Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 27
rðiiŒiro
nlist
LAUGARDAGUR 8. JUNI 1996
Island
— plötur og diskar--
.
f 1. (_ ) Oskalög sjómanna
Ýmsir
I 2. (1 ) The Score
Fugees
,3.(2) Ólder
George Michae!
t 4. ( - ) Ástfangnir
Sixties
í 5.(3) Down on the Upside
Soundgarden
I 6. ( 4 ) Jagged little Pill
Alanis Morrissette
t 7. (15) Rokkveisla aldarinnar
Ýmsir
# 8. ( 5 ) Evil Empire
Rage against the Machine
| 9. ( 7 ) To the Faithful Departed
The Cranberries
110. ( 6 ) Sunburned & Paranoid
Skunk Anansie
111. (19) Gangsta's Paradise
Coolio
112. ( 9 ) Reif í botn
Ymsir
113. (Al) Outside
David Bowie
114. (10) Falling into You
Celine Dion
115. (11) The Bends
Radiohead
116. ( 8 ) Pottþétt 3
Ymsir
t17. (Al)Post
Björk
118. (13) GlingGló
Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss.
119. (Al) Greatest Hits
Take That
t 20. (17) The Great Southern Trendkill
Pantera
London
-lög-
■ '•
» 1
I 3
t 4-
t 5.
t 6.
t 7.
t 8.
t 9-
t 10.
-
(- ) Killing Me Softly
Fugees
(1 ) Three Lions
Baddiel & Skinner & Lightning S...
( 3 ) Mysterious Girl
Peter Andre featuring Bubbler R...
( 2 ) Ohh Ahh... Just a Little Bit
Gina G
(- ) Naked
Louise
( 4 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
(-) Fable
Robert Miles
( 9 ) Because You Loved Me
Celine Dion
( 7 ) There's Nothing I Won't Do
JX
( 8 ) Fast Love
George Michael
New York
| 1.(1) The Crossroads
Bone Thugs-N-Harmony
| 2. ( 2 ) Always Be My Baby
Mariah Carey
| 3. ( 3 ) Because You Loved Me
Celine Dion
t 4. ( 5 ) Give Me One Reason
Tracy Chapman
t 5. ( 6 ) You're the One
SWV
t 6. ( 4 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
t 7. (- ) You’re Makin' Me High/Let It Flow
Toni Braxton
| 8. ( 8 ) Fast Love
George Michael
t 9. ( 7 ) Ironic
Alanis Morissette
t 10. (- ) Until It Sleeps
Metallica
Bretland
-plötur og diskar-
| 1.(1 ) Older
George Michael
t 2. ( 3 ) Jagged little Pill
Alanis Morissette
t 3. ( 6 ) The Score
Fugees
| 4. ( 4 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 5. ( 2 ) Everything Must Go
Manic Street Preachers
t 6. (10) Falling into You
Celine Dion
t 7. (12) Moseley Shoals
Ocean Color Scene
t 8. ( 5 ) 1977
Ash
t 9. ( 8 ) Greatest Hits
Take That
t 10. (13) Ocean Drive
Lighthouse Family
Bandaríkin
— plötur og diskar-
| 1. (1 ) The Score
Fugees
I 2. (-) Down on the Upside
Soundgarden
I 3. ( - ) Gettin' It
Too Short
I 4. ( 2 ) Jagged little Pill
Alanis Morissette
» 5. ( 3 ) Falling into You
Celine Dion
I 6. ( 7 ) New Beginning
Tracy Chapman
i 7. ( 4 ) Fairvyeather Johnson
Hootie & The Blowfish
I 8. ( 5 ) Crash
The Dave Matthew Band
» 9. ( 6 ) Older
George Michael
|10. ( 8 ) To the Faithful Departed
The Cranberries
Reggae on lce fer (berjamó
Þrískipt plata
Fimmmenningarnir segja að plat-
an þeirra, í berjamó, sé þrískipt
hvað efni varðar. Fjögur lög hennar
eru frumsamin, fjögur eru erlend
með sínum upprunalegu textum og
loks er að finna á plötunni fjögur
áður útgefin íslensk lög.
„Við leggjum mesta metnaðinn í
frumsömdu lögin,“ segja þeir. „Þau
eru þyngst í hlustun og alvarlega
hliðin á hljómsveitinni ef svo má
segja.“ Davíð Þór Jónsson var feng-
inn til að semja texta við þrjú frum-
sömdu lögin og fer á kostum að
sögn Reggae on Ice-manna. Fjórði
textinn er eftir Matthías. Hann er
við titillagið ög þar er kórinn sem
söng í uppfærslu Leikfélags Reykja-
víkur á Superstar kallaður til við
flutninginn. Nokkrir aðrir
gestaflytjendur eru á plötunni.
Þeirra á meðal er Helgi Skúlason
leikari sem talar einn textann.
Erlendu lögin sem verða á plöt-
unni eru Redemption Song sem fyrr
var nefnt, Three Little Birds,
Reggae Nights og Many Rivers To
Reggae on lce: Spilar ekki bara reggae.
Cross. Sá möguleiki var hugleiddur
að semja við þau íslenska texta en
þegar betur var að gáð þótti það
ekki vænlegur kostur.
„Slikt er orðið meiriháttar mál,“
segir Hannes Pétursson. „Ef við
færum út í slíkt þyrftum við að
orðabókaþýða textann og senda til
útlanda til samþykkis hjá uppruna-
lega höfundinum eða þeim sem ann-
ast hagsmuni hans. Þá þarf að afla
ýmissa leyfa þannig að það gæti tek-
ið marga mánuði að fá í gegn að
hafa íslenskan texta við erlent lag.
Það virðist ekki vera fyrirhafnar-
innar virði lengur.
Gamalkunnir slagarar
Gömlu íslensku lögin sem fimm-
menningarnir í Reggae on Ice hafa
valið til flutnings á plötu sinni eru
Ég vil fara upp í sveit, Hvers vegna
varst’ekki kyrr?, Lóan er komin og
Kyrrlátt kvöld við fjörðinn. Síðast-
talda lagið kom reyndar út á safn-
plötunni ís með dýfu I fyrrasumar
og svo aftur á safnplötunni Ávextir
í upphafi þessa árs. Þar eð þær plöt-
ur hittu ekki jafn vel i mark og að
var stefnt var ákveðið að hafa lagið
einnig með á nýju plötunni.
En skyldi nýja platan, í berjamó,
gefa til kynna þá tónlist sem Reggae
on Ice fæst við á dansleikjum og
tónleikum? Jú, liðsmenn hljóm-
sveitarinnar eru ekki frá því:
„Það er reyndar misskilningur að
við fáumst eingöngu við reggaetón-
list,“segja þeir. „Við byrjuðum
þannig en svo virtist okkur ekki
vera markaður fyrir slíkt, nema
kannski á konsertum þar sem við
getum leikið reggaeið hægt og leti-
lega eins og á að gera það. Þar erum
við líka bestir. En annars bjóðum
við bara upp á gleðipoppprógramm,
spilum reggae, ska, diskóreggae og
hreint og klárt diskó sem við keyr-
um talsvert hratt. Við spilum ekki
rokktónlist en sinnum hliðarbú-
greinunum þeim mun meira.
Reggae on Ice sér fram á anna-
samt sumar við leik og söng víða
um land. Hljómsveitin hefur viða
komið viö hingað til en ætlar til
dæmis að kanna ókunna stigu á
Vestfjörðum og Austfjörðum í sum-
ar. Þá verður hún um Verslunar-
mannahelgina á sama stað og I
fyrra, á bindindismótinu í Galta-
lækjarskógi. Nýja platan kemur út á
mánudag og henni á að fylgja eftir
með trukki. Útgáfutónleikarnir
verða á Astró að kvöldi nítjánda
júní og tveimur kvöldum síðar verö-
ur efnt til sumarsólstöðuballs á Hót-
el íslandi. Já, og í kvöld? Þá er
Reggae on Ice að sjálfsögðu í Hafn-
arfirði á lokahúllumhæi grínhátíð-
ar Hafnfirðinga. Hún byrjar reynd-
ar leikinn í brúðkaupi í Firðinum
en færir sig síðan til og spilar á
balli á Café Royal.
-ÁT-
Fyrsta plata h’jómsveitarinnar
Reggae on Ice, I berjamó, er rétt óút-
komin en að minnsta kosti tvö lög
af henni eru þegar farin að heyrast
í útvarpi. Annað er hið gamalkunna
Hvers vegna varst’ekki kyrr? sem
Pálmi Gunnarsson gerði vinsælt
hér um árið. Hitt er gamla Bob Mar-
leylagið Redemption Song, ekta
reggaeslagari sem flestir unnendur
þeirrar eðalstefnu ættu að kannast
við.
Þótt Reggae on Ice sé ekki í hópi
þekktustu hljómsveita á landi hér
er saga hennar þó orðin alllöng.
Hún var stofnuð árið 1992 og hafði
þá yfir sér alþjóðlegan blæ. Auk ís-
lenskra tónlistarmanna voru í
henni Jamaíkamaður, New Yorkbúi
og einn frá Dóminíku. í sinni núver-
andi mynd hefur Reggae on Ice síð-
an starfað frá því I október 1994 og
.samkvæmt vel varðveittum annál-
um hljómsveitarinnar lék hún fyrst
opinberlega á Gauki á Stöng I febr-
úar ’95. Liðsmenn hennar þá eins og
nú voru Ingimundur Óskarsson
bassaleikari, Hannes Pétursson
trommiiléikari, Matthías Matthías-
son söngvari, Viktor Steinarsson
gítarleikari og Stefán Örii Gunn-
laugsson sem annast hljómborðsleik
og söng ásamt því að vera lagahöf-
undur.sveitarinnar með Ingimundi.
‘Sí N’
w
■ ■ i
rm
Jarvis Cocker og félagar hans í Pulp eiga að halda ti
I Reykjavík á vegum listahátíðar í byrjun næsta mánaðar eins og
kunnugt er. Vonandi gengur það allt eftir en Pulp hefur þurft að af-
lýsa nokkrum tónleikum aö undanfórnu vegna veikinda söngvar-
ans, Jarvis Cockers. Hann varð sér úti um einhvem hitabeltissjúk-
dóm á Hawaii nýlega og hefur nú veriö fyrirskipað að hafa hægt
um sig á næstunni. Ekki bætti úr skák að Cocker píndi sig til að
koma fram á tvennum tónleikum eftir að hann var farinn að finna
fyrir veikindunum vegna þess að hann vildi ekki bregðast aðdáend-
um Pulp í Ameríku. Við það varð hann auðvitað enn veikari en
efni stóöu til og hefur veriö rúmliggjand að undanförnu. Við treyst-
um því að hann verði tilbúinn í slaginn í Höllinni í byrjun júlí.
-SþS-
il