Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1996, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 39 Harpa er mjög hrifin af dýrum og á einn hest. DV-mynd BG w Harpa Karlsdóttir, tilvonandi eiginkona Astþórs: Hestakona og hlaupagarpur „Ég hef aldrei getað setið auðum hönd- um og áhugamálin eru fjölmörg. Ég gerði útvarpsþátt um japanska popptón- list, stjómaði tónlistarþætti fyrir ríkis- sjónvarpið, teiknaði fyrir Stundina okk- ar og hef haldið nokkrar málverkasýn- ingar. Eitt stærsta áhugamál mitt er hestamennska og ég keppti á hesta- mannamótum þegar ég var yngri. Fyrsta hestinn fékk ég í fermingargjöf og þurfti að vinna fyrir fóðri hans í Bæjarútgerð- inni,“ segir Harpa Karlsdóttir, tilvon- andi eiginkona forsetaframbjóðandans Ástþórs Magnússonar. Harpa er 35 ára gömul og á tólf ára son. Harpa hefur starfað í fimmtán ár hjá ríkinu og er nú skrifstofustjóri á Heilsugæslustöð miðbæjar á Vesturgöt- unni. Harpa ólst upp i Bergstaðastræt- inu. Faðir hennar var Karl Júlíusson, innkaupastjóri Sambandsins. Hann lést þegar hún var fimmtán ára. Móðir henn- ar er rithöfundurinn Guðrún Jacobsen. Harpa á einn bróður, Þröst Karlsson, systurina Sigrúnu Stellu Karlsdóttur og hálfsysturina Glódísi Gunnarsdóttur eróbikkkennara. Örlögin tóku í taumana Harpa kynntist Ástþóri fyrir einu og hálfu ári og telur örlögin hafa tekið í taumana. Þau hyggjast rugla saman reyt- um sínum þegar um hægist eftir forseta- kosningamar. „Ástþór er búinn að biðja mín og ég sagði já. Ég hef aldrei verið gift og finnst kominn tími til þess. Ég á bara eitt barn og langar til þess að eignast annað. Við höfum rætt barneignir þegar um hægist," segir Harpa. Harpa byrjaði ekki að starfa að friðar- málum fyrr en Ástþór opnaði augu henn- ar fyrir mikilvægi þeirra. Hörpu finnst það koma okkur við ef strið geisar úti í heimi. Að hennar mati hafa íslendingar ekki hugað mikið að friðarmálum hing- að til og ekki látið sér koma við það sem gerist í hinum stóra heimi. „Við verðum að víkka sjóndeildar- hringinn þó okkur líði vel hérna heima, með hreint loft og hreint vatn. Mér finnst íslendingar ekki hugsa mikið um friðarmál. Lífssýn mín hefur breyst mjög mikið við að kynnast Ástþóri. Ég er tar- in að meta veraldleg gæði öðruvísi en áöur. Ég hugsa að ég sé eldhugi eins og hann og mjög ákveðin í því sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Harpa. Sumarstúlka Vísis Harpa var í sveit sem unglingur og lærði að vinna og axla ábyrgð þar. Hún hefur alltaf verið mjög hænd að dýrum. Húsið hjá mömmu hennar var yfirleitt alltaf fullt af köttum, hundum, fuglum, skjaldbökum og naggrísum. Harpa var sumarstúlka Vísis árið 1980. Á þeim tíma keppti hún á hestum og varð vinsæll knapi. Harpa lætur sér nægja einn hest þar sem hún hefur ekki tíma fyrir fleiri. „Ég er orðin hlaupafíkill og hleyp alltaf fimmtíu kílómetra á viku. Ég byrj- aði að hlaupa fyrir tólf árum en tek hlaupið mun alvarlegar núna. Ef ég kemst ekki út að hlaupa líður mér illa. Ég er betur á mig komin líkamlega núna heldur en ég var fyrir fimmtán árum,“ segir Harpa. -em Maðurinn á bak við Guðrunu Agnarsdottur: Bóndi ou bakhiarl á Bessastöðum Helgi Valdimarsson hefur yndi af starfi sínu. „Þegar Guðrún var orðuð við embættið fannst mér tilhugsunin um að vera bakhjarl fyrir konu i svo áberandi embætti erfið. Oft er sagt að á bak við flesta menn sem ná miklum árangri sé traust og sterk kona. Ég reyndi að setja mig í slíkt hlutverk. Eftir því sem á líður framboðið finnst mér áhugaverðara að takast á við það að reyna að verða traustur og sterkur bakhjarl konu í oddahlutverki. Ég tel tíma- bært að við íslendingar brjótumst út úr þessari gömlu heíð og eðlilegt yerði að konur og karlar standi bak við hvort annað,“ segir Helgi Valdi- marsson, eiginmaður Guðrúnar Agnarsdóttur forsetaframbjóðanda, í samtali við Helgarblað DV. Helgi er prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands og yfirlæknir á Landspítalanum. Hann fæddist sömu nótt og Pourquoi pas? fórst í óveðri fyrir 59 árum. Foreldrar hans heita Filippía Kristjánsdóttir, sem ort hefur undir skáldanafninu Hugrún, og Valdimar Jónsson, sjó- maður úr Stykkishólmi. Systkini Helga eru Ingveldur Valdimarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og Kristján sem lést á þrítugsaldri. Helgi átti heima í Reykjavík til átta ára aldurs þegar fjölskyldan fluttist til Akur- eyrar. „Mér hefur aldrei leiðst á ævinni. Ég var í sveit á sumrin að Brautar- hóli í Svarfaðardal til fjórtán ára aldurs. Eftir stúdentspróf átti ég í talsverðum erfiðleikum með að gera upp við mig hvort ég ætlaði að læra íslensk fræði, verða bóndi eða lækn- ir.“ Helgi á fimm böm, Ásgeir Rúnar, sem er í doktorsnámi í sálfræði í Stokkhólmi, Valdimar, sem er kenn- ari við Ölduselsskóla, af fyrra hjónabandi. Guðrún og Helgi eiga þrjú börn saman, Birnu, blaðakonu við European, Agnar í doktorsnámi í líffræðilegri mannfræði og Kristján sem hefúr lokið fimm árum í læknisfræði. Bamaböm hans eru sjö. „Aðaláhugamál mitt er vinnan. Ég kenni ónæmisfræði og stunda rannsóknir ásamt því að taka á móti sjúklingum. Við stundum fjall- göngur og öræfaferðir til þess aö slappa af og byggja okkur upp. Einnig hef ég mikinn áhuga á söng og hef sungið í mörgum kórum, meðal annars Fílharmoníu. Helst verð ég að komast í sund þrisvar í viku til þess að líða vel.“ Árið 1968 héldu hjónin til London í framhaldsnám þar sem þau dvöldu í þrettán ár. Launin lækkuöu um helming við það að flytja heim en þau sjá þó ekki eftir þessari ákvörð- un. Eindreginn félags- hyggjumaður „Mér finnst staða fjölskyldunnar á íslandi vera erfið, sérstaklega hjá ungu fólki, og við þurfum svo sann- arlega að huga líka að mannréttind- um hér á landi. Ég er eindreginn fé- lagshyggjumaður og aðhyllist ein- falda kristna siðfræði. Ég hef ímug- ust á kreddupólitík og er sérlega tortrygginn á kreddukenningar sem höfða til græðgi og þröngra eigin- hagsmuna. Ef Guðrún nær kjöri kem ég til með að minnka við mig vinnuna og einbeita mér að rann- sóknum til þess að geta sinnt skyld- um mínum sem bóndi á Bessastöð- um,“ segir Helgi. -em Inga Ásta Hafstein: Skemmtilegast að vera með fjölskyldunni „Ég er svo lánsöm að eiga þrjá heilbrigða og hrausta stráka og góð- an eiginmann. Fjölskyldan er mjög samrýmd og við Pétur leggjum áherslu á að heimili okkar sé alltaf opið fyrir vinum strákanna. Hér á heimilinu er því oft mikið annríki, en þannig viljum við hafa það. Mér finnst skemmtilegast að vera með Qölskyldunni,“ segir Inga Ásta Haf- stein, eiginkona forsetaframbjóð- ands Péturs Kr. Hafstein, í gamtali viðDV. „Synir okkar hafa tekið umstangi Síðustu víkaa ved. Sá eísti er að vísu erlendis ög'fíarri góðu gámni. Þaö ' fihi að sjálfsðgðu mikil vjbbrigöi “fyrir þá tvo y.ngstu að sjá flennlstór- ar myndir af okkur úti umallan bæ. Eðlilega þurfe þeir tíma ’til þess að ■ átta sig á þqssu öllu saman. Við von- um þó aö það sem við erum að leggja á strákana okkar muni þroska þá og hafa jákvæð áhrif þeg- ar upp er staðið.“ IngaÁsta Hafstein er rúmlega fer- tug, fæddist í Neskaupstað árið 1953. Hún fluttist snemma til Reykjavíkur og ólst upp í vestur- bænum og býr þar nú. Foreldrar hennar voru Anna og Birgir Einars- son, apótekari í Vesturbæjarapó- teki, en þau eru bæði látin. Inga Ásta á tvö systkini, Magnús, endur- hæfingarlækni á Reykjalundi, og Unnf, apótekara i Frakklandi. Synir Ingu Ástuog Péturs eru þrír eins og áður sagði, þeir Jóhann Haukur, 17 ára, eh háhn er í íþróttamennta- . skófe í Nbfegl, Éirgír Hákon, l3 ára óg'Pétur Hrafii, 8 ára „Skólaganga mín lá Um uraci* skóla, Hagaskóla og Menntaskðlann í Reykjavik. Ég 'varð stúdent jþaðan árið 1973 ogháfði ég þá einnig lokiö leiðsögumanhaHámí- hér heima,“ segir Inaa Ásta. „Ég lagði slðan stund á fronskunám við Háskóla ís- landsóg píanókeönaranám viöTón- listarskólann í Reykjavík. Ég hólt píanókennaranáminu áfram þegar við Pétur fluttumst til Cambridge, þar sem Pétur lagði stund á nám í þjóðarétti. Eftir að við komum heim vorum við í Reykjavík í fimm ár og fluttumst síðan til ísafjarðar, þar sem Pétur var sýslumaður og ég tók að mér kennslu í píanóleik. Eftir átta yndisleg og lærdómsrík ár á Isafirði fluttumst við aftur til Reykjavíkur, þegar Pétur hóf störf í Hæstarétti. Fyrir tveimur árum síð- an stofnaði ég ásamt öðrum Tón- skólann Do-Re-Mi þar sem ég kenni ájsíanó." ' x Tónlistin mikils virði „Tónlistin er mér,afskaplega nua- ils vmöi. Batt að segjæfeæti ég akki hugsað mér hfijmiha án tóalistar. Sem bétur fer hafa bæði Pétur ,'og synir okkar dálaéti á tónlist þanöig að þbir taka þáttftóþlistarHfinu með méy.Nmendurmfnireru-sum- irhvéijir heimagangar hjá okkur og fjölskyldan hefúr stutt' mig í starfi míisu við tðnlistarskólann,“ segir Itiga Ásta. „Ég er svo heppin að get ræmt kennslu og barnauppeldi. Börn þurfa aga og örugga leiðsögn. En þau þurfa líka nærveru foreldra sinna og þátttöku þeirra í leik og starfi. Það er mikilvægt að foreldrar Tónlistin ér mijdjvæg i Iffi Ingu Ástu Hatstein. virði börn sin sém eiastaklinga og leggi sig fram um að vera vinir þeírra. Við Pétur rajTvum að vefa eins mikið með strákunum og vlð getum og teljum samverustundir fjölskyldunnar mjög mikilvægar.“ „Ég get ekki neitað því að mínir hagir munu breytast töluvert mikiö ef Pétur nær kjöri. Aö sjálfsögöu er ég tilbúin til að gera allt sem í mínu . yaldf stendur tll að axfa þá gem efiihættíð leggur 'okkurí, inléga á herðar. Það Aiptir mikjn máli að embætti forseta íslands séi traustum og góöum höndum og það skiptir líka máli að sú umgjörð sem að forsetaembættinu er búin af fjöl- skyldu forsetans sé embættinu til sóma. Ég er reiðubúin til að leggja mig fram um að svo verði.“ -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.