Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Side 30
38
LAUGARDAGUR 8. JUNI 1996
Makar forsetaframbjóðendanna segja
frá áhugamálum sínum og hugðarefnum
Oft er sagt að á bak við hvern
mann í oddahlutverki standi traust
og sterk kona. Nú hefur þetta
einnig snúist við með aukinni at-
vinnuþátttöku kvenna í áhrifa-
miklum stöðum og bakhjarl hverr-
ar konu hlýtur þá að vera traustur
og sterkur karlmaður. Blaðamenn
Helgarblaðs DV fóru á stúfana og
hittu að máli maka allra forseta-
frambjóðendanna og spurðu þá um
helstu áhugamál og hugðarefni.
Sem dæmi má nefna að Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur
Ragnar kynntust í lyftu og felldu
hugi saman. Helgi Valdimarsson,
eiginmaður Guðrúnar Agnarsdótt-
ur, hefur vanist þeirri tilhugsun að
vera bakhjarl konu í forsetafram-
boði og líkar það vel. Harpa Karls-
dóttir, tilvonandi eiginkona Ást-
þórs Magnússonar, er hestakona
og hlaupagarpur. Inga Ásta Haf-
stein, eiginkona Péturs Hafstein,
hefur ánægju af tónlist og fjöl-
skyldunni. Ólaf Hannibalsson,
sambýlismann Guðrúnar Péturs-
dóttur, dreymdi í æsku um að
verða bóndi.
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir:
Gefandi að látta manninum störfin
1974 og eignuðumst Döllu og Tinnu
tæpu ári síðar,“ segir Guðrún
Katrín.
Handavinnukona
Guðrún Katrín hefur sinnt hönn-
un, saumum og prjónaskap frá unga
aldri. Hún segist alltaf hafa haft
mikinn áhuga á handavinnu og þótt
snemma liðtæk í þeim efnum. „Ég
hafði fljótt áhuga á fótum og man að
fyrsti kjóllinn sem ég saumaði var
grænn ullarkjóll og ég átti í mörg
ár. Síðan hef ég saumað fötin mín
en auðvitað eru meiri möguleikar
að kaupa föt nú en þá,“ segir hún.
Handavinnan er þó ekki eina
áhugamál Guðrúnar því að hún hef-
ur mikinn áhuga á þjóðfélagsmál-
um, lagði stund á nám í þjóðfélags-
fræðum um það leyti sem þau Ólaf-
uf Ragnar eignuðust tviburana og
sat í bæjarstjórn Seltjarnarness i 16
ár. Aðspurð játar hún að hún sé
metnaðargjörn og segist gera kröfur
til sjálfrar sin. Hún segist vera
skipulögð og koma miklu í verk.
-Eruð þið Ólafur Ragnar lík?
„Já. Að sumu leyti erum við það
en hann hefúr meiri sjálfsögun en
ég,“ segir hún og bætir við að hún
hafi ekki sjálfsaga til að rjúka út að
skokka eldsnemma á hverjum
morgni eins og Ólafur Ragnar gerir.
Guðrún Katrín á tvær dætur með
fyrri manni sínum, Erlu og Þóru, og
barnabörnin eru tvö. Ólafur Ragnar
og Guðrún eiga saman Guðrúnu
Tinnu og Svanhildi Döllu.
-GHS
„Það er alveg ljóst að störf forseta
forseta og maka hans eru hæði mjög
formlega og starfslega samtvinnað,
hvort sem er í verkum á Bessastöð-
um eða ferðum innanlands og utan.
Ég tel það því óhjákvæmilegt að
verði Ólafi falin sú ábyrgð að vera
forseti íslands hætti ég því starfi
sem ég gegni núna til að fylgja hon-
um í hans störfum," segir Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta-
frambjóðanda.
„Ég held að á margan hátt sé það
mjög gefandi og ánægjulegt starf að
fá að starfa með manninum sínum
og geta létt honum störfin, ekki síst
ef hægt er að láta eitthvað gott af
sér leiða. Ég sé ekki að það geti far-
ið saman að vera framkvæmdastjóri
í stóru stéttarfélagi og-gegna skyldu-
störfum maka forseta,“ segir Guð-
rún Katrín, sem kölluð er Búbba af
eiginmanni sínum og nánustu ætt-
ingju n, en undanfarin ár hefur hún
verið í fullu starfi sem fram-
kvæmdastjóri Póstmannafélags ís-
lands.
Tendraðist
ílyftu
Guðrún Katrín er fædd og uppal-
in í Reykjavík 14. ágúst 1934 og bjó
öll sín uppvaxtarár í húsi við
Bræðraborgarstíg ásamt foreldrum
sínum, Guðrúnu S. Bech og Þor-
bergi Friðrikssyni skipstjóra, sem
lést fyrir aldur fram, og þremur
systkinum. Hún lauk stúdentsprófx
1955 og bjó ásamt þáverandi manni
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, ætlar aö láta af störfum sem framkvæmdastjóri
Póstmannafélags íslands ef Ólafur Ragnar nær kjöri í embætti forseta íslands. DV-mynd GVA
sínum, Þórarni Ólafssyni lækni, og
tveimur dætrum í Danmörku og
Svíþjóð 1965-1972 að hún kom al-
komin heim.
„Við Ólafur hittumst í lyftu. Ég
var að vinna hjá mági mínum og
Ólafur haföi verið hjá honum því
hann ætlaði að fá hann í sjónvarps-
þátt. Ég vissi ekkert hver Ólafur var
og haföi aldrei séð umrædda sjón-
varpsþætti. Það tendraði strax á
milli okkar í lyftunni þegar við sá-
umst fyrst og svo tókust kynni með
okkur og síðan þróaðist þetta stig af
stigi. Við giftum okkur i nóvember
Ólafur Hannibalsson, maki Guðrúnar Pétursdóttur, ólst upp á ísafirði. Hann
segist lesa mikiö, einkum rit um fræöimennsku og sagnfræði.
DV-mynd GVA
W
Olafur Hannibalsson:
Baröist við púka
„Á þessum árum hafði maður
drauma um að verða bóndi og þetta
voru nú uppgangstimar í landbún-
aði með byltingu vélvæðingar og
fráhvarfi frá þúsund ára gömlum
búskaparháttum. Það var mikill
hugur í landsmönnum í hinu unga
lýðveldi að byggja upp blómlegar
byggðir í sveitunum," segir Ólafur
Hannibalsson, varaþingmaður og
sambýlismaður Guðrúnár Péturs-
dóttur forsetaefnis, en hann er
fæddur á isafirði 6. nóvember 1935.
Ólafur ólst upp á ísafirði hjá móð-
ur sinni, Sólveigu Ólafsdóttur og
föður sínum, Hannibal Valdimars-
syni, og ijórum systkinum. í æsku
var hann í sveit á sumrin og á vet-
urna gekk hann í skóla á Ísafírði og
lauk þaðan fyrsta ári í menntaskóla
áður en leiðin lá suður. Ólafur seg-
ist hafa verið í góðum félagsskap
harðsnúins strákahóps úr þremur
götum á ísafirði.
„Við áttum náttúrulega í illdeil-
um við púka úr öðrum hverfum.
Við vörðum okkar landsvæði fyrir
ágangi annarra og þeir vörðu sín
svæði. Við vorum mikið á bryggjun-
um að verða okkur úti um báta til
að róa fram á sjó og leika okkur á
ísnum á pollinum á veturna. Síðan
voru sleðaleikir og farið á skíði. Ég
starfaði líka í skátunum frá unga
aldri,“ segir Ólafur en kveðst löngu
hættur öllu skátastarfi.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
árið 1956, fór svo utan og lærði hag-
fræði og tungumál og bjó erlendis í
nokkur ár. Hann kom heim, fór í
kennslu, var til sjós og gerðist svo
ritstjóri Frjálsrar þjóðar, skrifstofu-
stjóri ASÍ og bjó svo í Selárdal í tíu
ár eða frá 1977 til 1987.
Ólafur stofnaði íþróttafélag á upp-
vaxtarárum sínum á ísafirði með
öðrum strákum í hverfinu en hefur
þó ekki verið mikið fyrir íþróttir.
Ólafur segist alltaf hafa lesið mikið
og er alæta á lesmál. Hann segist
hafa lesið mikið af fræðiritum og
skáldsögum en með aldrinum hafi
hann flutt sig meira yfir í rit um
fræðimennsku og sagnfræði.
Alltaf áhuga á þjóðmálum
Ólafur hefur alltaf haft áhuga á
þjóðmálum. Á uppvaxtarárunum á
Isafirði segir hann að hafi verið
hart barist í pólitíkinni og „maður
fór svo sem ekkert á mis við það.
Þetta seig alveg niður í börnin.
Markalínur voru skýrar og heitt í
kolunum, þetta var 'miklu harðara
en núna, en krakkarnir létu þetta
ekki mikið á sig fá,“ segir hann.
-En hyggst Ólafur hætta störfum
og helga sig hlutverki forsetamaka
ef Guðrún Pétursdóttir nær kjöri?
„Áreiðanlega ekki en ég mun að
sjálfsögðu styðja Guðrúnu I embætt-
inu með ráðum og dáð. írar stigu
þetta stóra skref fyrir nokkrum
árum að kjósa sér gifta konu til for-
seta og þeim hefur tekist að leysa
þetta þokkalega. Hann er blaðamað-
ur og skopmyndateiknari, að mér
skilst, og ég held að hann ræki sín
störf en hann var með henni í opin-
berri heimsókn hér á dögunum. Ég
held því að það verði enginn vandi
að laga sig að þessu," segir hann.
Fyrri kona Ólafs var Anna Kristj-
ánsdóttir og eiga þrjú börn. Huga,
Sólveigu og Kristínu. Guðrún og Ól-
afur eiga tvö börn, Mörtu og Ásdísi.
-GHS