Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ1996 Fréttir Sex ára drengur hlaut varanlega áverka á þremur fingrum í rúllustiga i Kringlunni: Bitar rifnuðu úr þremur fingrum og einn brotnaði - segir Ragnar Georgsson verslunarmaður sem fyrstur kom drengnum til hjálpar „Ég stökk strax út úr spilasalnum þegar ég heyrði öskrin í stráknum. Hann var þá staðinn upp og á leið upp hinn stigann á eftir félaga sín- um. Ég náði honum uppi á stigapall- inum og fór með hann niður afttn-,“ segir Ragnar Georgsson, verslunar- maður og starfsmaður í spilasalnum Galaxy í Kringlunni. Hann kom um klukkan eitt í gær- dag að sex ára gömlum dreng sem hafði fest sig í rúllustiga i suöur- enda Kringlunnar með þeim afleið- ingum að hann skaddaðist á þremur fingrum og einn þeirra brotnaði. Ragnar segir að bitar á stærð við neglur hafi rifnað upp úr litlafingri, baugfingri og löngutöng rétt fyrir neðan hnúana. „Það voru hjón stödd við spilasal- inn og þau aðstoðuðu við að vefja eldhúsrúllu um sárið á meðan leitað var eftir sjúkrabíl og reynt að hafa samband við foreldra drengsins," segir Ragnar. Drengurinn var á fjórða tíma í gær í aðgerð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þar sem tókst að bjarga fingr- um hans. Faðir drengsins sagði þó við DV í gær að enn væri of snemmt að segja hversu alvarlegan og var- anlega skaða hann hlyti af. Faðirinn segir að ekki verði eftirmál af slys- inu gagnvart Kringlunni enda um óviðráðanlegt slys að ræða. Ragnar Georgsson segir að dreng- urinn hafi borið sig vel þó mikið hafi blætt úr fmgrunum. Hann gat þó ekki gert nákvæmlega grein fyr- ir hvemig hann festi sig í rúllustig- anum. „Annaðhvort hefur hann dottið eða setið neðst í tröppunum. Fing- urnir hafa lent í raufinni milli trappnanna þegar stiginn fer undir gólfið," segir Ragnar. Zophanías Sigurðsson, tækni- stjóri í Kringlunni, sagði við DV að aldrei væri of brýnt fyrir foreldrum að hafa gát á bömum sínum og að þau mættu ekki vera að leik í rúllu- stigunum. „Rúllustigarnir eru öruggir ef rétt er farið að við notkun þeirra. Börn vita ekki hlvað er hættulegt og hvað ekki og því verða foreldrar eða forráðamenn barna að sjá til þess að þau noti ekki stigana sem leiktæki,“ sagði Zophanias. -GK Þjoðvaki: Jóhanna endurkjörin Jóhanna Sigurðardóttir var einróma endurkjörin formaður Þjóðvaka 1996-1997 á landsfundi hreyfingarinnar í Viðey á laugar- dag, Svanfriður Jónasdóttir var Kjörin varaformaður og Ágúst Einarsson ritari hreyfingarinnar. Á fundinum flutti Jóhanna skýrslu stjómar og fjallaði um stjómmálaviðhorfið og þingmenn ræddu þingstörfin í vetur. í stjórnmálaályktun af lands- fundinum var lýst yfir andstööu við stefnu ríkisstjórnar Daviös Oddssonar. „í stað gamaldags hugmyndafræði ríkissfjómar- flokkanna er þjóðinni nauðsyn að lausnir jafnaðarmanna setji mark sitt á landsstjórnina," segir meðal annars í ályktuninni. Þjóðvaki krefst þess að veiði- leyfagjaldi verði komið á í sjávar- útvegi, sambærilegt orkugjald viö nýtingu orkulinda og vill fá nýjan búvörusamning sem sé hagkvæm- ur neytendum og bændum. Hreyf- ingin vill öflugt velferðarkerfi og telur að ríkisstjórnin hafi ráðist harkalega á heilbrigðis- og vel- ferðarkerfi landsmanna síðustu misseri. Þjóövaki vill samráð og bætt skipulag á vinnumarkaði, jafnari tekjuskiptingu og að stóreigna- menn beri byrðarnar auk þess sem grundarvallarbreytingar þurfi á sfjómskipun með auknum rétti til þjóðaratkvæðis, svo eitt- hvað sé nefnt. -GHS Reykjavík: Þrír fíklar og tólf stútar teknir Annasamt var hjá Reykjavíkur- lögreglunni um helgina og vom m.a. tólf ökumenn teknir í gær- morgun, grunaöir um ölvun við akstur. Þá hafði gleðskapur verið í borginni alla nóttina sem og að- faranótt sunnudagsins. Þá vora þrír menn, grunaðir um fíkni- efnaneyslu, teknir. -GK Talið er að veltigrind og bílbelti hafi komið í veg fyrir stórslys þegar breyttur Bronco-jeppi valt í Svínahrauni í gær. Tvennt var í bílnum og slapp meö óveruleg meiösl en bíllinn skemmdist töluvert. DV-mynd S Herdís Storgaard um ályktun þings Slysavarnafélagsins: Ég mun ræða við þau - nýkjörinn forseti lýsir trausti á Herdísi mundu ræða við stjómina og Esther um ágreininginn samkvæmt álykt- uninni á þinginu. Á þinginu ritaði meirihluti fund- armanna nöfn sín á undirskrifta- lista til stuðnings Herdísi og var hann afhentur Gunnari Tómassyni, forseta Slysavarnafélagsins. Gunnar var kjörinn forseti á þinginu um helgina í stað Einars Sigurjónsson- ar sem gaf ekki á sér. Gunnar er hlynntur því að leita leiða til að halda Herdísi áfram hjá félaginu og hefur lýst því yfir aö félagið beri mikið traust til hennar. Tillaga þess efnis aö sameina starf forseta SVFÍ og framkvæmda- stjóra félagsins var felld á þinginu um helgina. -Ótt Jóhanna Siguröardóttir: Hittumst til að ræða ný skref að sameiningu Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjör- inn formaður Þjóðvaka, segir að ný- kjörin stjóm hreyfingarinnar muni hittast fljótlega til að ræða hvemig hún geti markaö ný skref í átt að sameiningu jafnaðarmanna. Ekkert geti þó skeð i þá átt nema hinir flokkarnir séu tUbúnir til að koma áð borðinu með því hugarfari að setja ágreiningsmál til hliðar og vinna að því sem sameiningar en ekki sundrar. Jóhanna segir aö eindrægni og samstaða hafi ríkt á landsfundi Þjóðvaka sem haldinn var um helg- ina, bæði varðandi menn og mál- efni. Umræðumar hafi að mestu snúist um sameiningarmálin en Þjóövaki hafi litla trú á kosninga- bandalagi A-flokkanna, eins og rætt hafi verið um. Flokkamir þurfi að sameinast. Það hafi verið sýnt fram á að enginn stór ágreiningur sé milli flokkanna nema ESB. -GHS „Ég á eftir að sjá hvað aðilar vilja. Ég mun ræða málin við þá. Það kom fram mikill vilji fólks og áhugi á að greiða úr þessum mál- um,“ sagði Herdís Storgaard, full- trúi hjá Slysavarnafélagi íslands, um ályktun sem kom fram á þingi SVFÍ þar sem skorað var á sljóm fé- lagsins, framkvæmdastjóra og Her- dísi að leita leiða til að koma í veg fyrir að Herdís léti af störfum. Herdís sagði starfi sínu lausu um síðustu mánaðamót. Hún kvaðst í gærkvöld ekki vilja tjá sig um ástæður uppsagnarinnar - hún hefði vissulega gert Esther Guð- mundsdóttur framkvæmdastjóra grein fyrir henni. Hún kvaðst síðan Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringla í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Jé |lj Nel 2 I ,r ö d d FOLKSIN 904-1600 Á að leyfa áfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum? Annaðhvort hefur hann dottið eða setið neðst í tröppunum. Fingurnir hafa lent í raufinni milli trappnanna þegar stiginn fer undir gólfið,“ segir Ragnar Geórgsson sem fyrstur kom drengnum til hjálpar. DV-mynd GS Stuttar fréttir ísland er fyrirmyndin fslenskur læknir tekur þátt í endur- uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Bosníu-Hersegóvinu með íslenska kerfið að fyrirmynd. Sjónvarpið greindi frá. Diddú söng í Róm Diddú söng einsöng við stórmessu i Péturskirkjunni í Róm í gærmorgun og varð til þess fyrst kvenna. Kvennakór Reykjavíkur söng. Sjónvarpið sagði frá. Hágöngumiölun verði slys? Náttúruunnendur telja að fyrirhuguð Hágöngumiðlun verði umhverfisslys, að sögn Sjónvarps. Landsvirkjun hefur kært úrskurð um frekari rannsóknir til ráðherra. Tilkynningaskylda flutt? Rætt er um að flytja tilkynninga- skyldu skipa frá Slysavamafélaginu til Landhelgisgæslu í andstöðu við félagið, að sögn RÚV. íslendingar fengu mest íslendingar fengu langmest fé allra evrópskra rílga í Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum því stjómvöld sögðu hana auðvelda uppbyggingu herstöðvar. RÚV sagði frá. Ný byitingarkennd aðferö Ný aðferð við meðferð slitgigtar getur gert erfiöar skurðaðgerðir óþarfar. Læknar tala um byltingu. RÚV greindi frá. Foröast stærðfræðinám Stúlkur hafa ekki sótt jafnmikið í stærðfræðitengt nám og konur hafa sótt í langskólanám. Þær em aöeins 25% þeirra sem ljúka námi af stærðfræði- braut. RÚV sagði frá. Kemur í lokjúli Flóttafólkið frá Bosníu kemur í síð- asta lagi í lok júlí. Verið er að undirbúa komu þess á ísafirði. Útvarpið greindi frá. Láglaunahópar greiða Landsþing Sjálfsbjargar telur að stjómvöld láti láglaunahópa greiða nið- ur halla ríkissjóðs. Stöð 2 sagði ffá. Ákvörðun vekur athygli Ákvörðun Alþingis að leyfa vígslu samkynhneigðra hefur vakið mikla at- hygli i Finnlandi, skv. RÚV. Kjalvegur opnaður Kjalvegur hefur verið opnaöur þrem- ur vikum fyrr en í fyrra. Gróður er far- inn að laufgast og ferðamenn famir að sjást. Útvarpið sagði ffá. Kenndi hárgreiðslu í Kína íslensk hárgreiðslukona fór til Kina til að kenna hárgreiðslu á vegum banda- rísks hárgreiðsluskóla. RÚV greindi ffá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.