Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 Fréttir DV Gigtarsjúkdómar: Island í lykil- hlutverki Alþjóðleg ráðstefna um gigtar- sjúkdóma á vegum Scandinavian Society for Rheumatalogy var haldin í Háskólabíói um helgina. Var þetta ein fjölmennasta ráð- stefna sem haldin hefur verið hér á landi en hingað komu um 630 erlendir gestir alls staðar að úr heiminum. Ráðstefnan var haldin á 50 ára afmæli samtakanna og 20 ára af- mæli Gigtarfélags íslands. Af- mælishóf var haldið af því tilefni á fóstudgskvöldið og var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, viðstödd hátíðardagskrána. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra flutti ræðu við það tæki- færi og Kristján Steinsson, forseti Scandinavian Society for Rheumatalogy og formaður und- irbúningsnefndar ráðstefnunnar, flutti ávarp. Þá minntust menn þess að 40 ár eru liðin frá stofnun tímarits samtakanna, Scandina- vian Joumal of Rheumatalogy. Ritverk um gigtarsjúkdóma hefur verið samið og hefur Jón Þor- steinsson læknir skrifað íslensk- an kafla og fjallar þar um gigtar- sjúkdóma á íslandi. Einn kunnasti erfðafræðingur heims, dr. Eric Lander frá Bos- ton, flutti sérstakt erindi og var það mjög athyglisvert þar sem hann sagði að Island léki lykil- hlutverk í lausn erfðagátunnar í gigtarsjúkdómum vegna ein- stakra aðstæðna hér á landi. -RR Alls hafa drukknað 1325 sjómenn frá árinu 1938: Um fjögur hundruð hafa aldrei fundist - minnisvarði reistur í Fossvogskirkjugarði um týnda sjómenn „Þegar tekinn er saman íjöldi íslenskra sjómanna og sæfarenda sem hafa farist frá 1938 til síðasta sjómannadags kemur í ljós að alls hafa drukknað 1325 manns. Flestir fórust árið 1941 eða 139 manns. Það ár voru 139 stjörnur í sorgarfána okkar. Á sjómanna- daginn í ár var sem betur fer að- eins ein stjarna í fánanum. Talið er að af þeim 1325, sem farist hafa á þessu tímabili, hafi um fjögur hundruð ekki fundist. Þess vegna var ákveðið að koma nú upp minnisvarða í Fossvogs- kirkjugarði um þennan hóp. Minnisvarðinn var afhjúpaður á sjómannadaginn og hann stendur við hlið minnisvarðans um drukknaða sjómenn. Ástvinir þeirra sem drukknað hafa, en ekki fundist, geta nú í samvinnu við Kirkjugarða Reykjavíkur lát- ið setja nafn ástvina sinna á þennan nýja minnisvarða," sagði Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, í sam- tali við DV. Þessi umræddi minnisvarði var afhjúpaður á sjómannadag- Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, við minnisvarðann um drukknaða sæfarendur sem ekki hafa fundist. Minnisvarðinn er í Fossvogskirkjugarði og var afhjúpaður síðasta sjómannadag. DV-mynd GS Ú . fl Hp '’TTTi KENWOOO : A: : S- ; fy- Bílgeislaspilari með útvarpi og öflugum 4 x 30W magnar; Næmt útvarp FM/LB/MB sem dregur vel inn veikar stöðvar. 24 stöðva minni með sjálfvirkri stöðvainnsetningu. Utgangur fyrir kraftmagnara. Þjófavörn - laus framhlið. Hárnákvæmur 1 bita geislaspilari sem þolir vel íslenska vegi og vegleysur. Verö kr. 35.900,- stgr. gfARjlí'aD þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Ljóniö, Isafirði Radíónaust, Akureyri Hljómsýn, Akranesi Radíókjallarinn, Keflavík inn. Hann er hannaður á teiknistofu Jónasson en minnisvarðann vann Halldórs Guðmundssonar, lands- Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar. lagsarkitekt við verkið er Pétur -S.dór Flateyri: Kirkjan og skólinn fengu minningargjafir DV, Flateyri: „Strax eftir að þetta hörmulega slys varð hér á Flateyri velti ég fyr- ir mér með hvaða hætti ég gæti gert eitthvað í minningu Þórðar. Niður- staðan varð sú að styrkja bókasafn- ið í grunnskólanum því ég veit að það er vanbúið. Þá hefur mér alltaf þótt vænt um þessa kirkju og mig langar að gleðja hana og vona að þetta komi í góðar þarfir. Mér hefur liðið vel hérna á Flateyri og mér hefur liðið illa en nú er ég sátt við sjálfa mig“ sagði Ragnheiður Erla Hauksdóttir þegar hún afhenti Grunnskólanum á Flat- eyri og Flateyrarkirkju veglegar peningagjafir í minningu manns síns, Þórðar Júlíussonar pípulagn- ingameistara. Þórður fórst í snjóflóðinu mikla í haust. Björn E. Haíberg skólastjóri og sr. Gunnar Björnsson sóknar- prestur veittu gjöfunum viðtöku í kirkjunni á Flateyri og þökkuðu þann stórhug og velvilja er að baki byggi. -GS Björn E. Hafberg skólastjóri, Ragnheiður Erla Hauksdóttir og sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur við afhendingu gjafa Ragnheiðar Erlu í Flateyrar- kirkju. DV-mynd Guðmundur Sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.