Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 13
MANUDAGUR 10. JUNI1996 Fréttir Iðnskólinn: Nemendur rukkaðir fyrir endurtökupróf - gæta á sanngirni og réttlætis, segir menntamálaráðherra A • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • Islenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin. Nemendur Iðnskólans í Reykja- vík þurfa að greiða 4 til 6 þúsund krónur óski þeir eftir að fara í endurtökupróf. Fari nemandi einn í endurtökupróf þarf hann að greiða 6 þúsund krónur. Fari fleiri en einn nemandi í sama próf þarf hver að greiða 4 þúsund krónur. Þetta eru nemendur ósáttir við. Skólastjóri Iðnskólans, Ingvar Ás- mundsson, segir samningu endur- tökuprófa utan við skyldur kenn- ara. „Við þurfum að greiða kennur- unum þetta sérstaklega. Við erum með áfangakerfi og þeir sem falla í áfanga eiga að taka hann aftur. Ef menn falla í einu prófi og eru að út- skrifast og þeim liggur á að ljúka þessu þá hafa þeir þennan mögu- leika að fá að taka svona próf en það er á þeirra kostnað. Ef það eru margir nemendur í prófi lækkar kostnaðurinn," segir Ingvar Ás- mundsson, skólastjóri Iðnskólans. Almenna reglan er sú að kennar- ar framhaldsskóla senda fjármála- ráðuneytinu reikning fyrir samn- ingu endurtökuprófs og yfirferð. Fyrir prófsamningu fá kennarar greidd fjögurra stunda laun og einn- ar stundar laun fyrir yfirferð hverr- ar úrlausnar. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra kveðst ekki hafa vitað um gjaldtökuna í Iðnskólanum. „Þetta er alveg mál Iðnskólans. Ég veit ekki til þess að þetta sé talið lögbrot. Það geta verið mismunandi aðstæður eft- ir skólum. Það skapast ákveðnar hefðir innan skóla. Við þurfum að skoða hvert tilvik fyrir sig. Sam- Lúðrasveitin göngunnar. fararbroddi skrúð- DV-mynd KEin Selfoss: Ungmenna- félagiö 60 ára DV, Selfossi: Haldið var upp á 60 ára afmæli Ungmennafélags Selfoss með miklum glæsibrag 1. júní. Skrúðganga fór um bæinn með Lúðrasveit Selfoss í farar- broddi. Lauk henni við Hótel Selfoss og þar var boðið upp á veitingar. UMFS er stofnað 1. júní 1936. Það hét fyrst Tíbrá en breyttist fljótt í Ungmennafélag Selfoss. Var það stofn- að upp úr UMF Sandvíkurhrepps en það félag var stofhað 1912. Félagar nú eru 1060 eða fjórðungur bæjarbúa. Þar af eru 740 iðkendur í 7 greinum iþrótta. Félagið er aðili að Héraðssambandinu Skarphéðni, HSK. Fyrsti formaður var Björn Blöndal Guðmundsson en núverandi formað- ur er Gísli Jónsson. Þekktustu íþróttamenn félagsins gegnum árin eru t.d. Kolbeinn Krist- insson stangarstökkvari, Sigfús Sig- urðsson kúluvarpari, Vésteinn Haf- steinsson kringlukastari, Þórdís Gísladóttir hástökkvari og Ólafur Guðmundsson tugþrautarmaður. Á afmælishátíðinni voru nokkrir félagar sæmdir æðsta heiðursmerki ÍSÍ af Ellert B. Schram forseta. Gull- merkið fengu Bjöm Gíslason og bræð- urnir Gísli og Sigurður Jónssynir en silfurmerki þau Guðmundur Ingvars- son, Elínborg Gunnarsdóttir og Þórð- ur Árnason. Merkin eru veitt fyrir langt og gott stjórnunarstarf innan hreyfingarinnar. -K.Ein kvæmt nýsettum lögmn um fram- haldsskóla setjum við ákveðið há- mark og það er tekið á þessum mál- um. Ég er ekki talsmaður þess að menn útiloki greiðslur fyrir umfram- þjónustu. En auðvitað á að gæta sanngirni og réttlætis i því máli,“ segir menntamálaráðherra. -IBS Frjálst bílalán og önnur bílalán -þekkirðu muninn? Engín önnur bílalán sameina alla þessa kosti: Þér er frjálst að tryggja bílinn þar sem þú vilt. Þú ert firjáls að skipta um tryggingafélag, þegar betri kjör bjóðast annars staðar. Bflalánið bindur þig ekki. Viljir þú selja á lánstímanum er þér frjálst að selja hæstbjóðanda, óháð því hvar hann tryggir því kaupandinn getur yfirtekið Frjálsa bflalánið . Þú ert firjáls að því að velja sjálfsáhættuna í kaskótryggingunni og þannig geturðu haft áhrif á hvað þú greiðir í tryggingariðgjöld. í Frjálsum bflalánum býður Glitnir nú allt að 100% lán til 36 mánaða, 75% tfl 48 mánaða og 65% til 60 mánaða. Slíkt boð hefur ekki sést fyrr hérlendis. Og betri vextir bjóðast ekki! Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Glitnir hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10. Hðnnun: Gunnar Sleinþórsson / FÍT / BO-05.96-029-BEKQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.