Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 36
Vmmxigstolur laugardaginn 8.6/96 8 11 24 33 35 Vinningar 1. 5 qf5 Heildarvlnningsupphæð •vinnmgsuppr 6.053.009 2. 4qf5 + 3. 4 qf5 4.3qfS fjölcil vinninga KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINH SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvetí fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krðnur. Fyrir besta fréttaskotrð í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ1996 Hæstiréttur: Átta mánuðir fyrir aö selja ungmennum alsælu 23 ára Austfirðingur, Björn Krist- jánsson, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa átt ög selt alsælutöflur, am- fetamín og hass á árinu 1995. Þetta var fyrsta málið þar sem kveðinn var upp dómur í alsælumáli í Hæstarétti. Björn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Austurlands, sem einnig kvað á um átta mánaða fang- elsi, en ríkissaksóknari krafðist hins vegar staðfestingar á honum eins og raun varð á. Björn var dæmdur fyrir að hafa átt 17 alsælutöflur, 40 grömm af am- fetamíni og 40 grömm af hassi og ■ selt megnið af efnunum. 17 ára pilt- ur keypti af honum 4 alsælutöflur, 3 grömm af amfetamíni og 3 grömm af hassi. 24 ára karlmaður keypti hins vegar af honum 9 alsælutöflur, 25 grömm af amfetamíni og 30 grömm af hassi. Þriðji aðilinn, 19 ára piltur, keypti 4 alsælutöflur og 2 grömm af amfetamíni. Kaupendurnir greiddu 4.000-A.500 krónur fyrir hverja töflu af alsælu, svipað verð fyrir amfetamínið en -> 1.300 krónur fyrir hassgrammið. Björn viðurkenndi brot sín greið- lega. Hins vegar leit Hæstiréttur svo á við refsimat, þrátt fyrir ungan ald- ur, jákvæð viðbrögð eftir að málið komst upp og hann hefði ekki verið dæmdur áður, að líta yrði til þess að . brot Björns „varði talsvert magn af stórhættulegum fíkniefnum sem hann seldi að hluta unglingum". -Ótt Fjórir á Fagradal: Á150 heim af balli Lögreglan á Eskifirði tók í fyrri- nótt fjóra unga ökumenn hvern af ' öðrum á ofsahraða á Fagradal. Voru þeir að flýta sér heim af balli á Eg- ilsstöðum. í réttri röð reyndust töl- urnar á hraðamælunum vera 125, 150,116 og 118 kílómetrar á klukku- stúnd. Allir voru bílarnir fullir af ungu fólki og sumt við skál, en þó ekki ökumennirnir. Sá sem greiðast fór missir ökuréttindin. -GK Stúlka féll af hestbaki Ung stúlka var flutt á sjúkrahús- ið á Akureyri eftir að hún féll af hestbaki nærri Grenivík í gær. •■Kvartaði hún undan eymslum í mjöðm. -GK Kunnur knapi slasaðist hjálmlaus á sýningu á Hellu: Kaldhæðnislegt þar sem ég auglýsi hjálma - segir Einar Öder Magnússon Hinn kunni knapi, Einar Öder Magnússon, slasaðist á yfirlits- sýningu kynbótahrossa á Hellu síðastliðinn laugardag og getur líklega ekki sýnt hross á fjórð- ungsmótinu. „Þetta setur strik í reikninginn því ég átti að fara á fimmtudaginn til Hollands að þjálfa hollenska landsliðið og þá er fjóröungsmótið fram undan,“ segir Einar Öder. Einar var hjálmlaus þegar slysið varð. „Ég er viðbeinsbrotinn og lítið bein fór úr liði. Einnig er ég allur krambúleraður í framan. Þetta er kaldhæðnislegt því ég hef verið að auglýsa hjálma í bæklingum. Ég var að sýna stökk og hryssan fór á krossstökk og var á mikilli ferð. Ég ætlaði að hægja á henni, en þá missti hún fótanna. Konan mín, Svanhvít Kristjáns- dóttir, mun sennilega taka við hrossunum enda þjálfar hún þau með mér og þekkir þau vel. Hún tók við á laugardaginn og gekk vel,“ segir Einar Öder. -EJ Einar Öder Magnússon slasaðist á sýningu kynbótahrossa á Hellu á laugardaginn. Einar var hjáimlaus þegar slys- ið varð. Hann sagði það kaldhæðnislegt þar sem hann auglýsti hjálma í bæklingum. DV-mynd E.J. Barinn með golfkylfu í skrúðgarði í Keflavík Maður hlaut svöðusár á höfði þegar hann var barinn með golf- kylfu í skrúðgarðium i Keflavík að- faranótt sunnudagsins. Varð að sauma sárið. Mikill erill var hjá lögreglunni alla helgina vegna ölvunar og há- reysti í bænum. Var haft á orði að sumargalsi væri í mannskapnum. Nokkrir pústrar urðu en ekki alvar- legir. -GK Sautján ára stúlka úr Reykjavík er á batavegi eftir að hafa tekið inn mik- ið af lyfjum eftir að hafa brotist inn í heilsugæslustöðina á Laugarvatni um helgina. Var hún flutt í flýti með sjúkrabíi tl Reykjavíkur. Á myndinni er smiður að skipta um gler í hurð eftir innbrotið. DV-mynd JÞ Strandasýsla: Vegirnir eins og vígvöllur „Ég kom þar að nú um helgina þar sem þrjú lömb höfðu verið keyrð niður og lágu dauð á vegin- um. Sá sem ók á lömbin hefur ekki einu sinni stoppað því það sáust engin hemlaför. Vegurinn var þarna eins og vígvöllur," segir Höskuldur Erlingsson, lögreglumað- ur á Hólmavík, um aðkomuna á veg- inum við Grjótá í Steingrímsfirði á föstudagskvöldið. Hann kom nokkrum dögum fyrr að þar sem ekið hafði verið á tvö lömb og þau drepin. Þar varð eftir hluti úr stuðara á bílnum og fannst bíllinn. Eigandi hans neitaði hins vegar að hafa ekið á lömbin. „Það er lágmarkskrafa að öku- menn láti vita ef þeim verður það á að aka á lömb þannig að hægt sé að aflífa þau sem liggja særð eftir,“ segir Höskuldur. -GK Vopnafjarðarheiði: Óku saman í þokunni Miklar skemmdir urðu á tveimur bílum sem rákust saman í blind- þoku á Vopnaijarðarheiði á fóstu- dagskvöldið. Ökumenn voru í bfl- beltum og sluppu án teljandi meiðsla. -GK Borgarfjörður: Þrjár slösuðust Þrjár stúlkur slösuðust litillega þegar þær veltu bfl sínum nærri Svignaskarði í Borgarfirði um helg- ina. Missti ökumaðurinn stjórn á bílnum þegar hann fór út af bundnu slitlagi. Bíllinn er ónýtur. -GK ÞU TRYGGIR EKKI EFTIRÁ! Veðrið á morgun: Rigning á Vestfjörðum Á morgun er spáð norðan- strekkingi og rignirtgu á Vest- fjörðum en annars staðar á land- inu hægri breytilegri átt og skúr- um víða um land. Hiti verður á bilinu 3 til 13 stig. Kaldast verður á Vestfjörð- um en hlýjast verður suðaustan tfl á landinu. Veðrið í dag er á bls. 44 -------- | Verð kr. 1.199.000.-! I Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.