Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 4
4
Fréttir
• \ i ' n
/ . . - {; .
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
Hverfandi líkur taldar á samningum um Smuguna fyrir sumarið:
Norðmenn vilja kvóta
í íslenskri landhelgi
- myndi breyta öllu, segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag
Tilraun til að semja um veiðar íslendinga í Smugunni fór út um þúfur í Ósló aðfaranótt sunnudagsins og eru nú tald-
ar hverfandi líkur á að samningar takist áður en veiðar hefjast í sumar.
„Ef samkomulag yrði um ein-
hvers konar skipti á veiðiheimild-
um þá horfðu þessi mál allt öðruvísi
við. Þá væri kominn nýr grundvöll-
ur fyrir samkomulagi. Evrópusam-
bandið hefur kvóta hjá okkur og við
kvóta hjá þeim. Eitthvað þessu líkt
myndi hjálpa til við að koma á friði
milli íslendinga og Norðmanna en
mér skilst að íslenskir sjómenn geti
aldrei sætt sig við að opna landhelg-
ina,“ segir Qddmund Bye, formaður
Norges Fiskarlag, í samtali við DV.
Tilraun til að semja um veiðar ís-
lendinga í Smugunni fór út um þúf-
ur í Ósló aðfaranótt sunnudagsins
og eru nú taldar hverfandi líkur á
að samningar takist áður en veiðar
hefjast i sumar.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að Norðmenn hafi
komið fram með nýja kröfu sem
ekki hafi verið hægt aö fallast á.
Hann vill ekki upplýsa hver þessi
krafa er og segir ekki rétt að ræða
einstök efnisatriði fyrr en útséð er
um að ekkert verði af samningum.
Samkvæmt heimildum DV vUja
bæði Norðmenn og Rússar fá fram
skipti á veiðiheimUdum við íslend-
inga, sem þýðir að skip þessara
þjóða verða að fá kvóta í íslenskri
lögsögu. Þorsteinn vUdi ekki stað-
festa þetta en orð Oddmundar Bye
benda til að Norðmenn og Rússar
hafi fengið augastað á þorski í ís-
lensku lögsögunni.
„Ég veit í sjálfu sér ekkert um
hvað þessir embættismenn eru að
tala. Það er utanrikisráðuneytið
sem ræður ferðinni og það er ekki
vant að ráðfæra sig mikið við venju-
lega sjómenn. Ég veit það bara að
við norskir sjómenn höfðum ekki
efni á að gefa íslendngum fisk til að
þeir geti greitt aUan kostnaðinn af
kaupum á fjölda frystitogara," sagði
Oddmund.
Hann sagði að ef farið væri eftir
úthafsveiðisáttmála Sameinuðu
þjóðanna og tekið tUlit til ýtrasta
réttar íslendinga þá gætu þeir feng-
ið fáein þúsund tonn í Barentshafi.
„Það er verið að tala um 12 þús-
und tonn eða meira. Það er aUtof
mikið. Norsk stjórnvöld telja sig
kannski hafa svp mikinn fisk tU að
kaupa sér frið fyrir en við sem ætl-
um að lifa af útgerö höfum þann
fisk ekki,“ sagði Oddmund.
í viðræðunum í Ósló um helgina
var rætt um að banna notkun á
flottroUi gegn því að íslendingar
fengju að veiöa á hagstæðum mið-
um í norskri og rússneskri lögsögu.
Var m.a. talað um að Norðmenn og
Rússar skiptu að jöfnu með sér að
taka við íslenska flotanum þanr.ig
að hvor þjóð léti íslendingum í té
sex til átta þúsund tonn af þorski.
„Ef hugsað er til framtíðar og
heildarhagsmuna þá er hagstæðast
fyrir íslendinga að semja um
Smuguveiðarnar," sagði Þorsteinn
Pálsson.
Þorsteinn sagðist reikna með að
sóknin í sumar yrði svipuð og áður
ef ekki tækjust samningar á næstu
dögum.
Útgerðarmenn, sem DV hefur
rætt við, reikna með að sóknin í
Smuguna verði meiri í sumar en
nokkru sinni fyrr. Þegar karfakvót-
inn á Reykjaneshrygg klárast síðar
i þessum mánuði verða ekki önnur
verkefni í sumar fyrir marga frysti-
togara en að veiða í Smugunni.
„Ég spái því að þetta verði mjög
skrautlegt sumar í Smugunni,"
sagði Einar Svansson hjá Skagfirð-
ingi í samtali við DV í gær. -GK
Landsbankinn:
vexti til að verja sparifjáreigendur
Hækkar
„Við ætlum að verja sparifjáreig-
endur með þeim hætti að þeir muni
una sér áfram með sitt fé hjá okkur.
Með hvaða hætti og með hvaða ráð-
stöfunum skal ég ekki tilgreina i
hörgul en þetta höfum við sem sagt
ákveðið. Þetta kostar hækkun inn-
lánsvaxta og að sjálfsögðu útláns-
vaxta en ég skal ekki segja að hve
miklu leyti. Við höfum nógan tíma
fyrir okkur," segir Sverrir Her-
mannsson, bankastjóri Landsbanka
íslands.
Landsbankinn ætlar að hækka
vexti um næstu áramót þegar ný-
samþykkt lög um fjármagnstekju-
skatt taka gildi og bæta þannig
sparifiáreigendum skattlagninguna.
Skattlagningin kostar bankann um
200 milljónir króna auk kostnaðar
við innheimtu fyrir ríkissjóð. Talið
ær að sá kostnaður geti numið allt
að 300 milljónum króna.
„Við vitum ekki hvaða áhrif þessi
skattlagning hefur þannig að við
getum ekki sagt fyrir um það né
heldur hvað við þurfum að hækka
útlánsvexti vegna þess að við reyn-
um auðvitað að spara. Ofan á þetta
kemur feiknalegur innheimtuköstn-
aður, sem manni skilst að bankar
og fiármálastofnanir eigi að bera
bótalaust," segir Sverrir.
-GHS
Dagfari
Hjörlin eina vonin
Óhætt er að segja að menn hafi
verið nokkuð móðir þegar Alþingi
lauk í síðustu viku. Það er svo sem
ekkert nýtt að þingmenn séu rauð-
eygðir af svefnleysi síðustu daga
hvers þings. Þá eru málin keyrð i
gegn á miklum hraða. Þingmenn
samþykkja hvert lagafrumvarpið
af öðru. Þau lög sem þannig kom-
ast í gegn eru misjafnlega gáfuleg.
En núna var sérstakt vandamál
á ferð, vandamál sem þó er þekkt í
þinginu. Þegar nálgaðist þinglok
var vitað að Hjörleifur Guttorms-
•son átti eftir að tala. Þingmenn
telja sig geta búið við þá vitneskju
hvundags en nú stóð verr á. Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, er
að láta af embætti. Þingmenn vildu
heiðra forseta landsins með því að
fela honum að fresta þinginu. Það
átti að gerast um miðjan dag. Því
var meðal annars hvíslað á göng-
um þingsins að Ólafur G. Einars-
son þingforseti ætti pantaða utan-
landsferð það sama síðdegi.
Forsetar þingsins og þingflokks-
formenn höfðu komist að sam-
komulagi um þinglok en Hjörleifur
ekki. Síðasta mál til afgreiöslu var
frumvarp um náttúruvernd. Þar er
líffræöingurinn Hjörleifur á
heimavelli og hann var harður
andstæðingur frumvarpsins. Hann
hóf því mál sitt um það leyti sem
þingi átti að ljúka og talaði og tal-
aði. Málflutningur þingmannsins
hefur verið kenndur við hann og
ræðulengd mæld í hjörlum. Hjör-
leifur átti mörg hjörl í pokahorn-
inu.
Ólafur þingforseti var þrútinn af
reiði vegna málæðisins. Utanlands-
ferðin fór í vaskinn. Aðrir háttvirt-
ir alþingismenn vissu hvað í vænd-
um var og forðuðu sér úr húsi. Átti
það jafnt við Um samflokksmenn
Hjörleifs og aðra. Það stóð einmitt
svo vel á að danski sendiherrann
bauð í partí þetta sama síðdegi.
Þingmennirnir höfðu ætlað sér að
klára vorverkin fyrir partíið en
Hjörleifur sá um að svo varð ekki.
Þeir fóru þó óhræddir í samkvæm-
ið, vitandi það að Hjörleifur stæði
vaktina á meðan. Þingforseti var
að vísu nauðbeygður að hanga yfir
öllum hjörlunum. Forseti og vara-
forsetar skiptust á að sitja aftan
við ræðumann. Þeir reyndu frem-
ur að ýta á hann, önduðu ofan' í
hálsmálið á honum, eins og sagt
var.
Ólafur aðalforseti stoppaði Hjör-
leif meira að segja af í einu hjörl-
inu og bað hann að kasta tölu á
þau hjörl sem eftir væru. Þetta
gerði forseti svo hann gæti metið
hvort og hvenær forseti íslands
gæti komið tfi þess að blessa þing-
heim i síðasta sinn. Austfiarðagoð-
inn kunni þessum afskiptum þing-
forseta illa og mótmælti því að
vera tekinn til yfirheyrslu. Hann
hefði fullan rétt á að fialla um
náttúruna svo lengi sem entist ör-
endið. Að svo mæltu hóf hann mál
sitt á ný með enn einu hjörlinu.
Forseti seig saman í sæti sínu. í
huganum var hann kominn til út-
landa. Hjörlin öll sáu þó fyrir því
að flugvélin fór á undan honum.
Engan stuðning var að hafa frá
öðrum þingmönnum. Þeir voru
famir í danska partíið.
Þingforseti leyndi því ekki að
hann var pirraður á Hjörleifi og
þingmenn virtust lítt styðja starfs-
bróðurinn í baráttunni fyrir mál-
frelsinu. Það kæmi alþýðu manna
þó miklu betur ef fleiri eintök eins
og Hjörleifur væru á þingi. Alþingi
samþykkir nefnilega allt of mikið
af lögum, meira og minna til þess
að svekkja alþýðu manna. Menn
kæmust nefnilega bærfiega af án
þeirrar lagasúpu sem þingið sendir
frá sér árlega. Þannig skipti nýlið-
ið þing sér af 543 málum og‘ frum-
vörpin voru 207. Þar af voru laga-
setningar 127.
Það sér hver maður að þetta eru
allt of mörg lög eftir einn vetur.
Þetta þvælist aðeiris fyrir fram-
kvæmdaglaðri þjóð á uppleið úr
kreppu. Því eru menn eins og Hjör-
leifur gulls ígOdi. Þeir þvælast fyr-
ir málum og koma í veg fyrir af-
greiðslu þeirra.
Það verður því að fyrirgefa for-
seta þingsins orð hans í lokaávarpi
tO þingmanna og taka tOlit tO þess
að Hjörleifur tafði utanlandsreisu
hans. Hjörlin öO fóru beinlínis í
taugarnar á Ólafi. í nefndu ávarpi
bað hann þingmenn að setja mál
sitt fram i stuttu en hnitmiðuðu
máli.
Kæmist sú regla á sætum við
uppi með enn fleiri lög. Ifiörleifur
er einn tO varnar.
Dagfari