Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Side 16
16 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 Wil I ■CsFuSl miÐöSöLön OPÍn KJ,. 15-19 nEmo món. SÍmÍ 551-1475 ÍSLENSKA ÓPERAN ♦ sÝninGAR^ AÐEI flS 8. n. oc 14. júní Nýr umboðsmaður SÚÐAVÍK Ingibjörg Ólafsdóttir Bústaöarvegur 7 Sími 456 4936 Nýr umboðsmaður HVERAGERÐI Þórður Guðjónsson Lyngheiöi 18 Sími 483 4421 ISPÓ - Góður og ódýr kostur! Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir600 hús klædd á síðast- liðnum 14árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiösbúö 3-210 Garöabæ - Sími 565 8826 Ef þú lætur fylla bílinn þinn á næstu Shellstöö færðu gefins EURO '96 limmiðabók sem hægt er að safna i myndum af öllum leikmönnunum sem taka þátt í Evrópukeppni landsliða á Englandi.* Limmiðarnir fást '.ka á næstu Shellstöð og kostar pakki með 6 myndum 40 kr. ’Bækurnar verða gefnar meöan birgöir endast. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Smá- auglýsingar SS3 5505909 Menning Aldan, teikningin og hin auða örk - Hreinn Friðfinnsson á Sóloni íslandusi Hreinn Friðfinnsson hefur lengi verið þekktur fyrir ljóðræn verk sem í tærleika sínum og hispurs- leysi hafa náð að miðla í senn ögun og útsjónarsemi. Stór yfir- litssýning á verkum Hreins var haldin í Listasafni islands fyrir þremur árum og áréttaði hún stöðu hans sem eins af okkar fremstu myndlistarmönnum. Lii^ <*t> h á f r ð i R e v k i a v í k 96 Hreinn hlaut sina eldskírn sem myndlistarmaður innan SÚM þeg- ar hann sýndi verkið „Komið við hjá Jóni Gunnari" (1965), brotna hurö undir áhrifum frá Duchamp og málaða í anda de Stijl. Þá tók við skeið ljósmyndaverka þar sem áberandi var notkun svarthvítra myndraöa eða para ásamt skrifuð- um texta en Hreinn var á sama tíma að nota ljósmyndavélina til að skrá niður innsetningar sínar í íslenskt landslag, verk eins og „Fimm hlið fyrir sunnanvindinn" (1972). Að slípa aö innsta kjarna Þegar nær dró lokum áttunda áratugarins fór Hreinn að skapa ljóðrænar og látlausar samsetn- ingar, lágmyndir þar sem ólík efni og ólíkt eðli togaðist á I fágaðri út- færslu. Ljósmyndir gegndu áfram mikilvægu hlutverki í verkum Hreins en inntak þeirra nálgaðist sífellt meira súrrealisma. Síðustu sjö árin eða svo hefur svo virst sem Hreinn sé að slípa grundvall- arlögmál listar sinnar að innsta Hreinn Friöfinnsson. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson kjarna. Einkennandi hafa verið bogalínur sem eru gjarnan teikn- aðar beint á vegg, líkt og bylgja og öldudalur, eða markaðar lóðrétt með örfínum málmstrengjum. Slíka innsetningu eftir Hrein mátti sjá fyrir nokkrum mánuðum í Galleríi Ingólfsstræti átta. Auö örk og ölduhreyfingar Á Listahátíð í Reykjavík 1996 hefur Hreinn fengið til afnota sýn- ingarrými Sólons íslanduss. Rými þetta hefur þann ókost að þar er í raun aðeins einn virkur veggur og hefur þar af leiðandi færri mögu- leika til beinnar innsetningar en salur eins og sá aö Ingólfsstræti átta. En veggurinn á Sóloni ís- landus er stór og mikill og Hreinn nýtir sér stærð hans vel og meö- höndlar hann í raun eins og auöa pappírsörk. Þannig hefur Hreinn teiknað íjarvíddarteikningu í end- urreisnarstíl með stakkató-skygg- ingum á vegginn. Þar liggur stigi upp að vegg i dularfullu rými þar sem tröppur ganga á milli hæða og mynd af konu hangir í rjáfri. í kvenmyndinni eru einu bogalínur myndarinnar. Við hlið teikningar- innar eru þrjár auðar pappírsark- ir með áteiknaðri bylgju og öldu- dal. Beggja vegna eru hvitar viftur sem feykja örkunum frá veggnum og skapa ölduhreyfingu út í rýmið. Verkið er stílhreint-og sniðið að rýminu eins og Hreins er vandi. Þar er hann sýnilega að fjalla um vanda listamannsins gagnvart hinu ógnvekjandi auða blaði og ef- laust má þá líkja ölduhreyfingun- um og viftunum við andagiftina sem umbreytir auöu og tómu eðli í sköpun, gullvægan heimspeki- stein miðalda sem varð til við samstillingu efna og ærna íhugun. Því tvennu hefur Hreinn kapp- kostað að ná á sitt vald. Hins veg- ar hefði sýningin að mínu mati verið til muna sterkari ef hinn helmingur salarins, gluggahlut- inn, hefði verið virkur hluti sýn- ingarinnar. Aðstandendur salar- ins hefðu enn fremur mátt skapa sýningunni meira svigrúm og losa t.a.m. innsta horn salarins. Hreyfanleiki hryggsúlunnar Það er skammt öfganna á milli þegar listirnar eru annars vegar. Ekki höfum viö fyrr barið augum amer- ískar stálkonur, hingað komnar fyrir tilstilli H. Sigurdsson Enter- prises, þegar drepur hér niður fæti amerískt gúmmíkvendi, nefni- lega dansarinn Maureen Fleming. í dansi sínum ■ fer Maureen Fleming hil beggja milli klassískrar hefðar og spuna, milli austurlenskrar íhugun- ar og vestrænnar tján- ingar og siðast en ekki síst milli nútímadans- ins í víðum skilningi og myndlistarlegra gjörninga. Sjálft inntakið í þessum margræða dansi er eins konar jafnvægiskúnst, sjá orð hennar í skrá: „Ég vil skapa mynd- ir sem tjá hina hárfínu línu sem að- skilur fæðingu og dauða, sársauka og sælu, mann og konu.“ Aukin- heldur segir Maureen Fleming: „Ég held að stórkostlegasta listaverkið sem nokkur maður getur skapað sé líf hans sjálfs." |_ j Öll dansrútína hennar sjálfrar er enda úrvinnsla á atburðum úr eigin lífi, goðsagnaleg mögnun þeirra og umbreyting í at- riðum sem minna á launhelgar. Tveir atburðir eru þar mikilvægastir, undarlegt og lífshættulegt slys sem hún lenti í í Japan sem barn og nýleg uppgötvun lækna sem skoðuðu hana og tjáðu henni að í rauninni ætti hún að vera í hjóla- stól. Utan um þessa at- burði kristallast hug- myndir Maureen Flem- ing um samspil forlaga og tilviljana, sársauka og unaðar og hinnar eigin- gjörnu og óeigingjörnu ástar (Eros og Psykke). Uppásnúningar Sjálfur dansinn skipt- ist niður í sjö samtengd atriði með tónlist (Hart, Glass, Satoh, Gorecki og Tsjajkovskíj), auk þess sem textar eru lesnir eða birtast á textaskjá til hliðar við sviðið. Ofur hægar hreyfingar lista- konunnar og nekt árétta hið launhelga eða ,ritúalska“ þátt sýningar- innar, þar sem hún leggur á sig ómældar líkamsþraut- ir og uppásnúninga til að þjóna markmiði sínu - eða guði sínum - og skapar um leið eins konar hreyfiskúlptúra. Öli atriðin eru sterk, en þó mis- jafnlega. Stundum freistast maður til að velta fyrir sér hvar mörkin liggja milli liðamótalausrar leikfimi og listrænnar tjáningar, en oftast gef- ur maður sig á vald þeirri sefjun sem óneitanlega fylgir mörgum - atrið- anna. Síðasta atriðið, þaródían um „Svanavatnið", er þó eins konar stílbrot, þótt fyndið sé. Maureen Fleming, 2. og 4. júní Loftkastalinn Listahátíð 1996 Maureen Fleming. Dans Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.