Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 Fréttir 31 I>V Nærfærnar handsmáir konur og karlmenn DV, Hólmavík: Nærfærnar konur og handsmáir karlmenn eru hópar sem jafnan njóta mikilla vinsælda á sauðijár- svæðum um burðartímann en illu heilli virðist báðum hópum fara fækkandi. Því er bændum það mik- ils virði að fá notið þjónustu dýra- læknis með fasta búsetu þennan tíma en þess hefur aðeins lítill hluti Strandabænda notið síðustu 6 árin eða frá 1989 þegar Guðbjörg Þor- varðardóttir dýralæknir flutti sig um set í feitara brauð eftir 6 ára dvöl hér. Á þessu vori hefur loks dýralæknir litið til okkar í lítillæti og af góðvild og dvalið á Hólmavík allan sauðburðartímahn. Hefur það verið ánægjuauki þeim sem reyna að sinna hverjum einstaklingi af þeirri alúð sem kostur er en láta öll hagfræðilögmál lönd og leið. Dýra- læknirinn sem hér um ræðir er Laufey Haraldsdóttir, sem búsett er á ísafirði en þjónað hefur Stranda- sýslu með nokkrum ferðum í hérað frá síðustu áramótum þegar hún kom hingað vestur til starfa -GF KENWOOD kraftur, gœöi, enciing Ármúla 17, Reykjavík, sími 568-8840 Seyðisfjörður: Hraðbátur í skemmti- siglingar DV Seyðisfiröi: Nýlega voru fest kaup á farþega- báti til Seyðisfjarðar sem byggður var í Noregi, 30 feta langur, tæplega 7 tonn og er búinn 2 Volvo Penta gangvélum. Ganghraði hans er 20-22 sjómílur og kaupverð tæpar 3 milljónir kr. Það verður stofnað hlutafélag um kaupin og er áhugi nægur. Það var haldinn mjög fjölmennur borgarafundur fyrir tæpum tveimur mánuðum þar sem menn lögðu á ráðin um hvaða úrbætur í móttöku ferðamanna væru brýnastar til að auka þokka og gengi þessa mikla ferðamannabæjar. Hingað koma rúmlega 4% þeirra erlendu ferða- manna sem leggja leið sína til lands- ins. Fjölmargar nýjungar, sem unnið hefur verið að, eru ávöxtur þessara bollalegginga - og kemur það flest í ljós á næstunni. Ferðamannatímabi- lið hefst með komu Norrænu á fimmtudaginn í næstu viku. -JJ Fjölbrautaskóli Vesturlands Nýr bygging- aráfangi undirbúinn DV, Akranesi: Nú er unnið að undirbúningi að næsta byggingaráfanga við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi sem er 2500 fm kennsluhús til bók- legrar og verklegrar kennslu. Þar verður stórt miðrými til að vinna með upplýsingar af ýmsum toga. Við hönnun hússins hefur verið tek- ið tillit til breytinga á nálgun upp- lýsinga og í kennslustofum er gert ráð fyrir að nemendur geti tengt einkatölvur sínar í tengi við hvert borð. Skólinn gerðist nýlega einn ís- lenskra skóla aðili að stóru verkefni á sviði upplýsingatækni sem kostað er af ESB. Nefnist verkefnið Skóla- vefurinn eða Web for Schools. -DÓ BSRB með heimasíðu á alheimsvefnum Blað hefur verið brotið í upplýs- ingamiðlun BSRB með því að opna heimasíðu á eigin vef á alheim- svefnum. BSRB eru fyrstu samtök launafólks sem opna heimasiðu á al- heimsvefnum og færa sér þar með í net þessa nýju tækni við upplýs- ingamiðlun. Á BSRB-vefnum er m.a. að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um samtökin og réttindi launamanna. Heimasíðufang BSRB er: www.tv.i's/bsrb/band.htm og verður vefurinn í stöðugri endurskoðun og nýjar síður munu bætast jafnt og þétt inn í hann. -RR Góðar ferðir! Lýsing hf. óskar Veslf jarðaleið til hamingju með nýju fjárfestinguna. VestfjarSaleiS festi nýverið kaup á tveimur nýjum og glæsilegum rútum sem eru að fullu fjármagnaðar með eignarleigusamningi við Lýsingu hf. Með þeirri aðferð þarf fyrirtækið ekki að taka fé úr rekstrinum, áunnin kjör haldast í viðskiptabankanum auk þess sem joað naut staðgreiðsluafsláttar. Um leið og við óskum Vestfjarðaleið til hamingju, vonum við að fyrirtækinu gangi allt í haginn og eigi margar góðar ferðir framundan. Eigendur: BUNAÐARBANKI ÍSLANDS tt Landsbanki Mr íslands sinvÁ LiIXJii Bankl allra landsmanna w 1IT1' LMENNAR w \ÁTkVf,CI\C\réUC ÍSIANDSIII FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 1500, FAX 553 1505, 800 6515 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.