átta næsta morgun, sem var 11. júlí, sólríkur og hlýr dagur, lokaði Mary sig af inni í svefnherbergi sínu, kraup við rúm sitt og bað um fyrirgefningu til handa manninum sem var einmitt á þessari stundu að ganga að gálgan- um. Sama kvöld fékk Mary Crowell aðra óvænta heimsókn. Faðir Smith var kominn á ný, en í þetta sinn voru með honum maður og kona sem hann kynnti sem foreldra Pet- ers, Samuel og Bridget. Mary bauð þeim öllum inn í stofu. „Okkur hjónin langar til að þakka þér það sem þú gerðir fyrir Peter," sagði Samuel Manuel. „Þú sýndir mikla gæsku.“ Faðir Smith sagði nú Mary að eft- ir að hún hefði farið úr fangelsinu hefði Peter lýst yfir því að hann vissi að eitt fórnarlamba hans hefði nú fyrirgefið honum og lofað að biðja fyrir sér. Og það hefði ótrúlega mikið að segja fyrir sig.“ „Ég hef séð marga menn ganga að gálganum," sagði faðir Smith, „en aldrei neinn sem gekk þangað eins rólegum skrefum og Peter. Hann hikaði ekki eitt augnablik." Svo þagnaði hann, en bætti svo við: „Ég held að heimsóknin þín.og loforð þitt hafi gefið honum það sem þurfti til aö hann gæti mætt dauða sínum eins og maður."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.