Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 17 i>v Fréttir Heitt vatn í Skógum: Lagt í fé- lagsheimil- iö og grunn- skólann Verið er að leggja heitt vatn í fé- lagsheimilið Fossbúð í Skógum, grunnskólann og kennarabústaði á staðnum. Síðastliðinn vetur var heitt vatn lagt í framhaldsskólann. „Við erum aúðvitað mjög ánægð hérna,“ segir Margrét Einarsdóttir, oddviti í Austur-Eyjafjallahreppi. „Það var borað eftir heitu vatni hér í fyrrasumar rétt fyrir ofan fram- haldsskólann í Skógum. Það var heilmikið vatn. Við teljum að það sé 8 til 9 sekúndulítrar en vitum ekki nákvæmlega hvað það er mikið því við þurfum að dæla því,“ segir Mar- grét. Borunin í fyrrasumar kostaði um 14 milljónir. Að sögn Margrétar standa ríkið, héraðsnefndir, hrepp- urinn og byggðasafnið að fram- kvæmdinni. -IBS Lionsklúbbur Akraness 40 ára í ár minnist Lionsklúbburinn á Akranesi þess að 40 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins. Það var 22. apríl 1956 sem 15 ungir menn hér á Akra- nesi komu saman til fundar og stofnuðu Lionsklúbb Akraness. Hann var fyrsti klúbburinn á Vest- urlandi og níundi klúbburinn á ís- landi. Fyrsti formaður var Ólafur E. Sigurðsson útgerðarmaður og með honum í stjórn voru Jón Ben Ás- mundsson ritari og Elías Guðjóns- son gjaldkeri. Af 15 stofnfélögum eru 7 látnir. Einn stofnenda er enn félagi, Ármann Ármannsson, og er hann ævifélagi í klúbbnum ásamt Eiríki Þorvaldssyni, Hákoni Björns- syni og Ólafi Guðbrandssyni. Á þessum 40 árum, sem Lions- klúbburinn hefur starfað, hefur hann staðið fyrir ýmsum framfara- málum til heilla fyrir íbúa Akra- ness og það fólk sem hefur búið á Akranesi. Lionsklúbburinn afhenti 22. april sl. Sjúkrahúsi Akraness gjörgæslutæki fyrir svæfingadeild og smásjá fyrir rannsóknardeild og súrefnismettunarmæli fyrir fæðing- ar- og kvensjúkdómadeild. Á þessu ári á Lionessuklúbbur Akraness einnig 15 ára afmæli en hann var stofnaður árið 1981. Formaður Lionsklúbbs Akraness er Axel Ax- elsson og formaður Lionessuklúbbs- ins Margrét Guðbrandsdóttir. -DÓ Eigum fjaðrir í eftirtalda jeppa: Framfjaðrir Suzuki Fox Afturfjaðrir Suzuki Fox Framfjaðrir Daihatsu Rocky Afturfjaðrir Daihatsu Rocky Afturfjaðrir Mitsubishi Pajero (langur) Nissan Patrol Mazda B-2000 paiibíiL Mazda B-2600 paiibíii Toyota Litace Einnig eigum við dráttar- beisli fyrir fólksbíla og jeppa frá hinu viður- kennda Monoflex- fyrirtæki í Svíþjóð. FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10,112 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.