Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 Haukur Gunnarsson,- spretthlaup- ari og gullverðlaunahafi á ólympíu- leikum, keppir í langstökki og 100 og 200 metra spretthlaupi á ólymíuleik- um fatlaðra sem haldnir verða í Atl- anta í Bandaríkjunum í lok ágúst. Þetta verða fjórðu ólympíuleikarnir í röð sem Haukur sækir og verður hann fyrsti fatlaði íslendingurinn sem hefur keppt á fernum ólympíu- leikum en hann vann til'fyrstu gull- verðlauna sinna á ólympíuleikunum í Seúl 1988. Haukur hefur tekið þá ákvörðun aö hætta með stæl og leggja hlaupa- og stökkskóna á hill- una eftir leikana. Hann ætlar nú að fara að sinna öðrum málum. Haukur er Reykvíkingur í húð og hár, alinn upp í Breiðholtinu en býr í Kópavogi núna. Þegar hann var sex mánaða gamall uppgötvaðist að hann var spastískur á vinstri hlið, bæði fæti og handlegg, og stífur í ökkla og olnboga. íþróttir hafa alla tíð verið hans líf og yndi. Hann æfði knatt- spyrnu með ófótluðum hjá knatt- spyrnufélaginu Leikni á barnaskóla- árum sínum, frá sex ára fram að 13-14 ára aldri að hann fór áð keppa fyrir hönd íþróttasambands fatlaðra. En hvernig skyldi það hafa komið til? Meiri möguieikar hjá fötluðum „Þegar ég var 13 eða 14 ára hafði Arnór Pétursson, sem var brautryðjandi og formað- ur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík um margra ára bil, samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að fara í íþróttir fatlaðra. Þar væru miklir möguleikar. Á þeim tíma hafði ég ekki áhuga og vildi frekar stunda íþróttir með ófötluðum eins og ég hafði gert,“ segir Haukur og kveðst ekki hafa verið sáttur við fötl- un sína á þessum árum og alls ekki sáttur við að fara að keppa fyrir og jafnvel æfa með íþróttaliði fatlaðra, fólki sem hann hafði ekki umgengist áður. „En ég fór að hugsa málið betur. Arnór hafði aftur sam- band við mig hálfu ári síð- ar og þá tók ég þá ákvörðun að fara til fatlaðra. For- eldrar mínir hvöttu mig til þess og í dag sé ég ekki eft- ir því. Ég er bú inn að ná miklum árangri á vegum íþróttasambands fatlaðra og á marga góða vini vegna þess að ég er opnari en ég var áður og get auðveldlega tjáð mig við hvern sem er. Það hefur hjálpað mér hvað íþróttirnar varðar að geta æft hjá ófötluðum,“ segir hann. Alitaf annars flokks „Á þessum tíma var mjög erfitt fyrir mig sem fatlaðan að æfa og umgangast ófatl- aða einfaldlega vegna þess að mér var tekið öðru- vísi,“ segir Haukur og vísar þar til uppvaxt- aráranna með ófötl- uðum hjá Leikni í Breiðholtinu þar sem hann fékk aldrei að reyna á sig, var aldrei valinn í lið og varla á vara- mannabekkinn vegna fötlunar- innar þó að hann fengi alltaf verðlaun fyrir mæt- ingu á æf- ing- ar. Haukur Gunnarsson hefur stundað íþróttir frá ungaaldri, fyrst knattspyrnu með ófötluðum hjá Leikni í Breiðholti og svo frjálsar íþróttir hjá Ármanni og keppt fyrir hönd íþróttasambands fatlaöra. Hann er kvæntur Valgeröi Gunnarsdóttur og á meö henni Gunnar, 6 ára, og Viktoríu Júlíu, 6 mánaöa. Valgerður hefur stutt hann í íþróttunum og hann hefur stutt hana í háskólanámi. Saman hafa þau ákveöið að hætta í sumar: hún lýkur náminu og hann leyfir nýrri kynslóð að kom- ast að í íþróttunum. DV-mynd GS LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 37 „Þetta var farið að fara rosalega í taugarnar á mér,“ segir hann. „Ég sá að ég fékk ekki tækifæri til að spreyta mig í fótboltanum. Ég var alltaf annars flokks einstaklingur, var einangraður og þurfti að berjast fyrir því að fá að vera með, hvort heldur í skóla eða leikjum. Ég átti erfitt með að umgangast ófatlaða þó að ég berðist fyrir því að fá að vera með þeim. Þetta breyttist ekki fyrr en ég varð þekktur 1988. Þá gjör- breyttist þetta. Aliir sem ég um- gekkst á þessum tíma heilsa mér í dag,“ segir Haukur. Góður andi hjá Ármanni Haukur segist hafa æft hjá frjálsí- þróttadeild Ármanns frá 1984, þar sé góður andi og göður félagsskapur, og hann umgangist mikið ófatlaða íþróttamenn þó að hann sé sjálfur fatlaður og keppi fyrir íþróttasam- band fatlaðra. Hann leggur áherslu á að íþróttasambandið hafi stutt við bakið á sér frá upphafi, það sendi sig í keppnisferðir til útlanda og það sé því að þakka að hann hafi náð þeim árangri sem raun beri vitni. „Ég keppi fyrir frjálsíþróttadeild Ármanns og annað slagið undir merkjum íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en það er minna nú en áður og ástæðan er einfaldlega sú að ég fæ meira út úr því að keppa við ófatlaða. Ég fæ félagsskapinn, fæ að keppa meira á mótum ófatlaðra hér heima og hef meiri reynslu þegar ég fer utan í stóra keppni hjá fötluðum. Allir sem eru afreksmenn hjá fotluð- um fara utan í keppni, enda hefur það komið í ljós að við erum með þeim fremstu í frjálsum íþróttum og sundi í heiminum," segir Hauk- menn í íþróttinni og þurfa ekki að vinna. Þetta er farið að tíðkast hjá okkur líka en ég veit ekki hvað við köllum okkur í keppni erlendis, at- vinnumenn eða áhugamenn. Það eru nokkrir einstaklingar hérna sem vinna ekki heldur eru á styrkjum og stunda íþróttirnar eins og vinnu, en ég veit ekki hvort þetta fólk telst vera atvinnumenn," segir hann. Sigurganga fatlaðra Eftir að Haukur vann til guilverð- launanna 1988 hófst sigurganga fatl- aðra íslendinga á mótum erlendis, þrátt fyrir lélega æfingaaðstöðu heima fyrir, og eiga Islendingar nú mikla afreksmenn í frjálsum íþrótt- um, sérstaklega í sundi. Sundkonan frækna, Sigrún Huld, sem unnið hef- ur hug og hjarta allra landsmanna, er einmitt gott dæmi um það. Hauk- ur segir að sigurganga fatlaðra bygg- ist á því að fatlaðir eigi góða kepp- endur, þjálfara og stjórnendur - bæði í sundi og frjálsum hafi þjálfararnir verið frábærir. „Ef við værum ekki með þetta lið þá værum við ekki jafn vel staddir í íþróttum og raun ber vitni," segir hann. íí Stoltur Gjarnan er talað um Hauk sem brautryðjanda í íþróttakeppni fatl- aðra og segist hann vera stoltur af því. Þegar hann hafi verið aö byrja hafi Arnór Pétursson verið að rífa upp lægðina sem hefði ríkt í íþrótt- um fatlaðra en árið 1988 hafi fatlaðir fengið rosalega umfjöllun þegar hann og Lilja María Snorradóttir sundmaður unnu gull og tvenn bronsverðlaun á ólympíuleikunum. ' Þá hafi allt farið af stað. Haukur var einmitt kjörinn íþróttamaður ársins af lesendum DV 1988, varð þriðji í kjöri íþróttafréttamanna það ár og var kjörinn íþróttamaður fatlaðra þrjú ár í röð. „Nú er ég að fara á ólympíuleika eina ferðina enn og verð sá fyrsti fatlaði sem nær þeim áfanga að fara á ferna ólympiuleika í röð. Ég er mjög stoltur af því. Ég hef æft gífur- lega vel undir leiðsögn Kristjáns Harðarsonar frá þvi ég kom frá Berl- ín, 20-25 tíma í viku, og byggt mig upp í langstökki. Ég er í góðum mál- um, er að stökkva 5,5 metra og það lofar góðu. Ég á möguleika á verð- launasæti þó að það geti brugðist," segir hann. Búinn að gefast upp Eftir keppnina í Berlín var Haukur langt niðri um nokk- urt skeið og hugleiddi að hætta í íþróttum. Hann segist hafa verið farinn að sætta sig við að láta staðar numið; hafa ekki náð því sem hann hafi ætl- að sér, lent í vandræðum með þjálf- ara og verið orðinn mjög neikvæður. „Ég náði ekki árangri og var bara orðinn fúll og farinn heim. Ég var búinn að gefast upp og sagði „nei, ég nenni þessu ekki lengur". Dæmið gekk ekki upp þó að ég væri að rembast við að æfa og æfa,“ segir hann. „Þetta breyttist algjörlega eftir að ég fór tvisvar til Jóhanns Inga Gunn- arssonar, íþróttasálfræðings og fyrr- um handknattleiksþjálfara, í haust. Ég sagði honum allt af létta, hvað væri að, af hverju ég væri svona nei- kvæður og hann hjálpaði mér að komast yfir neikvæðnina. Eftir að ég kom frá honum hefur allt verið mér í hag. Ég hef náð að laga ýmsa hluti, líka af því að ég hef fengið lyftinga- aðstöðu hjá honum Magga,“ segir hann. Haukur á þar við Magnús Schev- ing þolfimimeistara í Eróbikk Sport, en það fyrirtæki hefur styrkt Hauk mikið og hefur hann fengið að æfa þar sér að kostnaðarlausu. Farinn að eyðileggjast „Þessi neikvæðni var farin að eyðileggja mig, ekki bara í íþrótt- unum, en hún var sem betur fer ekki farin að hafa áhrif á fjöl- skyldulífið. Nei- kvæðni er óholl fyrir íþrótta- menn,“ segir Haukur og segist fara á ólymp- íuleik- ana í sumar til þess að gera sitt besta. Hann seg- ist eiga mikla möguleika á að vera í ein- hverju af efstu sætunum í langstökki og 100 metra hlaupi en ef sér gangi ekki vel verði hann bara að sætta sig við það. Hann segir að fram að keppninni í Berlín hafi hann „labbað inn í liðið en eftir Berlín hafi hann þurft að berjast fyrir því að ná ólympíulág- marki“. „Þrir efstu ná sjálíkrafa inn á næsta mót og næstu menn þurfa að berjast fyrir því að ná lágmarkinu. Ég náði því í fyrra og hef því haft mjög góðan tíma til að undirbúa mig,“ segir Haukur sem ætlar að hafa langstökkið sem aðalgrein í Atl- anta. „Ég er búinn að lýsa því yfir við íþróttasamband fatlaðra að ég ætli mér ekki eingöngu að fara á ólymp- íuleikana til að keppa heldur líka til að styðja hina í keppninni og vera þátttakandi með þeim. Það hjálpar mér líka til að forðast neikvæðnina að öskra og hvetja þá áfrarn," segir hann. Búist er við að um níu manna hópur fatlaðra fari til keppni á ólympíuleikunum en Haukur segir að það sé þó ekki endanlega ljóst. ís- lendingarnir hafi verið fjórtán á síð- ustu leikum en talsverður niður- skurður verði að þessu sinni því að framboð keppenda sé svo mikið. Einangrun er óholl Þegar rætt er um erfiðleikana hjá Leikni í Breiðholti á sínum tíma seg- ir Haukur að sér hafi alltaf gengið erfiðlega í námi og telur að það hafi verið vegna þess að hann hafi alltaf verið hafður útundan, verið einn úti í horni, og það er greinilegt að hann ber hag fatlaðra barna fyrir brjósti. Hauki verður tíðrætt um aðstöðu fatlaðra til að fara út á meðal fatl- aðra og ófatlaðra og fá tækifæri til að umgangast annað fólk; Hann segir að einangrun hái mörgum fötluðum börnum í dag á sama hátt, þau einangrist gjarnan hjá foreldrum sínum og festist þar. Hann hafi fundið fyrir því í Boccia- defidinni hjá fötluðum, þar sem hann er með krökkunum, og það sé mjög óhollt fyrir þá. Það hafi komið fyrir sig sjálfan að einangrast hjá fjöl- skyldu sinni og það sé það versta sem geti komið fyrir fotluð börn. „Þessu hef ég þurft að kynnast líka og auðvitað var það erfitt fyrir móð- ur mína og föður að kyngja því að ég væri að fara í sýnitíma og hefja íþróttaæfingar. í dag er móðir mín þjálfari deildarinnar. Hún hefur hvatt mig í þetta frá því að ég byrjaði og foreldrar mínir báðir: Án þeirra hefði ég aldrei farið út í þetta," segir hann. f „Við sem erum af- reksmenn í íþróttum fatlaðra núna erum svo opin og fáum að gera það sem við vilj- um gera og við viljum fara út í það sem við þöfum áhuga á. Það ér það sem vantar hjá mörgum . fötluðum einstaklingum í dag,“ segir .hann. Kvæntur og hamingjusamur Haukur er í dag fjölskyldu- maður sem vinnur frá 8 til 4 sem fulltrúi i fjármálaráðunevtinu og stundar æfingar siðdegis og á kvöldin. Hann er „kvæntur og hamingjusamur", eins og hann orðar það sjálfur. Hann kynnt- ist eiginkonu sinni, Valgerði Gunnarsdóttur, háskólanema og húsmóður, á dansleik eftir heim- komuna frá ólympíuleikunum í Seúl á sínum tíma og eiga þau tvö börn, Gunnar, 6 ára, og Viktoríu Júl- íu, 6 mánaða. Hann hefur ákveðið að hætta keppni eftir ólympíuleikana í Atlanta, fara að sinna fjölskyldunni betur, halda sínu striki í vinnu og finna sér nýja íþróttagrein til að halda sér í góðu formi. „Ég vil fara að takast á við önnur verk. Það eru komin kynslóðaskipti. Ég er sáttur við það sem ég hef verið að gera undanfarin ár. Ég er búinn að skila því sem ég þurfti að skila og vil bara hætta með sæmd. Ég á mjög góða og skilningsríka konu sem hef- ur stutt mig í íþróttunum og ég hef stutt hana í háskólanáminu. Ég ákvað í samráði við hana að ég myndi klára íþróttirnar og hún myndi klára háskólanámið. Við hættum í sameiningu og það er mjög gott,“ segir hann. -GHS Haukur Gunnarsson varð þjóðhetja á einni nóttu árið 1988 þegar hann vann gullverðlaun í 100 metra hlaupi á ólymíuleikum fatlaðra í Seúl. Sigurinn breytti miklu í lífi hans - skyndilega voru íþróttir fatlaðra komnar á kortið og sjálfur komst Haukur í röð þekktustu íþróttamanna landsins. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1988 af iesendum DV og íþróttamaöur fatlaöra þrjú ár í röð. Haukur er hér meö bikar, sem hann vann til eignar, og ólymp- íugulliö frá Seúl. DV-mynd GS ur. Harðari keppni Árið 1992 vann Haukur bronsverð- laun í 200 metra hlaupi á heimsleik- um fatlaðra í Barcelona. Þá segist hann hafa veriö.farinn að keppa viö fleiri sterkari einstaklinga en í Seúl eða nokkru sinni áður og á heims- meistaramóti I Berlín 1994 kom sterklega í ljós að hann var farinn að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Góð- um íþróttamönnum fjölgaöi stöðugt. í Berlín lenti hann í sjötta sæti í þremur greinum og þá hafði keppnin aldrei verið harðari. „Þarna komu fram sterkir einstak- linga'sem gerðu ekkert annað en að æfa og æfa. Ef við ætlum að ná langt verðum við að henda öllu frá okkur til að helga okkur íþróttinni. Þessir einstaklingar erlendis eru atvinnu- Rakaði til sín gullinu Haukur keppti í fyrsta sinn í út- löndum á Norðurlandamóti fatlaðra barna og unglinga árið 1983. Hann sigraði í öllum greinum sem hann keppti í og var því tilnefndur í fyrsta sinn á ólympíuleika fatlaðra í Banda- ríkjunum 1984, þá 17 ára gamall. Það var þá sem alvaran í íþróttunum byrjaði því að þá náði hann tvennum bronsverðlaunum, bæði í 200 og 400 metra hlaupi, og þá varð ekki aftur snúið. Hann hefur rakað til sín verð- laununum síðan en hæst ber þó gull- verðlaunin í 100 metra hlaupi og brohs í 200 og 400 metra hlaupi á ólympíuleikunum í Seúl 1988 en þar þríbætti hann ólympíumetið. Árið 1990 hlaut Haukur tvenn silf- urverðlaun og ein bronsverðlaun á móti í Hollandi og segir hann að þar hafi loks orðið breyting á samkeppn- isstöðu sinni í íþróttunum. Þar hafi loksins komið maður, Pieter Happer frá Þýskalandi, sem hafi veitt sér almennilega keppni. Það hafi ver- ið sér nýlunda og sér hafi í fyrstu þótt ósanngjarnt að keppa við mann með 80-90 prósenta hreyfi- getu í fæti. Haukur er sjálfur með 70-80 prósenta hreyfigetu. Happer vann 100 og 200 metrana í Hollandi og á heimsmetið í þeim greinum í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.